Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 16
Laugardagur 6. júlf 1968. Sigurhátíð Kristjánsmanna á 5 veitingahásum Stuðningsmenn dr. Kristiáns Eld jáms héldu sigurhátíð á fimm veit in^Ætjym í Reyk.iavik í fyrradag og var fjölmennt á flestum stöð- unum. Dr. Kristján og frá Halidóra komu á alia staðina og flutti dr. Kristján þar stutt ávarp. Hér var um að ræða fólk, sem starfaði á kosningaskrifstofum og á annan hátt fyrir kosningarnar. UMFANGSMIKIL AFMÆLISHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI — bæjarbúar fagna 50 ára afmæli kaup- staðarins og 150 ára afmæli verzlunar- staðarins — Búizt við miklu fjölmenni ■ Siglfirðingar minnast nú um helgina hálfrar aldar afmælis kaupstaðar síns og 150 ára afmælis verzlunarstaðarins með tveggja daga samfelldri hátíð, sem fjöldi gesta mun sækja, bæði annars staðar af landinu og frá vinabæjum Siglu- fjarðar á hinum Norðurlöndunum. ■ ÖII hótelherbergi hafa fyrir löngu verið tekin frá fyrir gesti, enda rúma þau aðeins lítið brot þeirra, sem sækja munu hátíðina. Sérstakar ráðstafanir hefur þurft að gera tll þess að fólk fengi inni með svefnpoka, annaðhvort í Barna' skólanum eða á sérstökum svæðum fyrir tjaldstæði. Ekkert hefur verið til sparað til þess að gestum bæjarbúa og þeim sjálfum verði hátíðin sem eftirminnilegust, Samfelld skemmtidagskrá verður frá því kl. 13.45 á laugardag, þegar há-- tíðin veröur formlega sett við Barnaskólann með hornablæstri Lúðrasveitar Siglufjarðar og á- varpi bæjarstjóra, Stefáns Frið- bjarnarsonar. Verða fluttar þar ræður og tímamótanna minnzt, en ávörp munu flytja þar Bjami Benediktsson, forsætisráöherra, og Eggert G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra. Fulltrúar vinabæja Siglufjarðar á hinum Norðurlöndunum munu og flytja kveðjur, enda verða há- tíðarhöldin jafnframt vinabæja- mót. Inn á milli ávarpanna syngur karlakórinn Vísir nokkur lög, m.a. nýtt afmælisljóð. Að loknum ávörpunum verður haldin þjóðdansa- og fimleika- sýning, en kl. 17 veröur opnuð formlega málverka- og Ijós- myndasýning í Gagnfræðaskól- anum, en á sama tíma fer fram unglingaskemmtun við Bama skólann, þar sem Bessi Bjarna- son og Gunnar Eyjólfsson munu skemmta auk unglingahljóm- sveitar. i0. síða HVALVERTÍÐ GÓÐ TIL ÞESSA Hvalveiðivertíðin sem hófst 6. júní hefur gengið mjög vel. Hval- veiðibátamir hófu veiðina viku síö- ar en í fyrra og hafa þeir nú veitt 123 hvali. Blaöið hafði samband við Sýningu Sigrúnar Björnsdóttur lýkur á morgun Málverkasýningu frú Sigríðar Bjömsdóttur lýkur á morgun, en sýningin hefur verið til húsa í við- byggingu M. R., Casa Nova. Sýning- in verður opin til kl. 22. , Magnús B. Ólafsson, verkstjóra, ! sem sagði, að veiðin skiptist í 119 j langreyðar og aðcins 4 búrhvali. Væri veiöin mjög áþekk og í fyrra, aö öðru leyti en því, að sífellt leng- ist fjarlægðin í hvalina og væru þeir allt að 200 mílur í hafi úti. Annars hefði veðráttan verið mjög hagstæð og eru menn bjart- : sýnir eins og horfurnar eru í dag. Þó er það vitaö mál, að möguleik- arnir á að ná í langreyöina minnk- | ar ailtaf í júlí. Alls eru fjórir bát-1 ar að veiðum og hvalirnir yfirleitt mjög vænir. Hvaiveiðivertíðinni lýk ur um miðjan september og er frem ur ólíklegt að nýtt veiðimet verði sett í sumar, en það var sett áriö 1957 og veiddust þá 517 hvalir. j Dúxarnir á götu í Danmörku. Þeir vöktu nokkra athygli, þar sem þeir gengu flestir með „hvítu kollana". Fulltrúar í Norðurlandaráði allt of gamlir Talað við tvo isl. dúxa eftir norrænt Álaborgarmót Þama verður rekið daghcimili fyrir börn stúdenta. ; # Friður dúxahópur kom til lands ; ins í fyrrinótt eftir að hafa veriö j viðstaddur lok spurningakeppni j norrænna skólanema, er fram fór á I miklu móti í Álaborg dagana 25.— j 29. júní. Hinir ísl. þátttakendur j mótsins fóru þangaö í boði Nor- j ræna félagsins. Voru þeirra á með j al 7 nýstúdentar frá M.R., 2 frá | Verzlunarskólanum og einn frá M.A. Blaöið haföi tal af tveim dúx- i anna í gær og sögðu þeir frá ferða laginu. Lét Erlendur Jónsson dúx frá : M.R. ákaflega vel af ferðinni og i kvað ákaflega fróðlegt að hafa i fylgzt meö fundahaldi því, sem i fram fór þessa daga í Álaborg. J „Komu þar m.a. fram merkir dansk ; ir stjórnmálamenn eins og-Krag og 1 Erik Eriksen og svöruðu spurn- ingum, sem beint var til þeirra. Fjölluðu þær spurningar aðallega um norræna samvinnu. Eitt það sem kom fram var það að unga fólkinu fannst fulltrúar í Norður- landaráöi vera allt of gamlir, en Stúdentar fá eigii barnaheimili Rikið keypti hús til fyrir bórn ■ Ríkisstjórnin hefur fest kaup á bænum Efri-Hlíð í Reykjavík, sem stendur við Hamrahlíð, og afhent Stúd- entaráði Háskóla íslands bæ- inn tll reksturs dagheimilis fyrir börn stúdenta við Há- skóla íslands. Eigandi bæjar- ins var Reykjavíkurborg. — Kaupverð hans var um 1,6 reksturs dagheimilis stúdenta milljónir króna. Stúdentar vonast til að geta hafið rekst- ur heimilisins næsta haust, en gera þarf nokkrar breyt- ingar á húsinu til að rekstur- inn geti hafizt. Forsaga þessara húsakaupa og aðstoðai ríkisins er sú, að í vor hætti dagheimilið Ilagaborg að taka við fleiri börnum, og bitnaði það mjög á stúdentum, þar sem margir þeirra eru bú- settir í Vesturborginni og á svæðinu kringum Háskólann. Stúdentar fóru þá að athuga. hvað unnt væri að gera málinu til úrlausnar, og útkoma þess var sú. sem hér að ofan getur Að því er Höskuldur Þráinsson formaður Stúdentaráðs Háskóia íslnnds, tjáði VlSI í gær, eru stúdentar mjög ánægðir með við brögð ríkis og borgar viö því vandamáli, sem við blasti. Gert er ráð fyrir, aö heimilið fuilgert rúmi 30—40 börn, og verða börnin á aldrinum 1-3 ára, en dagheimili Sumargjafar i Reykjavík munu eftir sem áður taka við börnum stúdenta á aldrinum 3-6 ára. Mun þetta því létta mjög undir starfsemi Sum argjafar. meðalaldur þeirra haföi verið reikn aður 58 ár.“ Fylgdust íslendingarn ir með spurningakeppni eftir því sem tök voru á en Finnland bar sigur úr býtum íslendingarnir vöktu mikla athygli. Kom einn stúd entanna, Einar Thoroddsen, fram i sjónvarpinu og Álaborgarblööin höfðu viðtal við íslenzku nemend- 10. síða Minni uppskera grænmetis en venjulega Sumar tegundir garðávaxta fer senn að þrjóta í verzlunum. Er hér um að ræða þær tegundir, sem venjulega eru ræktaðar úti við t.d. gulrætur, steinselpar og salat. Smá vegis barst frá gróðurhúsunum af I jstum tegundum á markaðinn, en lítið er eftir af þeim. Allt grænmeti er miklu seinna á ferðinni en venjulega eða allt að hálfum mánuöi, þrem vikum og er það vegna kuldanna í vor. Einnig má búast við minni uppskeru. Kál og rófur koma sennilega á markað- inn upp úr miðjum mánuði á sama verði og í fyrra. Hefur allt græn- meti verið selt til þessa á því verði og er óvíst aö um nokkra verð- lækkun garðávaxta verði að ræða, þegar framboð eykst er líða tekur á sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.