Vísir - 08.07.1968, Side 2

Vísir - 08.07.1968, Side 2
 V í SIR . Mánudagur 8. júlí 1965. □ □ VALUR — □ □ IBA 1:1 (0:1) Valsmenn iöfmiBn á elleftu stundu — þófkenndur leikur VALS og IBA ■ Líklega var þessi leikur með þeim lélegri, sem leiknir hafa verið í 1. deild á þessu ári. Oftast var um tilgangslítið hlaup leikmanna að ræða, og oft virtist það hending ein, ef sending endaði þar, sem henni var ætlað að enda. Jafntefli eru örugglega réttlátustu úr- slit leiksins, Akureyringar áttu meira í fyrri hálfleik, en Valsmenn aftur á móti öllu meira í síðari hálfleikn- um. Þó má segja, að með örlítilli heppni hefðu Akur- eyringar getað sigrað í leiknum og tekið þar með bæði stigin. mestu fram á miðju vallarins og var mjög þófkenndur. Var eins og liðin vaeru að þreifa fyrir sér um styrk- Ekki er talandi um veruleg tæki- færi liðanna til að skora fyrstu mínútur leiksins, leikurinn fór aö wm~ W!® I* ‘ *&*>*'' mst wAÍ'V'. ... \v,v.v*X\iv w.v. .&V.. .sv.%% X' s s V*Xv.tU\\ Hinn ágæti markvörður Vestmannaeyinga, Páll Pálmason, bjargar hér vel úr einni sóknarlotu KR. Eyleifur og Hörður Markan, beztu menn KR-liðsins, eru við öllu búnir. leika hvors annars. Á 9. mín. skora Akureyringar sitt mark. Skúli lék upp völlinn hægra megin og eftir nokkurt þóf úti við endamörk náði hann að Eftir markið sóttu Valsmenn sig nokkuð, en leikur liösins var þó allur fremur máttlítill. Virtist skorta alla baráttu leikmanna. Akureyringar voru yfirleitt alltaf senda knöttinn vel fyrir markið.! fyrr til á knöttinn, og voru mun Öllum til undrunar hljóp Sigurð- j ákveðnari í leik sínum. Þá var ur, markvörður Vals út úr mark- j samleikur þeirra alltaf mun inu, lenti í einvígi við Kára, og ákveðnari og gaf meiri tækifæri, náði Kári upp úr þvi að skalla ! heldur en leikur Valsliösins. Lyklar glæsilega í markið, — 1—0. I ■£)»->- 10. sið3 JAN MATTSON, einn leikmanna norska liðsins. Unglingameistaramét Norð urlanda hefst í kvöld — leikið i Laugardal og i Keflavik — islenzka liðið mætir Finnum i kvöld □ Unglingameistara- mót Norðurlanda í knatt spyrnu hefst á Laugar- dalsvelli og á íþróttaleik vanginum í Keflavík í kvöld. Er þetta í fyrsta skipti, sem slíkt mót er haldið hér á landi, en í mótinu taka þátt lið frá 6 löndum, Norðurlönd- unum öllum, og Pól- landi. Mun hér vera um að ræða umfangsmesta knattspymumót, sem haldið hefur verið hér á landi til þessa, en að- komumenn verða um 100 talsins. Tveir leikir veröa í kvöld, sinn hvorum riöli. Þátttökulöndum hefur verið skipt í tvo riðla. Is- land er í riðli með Finnum og Norðmönnum, en hin liðin þrjú' mynda annan riðilinn. Leikirnir í kvöld eru hér í Reykjavík milli Is- lendinga og Finna, en í Keflavík leika Svíar og Danir. Efstu liðin í hvorum riðli um sig leika síðan til úrslita í keppninni. íslenzka liðið gegn.Finnum verð- ur skipað eftirtöldum leikmönnum: Sigfús Guðmundsson, Víking, Björn Árnason, KR, Ólafur Sigurvinsson, IBV, Sigurður Ólafsson, Val, Rúnar Vilhjálmsson, Fram, Marteinn Geirsson, Fram, Tómas Pálsson, ÍBV, Jón Pétursson, Fram (fyrirliði), Snorri Hauksson, Fram, Ágúst Guðmundsson, Fram, Óskar Valtýsson, ÍBV. Þjálfari liðsins er ‘Örn Steinsen, og hefur liðið æft mjög vel fyrir keppnina frá því í vor og öðlazt mikla og vonandi dýrkeypta reynslu í æfingarleikjum og opin- berum leikjum upp á síðkastið. 'i Erfitt er að spá um frammistööu l íslenzka liðsins á mótinu, en þess má geta, að þetta er i fyrsta skipt- iö, sem íslenzka liðið lendir með veikari liöunum, Norðmönnum og Finnum, í riðli, á fyrri mótum hef- ur ísland ávallt lent í riðli með gestaliðunum, Pólverjum eöa Rúss- um, auk Dana eða Svía. Þrátt fyrir 10. síða Staðan í 1. deild í knattspyrnu 1ÍBA | FRAM > KR VALUR 1ÍBV IIBK 5 5 5 5 4 4 1 0 0 1 0 9-2 8 0 10—G 71 1 13-7 6 | 2 6—8 4, 3 5—11 2 1 3 1-11 1 ^ s □ IBV - □ □ KR 0:3 (0:2) KR-INGAR SÆKJA I SIG VEÐRIÐ Hafa skorað 9 mörk i tveim leikjum og ekki fengið á sig mark — unnu Vestmannaeyinga verðskuldað G KR-ingar virðast heldur vera að sækja í sig veðr- ið í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu. í gær vann liðið sinn annan leik í röð, er það vann lið ÍBV með 3 mörk- um gegn engu. Hafa KR-ingar nú rétt hlut sinn veru- lega í knattspyrnukeppninni, eftir frekar slaka byrjun. Sigur þeirra í ieiknum við Vestmannaeyinga var sann- gjam, leikur þeirra var jákvæðari og ákveðnari og sú staðreynd, að KR-ingar réðu meira á miðju vallarins, gerði útslagið í leiknum. Þó voru KR-ingar nokkuð heppnir að skora tvö fyrri mörkin, sem voru þófkennd. KR-ingar náðu forystu í leiknum þegar á 7. mínútu leiksins er Ey- leifur skoraði mark upp úr þvögu. Kom há sending utan af vinstri kanti frá Þórólfi. Voru KR-ingar eins og áður segir nokkuð heppn- ir að skora þetta mark, því að Vestmannaeyingar höfðu átt öllu meiri færi áöur í leiknum. Á 14. mínútu skall hurð nærri hælum við mark Vestmannaeyinga er mistök urðu I vörn heimamanna og tveimur mínútum siðar skora KR-ingar sitt annaö mark, er Ól- afur Lárusson skoraöi af stuttu færi eftir sendingu frá vinstri. Tveimur mínútum síðar á Eyleif ur gott tækifæri en Páll Pálmason bjargar, og enn stuttu síðar bjarg- ar hann vel skoti frá Þórólfi. Stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks áttu Vestmannaevingar færi, er Sigmar á gott skot að marki, en markvörður KR bjargaöi mjög vel. Síðari hálfleikur var ekki eins skemmtilegur og sá fyrri. Var nú i meiri deyfð yfir leikmönnum, og i leikurinn allur þófkenndari. Þegar j á 8. mínútu á Hallgrímur Júlíusson ] skalla á mark KR, en markvörður bjargaöi snilldarlega með því að slá knöttinn yfir markslá. Upp úr því fá Eyjamenn hornspyrnu og úr henni á Valur Andersen gott skot á markiö, en markvöröur KR bjarg aði enn. Leikurinn geröist nú þófkenndur og ekkert markvert gerðist, fyrr en um 1 mínúta er til leiksloka, er Ólafur Lárusson, skorar enn fyr ir KR. Fékk hann knöttinn á víta- I teigslínú og skaut þaðan rakleitt i I mark. Var þetta falíegasta og hrein- I asta mark leiksins. 1 liði KR voru þeir Eyleifur Haf- steinsson og Hörður Markan bezt- ir, en annars átti liðið í heild all- góðan leik og var greinilega betri aðilinn í leiknum. Nýliðarnir þrir, sem voru í liöi Vestmannaeyja, komu einna bezt út frá leiknum af liösmönnum ÍBV. Þá var og bezti maður liðs- ins Sævar Tryggvason, færður til og virðist nú búinn að finna sína réttu stöðu. Lék hann nú v-út- herja og gerði þeirri stöðu góð skil. Áhorfendur voru um 600 talsins. Voru þeir mjög leiðinlegir í fram- komu, með alls konar skítkast í dómara og línuverði og settu ieið- inlegan biæ á leikinn með fram- komu sinni. Dómari var Jörundur Þorsteins- son og dæmdi hann óaðfinnanlega. — alexander — Næstu leikir eru á sunnudag- , ' inn kemur. Þá leika á Akureyri > IÍBA og ÍBK, og í Laugardal ^ I leika Valsmenn við ÍBV. Báðir k leikirnir hefiast kl. 16.00. , r VcsEaar ©§ Arsmsnii efms fil númsEceiða HANDKNATTLEIKSDEILD VALS efnir til æfinga fyrir telpur, byrjendur f handknattieik. Æft verður á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 18.30 á íþróttavöllum félagsins aö Hlíðarenda. Allar telp- ur, 12 ára og eldri eru velkomnar. HANDKNATTLEIKSDEILD ÁR- MANNS (kvennadeiid) efnir til námskeiðs í handknattleik fyrir byrjendur á Ármannsvellinum við Sigtún. Hefst námskeiðið í kvöld, og verður framvegis á mánudögum og fimmtudögum kl. 18.15. Þátt- tökugjalc’ er kr. 100 og greiðist við innritun. Aliar, sem hug hafa, eru velkomnar. Golfmeistaramót íslands hefst i dag í Vestmannaeyium. Flestir beztu kylfingar landsins taka þátt í mótinu, sem mun standa yfir i nokkra daga. Margir þeirra voru komnir til Eyja þegar á laugardag. Norðurlandameistaramót ungi- inga í knattspymu (18 ára og yngri) hefst í Laugardal í kvöld með leik íslendinga og Finna. 1 Keflavík leika Danir og Svíar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.