Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 3
VÍSIR . Mánudagur 8. júh' 1968. o o FRAM — o □ 'lBK 1:1 (0:0) Keflvíkingar krækja í fyrsta stigið — Þorbergur varði vitaspyrnu — lá við aðsúg að dómara i leikslok ■ Lengi hefur reynzt erfitt að sjá fyrir um úrslit leikja, er botn- lið og toppiið hafa mætzt, og leikur Framara og Keflvíkinga á laugardaginn í Keflavík er engin undantekning í þessu efni. Eftir frammistöðu Keflvíkinga undanfarið mátti halda, að þeir yrðu Fram fremur auðveid bráð. Svo reyndist þó ekki. Keflvík- ingar mættu ekki aðeins til leiks í nýjum, alhvítum búningum, heldur og með „nýtt“ lið, sem barðist af kappi og sigurvilja allan Ieikinn, þótt uppskeran yrði „aðeins“ 1 stig, sem reyndar hefði mátt réttilega vera 2 stig eftir gangi leiksins. Framliðinu gekk hins vegar ekki eins vel nú og áður, og er mér ekki grunlaust um, að „toppskrekkur“ sé farinn að gæta sín meðal liðsmanna, því að léttleiki og áræðni liðsmanna var ekki eins rík í þeim og áður. Fyrri hálfleikur var nokkurs kon- ar „tíðindalaust frá vesturvígstööv- unum“ ef svo mætti orða. Aðal- áherzlan var lögö á varnarleik, þar sem hvorugur aðiianna lét hlut sinn, og hefði Valur Benediktsson dómari átt að taka strangar á brot- um leikmanna, þegar í fyrri hálf- leik. „Á skal að ósi stemma“ segir máltækið, en harka færðist í leik- inn, harka, sem Valur gat ekki ráö- ið við að stööva. Aðeins tvö teljandi marktækifæri sköpuðust f hálfleiknum. Hið fyrra, er Jóhannes Atlason, bakvörður Fram lék meö hliðarlfnu og sendi knöttinn fyrir markið til Ágústs miðframherja, sem var óvaldaður, en hitti ekki knöttinn. Skömmu seinna varði Þorbergur mark- vörður glæsilega skot frá Magnúsi Torfasyni. Þegar iangt var liðið á hálfleik- inn, vippaði Grétar Magnússon knettinum laglega inn fyrir vöm Fram, og ætlaði hann Jóni Ól., en Jóhannes bakvörður komst inn í sendinguna, og spyrnti í eigið mark. Öllum til mikillar furðu var markiö dæmt ógilt, og gat ég ekki séð á- stæðuna til þess. Síðari hálfleikur: Sfðari hálfleikur fór að mestu fram á vallarhelmingi Fram, enda missti liðið Anton Bjamason út af seint f f. hálfl. og veikti það vörn- ina mikið. Á 12. mfn. tóku Keflvíkingar for- ystuna, eftir allgóða sóknarlotu. Magnús Torfason sendi háan knött inn í markteig til Einars Gunnars- sonar sem skallaði óverjandi í mark ið, 1—0. Keflvíkingar tvíeflast við þetta mark sitt, sem jafnframt er þeirra fyrstá mark í 1. deild, og gerast allaðgangsharöir í vítateig mótherj- ans. Á 20. mín. er Einari Gunnars- syni brugöið á vítateig Fram, og vítaspyrna dæmd. Sigurður Alberts- son spymir, en Þorbergur ver snilld arlega fast skot hans. Framarar eygja nú vonina og snúa vöm í sókn. Á 24. mín. er dæmd aukaspyrna á Keflavík, úti við vítateig. Var þaö ástæðulaus dómur. Einar Ámason fram- kvæmdi spymuna, og úr henni datt knötturinn niður f markteig Kefi- víkinga, þar sem Ágúst Guðmunds- son, miöherji Fram, náði honum og skoraði. Það sem eftir var leiks- ins tókst ekki að skora mark, þrátt | fyrir góða viðieitni beggja aðila. Erfitt er að gera upp á milli leik- manna Fram, því að þeir em jafnir, að undanskiidum Elmari Geirssyni, sem er fljótasti og leiknasti leik- maður ísl. knattspyrnu í dag. Af Keflvíkingum kom Magnús Haralds- son mest á óvart, en allir leik- menn liðsins áttu góðan dag. Dómari í leiknum var Valur Bene diktsson og missti hann gjörsam- lega tökin á leiknum og gerði marg- ar skyssur. En það mega áhorfend- ur í Keflavík þó vita, að þeir leið- rétta á engan hátt misgjörðir dóm- arans með því að gera aðsúg að dómaranum í ieikslok, eins og gert var í Keflavík. Með slíkri fram- komu getur komiö að því, að eng- inn dómari fáist til að dæma leiki f Keflavfk. Emm. Frá keppninni í fimmtarþraut. Berit Berthelsen, Noregi, tryggir sér sigur í greininni og sigrar hér í 200 m hlaupinu. Númer tvö er Nina Hansen, Danm., og sú þriðja er Cederström Svíþjóð, lengst Lv. ÆSISPENNANDI LOKAKEPPNI í TUGÞRAUTINNI Hedemark vann en Norðurlandamethafinn varð * annar. — Tveir Islendingar hættu keppni ■ Svíinn Lennart Hedemark varð Norðurlandameistari í tugþraut, annað árið í röð, eftir æsispennandi keppni viö Dan- ann Steen Smith Jensen. Báðir kapparnir hlutu fleiri stíg en gildandi Norðurlandamet Dan- ans er, en árangur þeirra verð- ur líklega ekki viðurkenndur, vegna of mikils meðvinds í 100 m hlaupl og langstökki. Islenzka þátttakan f tugþrautinni var heldur rislág. Valbjörn Þorláks- son varð að hætta keppni eftir fjórar greinar, er hann var í fjórða sæti, Páll Eiríksson togn- aði f annarri greininni, og Jón Þ. Ólafsson var þvi einn eftir af ísienzku þátttakendunum. Stóö hann sig meö miklum ágæt um, hætti að vísu keppni í 1500 metra hlaupinu, sfðustu grein- inni. Eftir fyrri dag keppninnar hafði Hedemark forystuna í tug- þrautinni, var 9 stigum á undan Dananum. Hélt hann forystunni unz Daninn hrifsaði hana til sín f stangarstökkinu, en þar stökk hann 4,60 m og setti þar með vallarmet. Sigraði hann með yf- irburðum í greininni. En í næstu grein sigraði Hedemark, en það var í spjótkasti. Kastaði hann þar 64,20 m. Þessi árangur hans nægði honum til að ná foryst- unni á nýjan leik, þar sem ár- angur Danans í spjótkastinu var slakur. Þá var aðeins eftir „mara þonhlaup“ tugþrautarmannanna, 1500 m hlaupið. Ljóst var fyrir hlaupið, að Daninn varð að vinna hlaupið með 11 sek. mun, eða um 60 metrum á undan keppinautnum í mark. Þetta tókst honum ekki, þrátt fyrir hetjulegar tilraunir. Þeir voru svo til jafnir er um einn hring- ur var eftir af hlaupinu, og þá tók Daninn mikinn endasprett, en Hedemark átti nægilega mik- ið þol eftir til að koma í veg fyrir sigur Danans. Steen Smith Jensen sigraði f 1500 m hlaupinu á tímanum 4:26,2, en Hedemark hlaut tím- ann 4:33,8 eða um 7,6 sek á eftir. Hedemark vann því tugþraut- arkeppnina, hlaut 7625 stig, Steen Smith Jensen hlaut 7603 stig, þriðji var Tuominen, Finn- landi, 7187 stig. Jón Þ. Ólafs- son hlaut 5654 stig, en keppti aðeins í 9 greinum. Fimmtarbraut kvenna: Berthelsen hafði yfírburSi Marahonhlaupið: Finnar í þrem fyrstu sœtunum Jón Guðlaugsson á fyrsta Islandsmetið i greininni □ Er yfir Iauk hafði Berit Berthel- sen, Noregi, nokkra yfirburði yfir kepplnauta sína í fimmtar- þrautarkeppninni á Norðurlanda- meistaramótinu, sem lauk á laug- ardag. Árangur hennar var betri en núverandi Norðuriandamet, en það verður ekki viðurkennt vegna of mikils meðvinds. Þrátt fyrir, að Nina Hansen, Danm., væri i fyrsta sæti eftir fyrri dag keppninnar, tók norska stúlkan örugga forystu í fyrstu grein síðari daginn og jók enn muninn í síðustu greininni, 200 m hlaupinu, en þar sigraði hún í mjög skemmtilegu hlaupi. ís- lenzku keppendurnir, Þuríður Jóns- dóttir og Sigrún Sæmundsdóttir, ráku lestina í keppninni, og virtist hvorug þeirra vera í nægilegri þjálf- un. Skemmtilegustu greinar þrautar- innar voru langstökkið og 200 m hlaupið. — 1 Iangstökkinu hafði Berthelsen yfirbu.rði, stökk 6,31 m lengst, en hitti alltaf illa á stökk- plankann. . Annars urðu heildarúrslit þessi: Noröurlandameistari: Berit Berthelsen, Nor., 4733 stig 2. Nina Hansen, Danm., 4585 stig 3. Gunnilla Cederström, Svíþjóð 4543 stig. 8. Þuríður Jónsdóttir, ísl., 3372 st. 9. Sigrún Sæmundsd., Isl, 3292 st. □ „Af hverju gáfust þeir upp?“ sagði Jón Guðlaugsson, fyrstur Islendinga, sem hleypur Maraþon- hlaup í keppni, er hann frétti, að fulltrúar Danaveldis í þessu hlaupi hefðu gefizt upp. Jón kvaðst ekki hafa verið neitt þreyttur eftir hlaup ið, en að vísu nokkuö stirður í hnjáliðum. Er afrek Jóns geysi- gott, þar sem hinir erlendu kepp- endur eru allir í mikilli þjálfun og hafa æft með tilliti til þátttöku í Olympíuleikum. Áhorfendur fögn- uðu Jóni mjög, er hann hljóp síð- asta sprettinn af þessu 42.195 m langa hlaupi. Annars var þetta hlaup algjör einkaeign finnsku hlauparanna, sem röðuðu sér i 3 fyrstu sætin í hlaupinu. Fljótlega eftir að hinir 13 hlaup- arar lögðu af stað, og fyrstu tímam- ir fóru að berast, var ljóst, að tím- inn í þessu hlaupi myndi verða góður, þar sem tímar hlaupar- anna báru með sér, að mun betri árangur yrði hér en í síðasta Mara- þonhlaupi Noröurlandameistara- móts, sem háð var í Kaupmanna- höfn á síðasta ári. Þó var nokkuð erfitt aö hlaupa, þar sem mikil sól var, sem gerði hlaupurunum erfiðara fyrir. Yfir- leitt héldu hlaupararnir hópinn, a.m.k. þeir 6—8 fyrstu, og það var ekki fyrr en á síðustu fimm km, sem virkilega fór að draga sundur með þeim. Hlaupararnir fengu hress ingu á leiðinni frá þjálfurum sín- um, og Svíamir í hlaupinu höfðu sérstakan fylgdarmann, sem hjólaði með þeim alla leiðina. Eins og fyrr segir, hljóp Jón Guðlaugsson þetta hlaup og ákvað þátttöku á síðustu stundu. Hann sagði eftir hlaupið, að hann hefði ■ ekki æft rétt. Erfiðast hefði verið fyrir sig að hlaupa niður brekkum- ar á leiðinni, en það hefði hann ekki gert á æfingum sínum, sem hann stundaði aöallega í fjalllendi. Annars urðu úrslit í hlaupinu þessi: 1. Pentti Rummakko, Finnlandi, 2 klst. 17 mín. 47,1 sek. 2. Raimo Tikka, Finnlandi, 2:18:49,2 3. Paavo Pystynen, Finnlandi, 2:19:18,3 4. Bo Johanson, Svíþjóð, 2:20:00,8 5. Erik Östbye, Sviþjóð, 2:20:54,6 6. Harald Bjerge, Noregi, 2:22:51.3 Jón Guðlaugsson kom sfðastur í mark og var tími hans í hlaupinu 3:51:03,8, sem er nýtt íslandsmet. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.