Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 4
síðaVt Lögreglumenn flytja Bishara til húss móður hans. Sjö menn reyndu a bróður Sirhans 7//ræð/ð jby/V/r styrkja gruninn, oð um samsæri hati ver/ð oð ræða, er Robert Kennedy var myrtur Fyrir nokkrum dögum var gerð tilr'aun til að myrða bróður Kenne dy-moringjans Sirhans Sirhans en hann heitir Saidallah Bishara Sirhan. Hann var á leiö frá Los Angeles til Pasadena, er Volkswag en og Chevrolet bifreiðum var ekiö upp að hliðum bifreiðar Bis- hara og sjö menn skutu úr skammbyssum á bifreiðina. Bis- hara, sem nýlega heimsótti bróð- ur sinn í fangelsið, var örugglega ætlað það hlutverk að hverfa úr heiminum, án þess að geta leyst frá skjóðunni. Kúlur sjömenning- anna þutu inn um hliðarrúður bif- reiðarinnar og ein þeirra smaug rétt fram hjá brjósti Bishara. Hon um tókst þó að kasta sér niður á gólf, og komst þannig hjá því að taka á móti þessum óvæntu sendingum frá þessum dularfullu sjömenningum. Er mennirnir höföu sent all- margar kúlur í bifreiðina hurfu þeir á braut og Bishara flýtti sér sem mest hann mátti til næstu lögreglustöðvar, þar sem hann fékk fyrirskipun um að fara á stundinni í hús móöur sinnar, sem er undir lögregluvernd. Hinn 55 ára gamli verzlunar- maður Abder Rayyan hefur veriö drepinn vegna síns jórdanska upp runa, sem blóðhefnd fyrir Robert Kennedy. Einnig hefur lögreglu- stjórinn 1 Los Angeles, Peter Pitscher tekið á móti mörgum hótunarbréfum um aö sprengt verði aðalfangelsi borgarinnar, en þar er Sirhan Sirhan nú geymd- ur og fjöldi lögregluvarða gætir hans nótt sem dag. Þessi morðtilraun á Bishara þykir styrkja mjög þann grun að um samsæri hafi verið aö ræða, er Robert Kennedy var myrtur. Er talið aö sjömenning- arnir hafi hræðzt að Sirhan hafi talað of mikið, er bróðir hans heimsótti hann í fangelsið. Hér sést bifreið Bishara Sirhans eftir árás sjömenninganna. Einn slökkviliðsmaður úr slökkviliðinu í Fredriksberg í Kaupmannahöfn brann inni í eldsvoða, sem varð i tennishöil þar fyrir skömmu. Sá, er inni brann, Jens Liltorp, 51 árs gam- all varðstjóri f slökkviliðinu lagöi til atlögu viö eldinn innan úr'hus inu ásamt þremur slökkviliðs- mönnum til viðbótar. en er þeir höfðu barizt við eldinn skamma stund, féll þak hússins. Þrír kom ust út úr salnum, en Jens stökk að dyrum, og ætlaði að komast út um þær. Til allrar óhamingju var hurðin harðlæst, og hann varð undir þaki hussins og lézt samstundis, að því er talið er. Jens Liltorp er 17. slökkviliðs- maðurinn, sem ferst við slökkvi- starf í Danmörku frá stríðslok- um, 1945. Eldurinn í tennishöllinni kom upp við, að iðnaðarmaður einn fór ógætilega með eld. Hafði hann veriö að reyna að ná gamaMi málningu af vegg hússins, með aðstoð hita. Eldurinn læstist I vegginn og stórbruna varð ekki afstýrt. Talið er, aö tjónið af elds voðanum nemi rúmum 7 milljón- um fsl. króna. Jens Liltorp gerðist slökkvi- liðsmaður fyrir 23 árum og komst f þessa vinnu, er staða losnaði, þvf að einn slökkviliðs- maður úr sveitinni hafði farizt við slökkvistarf. Danskir tertubotnar og skozk blóm. Það hefur lengi og vel verið hneykslazt á innflutningi á dönskum tertubotnum, en auð- vitað er til þess fórnað nokkru af okkar dýrmæta gjaldeyri. Er þetta af mörgum talið hámark viðskiptafrelsis og hefur oft ver ið til þess vitnað og mikið um rætt. 1 sjðnvarpsviðtali einhvern tíma í vetur sagði einn af okkar ágætu ráðherrum, að það væri ekkl verra að borða danskan tertubotn en horfa á sænska kynlífsmynd, sem notið hafa mikilla vinsælda í kvikmynda- húsum. Auðvitað er mikill sann leikur í þeim ummælum, og víst er það, að höft í öllum myndum eru óæskileg. En öllu eru tak- mörk sett og gegndarlaus eyðsla ingi danskra tertubotna er auð- vltað vegna þess, að þeim sómu finnst kökubakstur of nærtæk- útflutningur blóma gætl verið arðbær atvinnuvegur í sámbandi við nýtingu jaröhitans. Einnig JifctíbðiGöúi i fjármunum í erlendri mynt or sakar aukna hættu á gjaldeyris höftum. En vonandi veröur slíkt ekki, því hætt er við að gjald- eyrishöft komi hart niður á þarf ari innflutningi. Hneykslun margra á innflutn- ur iðnaður fyrir okkur sjálf til að vera að sóa gjaldeyri til slíkfc innflutnings. Það var þvi ekki að furða, þó að það vekti undr- un, þegar frétt birtist um inn- flutning blðma, einmitt þegar þvi hefur verið haldið fram, að heyrast raddir um að innflutn- ingur blóma sé vantraust á ís- ienzka ræktunarmenn, sem með þessu sýni, að þeir séu ekki sam keppnisfærir við erlenda starfs bræður. Auðvitað eru tvær hliðar á þessu máli sem öðrum, en al- mennt þarf fólk að gera sér greih fyrir því, aö okkur bún- ast bezt, ef við reynum að búa að því, sem við getum framleltt eða ræktað sjálf í landinu. Þann ig fjarlægjumst við bezt hætt- una á innflutningshöftum vegna ðhóflegrar eyðslu á gjaldeyri. Annars virðist vanta meiri hvatningu í þá átt að búa betur að okkar og forðast bruðl, svo við getum haldið í horfinu því viðskiptafrelsi, sem við höfum áunnið okkur á flestum sviðum. Æskilegast væri að tólkið sjálft fyndi hjá sér hvöt til að kaupa oe búa að bvi sem íslenzkt er að öllu jöfnu. Þrándur í götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.