Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Mánudagur S. júlí 1968. morgun útlönd í iDorgun útlönd í morgun lítlönd í morgun útlönd Ummælin um breytt viðhorf Egypta gagnvart israel nú sögð rangtúlkuð ¦ í fréttastofufrétt frá Kairo seg- ir, að talsmaður egypzku stjórn arinnar hafi sagt, að ummæli ut- anríkisráðherra landsins fyrir skemmstu þess efnis, að Egypta- land horfðist nú f augu við veru- leikann og viðurkenndi tilverurétt ísraels, hefðu verið rangtúlkuð, og væri stefnan óbreytt. Abba Eban utanríkisráðherra ísra els hefur farið háöulegum oröum um tilboð, sem greint hefur verið frá f fréttastofufregnum, og er þess efnis, að egypzka stjórnin geti fall- izt á, að Sameinuðu þjóðirnar sendi aftur gæzlulið til landsins. Eban sagði þetta tilboð fram komiö til þess að varpa ryki í augu manna, en dró í efa sannleiksgildi frétt- anna. Eban sagði, að brottflutningur liðs Sameinuðu þjóöanna frá Gaza- svæöinu og Tiransundi, hefðu verið meðal meginorsaka, sem leiddu til McCarthy kveðst ekki stof na nýjan flokk þótt Humphrey verði valinn forsetaefni ¦ Eugene McCaríhy lýsti yfir í gær, að hann myndi ekki stofna Blaiberg nú á batqvegi ¦ Fréttir frá Höfðaborg seint í gærkvöldi hermdu, að Blaiberg væri á batavegi og væru Iæknar — í bili að minnsta kosti — hætt- ir við áform sín að græða í hann nýtt hjarra. nýjan stjórnmálaflokk, ef hann yrði ekki kjörinn forsetaefni demo- krata, en hann neitaöi enn að segja, hvort hann myndi styðja Humphrey varaforseta, ef hann yrði valinn for setaefni. „Ég tél, að það verði undir af- stöðu okkar til mála komið,'i'í s&gði hann og benti til skoöanamunar þeirra varðandi VíétnamsÍýrjBiíd- ina. Humphrey var spurður nokkurra spurninga varðandi þessi ummæli og sagðist þá búast við að verða sjálfur fyrir valinu og að keppnin um forsetaembættið myndi verða milli hans og Nixons, — en „ef ég yrði að velja milli Nixons og Mc- Carthys mundi ég án vafa velja McCarthy". Humphrey sagði, aö vegna stööu sinnar sem varaforseta gæti hann ekkK.skýrt afstöðu sína. tif Víet- nammálsins, meðan það væri til umræðti á friöarráöstefnunni í Par- ís, aö öðru leyti en því, aö hann óskaöi heiðarlegrar, stjórnmálalegr- ar lausnar. Og hann kvaðst þeirrar trúar, að samkomulag mundi nást við samningaboröið. júnístyrjaldarinnar. Eban kvað þess engin merki hafa sézt áður, að Nasser forseti vildi fallast á, að gæzlulið frá Samein- uðu þjóöunum yrði sent til landsins. Seinasta stúdenta- virkið fallið Franska lögreglan hóf í morgun aðgerðir til þess að hrekja Parísar- stúdenta úr seinasta virki þeirra í Sorbonneháskóla, — læknadeild- inni. Lokað var öllum götum f grennd við háskólann. Seinni fregn hermir, að aðgerð- irnar hafi tekiö 55 mínútur. Seytján stúdentar voru handteknjr, þar af 4 stúlkur. Lögreglan dró niður rauða fána. Sambandsstjóm Nígeríu leyfir lyfja- og matvæla- flutninga til Biafra — Birtir um jboð 15.000 dollara auglýsinu í New York Times ¦ Sambandsstjórn Nígeríu f Lag- os hefur tilkynnt, að hún muni leyfa Alþjóða Rauða krossinum og öðrum óháðum mannúðarstofnun- um, að flytja Iyf, hjúkrunarvörur, matvæli og aðrar brýnustu nauð- synjar yfir landamæri og víglfnur sambandsríkisins til fólksins, sem býr við skort í Biafra. Fregnin um þetta er frá New York, þar sem tilkynningin var birt. Samtímis ásakaöi sambands- stjórnin eða stjórn Gowons ofursta, leiðtoga Biafra fyrir aö slá á strengi mannúðar til þess að ota sínum tota. (Þar áður hafði Ojukwu leið- togi Biafra sakað Gowon um að beita hótunum um að skjóta niður leiguflugvélar mannúðarstofnana.) Tilkynningin var birt í auglýsing- arformi, samtals 8000 orða, og er fyrirsögnin „Borgarastyrjöldin í Nígeríu — leiðin út úr henni". í auglýsingu segir, að sambands- stjórnin birti hana bandarísku þjóð- inni til glöggvunar, svo að hún geti betur gert sér grein fyrir málun- um. Það var aðalræðismaður Nígeríu í New York, sem setti auglýsinguna í blaðið. Birting hennar kostaði 15.000 dollara. í auglýsingunni segir, að ekki sé hægt að stöðva efnahagslegar að- gerðir gegn Biafra, fyrr en uppreist- inni sé lokið, og væru slíkar að- gerðir því miður nauðsynlegur þátt- ur til stuðnings hernaöarlegum að- gerðum í hvaða styrjöld sem væri. Loks hvetur sambandsstjórnin alla vini Nígeríu til þess að tala um fyrir leiðtogum Biafra og fá þá til að sameinast aftur Nígeríu — eng- in önriur leið sé til úr vandanum. Harðnandi deilur m Iramtíð Wil- sons vegna lausnarbeiðni Gunters Um þessar mundir er mikið rætt um framtíð Harolds Wil- sons forsætisráðherra Bretlands sem stjórnmálamanns, enn meira en áður, eftir að Gunter kvaðst ekki lengur vilja eiga sæti f stjórn hans og baðst lausnar. Er framkoma Gunters mjög umdeild, einkum vegna þess hve berorður hann var um ákvörðun sína, en bréf hans til Wilsons varð ekki misskilið. Hann vildi ekki lengur eig'a sæti í stjórninni — var „búinn að fá nóg". En framtíö Wilsons hefir' raunar verið rædd allmikið viö og v!" um margra mánaöa skeið eða síðan flokkurinn fór aö tapa hverju kjördæminu af ööru í aukakosningum. Lausnarbeiðni Gunters hafði að sjálfsögöu þau áhrif, aO staða Wilsons veiktist enn að mun, en einnig gætir áhrif- anna af því, að sýnilegra áhrifa aí öllum viöreisnar- og efna- hagsaðgerðum stjórnarinnar gætir lítið. Þetta kom m. a. fiam í skýrslu þeirri, sem Eng- landsbanki birti í lok fyrra mánaöar um gull- og dollara- inneign. En skýrslan sýndi, að í þriðja sinn á þessu ári minnk- áði gjaldeyrisforðinn. f -júní minnkuðu gullbirgöirnar um 200 millj. punda og allur gjald- eyrisvarasjóðurinn var talinn vera 1118 milljónir punda. Það er alkunna, aö Englands- banki gerir ekki neina grein fyrir sumum liðum, svo sem hvernig notuö eru skilyrði þau er Bretland hefir til þess aö taka lán til stutts tíma gjald- miðlinum til styrktar, og er þvi hætt við, þegar gjaldeyrisforð- inn fer minnkandi, að þau auki á bölsýni manna um bata á síðasta fjórðungi ársins. Meiri umhugsun vekur og viðræður þaö, sem me:m hafa fyrir augunum daglega — Vítur vofa yfir Gunter Nefnd þingflokks brezkra jafnaðarmanna, sem er tengiliður ríkisstjórnarinnar og þingflokksins og hefur vald til þess að víta þingmenn flokksins fyrir óflokkslega framkomu, Héfur boSað Ray Gunter fyrrverandi ráðherra á sinn fund, vegna gagnrýni hans á Wilson og stjórnina í tveimur útvarps- og sjónvarpsþáttum. Undir myndinni, sem hér birtist, var þessi tilvitnun úr lausnarbeiöni Gunters: „Ég vil ekki lengur eiga sæti í stjórn yMr".'-------- og þá fyrst og fremst út í hvaöa ófæru Wilson er kominn vegna stöðugs orðróms um klofning í ríkisstjórninni og hina alkunnu andspyrnu gegn honum í Verklýösflokknum. Ray Gunter gerði ekkert til þess að draga úr óróa manna. í útvarpsviðtali gerði hann grein fyrir hverjar væru megin- orsakirnar fyrir lausnarbeiðni hans: „Þaö er enginn raunverulegur samhugur uppi „á tindinum" á vettvangi ríkisstjórnarinnar og vindar skiptra skoöana næða þar. Allt þetta hefir valdið ó- ánægju minni vegna þeirrar hættu, sem í því felst fyrir verkalýðshreyfinguna". Viðtalið sýndi augljóslega, og það er mikilvægast, að Gunter ætlar sér ekki að þegja, þótt hann fari úr ríkisstjórninni, um það sem hann telur miður gott, að því er varðar stjórn Wilsons. Og ekki vantar „vel meint" ráð einstakra stiórnmálamanna og blaöa um hvaö gera skuli. f ritstjórnargrein f Times segir, að vitaniega sé ekki hæ.Ht að þvinga Wilson til þess að segja af sér, vilji hann það ekki sjálfur, en hann ætti, segir blað- ió að láta af formennsku Verka- lýösflpkksins, en það er þing- flokkurínn sem kýs formann. Wilson. Takist Wilson að hafa undir- tökin í deilum í þingflokknum er engin leið önnúr en láta hann halda áfram. Vert er að hafa í huga, að mikilvægast virðist, þegar um líkurnar fyrir, aö þetta mál leysist, að Wilson vill sitja sem fastast, og — að eining er ekki um eftirmann hans. En ljóst er, aö eitthvað hlýt- ur að gerast — og mun gerast — áður en landsfundur flokks- ins kemur saman í september. Bíði hann ósigur þar í átök- um við Samband verkalýðsfé- laganna þar eru litlar h'kur á. að hann beri sitt barr eftir það stjórnmálalega. Óvissan er mikil, en eitt er víst: Ágreiningur er mikill og átök innan flokksins (Úr Lund- únapistlum til Norðurlanda- blaöa).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.