Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 8
3 V í S IR . Mánudagur 8. júlí 1968. VÍSIR Otgeíandi: Reykjaprent hl. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri : Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar : Þingholtsstræti 1. Slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands ! lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis - Edda hf. Skoðanakannanir flérá landi getur almenningur ekki nema að tak- mörkuðu leyti komið skoðunum sínum á framfæri. Ritfærir og hugrakkir menn geta komið skoðunum sínum á framfæri í blöðum og útvarpi, en þeirra skoð- anir gefa að sjálfsögðu ekki heildarmynd af skoðun- urn fólksins í landinu. Aðrir koma skoðunum sínum á framfæri með því að taka þátt í starfi stjórnmála- flokkanna, en sú leið virðist ekki vera við hæfi nema lítils hluta kjósenda. í alþingiskosningum á fjögurra ára fresti fær hinn almenni borgari tækifæri til að dæma í heild um stjórnmálin með því að velja milli fjögurra stjóm- málaflokka. Og hann getur einnig á fjögurra ára fresti haft sams konar áhrif á gang sveitarstjórnarmála. Dómur borgaranna í kosningum er aðeins um heildar- mynd mála, en segir að sjálfsögðu lítið um afstöðu borgaranna til einstakra mála. Að vísu felur kjósand- inn með atkvæði sínu þeim flokki, sem hann treystir bezt, umboð til að taka afstöðu fyrir sína hönd. Og þessi óbeini háttur hefur jafnan þótt skapa meiri festu í lýðræðisskipaninni. En mörgum þykir samt hlutur almennings vera of lítill í þessu dæmi. Sagt er t. d., að flokkakerfið og hlutfallskosningarnar fjarlægi stjórnmálamennina frá þjóðinni. Þetta getur leitt til þess, að stór hópur manna fái beinlínis óbeit á stjórnmálamönnum almennt. Sú þróun er ekki aðeins slæm fyrir stjórnmálamennina, heldur lýðræðiskerfið í heild. Þess vegna er nauðsyn- legt að finna leiðir til að auka þátttöku almennings í þjóðmálum og öðrum málum, án þess að festu lýð- ræðiskerfisins sé fórnað um leið. Margt er hægt að gera til úrbóta í þessum ''fnum, einkum í uppbyggingu flokkanna og í framkomu stjómmálamanna gagnvart almenningi. Hér verður ekki farið út í að ræða þessi atriði nánar, en getið einnar leiðar, sem er vinsæl erlendis, en hefur ekki náð fótfestu hér ennþá. Það eru skoðanakannanimar. Vandaðar skoðanakannanir gefa :il kynna hug þjóð- arinnar í heild. Þær binda ekki hendur ráðamanna, en hafa mikil áhrif á gerðir þeirra. Að minnsta kosti er það reynslan erlendis. Þær hindra líka skmmara í að slá fram fullyrðingum um, að þeir tali fyrir munn þjóðarinnar. Dagblaðið Vísir hefur í vetur og vor riðið á vaðið með tiltölulega vandaðar skoðanakannanir. Þær hafa ekki verið nógu nákvæmar til að kafa djúpt í málefn- in. en margt fróðlegt hefur komið í ljós. T. d. er greini- legur meirihluti manna andvígur minkaeldi, fylgjandi Keflavíkursjónvarpi, breytingum á landsprófi, þegn- skylduvinnu og aðild að NATO, — álíka margir eru með og móti áfengum bjór, og flestir hafa enn ekki gert upp við sig, hvort a-ðild íslands að EFTA sé æski- leg. Vísir telur þessar kannanir þarfar og mun því halda þeim áfram. í lí 11. SKOÐANAKÓNNUN VISIS: HÆGRI-BREYTINGIN HEFUR REYNZT VINSÆL Tafla yfir niöurstööu í 11. skoðanakönnun Vísis: lá • 56% liei.........22% Óákveðnir • • 22% Með tölu þeirra, sem svona út: afstöðu tóku, lítur taflan Já .... Nei ... jpyrir hægri-breytinguna voru uppi miklar óánægjuraddir meðal fólks, og tvær af fjnrri skoðanakönnunum Vísis leiddu í Ijós, að 'þetta nýmæli átti furðu litlu fylgi aö fagna hjá almenn- ingi, jafnvel meira en helmingur aðspurðra var breytingunni mót fallinn. Nú er liðinn meira en mánuð ur síðan hægri-umferð var tek- in upp hér á landi. Menn eru farnir að venjast þvl að aka á „vitlausum kanti“. og vegfar- endur, sem ekki stýra ökutækj- um, eru búnir að læra, úr hvaöa átt helzt má búast við hætt- unni. Vegna þessa þótti vel til fund- iö að kanna, hvort afstaöan til þessa hitamáls heföi breytzt, nú þegar breytingin er um garð gengin, en það var einmitt breytingin sjáíf, sem margir ótt- uðust. Skoöanakönnunin var fram- kvæmd á þann hátt, að hún næði til allra landsmanna, þann ig að hún endurspeglar afstööu allrar íslenzku þjóöarinnar í heild. Spurningin var lögð fyrir tæplega tvö hundruð manns, jafnmargar konur og karla. Haft var samband viö fólk úr öllum sýslum, og niðurstaöan var þann ig reiknuð, að fullkomnu jafn- vægi var haldið milli þéttbýlis og dreifbýlis, svo og milli lands hluta. Hringt var í fólk á fyrirfram ákveðnum stöðum í síma- skránni og spurningin borin upp við þann. sem svaraöi, ef við- komandi hafði náð kosninga- aldri. Ekki var unnt að leita á- lits þeirra, er ekki hafa síma en það mun vart hafa haft til- finnanleg áhrif á niöurstöðuna. Þegar niðurstöðurnar lágu fyr ir, vakti það nokkra athygli, hversu lítill skoðanamunur var t. d. milli íbúa Reykjavíkur og þeirra, sem búa í sveitum lands- ins. Alls staöar var yfirgnæf- andi fjöldi þeirrar skoðunar, að hægri-breytingin væri til bóta. Svörin voru mjög á eina lund. Margir, sem svöruöu spuming- unni játandi, sögðu: „Þetta hef- ur allt farið miklu betur en ég þorði að vona, og ég held, að þessi breyting sé til bóta.“ Nokkrir sögöu: „Ég var alla tíð á móti því aö fara að taka hér upp hægri-umferð, og ég er það enn“. Aðrir kváðust margir hafa frá upphafi verið hlynntir þess- ari framför, enda hefði hún nú sýnt ágæti sitt. Þrátt fyrir að svo margir teldu þessa breytingu jákvætt skref, voru ýmsir áhyggjufullir, vegna þess að þeir töldu, aö þegar fram liðu stundir, mundu menn hætta að gæta varúöar, telja sig algerlega örugga, og valda þannig slysum. Nokkru fleiri konur en karlar höfðu ekki myndaö sér skoðun á málinu, og má það teljast eðli- legt, þar sem konur hafa minni skipti af umferðarmálum en karlmennimir. Einnig bar dálítið á því, að þeir sem ekki aka bíl, teldu sér breytinguna ekki koma jafnmikið við og ökumönnum. í heild er það um málið að segja, að það er heiliavænleg' þróun, þegar fólkið hefur breytt • afstöðu sinni, og er nú þeirrar skoðunar, að með hægri- breytingunni hafi verið stigið, spor í rétta átt, burtséð frá því að fyrir H-dag hafi sú skoðun virzt ríkjandi, að nú væri verið' að ana út í eina vitleysuna enn, eins og einhver sagði þá. En víst er um þaö, aö breyt- ingin hefur tekizt giftusamlega og ekki er ástæöa til þess aðætla annað en framtíðin verði jafn- snurðulaus. Margir töldu H-breytingunni það til gildis að umferðarmenning hefði mjög batnað með til- komu hennar, þar sem gott tækifæri gafst til alls kyns umferðarfræðslu og árððurs. Þarna hefði verið gott tækifæri til að endurskóla landslýðinn í umferðarmálum, tækifæri, sem halda verður áfram að nýta til hins ýtrasta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.