Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mánudagur 8. júlí 1968. 9 Unglingarnir og atvinnuleysið Frá því skólum lauk í vor hafa hundruð reykvískra ang- menna lítið gert annað en leita sér að 'vinnu. Á fjórða hundr- að piltar hafa leitað til Ráðningastofu Reykjavikurborgar, þar sem reynt hefur verið að leysa vanda þeirra. - Sumum hefur verið komið í byggingarvinnu, aðrir hafa komizt í verzlunarstörf og á skrifstofur og fáeinum unglingum hefur jafnvel verið komið í kaupavinnu austur í Grímsnesi. Þann- ig hefur tekizt að koma hátt á annað hundrað piltum í vinnu, en ennþá ganga 125 piltar og 115 stúlkur atvinnulaus, sam- kvæmt atvinnuleysisskrá. Þetta fólk er á aldrinum 16 til 21 árs, flest skólafólk. TFjegar Vísir ræddi við Ragnar Lárusson hjá Ráöninga- stofu Reykjavíkur á fimmtu- daginn, sagöist hann hins vegar vera vongóöur um að úr raett- ist fyrir þessu unga fólki. Menn binda vonir viö síldarvinnu fyrir austan. Fjöldi ungra manna hef- ur fengið pláss á síldarbátun- um I stað reyndra síldarsjó- manna, sem orönir eru þreyttir á hinni löngu útivist austur í hafi. Minni mannaskipti. Ástandið á vinnumarkaðin- um er óvenjulegt að því leyti í ár, að miklu minni hreyfing er á fólki milli starfsgreina. — Flest fyrirtæki halda starfsfólki sínu betur'en áöur. Venjulega hefur talsvert borið á því á vorin og fyrri hluta sumars, að fólk segði upp starfi og leitaði tilbreytingar yfir sumartímann. Þessi mannaskipti hafa að sjálf- sögðu komiö sér illa fyrir mðrg fyrirtæki. Aftur á mðti hefur þetta gefið skólafólki tækifæri til að safna í sjóð fyrir vetur- inn. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Vísir hefur aflað sér hjá ýmsum mannmörgum fyrir- tækjum í Reykjavík, ber miklu minna á slíkum mannaskiptum í ár. Fólk á ekki margra kosta völ og þykir hentara að halda sínu starfi. Samdráttur og hagræð- ing. Auk þess hafa mörg fyrir- tæki tekiö upp óbeina sparn- aðarstefnu vegna fjárhagsörð- ugleika, með aukinni hagræð- ingu og betri nýtingu á starfs- fólki. — Þannig hafa margar dyr lokazt fyrir skólafólki og öðru lausafólki, sem áður stóðu því opnar á vinnumarkaöinum. — Atvinnurekendur eiga nú margra kosta völ í starfskröft- um, öfugt við það sem áður yar, þegar fólksekla og tíö mannaskipti háði stórkostlega starfsemi margra fyrirtækja. — Auk þessa fæddi vetrarvertfðin færri af sér nú en oft áður vegna aflatregðu. Flestum vinnuauglýsingum, sem birzt hafa í vor, hefur ver- ið svarað með tugum tilboða. Á þetta ekki sízt við um skrif- stofuvinnu ýmiss konar og létt- ari störf, sem kvenfólk og ungl- ingar sækjast einkum eftir. Dæmi eru til þess að fyrirtæki hafi fengið upp undir 100 til- boð í i eitt starf. Samband íslenzkra samvinnu- félaga, sem er hæsti skattgreiö- andi landsins þetta árið, gat ekki útvegaö öllum nemendum Samvinnuskólans að Bifröst vinnu, að því er Gunnar Gríms- son hjá starfsmannahaldi SlS upplýsti í viötali við Vísi. Að- ems var hægt að útvega vinnu fyrir þá, sem útskrifuðust úr skólanum, hjá kaupfélögunum víðs vegar um land. Gunnar sagði að miklu minni hreyfing væri á starfsfólkinu en áður tíökaðist og minna væri ráðið af sumarfólki. Stafaði þetta meðal annars af samdrætti í sumum greinum starfseminnar. margir orðið sér úti um vinnu á Eyrinni. Hjá Togaraafgreiðsl- unni vinna nú til dæmis að jafnaði 80 piltar undir 25 ára aldri, en þar starfa venjulega um 200 menn alls. — Vísir hef- ur það eftir Hallgrími Guð- mundssyni hjá Togaraafgreiðsl- unni, að sízt sé undan skóla- piltum að kvarta, þetta eru menn á góðum starfsaldri. Hins vegar heldur afgreiöslan sfnu fasta starfsliði, sem starfar þar áriö um kring og það hlýtur að ganga fyrir lausafólki. — Hef- ur því ekki einu sinni þar verið hægt að anna eftirspurn eftir vinnu á stundum í vor og f Margt ungmenni bindur atvinnuvonir við síldina og sumir eru svo heppnir sem þessjr piltar að komast í sjálfan lukkupottinn — á miðunum. Sumar deildir Sambandsins hefðu verið lagðar niður, aðrar hefðu verið sameinaöar. Auk þess hefðu aðrar ráðstafanir verið gerðar til aukinnar hag- ræðingar, sem meðal annars Ieiddi til sparnaðar í starfs- mannahaldi. — Eigi að síöur hefur talsvert af skólafólki verið ráðið til Sambandsins í sumar, á skrifstofur til afleys- inga í verzlanir og fleira. Fólksekla úr sögunni. Dæmi mætti nefna um margar stofnanir, sem löngum hafa bú- ið við skort á starfsfólki, en geta nú ekki annað nærri öllum starfsumsóknum. Þannig er á- statt um sjúkrahúsin, Þar hefur sem annars staöar mikið verið spurt eftir vinnu allt siðan í maíbyrjun f vor, en þeirri eftir- spurn hefur naumast veriö hægt að sinna. Starfsfólkið á spftulunum vill vera þar áfram. — Hins vegar skortir sjúkra- húsin sérmenntað fólk og þá : einka:.lega hjúkrunarkonur og sjúkraliða. Piltum mun yfirleitt mun auðveldara að útvega sér vinnu en stúlkum. Þeir sem ekki vfla fyrir sér nokkurt erfiöi, hafa Stúlkurnar eru mun verr settar. Jafnvel þær sem hafa framhaldsskólapróf, svo sem stúdentspróf, verzlunarskóla eöa ámóta menntun verða að sætta sig við að bfða eftir vinnu. — Færri komust í flug- freyjustörf hjá flugfélögunum en vildu, en óvenju mikil eftir- spurn var eftir þessu óskastarfi ungra kvenna í vetur og vor. — Ekki er heldur jafnauöhlaupið í skrifstofuvinnu og þ. u. 1. og verið hefur. Vinnuskólinn vörn gegn iðjuleysi. Þegar erfiölega gengur hjá fólki, sem orðið er sextán ára og sjálfráða, að fá vinnu, má nærri geta að unglingar undir þeim aldri eiga ekki margra kosta völ. — Borgaryfirvöldin hafa reynt að sjá þessu fólki fyrir nokkru starfi með vinnu- skólunum, en þar starfa nú milli 850 og 900 unglingar á unglingaskólaaldri. Það er mun meiri fjöldi en verið hefur hjá vinnuskóla borgarinnar undan- gengin ár, én venjulega hefur hann talið þetta um 500 ungl- inga. Ragnar Júlíusson, skólastjöri og forstööumaöur vinnuskól- ans, sagði að allir þeir sem sóttu um í skólann á þeim tfma, sem rækilega var auglýstur í vor, hefðu fengið vinnu. En skil- yrði \fyrir inngöngu í skólann er að unglingarnir hafi lög- heimili í Reykjavík og er miðað við 14—15 ára aldur, eða þá unglinga, sem voru f unglinga- deildum Reykjavíkurskólanna í vetur. Margir kaupstaðir hafa farið út f að reka slíka skóla til þess að firra iðjuleysi unglinga og eru þeir látnir vinna að ýmsum léttum störfum fyrir bæjarfé- lögin. í Reykjavíkurskólanum vinna unglingarnir 20 stundir á viku, fjóra tíma á dag. — Stúlk- urnar vinna við gróðursetningu í Heiðmörk, öskjuhlíð og víðar, við snyrtingu á görðum borgar- innar, við barnagæzlu á gæzlu- völlum borgarinnar og barna- heimilum Sumargjafar við íþróttasvæðið 1 Laugardal og fleira. Drengjaflokkar eru hins veg- ar starfandi í Saltvfk, á Golf- vellinum í Grafarholti og vfðs vegar á borgarsvæðinu við að hreinsa rusl, viðhald og þrif á útisvæðum auk þess sem þeir sjá um að Jiirða íþrðttasvæði íþróttafélaganna. Auk þessa hafa flokkar frá vinnuskólanum starfað við um- ferðarvörzlu á fjölförnum gatna- mótum i .borginni, þegar inest er umferð um hádaginri. — Er slfkt nýmæli. Þannig hefur tekizt að skapa þessu unga fólki næg verkefni. Þrjátíu menn, flestir kennarar, starfa svo sem verkstjórar með unglingunum. — Meö stuttum vinnutíma verður nýting þess- ara ungu starfskrafta að sjálf- sögðu mjög góð. En á þessa skóla er þó fremur litiö sem uppeldisatriði en tekjulind. Kaupi og vinnu er f hðf stillt. Fátt er svo með öllu illt. Fátt er svo meö öllu illt aö ekki boði nokkuð gott. At- vinnuskorturinn styttir þann langa vinnudag, sem löngum hefur tíðkazt i mörgum grein- um. Menn hafa gengið fram af sér með allt of löngum vinnudegi og þar af leiðandi ekki skilaö hálfum afköstum. Atvinnuskort- urinn ætti að kenna mönnum að meta starf sitt betur en áður og hann stemmir stigu við hin- um tíðu mannaskiptum sem löngum hafa tíðkazt í almennri vinnu. — Starfsreynsla ætti og þar fyrir að verða betur metin í hinum ýmsu atvinnugreinum en verið hefur. Stytting vinnutfmans ætti að vera hagur verkamanna og at- vinnurekenda, þar sem menn ynnu sitt dagsverk með fullum afsköstum ög ferigju sín laun samkvæmt því. Hin mikla sumarvinna skóla- fólks, er f rauninni óeölilegur „faktor" í atvinnulífi og það hlýtur að vera mönnum um- hugsunarefni, þegar svo er komiö, að mikill hluti þessa fólks gengur iðjulaust f fjðra mánuði, hvort ekki væri nær , að skólinn yrði leng''-r, svo að fólk kæmist fyrr út í atvinnu- lffið fyrir alvöru, en ekki bara til þess að safna fyrir skólavist yfir sumartímann. J. H. [ftn m&' Teljið þér, að ástandið í umferðarmálum hafi batnað við tilkonus hægri-umferðar? Heimir Sigursteinsson: Nei, ég held að ástandið sé ósköp svip- að. Þaö er ekki ástæða til aö ætla annað en allt fari vel, a. m. k. hérna í bænum, en slysa- hættan á sennilega eftir aö aukast úti á landi. S^^! ^- " „v-Mf ^ ilP^5§9P|sg$ ¦í • ¦ . ^t&i; .¦".;¦;;. -'¦¦ "¦¦¦'w Úlfur Markússon: Því er fljót- svarað. Umferöarmenningin hef- ur stórbatnaö, en mér finnst furöulegt, að halda áfram aö hafa 35 km hámarkshraða. Það væri gaman að sjá umferðina, ef allir virtu þau takmörk. Óskar Óskarsson: Ástandiö er ákaflega svipaö, þó held ég að það fari batnandi meðan há- markshraða er haldið niðri. Þór Guðmundsson: Jú, mér finnst fólk gæta sín miklu bet- ur, en ef sama áróðri verður ekki haldið áfram, er ég hrædd- ur um, aö aftur sæki í sama farið. Guðmundur Guðbrandsson: Ástandið hefur kannski ekki beinlínis batnað vegna h-um- feröarinnar, heldur vegna um- ferðarfræöslu og áróðurs i sambandi við hana. Ef þessi á- hrif eiga að veröa varanleg, þarf að auka enn umferðar- áróður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.