Vísir - 10.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 10.07.1968, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Miðvikudagur 10. julí 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent ht. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Éyjólfsson Ritstjóri: Jönas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: J6n Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: ^rgþór (Jlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Simi 11660 Ritstjörn: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Visis - Edda hf. Hverð veldur lága verð/nu? gérstakur kafli um áhrif efnahagsþróunar í öðrum löndum á útflutning íslendinga er í nýútkominni skýrslu Ef nahagsstofnunarinnar til Hagráðs. Þessi ný- breytni er mjög þörf, því að breytingar í íslenzku éfnahagslífi eru yfirleitt náið tengdar hinni almertnu efnahagsþróun í nágrannalöndunum. í kaflanum segir, að verðfallið á útflutningsafurð- um fslendinga standi að talsverðu leyti í sambandi við hinn minnkandi hagvöxt í heiminum árin 1966 og 1967. Á sama hátt hafi hið háa afurðaverð áranna 1964 og 1965 verið tengt hinum almenna og öra hag- vexti í heiminum á þeim árum. Þess vegna má vænta þess, eins og Vísir hefur áður haldið fram í leiðUrum, að útflutningsvérð haldi áfram að sveiflast í takt við breytingar á almennum hagvexti iðnaðar- þjóða heims. Ýmis önnur einstök atriði hafa áhrif á verðlag ís- lenzkra fiskafurða. Hið háa verð, sem náði hámarki árið 1966, leiddí.til stóraukinnar sókhar'á fiskimið um allan heim og til byggingar fjölda fullkomihna fiskvinnslustöðva og fiskiskipa. Jafnframt varð fisk- ur tiltölulega dýr í samanburði við ýmis önnur mat- væli. Þannig fóru saman stóraukið framboð og minni eftirspurn. Þetta leiddi til verðfallsins, sem við búum nú við. Verðfallið varð svo geigvænlegt, að calað er um, að nú ríki við allt norðanvert Atlantshaf alvarleg- asta kreppa í sjávarútvegi á þessari öld. En má ekki draga af þessum röksemdum einhvern lærdóm um framtíðina? Vissulega. í Hagráðsskýrsl- unni segir: „Aukinn hagvöxtur í iðnaðarlöndum á þessu og næsta ári, ásamt áhrifum lækkaðs verðs sjáv arafurða, gefur vonir um, að eftirspurn þessara afurða muni nú aftur fara vaxandi. Þá hefur slæm afkoma sjávarútvegs í öllum löndum við norðanvert Atlants- haf leitt til nokkurrar minnkunar sóknar, þrátt fyrir mikinn opinberan stuðning við sjávarútveginn í flest- um löndum. Það er því ástæða til að ætla, að verðlag sjávarafurða muni fara heldur batnandi á næstunni. Á hinn bóginn er síður en svo ástæða til að ætla, að verðlagið geti aftur nálgazt hámark áranna 1965— 1966, nema þá rétt sem snöggvast." Vegna þessa geta íslendingar leyft sér að vera bjart- sýnir, þótt verðlag útflutningsafurða sé hörmulega lágt þessa stundina. Að vísu hefur ekki enn bólað á almennri verðhækkunarþróun, en rökstuddar vonir eru um að hún'sé á næsta leiti. Slík þróun gæti skipt sköpum í efnahagslífi íslendinga. Þessar hugleiðingar sýna, hve nauðsynlegt er fyrir þjóðina að eiga færa hagfræðinga til að fylgjast meö almennri efnahagsþróun í heiminum og meta áhrif hennar á þjóðarhag. Þær sýna einnig, að vitneskja um þessa þróun þarf að berast skjótt til almennings, svo að í hverju fyrirtæki sé hægt að gera ráðstafanir í tíma til að laga sig að nýjum markaðsaðstæðum. Viðræður í London og Moskvu um samkomulag milli Israel og Arabaríkja MeOan allt er enn í óvissu utn árangurinn af vlöræðum Nassc-rs forseta Egyptalands við sovézka leiOtoga reynir Gunnar Jarrlng, samningamaður Sam- elnuðu þjóðanna, aO fá lelðtoga fsraels og Arabaríkja til þess aO fallast á að ræOa i'rið.. — Hann er f London og ræddi í 3 klukkustundir í fyrradag við Abdel Moneim Rifai, utanrikis- ráðherra Jórdaníu, og einnig ræddust þelr viö f gær'. Þá ræddi Jarrtng viö Michael Stewart, utanrfkisráðherra Bretlands og skrifstof ustióra . utanrfkisráðu- neytis ísraels. Og athyglin beindist i gær eigi síður að þessum viöræðum en þeim, sem Nasser á f Moskvu við sovézka leiðtoga, en Nasser frestaði för sinni frá Moskvu um 2—3 daga. Og meöan ræðzt ef ¦ við "i Moskvu og :London og víðar herða Egyptar og Isra- elsmenn stórskotaliðsárásir viö bæinn Suéz og eins og vana- lega kennir hvor aöili um sig hinum um upptökin. Nokkurt manntión varð og eigna. Um margt er spurt varðandi viðræðurnar í London. 1 frétta- auka í Lundúnaútvarpinu í fyrrakvöld var sagt, að einhver bjartsýni hafi kviknað þar um samkomulag. En — hvers konar samkomulag? Samkomulag milli ísraels og Jórdaníu aðeins? Eða víötækara samkomulag, sem þá gæti einnig verið til umræðu í Moskvu? Þegar Rifai var í þann veginn að legeia af stað frá Amman á fundinn barst eftirfarandi fréttaskeyti þaöan (nokkuð stytt hér): Utanríkisráöherra leggur af stað á morgun til viðræðna í London við Michael Stewart og Gunnar Jarring. — Rifai veröur f London vikutíma og ræðir horf ur á samkomulagi um frið í Austuriöndum nær, með hliö- sjón af því, að sovézk-egypzkar viðræður fara nú fram, og talið, að afstaða sovézkra og egypzkra leiðtoga sé meira í friðarátt en áður. (Um þetta leyti var mikiö rætt um það, sem haft var eft- ir utanrfkisráðherra Egypta- lands, er hann var f Kaupmannn höfn, þess efnis, að Egyptar litu á málin af meira raunsæi en áöur, en opinber talsmaður l Kairo kvaö skömmu sfðar stefn una óbreytta og hefðu ummæli ráðherrans verið rangtúlkuö). En meglntilgangurinn með LundúnaferO Rifais er aO kanna hvort afstaða ísraelsstjórnar til ályktunar Öryggisráðs frá í fyrrahaust hafi breytzt — en þeir ræddust nýlega við í Genf Gunnar Jarrlng og Abba Eban utanríkisráðherra fsraels. Opln- berlega er afstaða Jórdanfu 0- breytt — stiórnin heldur sér að ályktun Sameinuðu þjóOanna, K'W:K'':"^'^'íí''" '¦¦ ¦''"™'" "'"' ";"^":-'í;"':'í'^^'^r: Michael Stewart. sem m. a. fjallar um þaO, að ísrael skili herteknu svæðunum. í staðinn eiga Arabar að fall.-i frá styrjaldar-ástands afstöð- N unni og veita Israel rétt til siglinga um Tiransund. f skeytinu segir ennfremur: Þrátt fyrir fréttir, þar sem látin er i ijós bjartsýni og lát- ið skína i vonir um að samkomu lag geti náðst, rfkir næstum böl- sýni í Amman um hokkrar veru- legar tilslakanir af ísraels hálfu. Abdel Moneim Rifai. Á vesturbakka Jórdan bendir allt til þess, að ísrael ætii að halda kyrru fyrir þar, og nú sé minna svigrúm tíl samkomulags en áður. (Nýlega birtist á þess- ari sfðu grein um Alon-áætl- unina svonefndu, eða ísraelskar varnarstöðvar á vesturbakkan- um, en Jórdanar væru þar að öðru ieyti frjálsir). Telja má á fingrum sér þá athugcAdur í Jórdaníu, sem eru þeirrar skoöunar, að fsrael láti nokkurn tfma af hendi af frjáls- um vilja hinn arabíska hluta Jcrúsalcm, Gaza-spilduna og hæðadrögln á fyrrverandl landa- mærum Jórdaníu. Bjartsýnin er horfin — æ fleiri hér (f Jórdaníu) hallast að þeirri skoðun, að eina leiöin til aO endurheimta Palestfnn sé langvinnur skæruhernaður gegn ísrael, sem 611 Arabarfkln taki þátt í. Helgidómar. 1 fréttinni er bent á, að ef Jórdanía og Egyptaland hvikuðu frá skilyrðunum, sem sett voru f ályktun Sameinuðu þjððanna (eitt þeirra var um Jerúsalem) myndi það Ieiða til ofsalegrar mótsp5Tmu í Sýrlandi. og meðal þúsimda skæru-hermanna, sem láta til sfn taka við Jördan- fljót. Því meira sem Jórdanía hall- ast að friðsamlegu samkomu- lagi, segir þar einnig, þvf meiri hættur koma til sögunnar fyrir ' konungdóm Husseins og hann sjálfan. Enginn vafi er á, aö Hf hans yrði þá í aukinni hættu frá skæruhermönnum. Þess er að geta, að Feisal konungur f Saudi-Arabíu lltur á sig sem verndara arabískra helgistaða, og mun aldrei fallast á frambúðaryfirráð fsraels í-hin- um /arabíska hluta Jerúsalem, þar sem sumir mestu helgidóm- ar Araba eru. Þá er bent á að Aröbum væri lítill akkur f samkomulagi við fsrael, ef það leiddi til falls Husselns konungs og aO róttæk- ir flokkar kæmust á valdastól ,i Sýrlandi. Róttækir Sýrlending ar og skæruhermenn og stuOn- ingsmenn beirra krefjast ekki aðeins, að ísrael skili aftur her- teknu svæðunum, — þeír hamra enn á þvi að uppræta beri fsra- el, sem sé ólöglega stofnað. Hlutverk Michaels Stewarrs f Lundúnaviðræðunum er taliö hið mikilvægasta. ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.