Vísir


Vísir - 10.07.1968, Qupperneq 8

Vísir - 10.07.1968, Qupperneq 8
8 V1SIR . Miðvikudagur 10. júlí 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent bf. ( Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Éyjólfsson ) Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \ Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson f Fréttastjóri: Jón Ðirgir Pétursson ) Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ( Auglýsingastjóri: t?«irgþór Olfarsson ) Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 ! Afgreiðsia: Hverfisgötu 55. Slmi 11660 \ Ritstjórn: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 iínur) ( Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands ) I lausasölu kr. 7.00 eintakiö ( Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. / Hvsð veldur lága verð/nu? gérstakur kafli um áhrif efnahagsþróunar í öðrum ) löndum á útflutning íslendinga er í nýútkominni ) skýrslu Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs. Þessi ný- \ breytni er mjög þörf, því að breytingar í íslenzku í1 efnahagslífi eru yfirleitt náið tengdar hinni almennu / efnahagsþróun í nágrannalöndunum. / í kaflanum segir, að verðfallið á útflutningsafurð- ) um íslendinga standi að talsverðu leyti í sambandi j við hinn minnkandi hagvöxt í heiminum árin 1966 og (' 1967. Á sama hátt hafi hið háa afurðaverð áranna / 1964 og 1965 verið tengt hinum almenna og öra hag- / vexti í heiminum á þeim árum. Þess vegna má / vænta þess, eins og Vísir hefur áður haldið fram í ) leiðUrum, að útflutningsverð haldi áfram að sveiflast \ í takt við breytingar á almennum hagvexti iðnaðar- ( þjóða heims. / Ýmis önnur einstök atriði hafa áhrif á verðlag ís- ( lenzkra fiskafurða. Hið háa verð, sem náði hámarki / árið 1966, leiddi til stóraukinnar sóknar á fiskimiö ) unj allan heim og til byggingar fjölda fullkomihna \ fiskvinnslustöðva og fiskiskipa. Jafnframt varð fisk- (' ur tiltölulega dýr í samanburði við ýmis önnur mat- / væli. Þannig fóru saman stóraukið framboð og minni ( eftirspum. Þetta leiddi til verðfallsins, sem við búum j nú við. Verðfallið varð svo geigvænlegt, að calað er \ um, að nú ríki við allt norðanvert Atlantshaf alvarleg- \\ asta kreppa í sjávarútvegi á þessari öld. (í En má ekki draga af þessum röksemdum einhvern !{ lærdóm um framtíðina? Vissulega. í Hagráðsskýrsl- (/ unni segir: „Aukinn hagvöxtur í iðnaðarlöndum á / þessu og næsta ári, ásamt áhrifum lækkaðs verðs sjáv ) arafurða, gefur vonir um, að eftirspurn þessara afurða ( muni nú aftur fara vaxandi. Þá hefur slæm afkoma ( sjávarútvegs í öllum löndum við norðanvert Atlants- , haf leitt til nokkurrar minnkunar sóknar, þrátt fyrir / mikinn opinberan stuðning við sjávarútveginn í flest- ) um löndum. Það er því ástæða til að ætla, að verðlag \ sjávarafurða muni fara heldur batnandi á næstunni. ( Á hinn bóginn er síður en svo ástæða til að ætla, að /í verðlagið geti aftur nálgazt hámark áranna 1965— // 1966, nema þá rétt sem snöggvast.“ j Vegna þessa geta íslendingar leyft sér að vera bjart- ) sýnir, þótt verðlag útflutningsafurða sé hörmulega \ lágt þessa stundina. Að vísu hefur ekki enn bólað á (( almennri verðhækkunarþróun, en rökstuddar vonir /í eru um að hún sé á næsta leiti. Slík þróun gæti skipt // sköpum í efnahagslífi íslendinga. j Þessar hugleiðingar sýna, hve nauðsynlegt er fyrir / þjóðina að eiga færa hagfræðinga til að fylgjast með ) almennri efnahagsþróun í heiminum og meta áhrif \ hennar á þjóðarhag. Þær sýna einnig, að vitneskja um ( þessa þróun þarf að berast skjótt til almennings, svo ) að í hverju fyrirtæki sé hægt að gera ráðstafanir í j tíma til að laga sig að nýjum markaðsaðstæðum. ) Yiðræður í London og Moskvu um samkomulag milli ísrael og Arabaríkja Mefian allt er enn I óvissu um árangurinn af viðræðum Nassers forseta Egyptalands við sovézka leiðtoga reynir Gunnar Jarring, samningamaður Sam- einuðu þjóðanna, að fá leiðtoga ísraels og Arabaríkja til þess að fallast á að ræða frið.. — Hann er í London og ræddi í 3 klukkustundir í fyrradag við Abdel Moneim Rifai, utanríkis- ráðherra Jórdaníu, og einnig ræddust þeir við f gær. Þá ræddi Jarring við Michael Stewart, utanrikisráðherra Bretlands og skrifstofustióra utanríkisráðu- neytis ísraels. Og athyglin beindist í gær eigi síður að þessum viðræðum en þeim, sem Nasser á í Moskvu við sovézka leiötoga, en Nasser frestaði för sinni frá Moskvu um 2—3 daga. Og meðan ræðzt er við -f Moskvu og London og víöar herða Egyptar og ísra- elsmenn stórskotaliðsárásir við bæinn Suez og eins og vana- lega kennir hvor aðili um sig hinum um upptökin. Nokkurt manntjón varð og eigna. Um margt er spurt varðandi viðræðurnar í London. 1 frétta- auka í Lundúnaútvarpinu i fyrrakvöld var sagt, að einhver bjartsýni hafi kviknað þar um samkomulag. En — hvers konar samkomulag? Samkomulag milli fsraels og Jórdaníu aðeins? Eða vfðtækara samkomulag, sem þá gæti einnig verið til umræðu í Moskvu? Þegar Rifai var í þann veginn að legeia af staö frá Amman á fundinn barst eftirfarandi fréttaskeyti þaðan (nokkuð stytt hér): Utanríkisráöherra leggur af stað á morgun til viðræðna í London við Michael Stewart oa Gunnar Jarring. — Rifai veröur í London vikutíma og ræöir horf ur á samkomulagi um frið í Austurlöndum nær, með hliö- sjón af því, að sovézk-egypzkar viðræður fara nú fram, og talið, að afstaöa sovézkra og egypzkra leiðtoga sé meira í friðarátt en áður. (Um þetta leyti var mikiö rætt um það, sem haft var eft- ir utanríkisráðherra Egypta- lands, er hann var f Kaupmanna höfn, þess efnis, að Egyptar litu á málin af meira raunsæi en áöur, en opinber talsmaður í Kairo kvað skömmu síðar stefn una óbreytta og hefðu ummæli ráðherrans verið rangtúlkuð). En megintilgangurinn með Lundúnaferð Rifais er að kanna hvort afstaða ísraelsstjórnar til ályktunar Öryggisráðs frá í fyrrahaust hafi breytzt — en þeir ræddust nýlega við i Genf Gunnar Jarring og Abba Eban utanríkisráðherra ísraels. Opin- berlega er afstaða Jórdaníu ó- breytt — stjómin heldur sér að ályktun Sameinuðu þjóðanna, Michael Stewart. i sem m. a. fjallar um það, að ísrael skili herteknu svæðunum. í staðinn eiga Arabar að falla frá styrjaldar-ástands afstöð- unni og veita ísrael rétt til siglinga um Tiransund. í skeytinu segir ennfremur: Þrátt fyrir fréttir, þar sem látin er f Ijós bjartsvni og iát- ið skína i vonir um að samkomu lag geti náðst, ríkir næstum böl- sýni í Amman um nokkrar veru- legar tilslakanir af ísraels hálfu. Abdel Moneim Rifai. Á vesturbakka Jórdan bendir allt til þess, að ísrael ætli að halda kyrru fyrir þar, og nú sé minna svigrúm tíl samkomulags en áður. (Nýlega birtist á þess- ari síðu grein tnn Alon-áætl- unina svonefndu, eða ísraelskar vamarstöðvar á vesturbakkan- um, en Jórdanar væru þar aö öðru leyti frjálsir). Telja má á fingrum sér þá athug<mdur f Jórdanfu, sem eru þeirrar skoöunar, að ísrael láti nokkum tfma af hendi af frjáls- um vilja hinn arabfska hluta Jerúsalem, Gaza-spilduna og hæðadrögin á fyrrverandl landa- mærum Jórdanfu. Bjartsýnin er horfin — æ fleiri hér (í Jórdaníu) hallast að þeirri skoöun, að eina leiðin til að endurheimta Palestínu sé langvinnur skæruhemaður gegn ísrael, sem öll Arabarfkln taki þátt f. Helgidómar. 1 fréttinni er bent á, að ef Jórdanía og Egyptaland hvikuðu frá skilyrðunum, sem sett vom í ályktun Sameinuöu þjóðanna (eitt þeirra var um Jerúsalem) myndi það leiða til ofsalegrar mótspymu í Sýriandi. og meðal þúsunda skæru-hermanna, sem láta til sín taka við Jórdan- fljót. Því meira sem Jórdanía hall- ast að friðsamlegu samkomu- lagi, segir þar einnig, því meiri hættur koma til sögunnar fyrir ' konungdóm Husseins og hann sjálfan. Enginn vafi er á, aö líf hans yrði þá í aukinni hættu frá skæruhermönnum. Þess er að geta, að Feisal konungur í Saudi-Arabíu lítur á sig sem vemdara arabfskra helgistaða, og mun aldrei fallast á frambúðaryfirráð ísraels í-hin- um /arabíska hluta Jerúsalefn, þar sem sumir mestu helgidóm- ar Araba era. Þá er bent á að Aröbum væri Iítill akkur í samkomulagi viö ísrael, ef það leiddi til falls Husseins konungs og að róttæk- ir flokkar kæmust á valdastól f Sýrlandi. Róttækir Sýrlending ar og skæruhermenn og stuðn- ingsmenn þeirra krefjast ekki aðeins, að ísrael skili aftur her- teknu svæðunum, — þeir hamra enn á því að uppræta beri fsra- el, sem sé ólöglega stofnað. Hlutverk Michaels Stewam í Lundúnaviðræðunum er talið hið mikilvægasta. -X

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.