Vísir - 10.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 10.07.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Miðvikudagur 10. júlí 1968. Annar hressir upp á andlega lífið, en hinn upp á atvinnulífið á Siglufirði Sinn siðurinn hent ar hverri kynslóð D Það hefur verið mikið um dýrðir á Siglu- 'firði að undanförnu. Meðan síldin lét bíða eftir ,sér, svo ýmsir menn örvæntu, hefur verið slíkur landburður af fiski, að elztu menn muna varla i annað eins, og hefui það létt undir með margri ' fjölskylduhni. Það var því fleira en 150 ára og hálfrar aldar tímamótin, sem komu mönnum í hátíðaskap á , Siglufirði, en blaðamaður VÍSIS lagði leið sína norður um síðustu helgi og tók í því tilefni nokkra Siglfirðinga tali og fer viðtal við tvo þeirra hér á eftir. Annar þeirra, sem hér er talað við, er á sviði andans, en hinn á sviði efnisins, en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera það þekktir, svo hvorugan þarf að kynna sérstaklega.. Þetta er smár íiskur og seinunninn — Það er svona reyting- , ur, sagöi skipstjórinn S Siglfiröingi, Axel Schiöth, og lét lítið yfir aflanum, eins og formanna er siður, þegar þeir eru að fá 'ann. Þá var nýbúið að landa úr Siglfirðingi, eoina skuttogara Is- lendinga, 70 tonnum, þegar blaðamaður VÍSIS tók Axel tali, en Axel lét sér fátt um finnast, þótt hinn miklaði þetta fyrir sér. Þeir, seiri starfa i hraðfrysti- húsinu á Siglufirði, gera þö ekki lítið úr þessari björg, sem Siglfirðingur og Vonin hafa bor- ið þar á land f vetur og vor. Það héfur nálega bjargað at- vinnuástandinu þar í vor, en að undanförnu hafa unnið um 120 manns í íshúsinu, sem hafa vel þegið næturvinnuna viðfiskinn. Síðustu vikuna fyrir afmælis- hátíðina var unniö fram til kl. 11 á hverju kvöldi. „Ég held, að ég hafi aldrei á ævinni haft jafnmikiö upp úr einni viku," sagði einn, sem blaöamaðurinn hitti á Siglufirði um daginn. Það var reyndar Siguröur Jakobsson á Dalabæ, sem flestir Siglfirðingar myndu halda, að hefði einhvem tíma tekið til hendinni fyrr í síld eða fiski. „Þetta er búin að vera meiri aflahrotan, Axel." „Þaö er búið að vera jafnt og þétt fiskirí í allan vetur," sagði skipstjórinn á Siglfirðingi. „Hvað eruð þið búnir að ÍMida miklu?" „1140 tonnum. Allt aðgerður fiskur." „Á hvað löngum tíma?" „Síðan 2. febr., en það hafa nú líka verið frátafir, bæöi vegna verkfalls og íss." Axel Schiöth, skipstjóri. „Hvaö eruð þið margir á, skipverjar?" „Við erum 14 á." „Hafið þið vaktir?" „Já, við höfum gömlu vöku- lagavaktirnar. 12 og 6 tlma, eins og á" tappatogurunum. Ann að er ekki hægt þegar svona mikil aðgerð er. Þetta er smár fiskur og seinurininn." „Hvar hafið þið fengið þetta helzt?" „Fyrir miðju Norðurlandi, en annars eru menn alltaf að færa sig." ;. „Hafið þið verið einir um betta?" „Þeir eru að byrja að koma að sunnan, bátar, en þeim geng- ur ekki eins vel. Þeir eru með öðruvlsi troll en við notum hér fyrir norðan, öðruvisi hlera lfka, og það reynist ein- hverra hluta vegna ekki eins vel. Þeir hafa þó sumir haft með sér troll svipuð okkar. t d. Börkur og hann hefur fiskað ágætlega undanfarið." „En erlend veiðiskip ekki?" „Við érum farnir að rekast á einn og einn Rússa hérna, svo einhvers staðar hafa þeir frétt eitthvaö. Þeir senda eitt og eitt skip til þess að reyna, en éf fiskast vel, þá vitum við hvernig það verður. Við höfum hins vegar lítið séö af Bretum, en þeir hafa heldur ekki getað athafnað sig vegna íssins, svo við bölvum ekki allir ísnum hérna." „Þakkið þið ísnum eitthvað af þessari fiskigengd hérna?" „Ég geri það, en þeir eru mér ekki allir sammála." „Það er óneitanlega dálítið einkennileg tilviljun, hvað 'ann heldur sér oft við fsröndina." „Já, það er skrýtiðj hve það er oft. Ég held þvl fram, að ísinn sé fyrir sjóinn, eins og áburðurinn fýrir túnið. Hann flytur með sér, þangað sem hann rekur, átu og annað slíkt fyrir ^jávarlífið. Það segir líka Friðþjófur Nansen í bókum sín- \ um, en annars er þetta svo ð- rannsakað mál. Ég hef þ6 rekizt á talsvert af loðnutorfum við.isinn en hún heldur sér mikið í torfum hér norður í hafi, þótt hún hafi skki verið veidd. Annars er eitt einkennilegt við þennan fisk, sem við veið- um. .Við tókum kvarnirnar úr honum og sendum þeim suöur til rannsóknar og þeir segja okkur það, að þessi fiskur hafi ekki náð þeirri stærð, sem hann ætti að hafa eftir aldri. Svo það er eins og þessi fiskur, sem gengur hérna, hafi liðið ein- hvern skort." „Er ekki langt um liðið, Axel, siðan svona mikill fiskur hefur gengið þarna norður frá hjá ykkur?" „Jú, það eru mörg ár sfðan það hefur verið svona góð tog- veiði hérna." „Hann fiskaði þó vel, Þor- steinn Auðunsson, þegar hann var þarná eitt sumarið." „Jú, ég man eftir þvl. Hann sótti frá Sauðárkróki, en hann var líka einskipa um þetta." Það er nú meinið. Það er fljótt að ganga á þessar bleyð ur, þegar margir eru komnir á þær, og það fann blaðamað- urinn á skipstjóranum á Sigl- firðingi, að lítið hlakkaði hann til þess þegar stðrþjóöirnar uppgötvuðu veiðina þarna norður frá Hka. 1 von um, aö það megi dragast sem lengst, óskar VÍSIR honum gððs geng- is á meðan. / G. P. — Kirkjusðkn hefur alltaf verið góð hér f Siglufirði. sagði séra Kristján Róbertsson, sálna- hirðir Siglfirðinga, sem tók aftur við forystu sfns gamla safnaðar f vor, eftir langa fjar- veru. í samtali við Visi sagðist séra Kristján þó ekki muna eftir jafnmikilli aðsðkn að messu, eins og þegar hann messaöi s.l. hvftasunnu í Siglu- fjarðarkirkju I fyrsta sinn, eftir að honum var veitt brauðið. „Hvernig líkar yður, að vera kominn aftur til gamla safn- aðarins?" „Mjög vel! Viðtökur hafa verið framúrskarandi gððar og fólkið mjög elskulegt," sagöi séra Kristján, sem fyrstur presta um langt skeið var kos- inn lögmætri kosningu í prests kosningum, sem fram fðru f vetur. „Finnst yður söfnuðurinn hafa breytzt mikið í fjarveru yðar?" „Það hafa bætzt við mörg ný andlit — andlit nýju kyn- slððarinnar, sem ðx upp á með- an. Mér finnsjtjjó kjarn|nn vera, sá sami' f sáfnaðarstarfinu." „Er mikil grðska I félags- starfsemi í sðkninni?" „Ég er nú ekki orðinn mjög kunnugur þvf ennþá. Hér er þó öflugt tónlistar- og sönglíf, svo ég hugsa, að óviða sé að finna meir annars >taðar." „Þið hafið starfandi þarna leikfélag, er það ekki?" „Jú, en þáð háir mjög starf- semi þess, að við höfum ekkert hús, sem hentugt er til leik- sýninga, en gamla húsinu hefur verið lokað, sem áður var not- að. Við vonumst þó til þess. að það takist að koma hér upp félagsheimili með leiksviði og hentugum aðstæðum, og þá veit ég, að Ieikfélagið myndi ekki láta sitt eftir liggja." „Hefur verið mikið um að vera f safnaðarlffinu að undan- förnu?" „Það hefur ekki verið svo mikið ennþá. Ég hef messað f jðrum sinnum, síðan ég kom — fyrst á hvítasunnu, en þá var sérstaklega gðð kirkjusókn, og síðast núna um helgina, en þá var einnig gðð aðsókn. En það hefur alltaf verið góð kirkju- sðkn hér I Siglufirði." „En er ekki einhver félags- starfsemi um kirkjuna?" „Jú, það hefur um margra ára bil starfað hér kirkjunefnd, sem f eru bæði karlar og konur, og hún hefur unnið frábært starf. ' Einnig hefur verið hér æsku- lýðsstarfsemi talsverö bæði á vegum kirkjunnar og bæjarins." „I hverju hefur sú starfsemi legið?" „Að skapa unglingunum holl hugðarefni og áhugamál og skapa þeim aðstööu til þess að leggja rækt við þau. Hér hefur verið sett upp ^skulýðsheimili f gömu íbúðarhúsi, sem hefur verið mjög vel rekið. Einnig höfum við 1 kirkjunni, á kirkju Sr. Kristján Róbertsson. loftinu, góða aðstöðu til þess aö tengja ungmennin viö kirkj- una." „Hefur æskan dregizt aö þessu starfi?" „Já. undanfarin ár hefur starl ið fengið mjög gott orð. Þaö er ýmislegt, sem við vildum geta gert, en allir hafa hér mikinn áhuga á, aö þetta starf takist sem bezt. Hér er mjög almenn ur áhuga á æskulýðsstarfi bæði meðal íbúa og bæjaryfir- valda. Hér f Noröurlandsfjórð- ungi — í hinu gamla Hólastifti — hefur æskulýösstarfsemin alltaf verið öflugt". „Eruð þið meö eitthvaö sér- stakt á döfinni í safnaöarstarf- inu I næstu framtíð?" „Eithvaö serstakt? Nei, þaö get varla sagt. .." „Ekkert, sem tekið hefur á sig neina ákveöna mynd?" ^.Nei. Ég heföi gjarnan viljaö skapa hreyfingu til þess aö kringja fólk um kirkjuna. Gjarn an viljað t.d. hafa messu með breyttu formi til þess að skýra betur gildi helgisiöa fyrir fólk- inu og hvaða siðir henti hverri kynslóð. Ég hef fært þetta í mál við ýmsa og það hefur hlotið góðar undirtektir, svo aö ég býst við því, að hafizt veröi handa meö haustinu. — Hér er ekki um neina stjórnarbyltingu að ræða! Bara tilraunir". „Svona bara að þreifa sig á- fram?" „Já, einmitt." Þar með kvöddum viö prest- in f Siglufjarðarprestakalli um leið og við létum í ljós ósk um að fá að fylgjast meö árangri tilrauna hans í haust. G. P. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.