Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 2
Pólverjar sigruðu Dani verðskuldað Sigur Pólverja yfir Dönum, 5 — 3, var verðskuldaður en þó frekar of stór eftir gangi leiksins. 1 marks sigur hefðu verið réttlátari úrslit. Pólverjarnir voru eins og búizt j var við mjög skemmtilegir leik- j menn, sem búa yfir mikilli leikni i og mlkilli yfirferð, en engir sér- íslendingar skora fyrra mark sitt. Það var Marteinn Geirss., er þar var að verki, skaut af vítateig. i stakir skotmenn eru þeir utan Eusibio & co. komaogieika viB Val! — K.R.-ingar leika v/ð tékknesku bikarmeisfarana VALUR, Reykjavík — Benefica, Portúgal. KR, Reykjavík — Sloan Bratislava, Tékkóslóvakía. — Þetta voru m. a. setningar, sem lesa mátti á fjarrit- ara NTB-fréttastofunnar í gær, er tilkynnt var um, að lið í Evrópubikarkeppni meistaraliða og Evrópu- bikarkeppni bikarmeistara hefðu verið dregin sam- an. Og hvílík lið, sem við íslendingar fáum að sjá á Laugardalsvellinum í haust, líklega í september. Og hvílíkir knattspyrnumenn! Hvað um nöfn eins og Eusibio, Simoes, Augusto, Graza, Coluna, Torr- es, eigum við að nefna fleiri? Heimsókn hins heimsfræga galska liðs Benefica er efalaust og margverðlaunaða portú- mesti knattspyrnuviðburöur í íslenzkri kanttspyrnusögu. Loks ins fá íslenzkir áhorfendur að sjá þetta heimsfræga lið, sem myndaði kjarnann í portúgalska landsliðinu, sem tapaði naum- lega fyrir enska landsliðinu f heimsmeistarakeppninni 1966, enska liðinu sem í næsta leik varð heimsmeistari. Og margir töldu portúgalska liðið bezta lið keppninnar. Og hvílíkt hlutskipti það verður fyrir Valsvörnina að eiga við portúgölsku framlínuna. Enginn réði við Eusibio .í heims- meistarakeppninni 1966 og i dag er hann efalaust hættu- legasti sóknarmaður knatt- spyrnunnar. Og liðið, sem KR-ingar fá að berjast við er litlu lakara. Tékk- ar eru meðal fremstu kpatt- spyrnuþjóða veraldar, og það eru ekki neinir aukvisar sem verða bikarmeistarar þar í landi. Líklega er liðið á svipuðu styrk- leikasviði og Ferensvaros, ung- verska liðið, sem hingað kom fyrir nokkru og lék við Kefla- víkurliðið. Leikið er heima og heiman. Fyrri leikir béggja ísl. liðanna verða á heimavelli. Það tryggir okkur ekki sigur, en tryggir okkur aftur á mót.i það, að bæði eriendu liðin senda hingað sína sterkustu menn. kantmennimlr báðir, sem skoruöu tvö falleg mörk í leiknum. Danska liöið kom nokkuð á óvart, og lang- tímum saman í síöari hálfleik voru þeir fyllilega á við Pólverjana. Staðan f hálfleik var 4—0. Fyrsta mark Pólverjanna kom í byrjun leiksins, og það var fyrst og fremst rangur dómur dómarans, Rafns Hjaltalín, sem orsakaði það mark. Hann dæmdi skref á markvörðinn danska og Pólverjarnir fengu ó- beina aukaspyrnu rétt utan við markteig og úr þvf skoruðu þeir markið. Annað mark Pólverjanna var og rakið kiaufamark, en danski markvörðurinn missti knöttinn milli fóta sér og í markiö. Þriðja markið var aftur á móti meira afgerandi, en Herisse skor- aði, en leikið hafði verið mjög skemmtilega gegnum dönsku vörn- ina. Glæsilegasta mark hálfleiksins kom þó rétt fyrir leikhlé, og skor- aði það Drozdowsky (nr. 7), Var það fast skot upp í markhornið, skotið úr þröngu færi. Á 5. mfnútu síðari hálfleiks skora Danir sitt fyrsta mark upp úr hornspyrnu og mínútu síðar skora Pólverjar sitt glæsilegasta mark. Var þar að verki Ktos (nr. 11), sem skaut rétt innan vítateigs efst í markhornið, óverjandi. Danir skora sfðan 5—2 nokkuð óvænt og eftir að markvörðurinn plóski hafði misst yfir sig háa sendingu. Og 15 mín. fyrir leikslok skora 10. síða ÍSLAND-NOREGUR 2-1 (1-0): ISICNDINCAR KOMNIRIÚRSLW. VÍSIR . Fimmtudagur 11. júlí 1968. Norsku varnarmennimir verjast í leiknum í gærkvöldi. Agúst Guo- mundsson og Skúli Hauksson sækja. Ákveðni og baráttugleði bar jbd hálfa leið ■ íslendingar eru komn- ir í úrslit á Norðurlanda- móti unglinga í knatt- spyrnu. Þessu hefði enginn trúað fyrir mótið, en ís- lendingamir komu á óvart í leiknum í gær, og sigúr þeirra byggðist alls ekki á heppni, heldur miklu frek- ar á baráttugleði, ákveðni, ósérhlífni og samvinnu, einmitt því, sem þarf að einkenna hvert lið, sem ætlar að ná árangri. fslend ingarnir höfðu náð forystu í fyrri hálfleik, komust í tvö mörk gegn engu og voru nærri því að ná 3—0, en þá var það óheppni þeirra í sókninni, sem bjargaði norska markinu. Annars var mjög erfitt að leika knattspyrnu á háium og þungum Laugardalsvellinum f gærkvöldi. Regnið dembdist yfir völlinn nær allan leikinn og það voru fyrst og fremst aðstæðurnar sem mótuðu leikinn og höfðu þau áhrif, að hvort liðið sem var gat sigrað fram á síðustu mínútu. Og mikil voru fagnaðarlæti fslenzku áhorfend- anna, er hinn ágæti markvörður íslenzka liösins flaug í markhornið á síðustu mínútu og bjargaði snilld- arlega föstu skoti norsks sóknar- manns. Islendingar náðu forystu á 15. mfnútu fyrri hálfleiks, er Marteinn Geirsson fékk knöttinn á vítateigs- línu úr hornspymu frá hægri Lagði Marteinn knöttinn vel fyrir sig og skaut síðan frekar lausu skoti, en í netið fór knötturinn á einhvem óskiljanlegan hátt, gegnum alla vörnina, án þess að nokkur fengi rönd viö reist. Þetta mark var verðskuldaö eftir gangi leiksins. Virtist sem ísl. liðið kynni betur við sig á hálu gras- inu, og markið hleypti auknum krafti í piltana. Á 30. mínútu bjargaði Ólafur Sigurvinsson bakvörður á lfnu, eftir homspymu, en annars komst hvorugt markið í verulega hættu. Sérstaklega er ástæða til að vera ánægður með vörn íslenzka liðsins, sem stóð sig mjög vel. Islendingar hefja sókn í byrjun síðari hálfleiks, sem endar með skoti frá Ágúst Guðmundssyni, en markvörður varði naumlega. Og á 10. mínútu kom síðara mark íslands. »-> 10. sfða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.