Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 4
Hér sjáum við dálítið óvenju- legt farartæki á fullri ferð. Þetta eru hinir vinsælu Volkswagen „sundbilar“, sem svo mjög eru að ryðja sér til rúms I Þýzkalandi. Hægt er að koma bílnum upp í 100 km. hraða á klukkustund og árlega fer fram mikil keppni á slíkum farartækjum. Ekki er kraf izt að ökumaðurinn þurfi að vera syndur, þar sem farartækið á aö vera svo fullkomið, að það velti ekki eða sökkvi. Farartæki þessi eru 25 ára gömul og verða full- komnari á ári hverju. Og hver vildi ekki eiga svona bíl í Naut- hólsvíkinni. -ssjan Hér sjáum við Friðrik litla milli mömmu og pabba heilsa Jótum. 7 vikur á ströngu ferðalagi — óhapp hafði nærri skeð Kóngafólk verður snemma að venja sig við að koma fram opin- berlega’, Það sánnast bezt á ferð- inni, sem Friðrik litli prins af Dan, mörku fóf til Jótlands — aöeins sjö vikna gamall. Áuffvitað voru mamman og pabbinn honum til aö stoðar og afi og amma voru líka með í ferðinni. Nokkru áöur en konungsskipið „Dannebrog" lagði að bryggj- unni í Árósum hafði skeð óhapp, sem nærri varð til þess aö spilla allri ánægjunni yfir komu litla l prinsins. Þaö var verið að hlaða hollenzkt flutningaskip £ lægi því, sem konungsskipið átti að vera í. Allt í einu skeði óhappið. 200 lítra tunna, með efnafræðilegu innihaldi hrapaöi I sjóinn. Þaö þótti ekki vogandi að senda frosk mann niður til að ná f tunnuna því að hætta gat verið á að leki kæmist að tunnunni og innihaldið eitraði vatnið. Kafarafvrirtæki eitt tók þó að sér verkið og hægt var að hala tunnuna f land. — Allir vörpuðu öndinni léttar — tunnan var heil og óskemmd. Hættan var hjá lið- in. Skömmu síöar lagðist Danne- brog að landi. Fimmtíu þúsund Jótar, bæði börn, og fullorðnir voru saman komnir á hafnar- bakkanum og þegar sást til hinna konunglegu gesta kvað við nífalt húrrahróp svo sem siður er þar í landi þegar svo tikna gesti ber að garði. Litli prinsinn vakti að sjálf- sögðu mesta athyglina og þegar krónprinsessan og maður hennar óku í gegnum Árósa að dvalar- stað sínum voru 'þúsundir á göt- um úti til að hylla þau og erfingj ann. Hinir stoltu foreldrar lyftu honum hvaö eftir annað hátt í loft upp þannig að öllum gæfist kost- ur á að sjá hann og hann Árósa, og íbúana. Þetta var auðvitað ósköp þreytandi fyrir snáðann og eftir á svaf hann klukkutímum saman án þess að bæra á sér — auðvitað verða kóngaböm eins þreytt af umstangi og önnur börn. Á meðan voru mamman, krón- prinsessa Margrét og pabbinn Hinrik prins önnum kafin við að koma sér fyrir í nýju höllinni sinni Marselisborg-höll, sem er skammt fyrir utan Árósa. Þar ætla þau að eyða sumrinu milli beykitrjáa og blárra vatna. Heybanki Garðyrkjuráðunautur Reykjd- víkurborgar taldi að á túnum Reykjavíkur væru um 20-30 þús und hestar af heyi. Mikið magn af þessu heyi er á smáblettum einstaklinga, sem yfirleitt hafa fleygt þessu heyi í sorptunnur sínar. Nú þegar mikill skortur á heyi er fyrirsjáanlegur væri þá ekki ráð, að einhver stofnun landbúnaðarins tæki á móti heyl, blautu eða þurru, sem síð- an mætti í haust flytja til þeirra svæ£a landsins, sem harðast hafa orðið úti í vetur og vor, og vantar tilfinnaniegast fóður. Margur borgarbúinn mundi að sjálfsögðu sýna þá þegnskyldu að láta tugguna af sínum heima bletti til slíks heybanka, en sam eiginlega gæti þetta orðið all- verulegur töðufengur, þó ekki væri það mikið af hverjum bletti. Vafalaust mætti taka und ir slíkan heybanka einhverja tóma skreiðarskemmuna, þar til séð verður, hvar þörfin er mest. Jafnvel mætti athuga, hvort ekki væri þama tilvalið verkefni fyrir unglingavinnu kaupstað- anna að safna þessu heyi og þurrka þaö. Vafalaust yrði þetta þarft frámtak, ef kal í túnum norðan- lands er eins alvarlegt vanda- mál, eins og fréttir bera með sér. En það er með slík mál, að þau ná ekki fram, nema að ein hver aðili beiti sér af hörku í því að skipuleggja framkvæmdir Næst stendur það hinum miklu stofnunum Iandbúnaðarins að ganga fram fyrir skjöldu, og þá þarf ckki að efa undirtektir ai- mennings. Munið Biafra Enn vil ég minna á hörmung- arnar í Biafra, en fréttir þaðan benda til enn versnandi ástands. Einstaklingar og fyrirtæki ættu því að minnast þess að þörfin fyrir matvæli og lyf er mikil og því ættu sem flestir að láta nokkuð af hendi rakna til hinna hungruöu og bágstöddu. Sem betur fer, höfum við flest þannig aðstæður, og við er um svo vel haldin og erum þaö aflögufær, aö viö getum látið nokkuð af hendi rakna, þegar mikið liggur við, og nú er ekki nokkur vafi, að ástandið þarna suður í Biafra er slíkt að þeim þjóðum sem betur eru á vegi staddar og hafa haft þangað mikilvæg viðskipti, ber siðferð- islegi skylda til að hlaupa undir bagga. Þrándur 1 Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.