Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 8
3 VÍSIR . Fimmtudagur 11. júlí 1968. Útgeíandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólísson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axe) Thorsteinsson fréttastjóri: Jón Birgir Péti.rsson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Kalið er of dýrt Y'orið í ár hefur verið mörgum bóndanum mikil þol- raun. Menn þurfa kjark til að horfa á meginhluta túna sinna eyðilagðan af kali, án þess að þeim fallist hend- ur og þeir gefist upp á búskapnum. í hálfa öld hafa kalskemmdir ekki verið meiri en á þessu vori. Búnaðarfélag íslands hefur skorað á bændur að afla sem mestra heyja, svo að eitthvað verði afgangs til að selja til kalsvæðanna. Þá hefur í Reykjavík vakn- að áhugi á að nýta hey af túnblettum og gefa Bún- aðarfélaginu, í stað þess að láta það í öskutunnur. Ennfremur hefur hið opinbera skipað sérstaka harð- ærisnefnd til að kanna ýmsar aðrar leiðir. Gallinn er hins vegar sá, að vandamálið er síður en svo leyst, þótt takist að útvega kalbændum fóður til vetrarins. Þá má alveg eins búast við miklum kal- skemmdum á næsta vori og næstu vor yfirleitt. Tún hafur kalið í stórum stíl á hverju ári undanfarið í sumum sýslum landsins. Greinilegt er, að ekki verður hægt að stunda búskap á kalsvæðunum í framtíðinni, ef veðurfar helzt óbreytt, nema fundnar verði leiðir til að hindra kal. Raunar vita menn, að kalinu valda einkum þrjú at- riði, veikir grasstofnar, röng áburðarnotkun og óná- kvæmni í ræktun túna. En þessi vitneskja hefur því miður ekki nema í litlum mæli leitt til úrbóta í fram- kvæmd. ^ Auðveldast er að leiðrétta hina röngu áburðarnotk- un. Margir bændur halda áfram að moka eintómu köfnunarefni á tún sín, þótt vitað sé, að kal verði ekki hindrað nema með fjölbreyttari áburði. Mörg búnað- arfélög hafa ekki lagt næga' áherzlu á að koma félags- mönnum sínum í skilning um þetta atriði. — Miklu erfiðara er að leiðrétta mistök, sem orðið hafa við ræktun túnanna. En í framtíðinni eiga þó ráðunaut- ar búnaðarfélaganna að geta séð um, að ný tún séu þannig brotin, að þau bjóði ekki kalinu heim. Loks þarf sem snarast að bæta úr þeirri ósvinnu, að ekki skuli vera á boðstólum fræ, sem þolir íslenzk skilyrði. Á því sviði hefur alvarlegur trassaskapur verið látinn viðgangast árum saman. Auðvitað á að vera búið að ala upp harðgera og arðsama íslenzka grasstofna og finna aðra hliðstæða erlendis. Þetta má ekki skilja sem gagnrýni á þá ágætu vís- indamenn, sem hafa unnið á þessu sviði. Skort hefur, áð nóg áherzla væri lögð á þessar rannsóknir, miðað vúð aðrar rannsóknir í þágu landbúnaðarins. Þetta eru skipulagsmistök, sem snarlega þarf að bæta úr. Upp- eldi nýrra g.asstofna til fræsölu þarf að fá forgangs- aöstöðu, því að málið er komið í eindaga. Stofnanir bændastéttarinnar verða að hraða þess- um endurbótum sem mest og standa þannig undir ábyrgð sinni gagnvart bændum landsins. Myndin er frá þorpi á bardagasvæðinu. Hungur var byrjað að sverfa að þessum bömum, um það bil sem myndin var tekin: „Það voru um 500 konur og börn, sem við sáum í þessari svokölluðu hjálparstöð (Ikot Ekpene) fyrir nokkru". Og þeir bæta því við, að „allt þetta fólk hljóti að vera dautt nú“ (viku síðar). „HINIR HUNGRUÐU GETA EKKI BEÐIГ Gagrtrýni á sleifarlag og sinnuleysi sem torveldar hjálpina □ Frá því var sagt í frétt- um í gær, að leiðtogar Biafra hefðu neitað að þiggja brezka aðstoð, nema bannað- ar væru allar vopnasending- ar til Nígeríu. Þrátt fyrir þetta er enn látin í Ijós von um, að samkomulag náist um hlutlaust belti, sem fara megi um yfir víglínuna inn í Biafra tneð lyf og matvæli. öllum fregnum ber saman um, aö vandamálið sé svo stór- kostlegt, aö leggja verði kapp á að flytja matvælin landleiðis því að ekki verði hægt að koma loftleiðis til Biafra nema litlu af því matvælamagni, sem þörf er fyrir. Eitt mesta vandamálið er að hindra útbreiðslu drepsótta. Börnin hrynja niður örara en svo, að unnt sé að grafa líkin nógu fljótt. Hunt, formaöur brezku sendi- . nefndarinnar, sagði í fyrradag, að hann væri vongóöur um, að samþandsstjórnin leyfði mat- vælaflutninga landleiðis, og virö- ist þá það eitt í vegi, að Biafra- leiðtogar leyfi flutningana. — Hunt ætlaði f gær til Biafra til þess að kynna sér þar ástand og horfur af eigin reynd. Sennilega eru fáir kunnugri horfunum en brezku fréttarit- ararnir Graham Stanford og Noyes Thomson. Peir hafa ferð- azt um landið og sent brezkum blöðum pistla, sem hafa orðiö til þess að vekja samúð manna með fólkinu f Biafra, og hefur síöan komið fram mikill vilji til þess að hjálpa Biafraþjóöinni. „Hinir hungrandi geta ekki beðið“, segja þeir I einum pistli sínum og gagnrýna harðlega hvemig þvælt er fram og aftur, svo að ekki hefur verið unnt að flytja nema lítið af þeim birgðum, sem safnazt hafa sam- an. „Það er sagt,“ segja þeir, „að ekki sé hægt að búast viö skvrslu Hunts iávarðs fyrr en eftir viku. Það er fyrir neban all ar hellur að bíða þangað til. Hinir hungrandi geta ekki beð- ið. Hunt lávarður verður að fá umboð til framkvæmda." □ Nóg matvæli af réttri tegund þetta væri svona, ypptu menn — sums staðar í Nígeríu. bara öxlum.“ ,,Um þessar mundir er nóg af Þeir benda þó á, að sambands- matvælum og af réttum tegund- herinn sé dreifður yfir stórt svæði og hafi það bitnað á aga í landinu. Og ekki bæti þáð úr, að æðstu embættismenn héraða og fylkja hafa það efst á blaöi, að hreiðra sem bezt um sjálfa sig. Þetta séu hégómagjamir menn, sem láti líma upp mynd- ir af sér hvarvetna, og séu svo önnum kafnir við að gylla sjálfa sig að þeir heyri ekki til hinna þjáðu. Þegar hefur verið stolið miklu af birgðum og selt á svartan markaö og þjófarnir eru her- menn sambandsstjórnarinnar. Þess vegna þarf að haf a strangt eftirlit meö hjálparstarf- inu og eftirlit meö birgðunum allt frá því þær berast til lands ins og þar til búið er að út- hluta þeim, því að samúðin ein nægi ekki. Þeir hafa gert Sheperd lávarði aðstoðarráðherra í samveldis- ráðuneytinu grein fyrir skoöun- um sínum. Þeir hittu hann í Calabar í Nígeríu. U Thant biður leið- toga Biafra að sýna meiri samstarfsvilja I NTB-frétt frá Genf segir, að U Thant frkvstj. Sameinuðu þjóðanna, sem nú er staddur þar í borg, hafi hvatt leiötoga Bi- afra til þess að sýna meiri sam- starfsvilja og leyfa lyfja- og matvælaflutning tii landsins eft- ir landieiðum frá stöðvum I Nig- eriu. U Thant lagði jafnframt á- herzlu á, að átökin í Nigeriu væru innanlandsátök, og það sem gert yrði til hjálpar yrði að vera að fengnu samþykki beggja. um í vissum landshlutum Níg- eríu — umframbirgðir eru þar fyrir hendi en Nígeríumenn eru hægfara, sinnulausir og áhuga- litlir um aö hrinda af stað sinni eigin hjálparstarfsemi. Það heföi verið hægt að flytja hundruð lesta af matvælum og lyfjum niður skipgengar ár og á góðum vegum um landið. En vegimir eru auðir og bátarnir bundnir tómir viö land“. □ Menn ypptu öxlum ... „Þegar við spurðum," segja fréttaritararnir, „hvers vegna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.