Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 13
13 VISIR . Fimmtuaagur 11. júlí 1968. Orusfa Fríður kvennahóp- ur í heimsókn til Vestmannaeyja ★ Fyrir skömmu fengu Vest- mannaeyingar óvænta heim- sókn. Voru þaö 48 danskar konur, sem eru búsettar í Reykjavík. Þær efna árlega til ferðar til einhvers' byggðarlags á íslandi og að þessu sinni völdu þær Vestmannaeyjar. Dvöldu þær einn dag í Eyjum og snæddu hádegisverð i boði bæjar- stjómarinnar. Fóm þær stutta ferð með hafnsögubátnum og skoðuðu “yjamar. Heimsóttu þær fiskasafn- 'ð og sitthvað fleira. Ailan kostnað greiða þær sjálfar og fara þessar ferðir allar á eigin vegum. Settu þær svip sinn á bæjarlíf Eyja- skeggja og rómuðu þær mjög mót- tökur allar. ★ Sumardvalarheimili Kópavogs, sem félagar úr Lionsklúbb Kópavogs hafa reist og eru nú að leggja síðustu hönd á, verður senn tekið f notkun. Gert er ráð fyrir að heimilið, sem er í landi Lækjar botna, geti tekið á móti fyrsta bamahópnum 22. júlí n.k. Heimilið verður formlega afhent Kópavogs- bæ, en hann mun framvegis relta það. VYJUNG f TEPPAHRETNSUN ADVANCE rrypvir að tepp- I Ohleypur ekki Reynið viðskipt- Axminster simi 30676 Heima- in Uppi verzi- simi 42239 Forstöðum. hefur verið ráðinn Ól- afur Guðmundsson. Gert er ráð fyr- ir, að 32 börn á aldrinum 7 til 10 ára dvelji f einu i heimilinu, 12 daga i einu. Þátttökugjald verður 1500 kr. fyrir hvert barn, en til- högun dvalarinnar verður auglýst nánar I blöðum seinna. ★ Varðarferðir eru orðnar fastur liður hjá fjölda fólks á hverju sumri og hafa þátttakendur í þeim verið 600—1000 undanfarin ár. Er jafnan leitazt við að fara jafnt um sögufrægar slóðir sem og fallega staði á landinu, en slikir staðir eru óteljandi. Sumarferð Varðar verður að þessu sinni farin 14. júlí næst- komandi. Farið verður Borgarfjarð- arferð um Þingvelli, Kaldadal, Húsa fell og Skorradal. Ferðin yfir Kalda- dal telst merkasta nýmæii í ferð- inni að þessu sinni, en Kaldidalur er ein af hinum fornu fjallaleiðum milli landsfjórðunga, þar sem f góðu veðri er dásamlegt að vera á ferð milli fagurra fjalla og skínandi jökla. um. En þessi grein á ekki að fjalla um þá hlið málsins heldur um það, sem fæstir „óvið- komandi" hafa gert sér ljóst, hve þýðingarmikinn þátt TFA átti i fjarskiptaviðskiptum bandamanna í Norður-Atlants- hafi. Þegar hernámsliðið, sem hing- að kom 10. maf 1940 sá, að TFA var betur búin radiotækj- um, bæði til sendingar og við- töku, en hliðstæðar loftskeyta- stöðvar í Bretlandi, vildu þeir ekki líta við þeim tækjum, sem þeir höfðu meðferðis, enda hefðu þau ekki komið að veru- Iegum notum hér á landi. Og þær fjarskiptastöðvar, sem þeir komu sér upp hér voru eiginlega ekki tilbúnar til viðskipta fyrr en eftir dúk og disk. TFA varð þess vegna eins konar radio- miðstöð fyrir herskipaflota og skipalestir bandamanna á Norð- ur-Atlantshafi og við strendur fslands. Bretarnir létu þá skoðun oft í ljós við mig að margt hefði farið á annan veg hefði TFA ekki notið við, og man ég alveg sérstaklega eftir því þegar H.M.S. „Hood“ var sökkt fyrir norðvestan fsland og eltinga- leikurinn um „Bismark", bezt búna orustuskip veraldar hófst. Þá varð einum sjóliðsforingja Breta að orði, að „TFA hefði unnið orustuna um Atlantshaf- ið“. En TFA vann Iíka oft aðrar orustur upp á líf og dauða. Á erfiðustu stríðsárum banda- manna á hafinu, 1941 — 1943, náði TFA oft, og stundum dag- lega, neyðarkalli frá sökkvandi skipum. Þessi neyðarköll sendi svo TFA áfram til annarra skipa pg flugvéla. Þannig átti TFA þá, eins og svo oft áöur, óbeinan þátt f björgun óteljandi mannslífa. HVERS VEGNA VAR FLUTT AF MELUNUM? Eftir stríð voru uppi háværar raddir um að flytja starfsemi loftskeytastöðvarinnar af Mel- unum og ýmislegt sem mælti með því, meðal annars vegna aukinnar flugtunferðar. Loft- netsmöstur stöðvarinnar voru að dómi fagmanna (innan flugs- ins) of nærri aðflugi á flug- völlinn. Rafmagnstruflanir í við- tækjum stöðvarinnar jukust nrik ið vegna aukinnar starfrækslu ýmiss konar verkstæða í ná- grenninu. Einnig fengum við oft kvartanir vegna truflana frá stöðinni er verkuðu á viðtæki bæjarmanna. Nokkru eftir stríð var því það ráð tekið að flytja loftnetsmöstrin upp á Rjúpna- hæð, einnig voru sendar stöðv- arinnar fluttir þangað og einnig að Vatnsenda, þó þannig að sendarnir voru lyldaðir frá stöðinni. Nýja senda fengum við staðsetta bæði í Grindavík og að Gróttu, þeir voru ein- göngu notaðir til talviðskipta við skip og báta. Aðeins einn sendir var eftir hjá okkur og var hann aðallega notaður til viðskipta við báta í nágreun- inu. í stað stóru loftnetsma«tr anna voru sett upp lítil loftiwts- möstur er voru að hæð álika op flaggstöng á stöðvarhúslnt Fimm viðtæki fengum við stað- sett í fjarlægð, þrjú af þeim á fjallinu Þorbirni á Reykjanes- skaga og tvö í Gufunesi, bæði á neyðarbylgju þau voru tengd stöðinni með línum. Eðlisfræðistofnun Háskólans hafði til margra ára haft mikinn áhuga á að fá húsnæði fyrir starfrækslu í stöðvarhúsinu, og endirinn varð sá. að ríkið gaf Háskólanum stöðvarhúsbygg- inguna og um leið ákveðið að viðtaka stöðvarinnar yrði eftir leiðis staðsett í Gufunesi og sameinuð að nokkru leyti ann- arri afgreiðslu. 1 þessu sam- bandi skal það tekið fram að um nokkurra ára bil hafði sumt af starfrækslunni farið fram í Gufunesi. Þar á meðal Græn- landsviðskipti og einnig var að- stoð veitt við stuttbylgjuvið- skipti o.fl. Þann 1. maí 1963 var stöðin á Melunum lögð nið- ur á þeim stað og flutt að Gufu- nesi enda var starfræksla Eðlis- fræðistofnunar Háskólans þá flutt f hluta af húsnæði stöðvar- innar og miklar breytingar gerð- ar innanhúss f sambandi við það. VÍSIR í VIKULOKIN 500 krónu mappa Þeir áskrifendur Vísis, sem hafa safnað „Vísi í vikulokin" frá upphafi í þar til gerða möppu, eiga nú 116 blaðsíðna bók, sean, er yfir 500 króna virði. Htvert viðbótareintak af „Vísi 1 vikulokin” er 15 króna virði. — Gætið þess ,ví að missa ekki úr tölublað. Aðeins áskrifendur Vísis fá „Vísi í vikulokin". Ekkl er hægt að fá fylgiblaðio á annan hátt. Það er því mikils virði að vera áskrifandi að Vísi Gerizt áskrifendui strax, ef þér eruð það ekki þegar! Dagblaðið VÍSIR J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.