Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 1
'-.T>:-Y VISIR S«. árg. - Fimmhidagur 1«. julí 1§88. - 157. tbl. AAissti stjórn á flugvél- inni í skýjaþykkni Allir / flugvélinni munu hafa látizt sámstundis Talið er að Iitla Piper Cher- okee vélin, sem fannst á svo- nefndum Brunnhálsi á Látra- heiði í gærdag, hafi farizt með beim hætti, að flugmaðurinn hafi misst stjórn á flugvélinni, begar hann hafi verið að hækka flugið til þess að ná yfir hæðar brún, og lent þá upp í skýja- bykkni. Vélin hefur „spunnið" tiPjarðar og komið fyrst niður á vinstri vængendann, rekizt síð an á nefið og oltið á hliðina niður grjóthrygginn, sem hún lenti á og þar hefur kviknað í henni um Ieið. Talið er að þau sem í vélinni voru hafi látizt •:amstundis. Búizt við 60 þús. gesfum á land- búnaðqrsýninguna Glæsileg landbúnaðarsýning verð ur haldin í Laugardalshöllinni dág ana 9. til 18. ágúst næst komandi. Er þetta langstærsta 'sýning sinnar tegundar, sem haldin hefur verið hér á landi, og búizt við um 60 þúsund gestum. Kostnaður' við sýninguna mun nemaúm 7 milljónum króna, og er gert ráð fyrir, að hún beri sig fjár- -> 10. síöa. Það var leitarflokkur frá Látrum undir stjórn Þórðar Jónssonar sera fann vélina laust fyrir kl. 11 í gærmorgun en þetta svæði hafði ekki verið hægt að leita úr lofti, vegna skýja. Þó höfðu tvær flug- vélar flogið þar yfir, en ekki séð til jarðar vegna dimmviðriskis. »-> 10. síða Flugvélin skall efst á Brunnáhæð. Hún var mjög illa útleikin. Lagning neðansjávarleiBslunnar tók aBeins sex komið til Eyja kl. 3 / nótt, endinn tekinn / land kl. 13 / dag Lagning neðansjávarvatns- leiðslunnar út í Vestmannaeyjar gekk mjög vel og snurðulaust, að því er Þórhallur Jónsson, yerkfræðingur. sem verið hefur ráðunautúr Vestmannaeyinga um þessi mál, sagði Vísi í morg- un. Lagt var af stað frá Kross- sandi kl. 21 í gærkvöldi og kom- ið að Eyjum um kl. 3 i nótt. Leiðslan verður tekin í land í Eyjum kl. 13.00 í dag. Tvö skip unnu að f ramkvæmd unum, dráttarbátur, sem dró skipið, sem Iagði sjálfa leiðsl- una. Sagði Þórhallur, að tækni Dananna, sem að verkinu unnu, svo og samvinna beirra innbyrð- j is og við lslcndingana hefði ver- ið með afbrigðum góð og geng- J ið vel. I Þórhallur sagöi, að þeir heföu- byrjáð verkið um kl. 17 I gær og tekiö leiðsluna í land á Krosssandi kl. 18. Lagt hefði verið af stað frá landi kl. 21 og komið til Eyja kl. 3 í nótt, eins og fyrr getur. Þör hallur sagði, að í dag yrði endinn tekinn í land í Eyjum, en þá þyrfti að hagræða honum í rennu, sem gerð hefði verið i hafnarmynninu í Eyjum. Þeir vonuðust slðan til að tengja hana fljótlega og getað haf- ið þrýstimælingar á leiðslunni þeg ar á mánudag. Leiöslan er um 102 mm í þver- »-> 10. síða Verða íslenzkirskuttogar- ar smíðadir i Pollandi? ViBskiptamálaráðherra telur það ekki ósennilegt ? Pólverjar eru aðrir í röðinni af þjóðum heims f smiði fiskiskipa og ýmissa hluta vegna koma þeir sterklega til greina, þegar hafizt verður handa um smíði skuttogara fyrir ls- Iendinga. Þetta kom fram á fundi, sem Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra hélt með fréttamönn- um í gær. Pðlverjar ráða yfir fullkominni tækni í smíði slíkra skipa, og ætla má að þeir hafi mikinn hug á að smíða skuttogara einmitt fyrir islend- inga, vegna þess að viðskipta- jöfnuður þjóðanna er þeim ó- hagstæður. Á ferö sinni um Pólland fyrir skömmu heimsótti ráðherrann meðal annars stóra skipasmíða- stöð, þar sem nú er verið að undirbúa tilboð I byggingu hinna nýju skipa, þegar þar að kemur. Að sjálfsögöu er ekkert hægt að segja um það ennþá, hver hreppir hnossiö, því að skipa- smlðastöðvar margra landa hafa mikinn áhuga á málinu, og til dæmis má nefna það, aö ekki alls fyrir löngu var hér á ferð- inni sendinefnd frá Japan til að kanna jarðveginn fyrir tilboð um smiði skuttogara. Átján skip með afla Gripahús reist f gær i Laugardal. Átján skip tilkynntu um alla I síðasta sólarhring, flest voru þau með slalla, samtals 1457 tonn. — ! Flutningaskipið Nordgaard er nú að verða fullfermt og fer með afl- Uppskeran allt niður / t'iunda hluta: Búnaðarfélagið afli heyja hvarvetna Kalvandamálið rætt á fjölmennum bændafund D Uppskera á sumum stöð- um landsins getur getur farið allt niður í 10-15% þess sem hún er venjulega vegna kalsins, og eru horfur á því að bændur verði að grípa til niðurskurðar á sumum stöð- um nema víðtækar bjargráða- ráðstafanir verði gerðar. Þetta var eitt þeirra atriða, sem fram komu á afarfjöl- mennum bændafundi, sem haldinn var í Reykjaskóla í Hrútafirði i gær. Fundinn sátu um 200 manns, þeirra á meðal landbúnaðarráðherra Ingólfur Jónsson, ýmsk helztu forvígismenn bænda og þingmenn frá kalsvæðun- um einkum þó Vestf jarðakjör dæmi og Norðurlahdi vestra. - Fundurinn samdi ýmsar álykt anir m. a. þá að beina því til Búnaðarfélagsins að hefja víð tæka rannsókn á orsökum kals- ins og notkun kalkáburðar á túnum, þá aö Búnáðarfélagið gangist fyrir að afla heys á *öll um þeim stöðum, sem völ er á, veitt verði lán úr Bjargráða- sjóði, lausaskuldum bænda sem »-> 10. «íð3 ann norður til Siglufjarðar en nokkra lagfæringu þarf að gera á lestum skipsins áður en það heldur aftur á miðin. Söltunarskipið Elisabeth Hentzer var að því er síðast fréttist búið að fá 2300 tunnur til söltunar og 2 skip „lönduðu síld" í það í nótt. Þórður Jónasson 17 tonnum og Ásbérg 24 tonnum. — Skipiö er því ekki búið að fá fullfermi enn þá. — Haförninn er nú á leið á miðin frá Siglufirði, en annars yrðú skipin að sigla til lands með afla sinn. Þessi skip tilkynntu síldarleit- inni' um afla síðasta sólarhring: Ásberg 40 tonn, Árni Magnússon 100, Seley 100, Héöinn 220, Bjartur 110, Faxi 110, Jörundur II. 30, Brettingur 130, Bjarmi II. 100, Dag- fari 120, Gullver 60, Sveinn Svein- björnsson 60, Jörundur III. 50, Tungufell 50, Bára 50, Eldborg 70, Arnar 40, Þórður Jónasson 17.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.