Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 4
 • Snjór, sém féll á faéðingarári Jésú Krists, hefur nú vérið bræddur og séndur páfanum 1 Rómaborg til að nota sem vigt vatn, þegar mikiö liggur við. Snjórinn fékkst, þegar borað var niður á 300 métra dýpi á Suður- pólnum. Síðan'*var hann fluttur méð mikilli varkárni til Annapolis í Marylandfylki í Bandaríkjunum, þar sém hann var braéddur við hátíðléga athöfn. Fleiri aðilar inn- an kaþólsku kirkjunnar hafa feng ið senda lögg af þéssu sérstæða vatni, þótt ekki sé vitað hvort það hefur borizt til íslands ennþá. >f • Flöskuskeyti, sem varpað var í Eyrarsund fyrir ellefu ár- um, héfur nú leitt til vin- áttu milli pólskrar og danskrar fjölskyldu. Það var Dani, sem setti skeytið í tóma gosdrykkjar- flösku fyrir ellefu árum. Ári síð- ar fann Pólverji nokkur skeytið, og setti það inn í bók. Nú fyrir skömmu tók hann fram bókina og þá sá skeytið aftur dagsins ljós, og nú ætlar maðurinn með fjöl- skyldu sfna til Danmerkur í sum- arleyfinu til þess að heimsækja fiendandann. • Franski presturinn Charles Damien Boulogne sótti um leyfi til yfirmanna sinna innan kirkj- unnar, áður en hann lét skipta um hjarta í sér fyrir tveimur mán uðum. — Hann lifir • enn við allgóða heilsu, en málið hefur vak ið talsverðar deilur, og páfa- stóll hefur gefið út yfirlýsingu um, að þessi leyfisveiting sýni engan veginn afstöðu kaþólsku kirkjunnar til hjartaflutnings. Vangaveltur um betra líf Allt okkar lífsstarf beinist aö því að Eera okkur lífið örlítiö bærilegra og ætíð er verið að leggja á sig aukið erfiði tii að geta svp veitt sér einhver þæg indi eða lifsgæði, eftir þvi sem hugurinn girnist hjá hverjum og einum. En það þarf ekki allt- af að hafa svo mikið fvrir betra lífi, því það er oft í hinum smáu viðbrögöum hins daglega lffs, og i þeirri framkomu sem við tíðkum hvorlr við aöra, sem við getum gert lífið örlítið betra. Hugsið ykkur hve oft við ergj um okkur og förum úr jafn- vægi vegna ógætilegrar fram- komu i samskintum, eða hve oft okkur finnst við verða fyrir ó- þægindum af vöidum annarra, alveg á sama hátt og við völd- „Tauga- veiklaður44 sjónvarps- gleraugu Enn einu sinni eru Japanir komnir með nýjung á markað- inn. Þeir hafa fundið upp gler- augu, sem gera mönnum kleift að liggja endilangir á bakinu og horfa á sjónvarp um leið. Ekki er ennþá hægt að fá þessi gler- augu hérlendis, og það er vafa- samt að þau eigi mikla framtíö fyrir sér, því að þau eru blýþung, og það er ólíklegt, að sá sem er svo latur, að hann nenni ekki að sitja uppréttur við að horfa á sjónvarp, nenni aö burðast með þessi þyngsli á nefinu. Byssumaðurinn, sem var fyrir rétti leit út fyrir að vera mjög taugaóstyrkur. Hann fálmaði með fingrunum út í loftið, og þaö var eins og hann vissi ekkert hvaö hann ætti aö gera við hendumar á sér. En kona hans sat í réttar- salnum og hún fylgdist vandlega með hverri hreyfingu hans. Núna veit lögreglan í Flens- borg á Jótlandi hvers vegna. Með an rétturinn velti fyrir sér málf hins 25 ára gamla Heinrichs Kramers, sem ákærður var fyrir mÖrg'Vopnuð rán og 50 innbrot, talaði hann fingramál við konu sína: „Komdu með skammbyssu, næst þegar þú kemur í heimsókn til mín . i.“ „Nei, það vil ég ekki.“ „Þú vérður. Ég hef vegabréf og innflutningspappíra til Ástraliu fyrir þig, barnið og sjálfan mig „Gott og vel. Ég kem með byssuna.. “ Næst þegar frúin kom i heim- sókn í fangelsið faðmaði hún mann sinn og laumaði til hans skammbyssunni um leið án þess aö fangaverðirnir yrðu nokkurs varir Utan um byssuna hafði hún vafið bréfi, sem á stóð. „Þú mátt ekki skjóta neinn með byssunni, þú mátt aðeins nota hana til að ógna með.“ Sama kvöld beið frú Kramer í bifreið fyrir utan fangelsið, en árangurslaust. Maður hennar hafði verið yfirbugaður, þegar hann revndi að ógna fangaverði. Og ekki er útlit fyrir að fjöl- skyldan komist til Ástralíu i bráð. Heinrich fékk 3 y2 árs fang- elsi og eitt ár í viðbót fyrir hundakúnstirnar með byssuna og frúin var dæmd í 4 mánaða fang- elsi skilorðsbundið. Þessir fætur eru tryggðir fyrir eina milljón dollara Þetta eru fallegustu fætur á öllu Bretlandi — og jafnframt dýrustu fótleggir 1 heimi. Þeir voru útvaldir í samkeppni á Savoy-hótelinu 1 Lundúnum. Stúlkan, sem gengur á þessum fótum, Nina Scott, lét þegar í stað tryggja þessa dýrmætu eign sína fyrir eina milljón dala. um öðrum óþægindum og leiða vegna þess, að við vöndum ekki sem skyldi framkomuna gagn- vart öðrum. Hversu algengt er ekki, að af greiðslufólk í verzlunum og við önnur bjónustustörf sýni kuida og stirðbusaskap gagnvárt viö- skiptavinum. Kæruleysi og á- hugaleysi er of algengt í öllum samskiptum. Hve oft hefur ekki verið talað um afgreiðslustúlk- ur, sem halda áfram að tala í símann, þó viðskíptavinirnir þyrpist inn I verzlunina. Hversu algengt er það ekki hjá ýms- um fyrirgreiðsluskrifstofum, að fólk er beðið um að koma seinna, eða hver þekkir ekki svör eins og: ég skal athuga málið. Og svo þegar komið er öðru sinni, þá stendur sú „at- hugun“ við það sama, því það er eins konar vani að svara þessu til. Stirðbusaleg framkoma og af greiðsla er of algeng og það liggur við að segja megi, að hún sé landlæg. Það er eins og fólk sé feimið við að sýna hlýju í framkomu. En hugsið ykkur, hve allt er gert bjartara í öllum sam- skiptum, ef fólk temdi sér yf- irleitt léttara fas og tilhliðrun- arsamari framkomu gagnvart öðrum. Ég er viss um, að fólki fyndist allt lifið léttara og bjart- ara, hví lundin og hið daglega hugarfar hefur mikið að segja varðandi velliðan okkar. Lífsgæðin eru ekki alltaf fengin með góðum mat og þykk i um teppum á stofugólfunum, / heldur mun hið liúfa lff búa J mikiu fremur í fólkinu sjálfu, i léttri iundu og hæfileikanum ( til að umgangast aðra á þægi- / iegan hátt. I Það er áreiðanlegt.að fyrir þá, l sem eru heilbrigðir, er auð- i velt að gera lífið léttara og bjart t ara með léttri lundu og bætt- / um samskiptum við aðra, en f * lundarfarinu og aðlögunarhæfi- 4 leikanum er fólginn iykillinn að i betra lífi. i Ég er viss um, að ef okkur * auðnast að reyna að þoka til \ hinum daglega drunga, sem er l of algengur f öllu okkar fasi í , dagiegu iífi, þá yrði allt lffið * léttara og skemmtilegra, og það \ væru vissulega aukin iifsgæði. í Þrándur í Götu. í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.