Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 5
VISIR . Fimmtudagur 18. júlí 1968. Hvernig gengur íslenzka konan til fara? íslenzkt veöurfar ýtir ekki bein ffilis undir hvöt hverrar konu aö vanda vel til klæðaburðar síns. Rok og rigning, eöjan á götunum, rykmökkurinn á þurr viðrisdögum, allt þetta á ef- laust sinn þátt í því aö svo oft má sjá druslulegar konur á göt- um úti. Hins vegar virðist aö íslenzka konan hafi látið veöur- fariö hafa allt of mikil áhrif á sig og jafnvel gefizt upp fyrir þessum óleik náttúrunnar. Eng- in önnur skýring er til á þeirri staöreynd, sem mætir okkur dag lega á götunni. Konur f vetrarkápunni á sól- skifisdögum, konur í strætisvagn inum venjulegan gráviðrisdag meö tætlulega loöskinnshúfuna, sem regn og vindar hafa blásiö um, dregna niður að eyrum. Konur — fjoldi þeirra gengur á illa burstuðum eöa óburstuð- um skóm. Allar könnumst við viö þaö, hvaö glaðlegt svipmót lífgar j>kkur upp. Hvort heldur það er unanneskjan, sem viö mætum, brosandi og glaðleg eða um- htferfið, gatan ljómandi af sól og fallega búnu fólki. Ekki sízt hefur það komið f hlut konunn- ar að prýða umhverfi sitt bæði me« verkum sínum og sjálfri sér. Þessu hlutverki finnst okk- ur íslenzka konan hafa brugðizt að nokkru. Allt of margar þeirra eru í stíl við grámósku- legan daginn, ,,holningin“ er slöpp, líkamsvöxturinn ekki upp á þaö allra bezta og klæða burðurinn eins og þær hefðu aldrei séö sjálfar sig í spegli, né' gert það upp við sig hvaða tegund „persónuleika" þær hefðu. Hann er vandlega falinn í sniðlausri kápunni, litlausum hattinum, afkáralegum klútn- um, og illa valdri tösku. Skær- ir litir virðast ekki hafa verið uppgötvaðir nema til tækifæris brúks. Persónulaus fínheit eru áberandi á skemmtistöðum, val- in f ósamræmi við spegilmynd- ina og persónuleikann hvernig sem hann er. Til þess að fá aðrar sam- hljóma og ósamhljóma skoð-1 anir um klæðaburð ís- lenzkra kvenna leitaði Kvenna- síöan til nokkurra eigenda og forstöðukvenna kvenfataverzl- ana og lagði fyrir þær þessa spurningu: Að hvaða leyti finnst yöur ís- lenzka konan ganga: a) smekklega til fara b) ósmékklega til fara. Kristín Þorvaldsdóttir, Eros: a) Almennt gengur fslenzka konan smekklega til fara, eink- um þó ungar stúlkur, og eru mikið betur klæddar en almenn- ingur í stórborgum erlendis. b) íslenzkar konur mættu gjarnan vera óhræddari viö djarfara litaval og það sem er nýtt hverju sinni, sérstaklega eldri konur. Ellen Eyjólfsdóttir, EIsu: a) íslenzkt kvenfólk finnst mér ekki ganga verr til fara en gengur og gerist erlendis, þær eru fljótar að átta sig á nýj- ustu tfzkunni, sérstaklega unga kynslóðin, miklu fljótari en áð- ur, þegar það tók upp undir 2-3 ár að uppgötva hana. b) Þaö skortir nokkuð á að íslenzkt kvenfólk sýni ákveðinn persónulegan smekk í klæða- burði sínum. Rúna Guðmundsdóttir, Parisar- tízkunni: a) Konur velja nú betri efni en áður og kjósa vandaöan saumaskap, en þetta tvennt er undirstaða vandaörar flíkur. Einnig hugsa konur meir um það en áður, að flíkin sé sam- stæð öðrum fatnaði, sem þær eiga. Fari t. d. vel við skó og tösku. Þá hugsa konur meir um útlitið en áður, þær eru ung legri, grennri og halda bet- ur við þeim fatnaði, sem þær ■ hafa keypt sér. b) Þegar þær nota skó með pinn-háum hælum og mjóum tám við stuttu tízkuna, þegar við hana eiga lágir skór meö klosshæl til þess að heildarsvip urinn haidist. Einnig, þegar þær leggja allt kapp á að eignast fallegan kvöldkjól en hugsa 13. sfða. YMISLEGT YMISLEGT SS« 30435 Tökum aö okkiix hvers konaj múrbroi og sprengivinnu I húsgrunnuro og ræs um Leigjum út loftpressui og víbra sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats- onaj Alfabrekkt viö Suðurlands braut, sfmi 30435 TEI4UR AULS KONAR KLÆÐNINÖAR FCUÓT QG' VÖNDUÐ VlNNA' ... ÚRVAL AF.ÁKLÆÐIJM í AUGAVEG 62 - SIMM0825 .HEIMAJIMI 8JA34 léttiK H BðLSTRUN MINNINGARSPJÖLD Minningarspjöld Flugbjörgunar- sveitarinnar. ’ást á eftirtöidum stöðum: Bóka- búð Braga Brynjólfssonar. hjá Sigurði Þorsteinssyni Goðheimum 32 sfmi 32060. Sigurði Waage. Laugarásveg1 73 sfmi 34527, — Stefáni Bjarnasyni, Hæðargarði 54, sfmi 37392. Magnúsi Þórarins syni, Ál'beimum 48. sími 37407 Auglýsið í VÍSI 5 Alliance Francaise FYRIRLESTUR verður haldinn í Háskóla ís- lands á vegum félagsins fimmtudaginn 18. júlí 1968 kl. 8,30 e. h. Emanuel Martin „ancien éléve de l’école nor- male superieure de la rue d’Ulm et agrégé de lettres classiques" talar um „Romain Rolland — le mirage allemand". , Fyrirlesturinn verður haldinn á frönsku. — Allir velkomnir. HÚ SEIGENDUR — SKIPAEIGENDUR Nýjung — Nýjung Höfum háþrýsta vatns- og sandblástursdælu (10 þús. lbs.) til hreinsunar á húsum,'skips- lestum, skipsskrokkum o. m. fl. — Ath.: Sér- staklega hentugt til hreinsunar á húsum og húsþökum undir málningu. — Upplýsingar í síma 32508 e. kl. 19. t Geymið auglýsinguna. Hafnarfjörður Kaupendur VÍSIS í Hafnarfirði eru vinsam- lega beðnir um að hringja í síma 50354 vegna viðskipta við blaðið á tímabilinu 18. júlí til 7. ágúst n.k. Virðingarfyllst, Guðrún Ásgeirsdóttir. FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐANDl SlálálálálalalaláEaísIstiEalátalslálslalá ÍEMHH S- I lölIálálálálálaláláláisIaEálálá UMBOÐS- HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍMI 21718 og 42137 % KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI ífc STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.