Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 10
w V1SIR . Fimmtudagur 18. júlí 1968. ÞAU FÓRUST MEÐ FLUGVÉLÍNNI Gísli Axelsson. Valgeir Stefánsson. Steingrimur Björnsson. Nína Guörún Gunnlaugsdóttir. BORGIN Til allra þeirra stofnana, félaga, starfshópa og fjölmörgu einstaklinga, sem heiðruðu minningu, GUÐMUNDAR THORODDSEN prófessors, við láf og útför hans, sendum við alúðarþakkir. Einnig þökkum við samúðarkveðjur og síðast en ekki sízt þá vináttu og hlýhug er hann mætti hvarvetna á langri ævi. Vandamenn. Bílskúr óskast á leigu fyrir viðgerðir. Góð aðkeyrsla nauðsynleg. Uppl. í síma 81387 eftir kl. 18.00. ' Auglýsing til heildsala og smásala, sem verzla með innlendar tollvörutegundir. Athygli heildsala og smásala, sem verzla með innlendar tollvörutegundir, skal vakin á nýrri reglugerð, sem fjármálaráðuneytið hefur gef- ið út og kemur að fullu til framkvæmda 1. ágúst 1968. 1 í 7. gr. reglugerðarinnar segir svo: „Hver sú eining tollvöru, sem ætluð er til sölu í smásölu, skal auðkennd af vörugerðarmanni, annað- hvort með nafni vörugerðarmanns eða einkenni, sem tollyfirvald hefur viðurkennt. Ómerkta tollvöru í smásölu skal þó ætíð selja úr heildsöluumbúðum, sem greiniiega eru merktar fram- leiðanda tollvörunnar, enda innihaldi umbúðir þessar eigi meira magn en 5 kg.“ í 10. gr. segir svo: „Við afhendingu toilvöru, skal láta af hendi vöru- reikning, er tilgreini tegund, magn og verð þess af- henta. Óheimilt er kaupmönnum, sem fengið hafa tolivöru til dreifingar að selja vöruna f öðrum umbúðum en þeim, er um getur f 7. gr. Heildsölum er á sama hátt óheimilt að afhenda tollvöru til smásöludreifingar á öðrum vörureikningum en þeim, er fjármálaráðuneytið hefur auðkennt.“ Reglugerð pessi fæst sérprentuð í fjármála- ráðuneytinu. Missti stjórn — ^—> I sfðu Tveir menn frá Loftferðaeftirlit- inu fóru þangað á slysstaðinn í gær til þess að athuga vélarflakið og sagði Skúli Jón Sigurðsson svo frá, er Vísir talaði viö hann í morgun: ( „Þegar við komum á staðínn •voru þar fyrir leitarflokkurinn frá j Látrum, sem fann vélina og fé- lagar úr Flugbjörgunarsveitinni. I Bændafundur — -■'■• I -Iðu harðast verða úti verði breytt í föst lán, veittur verði styrkur til aðflutnings heyfóðurs o. fl. Ingólfur Jónsson ráðherra var bjartsýnn á þaö, að bændur mættu vænta einhvers stuðn- ings frá Bjargráöasjóði og benti á það að hallærisnefndin hefði verið skipuð. Einkum voru erfiðleikar bænda í Strandasýslu og V- Húnavatnssýslu teknir'til með- ferðar en á þeim stöðum búast bændur við 30—40% uppskeru og allt niöur í 10—15% eins og fyrr greinir. Hafði ekki veriö hreyft viö neinu. Það var nokkurn veginn augljóst, af ummerkjum hvað gerzt haföi. J Vélin haföi „spunnið" til jaröar, • eins og viö köllum. — Þaö er aug- " ljóst að ský hafa verið yfir þessu svæöi og flugmaöurinn hefur hækk- að flugiö til þess aö vera yfir hæö- ardraginu og lenti í skýjum, en það er kunnara en frá þurfi aö segja, að óvönum flugmönnum er mjög hætt við að missa vald á flugvél- unum, þegar þeir ienda í skýja- þykkni, þar sem jafnvægisskynið ruglast. Um tvö hundruð manns tóku þátt í leitinni að flugvélinni, og fjöldi flugvéla. — Líkin voru flutt suður í gær, en þau sem fórust voru Gísli Axelsson, flugmaður 20 ára, Nína Guðrún Gunnlaugsdóttir 20 ára, Steingrímur Björnsson 2l árs og Valgeir Stefánsson 20 ára. Neðonsjávarleiðsla > 1 Síðu mál, og án þess, aö dælur séu not- aðar í landi flytur hún 7 sekúndu- Iítra, en þegar dælur hafa verið teknar í notkun, flytur hún 21 sekúndulítra. Þórhallur sagði, aö ár ið 1970 væri ráðgert aö leggja aðra leiöslu, öllu sverari og ætti hún að koma nokkru austar. Landbúnaðarsýning ^—■> i sfðu hagslega, aö því er Hjalti Zophoni- I asson, blaðafulltrúi sýningarinnar tjáði blaöinu í morgun. Að gangs- eyrir mun verða 60 krónur fyrir fullorðna, en auk þess fást tekjur af leigugjöldum, sýningarskrá og merkjasölu. Sýningin verður bæöi innan hallarinnar sjálfrar og einnig utan húss. Helztu landbúnaðarsýn BELLA Jú, Kalli, ég ætla að vera karl mannahatari áfram — minnsta kosti þangað til ég hitti einn þeirra. VEÐRIÐ OAG Suðaustan kaldi skýjaö, en senni- lega úrkomulaust. Hiti 11-14 stig. ' haldnar, eru vélasýning á Selfossi 1958 og sýning 1947 þar sem nú er Umferöarmiðstöðin hér í bæ. Undirbúningur sýningarinnar er þegar hafinn, og byrjað að setja upp deildir. Meðvitundarlaus Skólaveg 18, Keflavík, var að vinna á stórum lyftara, sem lyftir farangri upp að farangursgeymslu í flugvélunum, og var að hand langa töskur inn í vélina. Skrikaði honum þá fótur og datt hann niður á flugbrautina, og kom á höfuðið é malbikið. HéraÓsmót Sjálfstæðisflokks- ins verða um næsfu helgi á Bíldudal, Þingeyri og í Bolungarvík Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins verða um næstu helgi á Bíldudal, Þingeyri og í Bolungarvík. Um næstu helgi verða haldin þrjú héraðsmót Sjálfstæðisflokks- ins á eftirtöldum stöðum: Bíldudal, föstudaginn 19. júlí kl. 21. Ræðumenn verða Matthías Bjarnason, alþingismaöur, og Svan- ur Kristjánsson, stúdent. Þingeyri, laugardaginn 20. júlí kl. 21. Ræöumenn verða Ásberg Sigurðsson, sýslumaður og Guð- mundur Agnarsson, skrifstofumaö- ur. Bolungarvík, sunnudaginn 21. júlí kl. 21. Ræöumenn verða Sig- urður Bjarnason, alþingismaður og Úlfar Ágústsson, verzlunarmaður. Skemmtiatriöi annast Ieikararnir Róbert Arnfinnsson og Rúrik Har- aldsson og hljómsveit Ragnar Bjarnasonar. Hljómsveitina skipa: Ragnar Bjarnason, Grettir Björns- son, Árni Scheving, Jón Páll Bjarnason og 4rni Elfar Söngvarar með hljómsveitinni eru Erla Traustadóttir og Ragnar Bjarnason. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. Rússar vilja — *=«'--> 16 slóu Islendingar þyrftu ekki að kvíða því um ófyrirsjáanlega framtíð. að ekki yrði nægur markaður fyrir útflutningsvöru okkar þar. ' Viðskiptamálaráðherra og frú héldu síðan til Póllands í heim- sókn, er viðræðunum í Mosku lauk, en Pólland og ísland eiga mikil viðskipti. Ferðuðust þau víða um og ráðherra ræddi ó- formlega við ýmsa aðila. Hann kvaðst áður hafa heyrt um pólska gestrisni, en eftir dvöl sína í landinu væri hann sann- færöur um, að hún ætti vart sinn líka. íþróttir — 5SS-S; 2. síöu. að fjölmenna á þetta íslandsmeist- aramót í frjálsum íþróttum og horfa á keppendur há með sér skemmtilega keppni en það getur ^■'in orðið í mörgum greinum. Tekið verður við þátttökutil- kynningum til fcl. 17 á föstudag og skal þeim skilað til Karls Hólm í síma 38100. WF3P

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.