Vísir - 19.07.1968, Síða 1

Vísir - 19.07.1968, Síða 1
Fyrsta kuml, sem < m í Árbær er sífellt meira að líkjast bárujárnshúsi. mannaeyjum — Fornmabur með rafmagn og vatnsveitu Svona er Árbær algjör ómynd — sogð/ Lárus Sigurbjörnsson um breytingarnar á bænum Við Skansinn í Vestmanna- éyjum komu upp mannabein, bégar verið var að grafa fyrir ••"t.nsleiðslu. Gísli Gestsson safn ^örður á Þjóðminjasafninu héit begar í stað til Eyja til að at- '•>nga bennan fund. Upp úr jörðinni hafa komið Hauskúpa og lærleggur og upp- '••andleggsbein, er ekki fráleitt •*ð ætla, að bein þessi séu sfðan úr heiðni, bar sem einnig hafa Homið upp spjótsoddur og hnff- nr. Gísli Gestsson tjáði blaðinu, að erfitt hefði verið að sjá nokkuð um aldur grafarinnar, vegna þess að jarðrask hefur verið þarna áður, vegna lagningar rafmagnskapals. Fundurinn er fremur fátæklegur, en merkilegur vegna þess að þetta er fyrsta kuml, sem finnst í Vest- mannaeyjum. Maðurinn hefur ver- 'ð grafinn þarna kistulaust, og hef- ur að líkindum legið á bakinu og =núið andlitinu í vesturtt. Nú er unnið aö því að hreinsa upp beinaleifarnar, sem síðan verða fengnar Jóni Steffensen til rannsóknar. Járnaleifarnar verða einnig hreinsaðar upp og rannsakaðar nánar. Gísli Gestsson safnvörður sagði, að erfitt væri að gera sér grein fyrir, hvort líklegt væri að finna fleiri fornleifar í námunda við þennan stað. enda hafa töluverðar' framkvæmdir verið þarna i ná- grenninu. En hann taldi aftur á móti, að það hefði ekki haft neinar sérstakar afleiðingar, að búið var að hrófla við beinunum, þegar sér- fróðir menn komu á staðinn. „Svona er bærinn ómynd, al- gjör ómynd“, sagði Lárus Sig urbjörnsson í viðtali við Vísi í morgun um Árbæ. Breyting sú hefur verið gerð á, að bú- ið er að setja á bæinn nýtt bárujárnsþak, og hefur það vakið athygli vegfarenda. „Þetta bárujárn, sem verið er að setja núna er nýtt báru- járn og við höfum ekki áhuga á því“, sagði Lárus. „Báru- járnið frá 1882, elzta báru- járnið er allt öðruvísi, hnaus- þykkt og ef varðveita ætti bæinn eftir upprunalegri mynd frá þeim tíma ætti gamla bárujárnið að vera á honum“. Lárus skýrði ennfremur frá því að allt frá 12. öld fram til 1880 a.m.k. hafi veriö torfþak á Árbæ og telur hann það hrein- ustu ómynd að veriö sé aö end- urreisa bæinn frá fátæklegasta tímabili hans, eða þegar Margrét Pétursdöttir var orðin ekkja og efnalítil. Sagðist Lárus eiga eftir að koma með mótmæli þar sem þessi endurbygging væri þvert ofan í þá áætlun er hann, sem minjavörður hafi haft um bæ- inn. Finnist sér að fyllsta sam- ræmi ætti að vera milli torfbæj- anna, sem geymdir séu uppi í Árbæ og þeir aðskildir frá bæj- arhúsunum með bárujárnsþök- um. Torfbæirnir væru einnig meira aðdráttarafl fyrir ferða- mann, meiri segull, en þessi ný- lunda, sem tekið væri upp á nú. Stofínni bifreið ekið á þrjú hás og ijósastaur — Meintur ókumadur fannst ólvaður og slasaður i Aðalstræti Mjög harður árekstur varð um kl. 4 í nótt, er bifreið var ekið á Herkastalann á mótum Aðalstrætis og Suðurgötu. Öll bönd berast að því, að ökumað- ur bifreiðarinnar, sem var stol- in, hafi verið drukkinn, en rann- sókn málsins stóð enn yfir og því ekki unnt að fullyrða um það á þessu stigi þess. Er lög- reglan kom á vettvang stuttu síðar fann hún ölvaðan og slas- aðan mann rétt hjá bifreiðinni og hafði honum tekizt að kom- ast dálítið frá. Sá kveðst hafa verið farþegi. Hann liggur nú með svöðusár og heilahristing á Landspítalanum. Leigubifreiðar- stjóri, sem var f akstri þama, kvaðst aftur á móti aðeins hafa séð einn mann koma út úr bif- reiðinni. Bifreiðinni var fyrst ekið á tröpp- urnar við verzlun Silla og Valda í Aðalstræti, síðan á kjallarahandrið hússins nr. 12 við Aðalstræti, þá á ljósastaur á gatnamótum Suður- götu og Aðalstrætis og síðan lenti bifreiðin á Herkastalanum við inngöngudyr. 10. síða ísland komið í A-riðil á stúdentamótinu Menntamálaráðherrarnir í morgun: Frá vinstri: Gylfi Þ. Gíslason, Helge Larsen (Danm.) Kjell Bondevik (Noregi), Sven Moberg (Svíþjóð) og Heikki Hosia ráðuneytisstjóri og fyrr- verandi menntamálaráðherra Finnlands. íslendingar komust í A-riðil á stúdentamótinu f Ybs í Aust- Dómur Eystrí-landsréttar í haust sagði danski menntamálaráðherrann i upphafi menntamálaráðherrafundar Norðurlanda „Mér þykir Ieitt, að geta ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu“, sagði danski menntamálaráðherrann í við- tali ,við VÍSI f morgun, við upphaf fundar norrænu menntamálaráðherranna, þeg ar hann var spurður um það hvenær vón myndi vera á handritunum heim. „Eystri landsréttur mun taka málið fyrir í ágúst eða september og lýkur því væntanlega, síð- an fer málið til hæstaréttar“. Þá sagði danski menntamála- ráðherrann að úrskurður rétt anna myndi ekki hafa nein á- hrif á þá ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar, að afhenda íslendingum handritin. Niðurstöðu Eystri landsréttar mun verða beðið með eftirvænt- ingu þar sem hann dæmir um það hvort Árnasafn á að fá bætur frá dönsku ríkisstjórninni. Þá spuröi Vísir sænska menntamálaráðherrann Sven Moberg, að því hvað hann myndi vilja segja um þingkosn- ingarnar, sem fram fara í Svl- þjóð í haust. „Ég er mjög bjartsýnn og sömuleiðis er allur jafnaðar- mannaflokkurinn mjög bjart- sýnn á úrslitin." Á fundinum voru einnig staddir frá hinum Norðurlönd- unum þeir Kjell Bondevik, menntamúlaráðherra Noregs og >- 10. síða. urríki, en kepnni er nú lokið í und anúrslitum. Fengu Islendingarnir þar 11 vinninga af 16, töpuðu i í fyrstu umferð fyrir Englendingum, I li/2 á móti 2Vi. en unnu síöan íra i 3 á móti 1 og Dani 3 — 1 og síðan i Svía i fjórðu umferðinni 3*4—l/2. ; í fréttabréfi frá Birni Theódórs- i syni, sem er einn varamannanna í ! stúdentaskáksveitinni, segir að allt í hafi gengið að óskum til þessa. ' Skákmennirnir búa í húsi, sem nota á fyrir elliheimili og er nýbyggt. j Ybs er um 5000 manna bær, eh að I auki eru þar um 200 geðveikissjúkl ‘ ingar á gríðastóru hæli. Teflt er ; í nýju húsi og mjög vistlegu, Stadt halle. ! íslendingar mæta sterkustu skák þjóðum heims í A-riðlinum, þar á meðal væntanlega Rússum og Englendingum, en tvær sveitir úr hverjum riðli undanúrslitanna, sem eru fimm talsins, lenda í A-riðli og keppa þar því tíu sveitir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.