Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 2
V1 S IR . Föstudagur 19. júlí 1968. ísland — Noregur 0-4 {0-3) Norska liðið hafði yfírhurði íslenzka liðið skorti alllt, sem skapuð gat sigur þess lok skorar Ellert Schram sjálfs- mark. Hafði Ola Dybwad Olsen leikið inn í gegnum vörnina h.- í leiðinlegum leik — Barúttuluusir og úhugaluusir léku ís-ISSte'fiífSSÍ'SS _ _ I fór umsvifalaust í markhornið, ó- lenzku leikmennirmr fyrir framan 8000 áhorfendur í 90mín. i verjandi fyrir markvörðinn, enda | átti hann allra sízt von á knettin- Landsleikurínn við Norðmenn er eins og köld vatns- um ur Þessan att gusa framan í íslenzka áhorfendur eftir frammistöðu íslenzka unglingaiandsliðsins á dögunum. Látum vera þð að landsliðsmennirnir hefðu ekki lært leikni eða leikkerfi íslenzka unglingalandsliðsins, en að þeir hafi ekki með leik þeirra komizt að raun um, að til að ná árangri þarf að berjast frá fyrstu mínútu til hinnar siðustu, er ófyrirgefanlegt. Grátleg staðreynd var, að aðeins tveir íslenzkir leikmenn virtust vita, til hvers þeir voru á vellinum. Lauk þannig leiknum með verð- skulduðum norskum sigri, 4—0, sem vel hefði getað verið stærri, en þó hefðu íslendingar átt að skora 1—2 mörk eftir taekifserun- um. Varla er hægt að tala un: neinn sérstakan í íslenzka liðinu, utan þeirra Elmars, Ellerts og Þor- bergs, sem fyrr eru nefndir. Liðiö einkenndist svo af baráttuleysi og áhugaleysi, að jaðraði við eins og liðsmennirnir teldu þetta vonlaust frá byrjun. Áhorfendur, sem gert höfðu sér góðar vonir, voru sár- gramir, en það verður að segjast að þeirra hlutverk, sem sé að hvetja íslendingana, var ekki stærra en hlutverk piltanna inni á veilinum. lO.'sIða Er hér átt við þá Ellert Schram og Elmar Geirsson, sem ásamt Þorbergi í markinu voru þeir einu, sem sýndu hvað f þeim býr. Það hefur margsýnt sig, að f landsleik þýðir ekkert dúkkuspil. Þar er það hraðinn og baráttan sem skapar spilið, og er forsénda sigurs. Annars er varla unnt aö lýsa vonbrigðum ailra viðstaddra með orðum, aðeins þeir sem sáu, geta borið vitni um þau. Norðmenn skoruðu fljótlega, og var þar að verkf Olav NiLsen, sem skaut föstu skoti utan vftateigs, eftir að hafa leikið upp að vítateig. Þetta mark sýndi veikleika ís- lenzku vamarspilaranna, einkum f fyrri hðlfleik. Þeir hopuðu inn und- ir vítateig, og Norðmenn léku sér rétt utan við teiginn, óvaldaðir og óáreittir. Rétt áður en markið var skorað, meiddist Þórólfur Beck iila, og hafði það að sjálfsögðu sitt að segja fyrir íslendingana, en í stað! Þórólfs kom Magnús Jónatansson inn á. Þrem mínútum siðar bjargaði Þorsteinn Friðþjófsson á línu, en þá notfærði norskur leikmaður sér, að Þo.bergut! var ekki í markinu og skaut Norðmaðurinn háum bolta að markinu. Á 18. mínútu bjargaði Þorbergur vei, er Odd Iversen, sériega skap- LEIKUR ÁRSINS í KVÖLD Knattspyrnuleikur ársins verð- ur leikinn í kvöld á Valsvellin- um. Leiða þá saman hesta sína lið verkfræðinga hjá Reykjavik- ij urborg og verkfræðinemalið, i sem starfar hjá borginni. Leik- ’ urinn hefst kl. 19 og er mikill ' spenningur og undirbúningur k hjá báðum liðum. i Dómari f leiknum verður Sig- * rún Ingólfsdóttir, er nýlega lauk dómaraprófi fyrst ísl. kvenna. Heyrzt hefur, að f marki verkfræðinga verði „láns- . maður“ og þá enginn annar en i Hermann Hermannsson, hinn \ frækni markvörður Vals frá i fyrri árum. Margt manna fýsir ’ efalaust að sjá þennan leik. — \ stór og grófur leikmaður, komst inn fyrir vömina. Á 24. mínútu eyðileggur Reynir Jónsson fyrir sér ágætt tækifæri, með því að leggja knöttinn viljandi fyrir sig með hendinni, en hann hafði fengiö ágæta sendingu inn fyrir og virtist eiga auðveit með að koma sér í skotstöðu án hjálpar handarinnar. Tveimur mínútum síðar bjargar Þorbergur enn fallega, er skallaö var úr hornspyrnu. íslendingar eiga nú sókn og sókn, en engin hætta skapaðist samt við norska markið. Á 30. mfnútu skora Norðmenn annað mark sitt. Skoraði það Har- ald Berg, sem fékk sendingu frá Ola Dybwad Olsen. Tók Berg knöttinn á lofti og skoraði við- stööulaust. Aðeins fimm mfnútum síöar skora Norömenn enn, og var það mark greinilega skorað úr rang- stöðu, og án þess að línuvörðurinn, Baldur Þórðarson, hreyfði legg né iið til að veifa, þó að hann stæöi 5—6 metra frá manninum, sem var f rangstööu. Má segja, að þetta mark hafi elginiega gert út um leikinn, því að við markið virtist sem íslendingar misstu alveg þann iitla móð, sem þeir höfðu. 4—5 mínútum fyrir leikhlé eiga íslendingar beztu færi sfn f hálf- ieiknum. 1 fyrra skiptið fékk Ey- leifur góða sendingu frá Magnúsi Jónatanssyni, og skaut fram hjá markverði, sem kom út á móti, en markvörður náði að ýta knett- inum út fyrir markstöngina. Úr hornspymunni átti Reynir síðan glæsilegt skot, en aftur varði mark- vörður í horn. í byrjun síðari hálfleiks virtist sem íslendingar ætluðu eitthvað að láta kveða að sér. Strax í byrjun hans áttu þeir tækifæri, fyrst Reynir, eftir góða sendingu utan af v-kanti frá Eyleifi, en mark- vSrður bjargaði- Á 18. mfnútu sannaði Eyleifur að allt virðist mögulegt ísl. sókn- armönnum i dauðafærum, en þá skaut hann beint í markmann, sem var á hlaupum. Var Eyleifur svo sem 5 metra frá markinu. með markvörðinn einan til varnar. Á sömu' mfnútunni átti Reynir einn- ig gott færi. en ekkert varð úr, frekar en áður. Á 30. mínútu leika þeir saman Hermann og Eyleifur. og endar það með skoti Hermanns. en fram hjá markinu. Það sem eftir vat leiks- ins, sóttu Norðmenn meira, og að- eins tveimur mfnútum fyrir leiks- Frá landsleiknum í gær. Norskur varnarmaður og markvörðurinn eru til varnar, en Magnús Jóna- tansson horfir á. fþróttavakning á Akureyri námskeið fyrir unga og gamla hófst f>ar / gær A íþróttasvæðinu á Akureyri hófst f gærkvöld íþróttanám- skeiö fyrir íþróttafólk Akureyr- ar og alla Akureyringa, unga sem gamla. Hefur leikvöllum og tækjum verið komið upp á svæðinu til iökunar alls konar íþrótta og þrekrauna og eiga allir bæjarbúar sem viija að geta stundað þar íþróttir eftir eigin vali sér til skemmtunar og hressingar. Stiórnandi og ieiðbeinandi er dr. Ingimar Jónsson sem er nýkominn til Akureyrar og starfar þar um tveggja mánaða skeið á vegum iþróttabandaiagsins Æskulýðs- ráðsins og Vinnuskóla Akur- eyrar. ' Forráðamenn íþróttamáia á Ákureyri stefna nú að þvi á- samt • dr Ingimar Jónssyni að skapa almenna íþróttavakn- ingu í sumaríþróttum á Akur- eyri í sumar og aö gera íþrótta- svæði bæjarins aö miðstöð úti- vistar og íþróttaiðkana bæjar- búa. 1 þeim tilgangi hefur veriö sköpuð aðstaða á íþróttasvæð- inu til iðkunar fjölmargra íþrótta og þrekrauna og er öll- um heimilt að notfæra sér þessa aðstöðu og stunda blak, frjálsíþröttir, knattleiki, borö- tennis og lyftingar að eigin vali. Markmiðið er að bæjarbúar fjölmenni á íþróttasvæðið og iðki íþróttir sér til heilsubótar og "ijóti útivistar og samveru. I sama tilgangi stendur til aö efna til knattspyrnukeppni miili fyrirtækja bæjarins og hefst Hún væntanlega um miðjan næsta mánuð. Keppt verður um fagran farandbikar sem hefur verið í umferð f nokkur ár. Auk þess mun dr. Ingimar Jónsson taka að sér að þjálfa íþróttamenn á Akureyri og munu m. a. skíða- og skauta- menn bæjarins hefja nú þegar þjálfun undir hans handleiöslu, en þar fyrir utan hefst nám- skeið í frjálsíþróttum fyrir drengi og stúlkur í dag kl. 5 á íþróttasvæðinu. Loks mun íþróttabandaiag Akureyrar efna til fræðslu- námskeiðs í íþróttaþjálfun og félagsmálum iþróttahreyfingar- innar í bænum fyrir íþrótta- kennara og leiðbeinendur sem starfa að verkefnum bandalags- ins n. k. vetur. Þar mun t.d. dr. Ingimar Jónsson flytja fyrir- lestra um þrekþjálfun fþrótta- manna og Hermann Sigtryggs- son íþróttafulltrúi Akureyrar kynna starfsemi og hlutverk stofnana íþróttahreyfingarinnar. Námskeiðið fer væntanlega fram um mánaðamótin ágúst — sept.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.