Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 3
■ -• MYNDSJ Höfnersbryggjur, aö stofni til síðan um aldamót. Þær eru nú aðeins notaðar af smábátaeigendum. Skúrbyggingarnar Herbert Guðmundsson, ritstjóri Islendings, Fá Akureyringar 100 millj byggja hafnarmannvirki? omr Akureyringar 100 milljónir til að byggja sín nauðsynlegu hafnar- mannvirki I stað lítt nothæfrar hafnar? Reykvíkingar hafa þegar fengið sínar 100 milljónir og 10 betur til að byggja höfn til viðbótar við allgóða höfn, og þeir hyggjast ekki láta þar stað- ar numið. Á ekki Akureyri rétt á næsta leik, vegna sín og ann- arra byggða, sem nú sæta afar- kostum í sambandi við allan inn- flutning til sinna þarfa að ekki sé minnzt á útflutning vaxandi iönaðarbæjar? um Akureyrarbæ. Því veröur að byggja nýja höfn á nýjum staö. Það vill svo ttl, að frumathug- anir á þessu máli standa nú yfir. Hallast menn nær einróma aö því, að ný höfn verði byggð suður af Oddeyrartanganum. Þar eru aðstæður þannig, að mik ill malarkambur gengur suöur af tanganum, um 30 metra, og síðan í vinkil vestur og inn Pollinn. Á kambinum er um 5 metra dýpi, en utan hans snar- dýpkar og er þar frá 10 og allt upp í 15 metra dýpi. Á þessum kambi má því byggja fyrsta áfanga nýrrar hafnar á Akureyri, Oddeyrarhafnar, fyr- ir tiltöilulega lítið fé. Og þvf má slá föstu, aö það veröi gert, þegar ljóst er einnig, að nægi- legt rými er fyrir góða aðstööu á Oddeyrinni. Þarna er talað um hafnargerð fyrir 50—70 milljónir. Og all- miklu þarf að verja til viöbótar til að reisa vöruskemmur, þ. á m. tollvörugeymslu, og annað tilheyrandi. Þá er spurningin: Hvenær fá V"' WJNS+JJ v.?" ' •JÍSk- ■:<.•■■ VlSIR . Föstudagur 19. júlí 1968. Jpyrsti áfangi Sundahafnar í Reykjavík var afhentur á dögunum. Hann kostar 110 millj ónir. Þetta er flutningahöfn með rúmri aðstöðu. Þarna á að halda áfram að byggja upp höfn. Fram tíðaráætlanir hljóða upp á fram kvæmdir fyrir fleiri hundruð miljónir. Reykjavfkurhöfn, sem fyrir er er enn allgóð höfn. Þar hef- ur þó óðum þrengzt um, enda fara um '80% af innflutningi landsmanna um Reykjavík og innflutningurinn fer vaxandi. Því þótti nauðsynlegt að byggja nýja höfn. Og það er gert af framsýru pg myndarskap. En þrátt fyrir þá staðreynd, að 90% af innflutningnum fer um Reykjavík, þá er óþarfi að slá því föstu, að þannig skuli það vera um ókomna framtíð. ísland er víðáttumikið markaðs- svæði. Það kemur því allt eins til greina, að innflutningurinn dreifist á fleiri hafnir. Og eins og nú er háttað fyrirkomulagi á innflutningi sjóleiðina, er landsmönnum mjög mismunað. Uppskipunarkostnaður og flutningskostnaður frá Reykja- vfk bætist við vöruverð í öðrum landshlutum, og þar við bætist, að þar verður fólkið að bíða oft lengi eftir vörunum, sem Reyk- vfkingar og nágrannar þeirra fá samstundis. Og það eru fleiri atriði, sem hniga í sömu átt. Þessu verður ekki breytt, nema aðstaða verði sköpuð til að færa innflutninginn að einhverju marki til þeirra landshluta, sem eru lengst frá Reykjavík. Og því er skemmst frá að segja, að hér er um að ræða eitt af stóru mál unum, sem snerta nauðsynlega aukinn jöfnuð f lífsaðstöðu fólks ins í landinu. Nú er það í rauninni svo, aö í stórum dráttum skiptist landið 1 tvö markaðssvæði. Annað er Reykjavík og næsta nágrenni Suðurland, Vesturland og Vest firðir að miklu leyti. Hitt er Ak ureyri og Eyjafjarðarsvæðið Norðurland, Austurland og Vest- firðir að nokkru. Þvf er þaö, að eitt höfuð- skilyrðið i væntanlegri eflingu Akureyrar, sem áss í myndun þéttbýliskjarna í strjálbýlinu, aem nú er, verður bygging nýrr- ar flutningahafnar með tilheyr- andi aöstöðu. Og það er meira að segja eitt af þeim atriðum, sem byrja verður á. Núverandi flutningahöfn, Torfunefsbryggja, er lítil og að- staða við hana er nær engin, enda eru nú aðeins fáir metrar frá henni að þjóðveginum f gegn ‘VSTS' í '■ Torfunefsbryggja, núverandi flutningahöfn Akureyrar, lítil og bæinn svo að segja á hafnarbakkanum. ' ■............................................................................. ■ með nær enga aðstöðu, enda liggur þjóðvegurinn í gegnum Frumathuganir á nýju hafnarstæði fara nú fram. Hallast flestallir að því, að nýja flutningahöfn eigi að byggja suður af Oddeyrartanganum, sem hér sést skaga út I Pollinn. Þar er undirstaða tiivalin og nægilegt rými á Oddeyrinni. Þá er einnig hugað fyrir nýrri fiskihöfn, milli togarabryggjanna á miðri myndinni og garðsins við Slippstöðina hf. til hægri. Á þessu svæði og við það er nú rekin mestöll sú útgerð, fiskverkun og vinnsla, sem Akureyringar stunda, og veru- legt landrými er enn fyrir hendi. (Ljósm.: -herb.) i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.