Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 5
5 VÍSIR . Föstudagur 19. júlí 1968. „Biirt við höldum44 og bezta steikin — Sælkerinn Maurice C. Dreicer gefur upp- skrift af beztu steikinni i heiminum Bezta steikin þarf aö fara undir stækkunarglerið og silfur- smjörhnífinn hans Dreicers. „Bandarískar konur eru vit- lausar I matreiöslubækur en latar í eldhúsinu". Þetta segir Maurice C. Dreicer sá heiðurs- maður, sem gert hefur það ,aö ævistarfi sínu að leita uppi beztu steikina í heiminum. Orða leikurinn í setningunni, sem höfð er eftir þessum herra- manni kemst því miður ekki til skila í þýðingunni, en von- andi látum við það ekki á okk- ur sannast eins og bandarísku konurnar, sem herrann vitnar í, að eiga 60 matreiðslubækur en vilja ekki vera lengur I eldhús- inu en 15 mínútur. Dreicer, sem er staddur hér núna ásamt einkaritara sínum ungfrú Kimmioh (honum hefur haldizt á henni í níu ár og vitn- ar það ekki sízt um ágæti hans) ætí»r m. a. að gæða sér á lamba kjötinu og laxinum íslenzka auk ýmissa sérrétta. Þessi sælkeri hefur eytt hvorki meira né minna en 22 árum í leit sinni að beztu steik- inni. Hefur hann ferðazt um nær alla heimskringluna og haft frá mörgu að segja frá ferðalögun- um. AÖallega hefur áhugi hans beinzt að matsölustöðum, og þeim ekki aö verrataginu, íþeim löndum, ,sem hann hefur komið í. Reynslu sinni af þeim og mat yfirleitt skýrir hann frá í bókinni „The Dinner’s Comp- anion“ með undirfyrirsögninni „A Guide to the Fine Art of Dining Out“ eða leiðarvfsi um það hvernig og hvenær eigi að boröa úti. Bókin er gefin út af Crown útgáfunni í New York. Þar er eflaust margar perlur að finna og þar sem kímnigáfa Dreicers er í bezta lagi má gera þar ráð fyrir skemmtilegri og um leið fræðandi lesningu. Bezta matinn telur Dreicer, að hægt sé að fá í Frakklandi en eins og kunnugt er, hafa> Frakkar um aldaraðir staö- ið mjög framarlega í matar- kúnstinni. Þótt Dreicer hafi oft snætt afbragðsrétti hefur hon- um samt ekki tekizt að finna beztu steikina enn sem komið er, enda eru kröfur hans miklar. Hefur hann ýmis tæki hieðferðis í pússi síhu til þess að rann- saka meö ágæti steikanna og eru þar á meðal stækkunargler, silfursmjörhnífur og sjónauki, sem hann notar sem myndavél. En hér höfum við uppskrift- ina að beztu steikinni og er auö- vitað átt við nautasteik. BEZTA STEIK HEIMSINS! Kjötið á að vera af fjögurra ára gömlum bolakálfi og fyrsta flokks. Það á að hanga f 4—6 vikur áður en það er notað í réttinn. Hæfilegt er eitt kfló kjöts á mann í steikina. Áður en lengra er haldið bregð ur herra Dreicer stækkunargleri sínu yfir kjötiö og ef litlir hvít- ir blettir sjást í kjötinu vitnar það um ágæti þess, að gripurinn hafi verið alinn á korni en ekki grasi einu saman. Þá er komið að eldamennsk- unni og vandast þá málið. Raf- magnseldun er bannorð í sam- bandi við matreiðslu þessa rétt- ar. Eingöngu má steikja réttinn yfir viðarglóð, og er viðurinn hickory beztur til þeirra hluta. Steikja á kjötið f 15 sekúndur hverja hlið við 80 gráða hita. Eftir það á steikin að vera svört utan, ljósrauð innan og miðjan dökkrauð. Réttinn á aö bera fram á eikardiskum. Þá er komið að þvi aö prófa hvort silfursmjörhnífurinn geng ur mjúklega í gegn, ef svo er er kjötiö nógu meyrt, en til þess hefur enn ekki komiö, að allar þessar kröfur hafi verið upp- fylltar. Ef þið skylduð ekki treysta ykkur til að fara alveg eftir þess ari uppskrift en leggið leið ykkar tii New York í framtíðinni þá er til veitingastaður á 129, Sec- ond Avenue, sem Dreicer full- vissaði okkur um að byði upp á mjög góðar steikur, þótt ekki væru þær fullkomnar. Annað áhugamál þessa herra- manns eru sterkir drykkir. Til gamans birtum við eina upp- skrift hans, sem tekin er úr fyrr nefndri bók um mat o. fl. Það er hristingur, sem nefnist „Burt við höldum" — og hvert getiö þið ímyndað ykkur eftir að hafa iesið uppskriftina: y3 gin, l/3 ákavíti og V3 vodka. Þes má geta að drykkurinn er tileinkaður Jackie Gleason, sem er kunnur bandarískur gaman- leikari. KRÍSUVÍK Drekkið kaffi í Krísuvík. heitar pylsur o. fl. Öl, gosdryKkír, Gróðrarstöðin Krísuvík. Afrit -10 kr. stk Tökum afrit af skjölum og bréfum, einnig úr bókum og tímaritum. Ný vél. SIGR. ZOEGA & CO. Austurstræti 10. Nokkrar íbúðir af ýmsum stærðum til sölu. Aðallega í gamla bænum. Einnig glæsilegur einkabíll Ford Fairlane árgerð 1959. Uppl. í matartímum í síma 83177. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja fokhelt einbýlis- hús í Breiðholti. Nánari upplýsingar í síma 2 45 22 eftir kl. 5 virka daga. BSÉMl SS^» 304 35 Tökum að okkur hvers konar múrbro' og sprengivtnnu l húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og vfbr& sleöa Vélaleiga Steindórs Sighvats ionai Álfabrekku við Suöurlands braut, sfmi 10435 FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐANÐI láiálálalalálHláBlalalsIslHlalalalilalalH B1 B1 B1 B1 Bl B1 B1 B1 ELDHCS - DcacaBtoM Bllalalalalalalalalalalalalala % KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI % STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆK! fYLGJA % HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR UMBOÐS- OG HFILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SlMI 21718 og 42137 FULLKOM1Ð SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.