Vísir - 22.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 22.07.1968, Blaðsíða 9
9 V í SIR . Mánudagur 22. júlí 1968. ;■ Fyrsti áfangi íbúðabygginganna, sem byggðar eru á veg- um Frámkvæmdanefndar byggingaáætlunar fyrir láglauna- fólk, er nú á lokastigi. Þegar hefur verið fiutt inn í allmargar íbúðir og daglega klárast um tvær íbúðir af þeim 312, sem upphaflega var gert ráð fyrir í fyrsta áfanga. ■ Miklar vonir hafa verið bundnar við þessar framkvæmdi?, bæði hvað snertir lausn' á húsnæðisskorti og lækkun bygg- ingarkostnaðar. Framkvæmdirnar hafe einnig sætt mikilli gagnrýni, svo sem vera ber, þar sem verið er að meðhöndla almannafé. Sú gagnrýni hefur til þessa mest vérið byggð á lítt rökstuddum grun, en þeim mun lengra sem verkinu miðar hljóta Iínurnar að skýrast nokkuð. Og ennþá binda menn miklar vonir við að þeásar framkvæmdir leysi nokkur vanda- mál, þó að þær verði að sjálfsögðu engin allsherjar forskrift byggingariönaðarins í framtíðinni. ■ Hér er um algera nýjung að ræða í byggingarframkvæmd- um hér á landi, þar sem svo margar íbúðir eru byggðar í ein- um áfanga og þau mistök, sem kunna að hafa orðið í byrj- uninni, ætti að skapa aukna reynslu við framhaldið. — Vísir ræðir í dag við tvo starfsmenn byggingaáætlunarinnar, þá Bjöm Ólafsson og Ólaf Sigurðsson, um þennan fyrsta áfanga framkvæmdanna. — TTvaða sjónarmið voru helzt höfð í huga, er húsagerðir voru valdar í bygg- ingar Framkvæmdanefndarinn- ar? — Þegar svæðið var fengið okkur í hendur var þaö full- skipulagt að öllu. ytra formi. Skipulag Reykjavíkurborgar á- kvað algjörlega útlínur hús- anna, og í hvaða form húsin ættu að falla. Við hefðum til dæmis fremur kosiö að hafa húsin 4ra hæða, m.a. vegna þess, að það er hæst, sem byggja má án lyftu. En við urðum að reisa 3ja hæða hús, sem er dýrara pr. íbúð en 4ra hæða hús, sem þykja hent- ugustu stæröir slíkra fjölbýlis- húsa. Þá gera vinklarnir á hús- unum allar framkvæmdir viö uppsteypu mun viðameiri og dýrari, en ef þau væru bein lína húsin. — Hver voru helztu sjónar- miðin, sem höfð voru í huga, er íbúðirnar voru skipulagðar? — Hér er að mestu veriö aö byggja fyrir láglaunafólk, sem að mestu leyti er barnmargt, og var algjört skilyrði að hafa stór svefnherbergi, þannig að a. m. k. tvö rúm kæmust inn í hvert þeirra. Svefnherbergin eru því stærri en gengur og ger- ist í íbúöum af þessum stærö- um, og var stærð þeirra nokkuö á kostnaö stofunnar. Til þess aftur á móti aö láta stofuna virka sem stærsta, var ákveðið að hafa ekki vegg milli eldhúss og stofu, og í sama augnamiöi var hár og mjór gluggi settur í horn hverrar stofu, og veitir hann birtu á vegginn og gefur stofunni meiri dýpt. Baöher- bergið var haft nægilega stórt til aö hafa þar aðstöðu fyrir þvott, ef óskað væri. Þá var og gert ráð fyrir, að þeir ibúar, sem þess óskuðu, geti sett vegg í huröarhæð, sem aðskilur þvottaplássið frá baöherberginu að nokkru leyti. — TTvert er hlutverk - Breið- holts h.f. í framkvæmd- unum þarna efra? — Breiðholt er fyrst og fremst aðalverktaki, og ber sam slíkt ábyrgö á öllum fram- kvæmdum minni verktaka gagn- vart Framkvæmdanefnd bygg- ingaáætlunar. Þar að auki sér Breiðholt h.f. um alla jarðvinnu, alla steypuframkvæmdir, sem gerðar eru á staðnum og upp- setningu steinsteyptra eininga, sem verksmiðjuframleiddar eru. Breiöholt smíðaöi og þakiö, ann- aðist múrverk og' sandspörzlun inniveggja. Sem aöalverktaki samræma þeir verk minni verkataka og bera fjárhaglega sem tæknilega ábyrgð á framkvæmd þeirra. Greiðslur til Breiöholts eru á- kveðnar sem ákveöinn hundr-t aöshluti á beinan kostnað fram- kvæmdanna, sem þó er föst á- kveöin upphæð, sem samið er um fyrirfram. — Hafa þeir ca. 14% í stjórnunárkostnað og er þar með talið verkstjórn og eftirlit meö framkvæmdum minni verktaka og efniseftirlit. Með því að fela þetta verkefni öðrum aðila, teljum við, aö hert sé á eftirlit með framkvæmd- um minni verktaka, svo og spar- ar þetta okkur starfslið. Um Fyrsti áfangi Breiðholtsframkvæmd- anna hefur veitt dýrmæta reynslu — spjallað við Björn Ólafsson, verkfræðing og Olaf Sigurðsson, arkitekt, starfsmenn Fram- kvæmdanefndar byggingaáætlunar hver mánaðamót er gerð heild- amiöurstaða á hverju verki um sig, athuguð staða þess, hve stóran hluta er eftir að fram- kvæma af verkinu, svo og hve stóran hundraðshluta efnis er búið að taka út- á verkið. Siðan eru tölur bornar saman og nið- urstöður athugaðar og ræddar. Hv Tver er kostnaöur viö undirbúningsvinnu og vinnu við að fullgera teikningar? ■ — Teiknikostnaöur og annar hliðstæður undirbúningskostn- aður við framkvæmdirnar, þar með talinn skrifstofukostnaöur og svo kynningarferöir og nám skeið erlendis, var áætlaður 12 milljónir króna. Þessi kostn- aður verður hins vegar í reynd 9—10 milljónir króna. — Hvaöa ástæöur eru fyrir þessum lága undirbúningskostn- aði? — Sjálfsagt er ein ástæöan sú, að mikil áhérzla var lögð á að hefja verkiö fljótt og það var mikiö hert á okkur. — Áætlunin er miöuð viö erlendar framkvæmdir af slíku tagi, þar sem þessi vinna er meira borg- uð. Þess ber einnig að gæta að mikið af þessari undirbún- ingsvinnu, teikningum og öðru, er unnið af mönnum, sem starfa hjá stofn.uninni á tímakaupi. Við álítum gott að slík vinna sé unnin undir vissri ,,pressu“, þó að hún megi ekki vera of mikil. — TTafið þið tekið upp reynslu nágrannaþjóðanna við slíkar byggingar, sem ekki hefur verið staöreynd hér áöur? — Við höfðum hér ágætan danskan ráðunaut, sem ráðlagði m. a. að smíöa alla útveggi húsanna úr léttu efni, timbri. Þetta stóðst ekki íslenzka stað- hætti, þó að reynsla væri góö af slíku í Danmörku. Við sner- um okkur þess vegna til Nor- egs, þar sem veöur og aörar að- stæður eru líkari okkar. Við höfum ekki tekið upp neitt ó- breytt frá þessum þjóöum held- ur reynt aö nota okkur af reynslu þeirra, þaö sem viö héldum að hér mundi standast, en erlendar fyrirmyndir hafa ekki verið'teknar hráar upp. Þaö er hins vegar mikill ó- kostur að þurfa að byggja svo mörg hús, án þess að stað- reyna ýmsa hluti áður, vega og meta þá við íslenzkar að- stæður. En þó þurfti að hafa þessar framkvæmdir af vissri stærð, til þess að viss atriði kæmu fram, sparnaöur, ný vinnu brögð, svo sem stálmótin og notkun krananna stóru. — Nú hefur verið látið að því liggja að einstakir liðir bygginganna í þessum fyrsta á- fanga heföu oröið mun hag- stæðari í reyndinni, en áður hef- ur tíðkazt hér á 1 andi. — Hvernig verður útkoman, ef framkvaémd bygginganna er rakin liö fyrir lið? — Uppsteypa húsanna er sennilega hagstæðasti liður bygginganna, tiltölulega, þegar á heildina er litið og svo ein- stakir þættir í innréttingu. Ef viö byrjum á byrjuninni má segja aö vinna viö grunn, gröftur og annað slíkt hafi naumast veriö ódýrara en geng- ur og gerist miðað við aðstæð- ur. En lóöirnar voru mjög erf- iöar og þurfti að grafa djúpt niður í mýri. — Uppsteypa kjallara varð dýrari en upp- steypan á hæöunum, vegna þess að stálmótin komu þar ekki að eins miklum notum. Hæðirnar eru sennilega ódýrari uppsteypt- ar en kjallarinn og sökklar und- ir húsunum. \ öllum húsunum er asbest- þak og er það heldur ódýr- ara en járnþak, en sá hagnaöur svarar þó varla meiru en máln- ingunni á járnþökin. Það dýrasta í útveggjunum eru timbureiningarnar, sem eru að okkar áliti of dýrar, eða nánast tvöfalt dýrari en stein- einingarnar. Það sem dýrast er við þessar einingar eru þétt- ingarnar, sem eru að vísu ekki meiri en við bjuggustum við en öllu dýrari þó, en við héldum. — Þessar timbureiningar voru þó nauðsyn í þessum áfanga, til þess að hægt yrði aö koma stálmótunum við. Hér á landi hefur ekki verið aðstaöa til þess aö framleiða nægjanlega stórar steineiningar í slík hús. með ísteyptum gluggum. Hins vegar vonumst við til að slíkt verði möguleiki við næsta áfanga, þar '■em þeim fvrirtækjum. sem framleiða steineiningar til bygg- inga, hefur nú aukizt reynslá og geta. — Nú hefur verið kvartað undan leka meö þessum tréþil- um í útveggjunum? — Við vorum alltaf hræddir við leka í samskeytum milli steins og timbureininganna, en sá ótti hefur reynzt ástæðulaus. — Hins vegar hefur komiö fram leki sums staðar undir gluggum, þar sem viö áttum sízt von á. Með tilliti til þessa verða gluggar steyptir í steineiningar í næsta áfanga, annaö hvort strax eða á staðnum. Tjá er komiö aö innivinnunni: Frágangur undir málningu varð mjög ódýr. í fyrsta hús- inu voru reyndar ýmsar aðferð- ir við málningarvinnuna og fengu nokkur fyrirtæki sinn hvern hluta hússins til þess að reyna sínar aðferðir. Otkoman úr þessu varð sú aö veggirnir voru sandspaslaðir beint á múr inn og síðan málað yfir tvisvar. Þaö hefur ekki tekizt I þessum fyrsta áfanga að fá veggina það góða undan stevpumótunum að hægt væri að setja á þá vegg- fóður án nokkurrar verulegrar undirbúningsvinnu, en slíkt hefði verið. mun ódýrara. Hins vegar er aldrei að vita, hver smekkur fólks er í þessum efn- um. Veggfóður er mjög að ryöja sér til rúms aftur, enda er þaö orðið miklu handhægara í með- förum og vandaðra efni en áður var. Sandspaslið hefur reynzt miklu ódýrara en venjuleg und- irbúningsvinna undir málningu, fínpúsning og spartl. Áferðin er hins vegar aldrei sú sama og dálítiö grófari en ffnpúsningia, en sandspasliö ætti að vera sterkara. Með réttum aðferðum við steypuna, réttri „víberingu" 10. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.