Vísir - 22.07.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 22.07.1968, Blaðsíða 10
ÍO VI81R . Manuaagur 22. jun iuus. • James Earl Ray, sem sakaður er um moröið á dr. Martin Luther King, hefur nú verið fram- seldur til Bandaríkjanna. Hann var íluttur með leynd úr Wandsworth fangelsi og settur í fiugvél, sem flutti hann til Memphis þar sem áann verður leiddur fyrir rétt. — Bandrískir leynilögreglumenn gættu hans á leiðinni. 9 Hæstiréttur Tékkóslóvakíu hef- ur fellt úr gildi 15 ára fang- elsísdóm yfir Rudolf Barak fyrrver- andi innanríkisráöherra og úrskurð- aö, að mál hans skuli tekið fyrir á ný. 9 Verkfall póstmanna i Kanada hófst á fimmtudag og hafa allir póstflutningar stöðvazt. fram mótmæli vegna bandarískrar flotaheimsóknar. Nokkrir tugir stúd enta voru handteknir. • Fulltrúadeild Bandarfkjaþings hefur lækkað efnahagsaðstoð- ina við aðrar þjóðir um 370 millj- ónir dollara, og er nú lægri í frum- varpinu en nokkurn tíma fyrr, en öldungadeildin á eftir að fjalla um frumvarpið á ný. — Áður hafðí deildin sarriþykkt 72 þúsund millj- arða dollara til landvarnanna á þessu fjárhagsári og er það 6 af hundraði minna en stjórnin upphaf- lega lagði til. • Ojukwu ofursti hefur lagt til, að Port Harcourt, nú á valdi sambandshers, verði afvopnuð og fari fram flutningur á nauðsynjum um hana til bágstaddra í Biafra. Hann endurtók, að Biafra myndi ekki þiggja aðstoð frá brezku stjórn inni, nema hún hætti að senda sambandsstjórninni í Lagos her- gögn. • Ian Smiith. forsætisráðherra Rhodesíu, segist hafa vikið Harper fyrrum innanríkisráðherra frá af öryggisástæðum, en fór ekki nánar út í þetta. — Harper, sem hefur neitað að koma fyrir þing- nefnd, sagði í fyrradag, að frávikn- ingin hefði verið vandlega undir- búin, og væri þetta eitt af þvf, sem Smith væri að gera til þess að losa sig viö stjórnmálaandstæðinga. ® Nokkrir unglingar, 17 ára norsk ur piltur og fjórir danskir, voru handteknir í Málmey 1 fyrradag, fyrir eiturlyfjasölu. • Til óeirða kom í Istanbul tvo daga í þessari viku. Stúdentar báru • Fjárlagafrumvarpið á þingi Rhodesíu hefur verið lagt fram. Skattar eru ekki hækkaðir. í fjár- lagaræðunni var sagt, að tóbaks- birgðir hefðu aukizt, en að öðru leyti hefði verið sigrazt á mestu erf- iðleikunum vegna refsiaðgerðanna. Eiginmaður minn og faðir okkar ÞORLÁKUR EINARSSON andaðist á sjúkradeild Hrafnistu 21 þ. m. Þórunn Franzdóttir Páll Þorláksson Halldór Þorláksson Þórhallur Þorláksson. 2ja-4ra herbergja 'ibúb 2ja til 4ra herbergja íbúð óskast á leigu fyrir fámenna fjölskyldu frá 1. september næst- komandi. Upplýsingar gefur Jón Hjartarson, s. 1 16 65. YOGA Erindi í Tjamarbæ þriðjud. 23. júlí kl. 20.30. Séra Þór Þóroddsson, fræðar:, flytur erindi um hið tíbezka yogakerfi og heimspeki. — Sagt frá Spádómi tíbezku meistaranna. Skýrt frá kennslufyrirkomulagi næstu daga fyrir byrjendur. — Sími 35057. Lagtækur maður óskast í aukavinnu við byggingu í 2—3 vikur. Sími 3250Ö og 32749 á kvöldin. Hörð átök eftir fund á Trafalgartorgi • Talið er, aö 10.000 manns hafi í gær mótmælt Víetnamstyrjöldinni á Trafalgartorgs-fundinum. Fyrir framan bandariska sendiráðið við Grosvenor-torg héldu 1000 lög- Sprenging í Saigon Sprenging varð i gærkvöldi í kvik- myndahúsi i Saigon og biðu að minnsta kosti 5 manns bana, en um 30 særðust. Felmtur greip fólkið, sem æddi út. Húsfyllir var. Sprengjunni var komið fyrir í kaffistofu við hliðina á kvikmyndahúsinu. í frétt frá Saigon segir, að Víetcong sé um kennt, og hafi þeir ekki um margra mánaða skeið fyrr en nú valið úr til hermdarverka stað sem þennan, þar sem eingöngu var borgaralegt fólk fyrir. Skaftcihæstu — > 1 ,|'V Þá eru gerðar athugasemdir um eignarskatta og lífeyrisgreiðslur fyr irtækja. Listi þessi er í framhaldi af lista yfir hæstu skattgreiöendur af ein- staklingum, sem nýlega var birtur í samanburði sést að einstaklingar bera tiltölulega mjög háa skatta, miðað við fyrirtækin. — Listinn er á blaðsíðu 3 ásamt athugasemdum og umsögnum nokkurra helztu ráða manna skatthæstu fyrirtækjanna í þættinum „Vísir spyr“. Söltun — reglumenn vörð og mynduðu keðju- raðir. Til alvarlegra óeirða kom í gær í London, eftir að fundurinn hafði verið haldinn á Trafalgartorgi, en menn héldu þaðan í áttina til sendi- ráðs Bandaríkjanna. Lögreglan hindraði menn í að fara þangað og hófu þá nokkrir tugir manna grjót- kast á hana, brutu rúöur í bílum og gerðu tilraun tii íkveikju. Margar rúður voru brotnar í Hilton-gisti- húsinu. Margir menn meiddukt, þeirra meðal Iögregluþjónar, og nærri 50 voru handteknir. Island með 4Vz úr fveim umferðum íslenzka stúdentaskáksveitin, sem teflir nú í A-flokki á alþjóða skákmóti stúdenta í Ybs í Austur ríki hef: staðið sig mjög vel, það sem af er, vann Júgóslavíu í fyrstu •umferðinni með 2*4 gegn 1*4, en Júgóslavar eiga mikið úrval skák- manna og eru jafnan taldir með alira sterkustu skákþjóðum heims. í annarri umferð gerðu íslending- arnir iafntefli við A-Þýzkaland 2-2. Skólholtshátíð — m—> i6. siðu Reykvíkingar. Veður var fremur drungalegt framan af en birti til sfðdegis. Kirkjugestir fylltu kirkj- una við messu, sem biskupinn, hr. Sigurbjörn Einarsson. flutti ásamt þeim séra Guðmundi Óla Ólafssyni og séra Valdimar Eylands, dr. theoi. Eftir messu var samkoma í kirkjunni. Tók þátt í henni fjöldi manns. m—> > síðu langt komin á miöin og eru þar um borð birgðir af tunnum og salti, fyrir flotann, en skipið mun jafn- framt taka við saltaðri síld af veiðiskipunum. Vísir frétti í morgun af þremur skipum, sem búið er að salta í slatta. Um borð í Reykjaborgu var búið að salta 250 lestir og Hafdís frá Breiödalsvík var komin með 70 j tunnur saltsíldar. Einnig haföi eitt-1 hvaö verið saltað um borð í Ósk-1 ari Magnússyni frá Akranesi. — j Elisabeth Hentzer er auk þess kom ! in með drjúgan saltsíldarfarm og r er nú á leið með hann til Raufar- hafnar. Síldveiðiskipin eru dreifð um stórt svæði og gengur fremur erfiðlega að ná síldinni, sem stend- ur djúpt og er auk þe§s ljónstygg. Svæðið þar austur frá er átulaust og er mikil hreyfing á síldinni, en 1 þó engin ákveðin hreyfing suöur ! eða vestur á bóginn, að því er síld arleitin taldi í morgun. Hins vegar | vonast menn til þess að hún fari að lóna upp undir landið, þegar kemur fram í ágúst. Nokkur sVcip eru að veiðum í - Norðursjó og hafa fengiö reytings afla sem ísaður er í kassa og síðan seldur í Þýzkalandi á góöu verði. Eru þaö Jón Kjartansson, Jón Garðar, Hólmanes, Guðrún Þor- kelsdóttir og Elliði. Fjórtán skip tilkynntu afla ril síldarleitarinnar í nótt og í gær: Guörún Guðlaugsdðttir 167 lestir, Dagfari 154, Bjartur 247, Bjarni II 87, ísleifur 195, Kristján Valgeir 89, Ársæll Sigurðsson 53, Sveinn Svein- björnsson 77, Birtingur 238, Þor- steinn 11, Gjafar 120, Baldur 90, Öm 130, Guðrún 58 lestir. — Alls 1417 lestir. Breiðholt 9. síöu. ætti að vera hægt aö spara mik- ið fé við frágang útveggja og í þeim efnum hefur fengizt mikil reynsla við þessar framkvæmd- ir. Veggir seinni húsanna koma miklu sléttari undan mótunum en í fyrstu húsunum, sem steypt voru. Vatns- skólp- og hitalagnir eru efalaust ódýrari I þessum húsum en gerist og gengur, eink um vegna þess að þær eru sam- einaöar mikið ti! á einn stað og eru því færri göt í gólfi. Raf- magnslögnin er hins vegar miklu óhagstæðari en búizt var við. Þessi liður hækkaði við gengislækkunina. Auk þess var farið að leggja leiðslurnar undir oarketgólfið og gerði það tré- smíðavinnuna mun dýrari. T>arketgðlfiö var boöið út sér- staklega og kom lægsta til- boðið bæði í efni og vinnu frá Danmörku. eða 400 kr á fer- metra. — Við fengum ekki aö ráða danska iðnaðarmenn til verksins og varð trésmlðavinn- an dýrari fyrir það. — Hins veg ar var efnistilboði Dananna tek- iö. — f reyndinni kostar park- etið um 600 kr. á fermetra. Við munum að fenginni reynslu ekki nota það í seinni áfangann, sem eftir er, þar sem við teljum það of dýrt. Innréttingar voru einnig boðn ar út og kom það revndar á ó- vart að ekki skyldu berast fleiri tilboð í þessi stóru verkefni. hver sem ástæðan er. Einkum BORGIN BELLA Það skiptir mig engu máli, þótt ég hafi fengið bakkann hans Hjálmars, ef hann hefði ekki feng ið Jyttu bakka i staðinn. $t ’ Bókasatn Sálarrannsóknarfé- lags Islands og afgreiðsla tímarits ins MORGUNN. Garðastræti 8. sími 18130, er opin á miðvikudög um kl. 5.ú0 til 7 e. h. Skrifstofa félagsins er onir á san a tíma Landsbókasain isiands „irns núsinu við Hverfisgötu Lestrar salur er opinn alla virka dagf ki 9- 19 nema .augardaga kl. 9—12 Utlánssalur kl 13—15. nema laug ardaea kl 10- \ riLKYNNINGAR Bústaðakirkja. Munið sjálfboðaliðavinnuna hvert fimmtudagskvöid kl. 8. Bústaða kirkja. kemur það á óvart að ýmis hinna stærri verkstæða I Reykja vík skyldu ekki sinna þessu verki. — Hins vegar fengum við mjög hagstæð tilboð í inn réttingar, einkum eldhúsinnrétf ingar, sem Kristinn Ragnarsson átti, ennfremur var tifboð tré- smiðjunnar Akurs á Akranesi 1 fataskápa mjög hagstætt. Tré- smiðja Hveragerðis átti lægsta tilboðið í innihurðir og KÁ Sel fossi í útihurðir. I heild sögðu þeir Björn og Ói afur að þeir álitu þennan fyrsta áfanga hafa tekizt eftir vonum þó að hann yrði nokkru dýran en upphaflega var reiknað með Og með þessum fr.amkvæmdum hefði safnazt mikil reynsla sem kæmi að góðum notum við smíði húsanna, sem eftir eru — Sögðu þeir að sjálfsögðu að margar kvartanir hafa borizt Ýmsir smágallar hefðu komiö 1 Ijós, en þó ekki meiri en geng- ur og gerist við bvggingar al- mennt og væru þeir lagaöir jafn óðum. — tbúarnir fara og skoða íbúðirnar áður en þeir skrifa undir afsal og bera þá strax fram sínar kvartanir. En eftir að fólk hefur skrifað undir af- sal er kvörtunum ekki sinnt, rema um leynda galla sé að ræða, eða skemmdir .sem orðið hefðu af umgangi starfsmanna við framkvæmdirnar. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.