Vísir - 23.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 23.07.1968, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Þriðjudagur 23. júlí 1968. Mikil þátttaka og spennandi keppni á meistaramótinu — Þorsteinn 7.54.4 / 800 m. — Guðmundur 17.70 m. i kúluvarpi, tveir fyrstu 6.90 i lang- stökki — ágæt framkvæmd mótsins ■ Mikil þátttaka og jöfn keppni varð í mörgum grein- um á meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum, sem hófst á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Árangur var og sæmilegur í mörgum greinum, og eitt íslandsmet var í hættu, því að Hafdís Helgadóttir, UMSE, fór vel yfir 1,50 m en var óstyrk í tilraunum sínum við nýjla inetið, 1,53 m. Þorsteinn Þorsteinsson, KR, náði prýð- isárangri í 800 m hlaupinu, og 1. og 2. maður stukku báðir 6,90 m í langstökki. Framkvæmd mótsins var meö miklum ágætum, og tímatafla þess stóðst að verulegu leyti. Keppni var lokið kl. 22,25, en hófst kl. 20.00. Var mótiö mjög líflegt í alla staði, og alltaf eitthvað á vellinum til að fylgjast meö. Vonandi verður það jafnskemmtilegt í kvöld, en þá er annar dagur þessa meistaramóts, sem líklega er með fjölmennari mótum, sem hér hafa veriö haldin. Annars urðu úrslit í gærkvöldi í einstökum greinum sem hér segir: 400 m. grindahlaup: Halldór Guðbjömsson KR, 57,1 s. Trausti Sveinbjömsson, UMSK, 58,4 sek. Sigurður Lárusson, Á, 60,0 sek. Hástökk: 1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 1,94 m. 2. Erlendur Valdimarsson, ÍR, 1,84 m. 3. Elías Sveinsson, ÍR, 1,80 m. Spjótkast: 1. Valbjörn Þorláksson, KR, 60,32 m 2. Kjartan Guðjónsson, ÍR, 55,84 m. 3. Björgvin Hólm, ÍR, 54,22 m. Kúluvarp kvenna: 1. Emelía Baldursdóttir, UMSE, 10,48 m. 2. Guörún Óskarsd., HSK, 9,67 m. 3. Ólöf Halldórsd., HSK, 9,55 m. Langstökk: 1. Þorvaldur Benediktsson, IBV, 6,90 m. 2. Valbjöm Þorláksson, KR, 6,90 m. 3. Gestur Þorsteinsson, UMSS, 6,68 m. 100 m hlaup kvcnna: 1. Kristín Jónsd., UMSK 13,1 sek. 2. Þuríður Jónsd., HSK, 13,6 sek. 3. Sigríður Þorsteinsd., HSK, 13,6 s. 200 m hlaup: 1. Valbjörn Þorlákss., KR, 22,9 sek. 2. Reynir Hjartars., ÍBA, 23,9 sek. 3. Trausti Sveinbjörnss., UMSK, 23,9 sek. Kúluvarp: 1. Guðm. Hermannss., KR, 17,70 m. 2. Jón Pétursson, HSH, 15,79 m. 3. Erlendur Valdimarss., ÍR, 15,76 Hástökk kvenna: 1. Hafdís Helgad., UMSE, 1,50 m. 2. Ingunn Vilhjálms., ÍR, 1,45 m. 3. Unnur Stefánsd., HSK, 1,40 m. 5000 m hlaup: 1. Jón H. Sigurðsson, HSK, 16.04,1 mín. 2. Gunnar Snorras., UMSK, 16.37,3 mín. 3. Jón Guðlaugss., HSK, 18,46,6 mín. 800 n hlaup: 1. Þorsteinn Þorsteinss., KR„ 1.54,4 mín. 2. Ólafur Þorsteinss.,KR, 2.00,1 mín. ((sveinamet). 3. Þórður Guömundss., UMSK, 2.03.1 mín. 4X100 m boðhlaup: 1. Sveit KR 45,2 sek. 2. Sveit ÍR, 46,7 sek. 3. Sveit Á, 47,6 sek. 3 met í sama hlaupinu Á alþjóðlegu frjálsiþróttamóti í Leningrad í gær voru sett 5Þeir koma örugglega með alla þá sterkustu <Z6 — segir portúgalskur iþróttafréttaritari, sem hér var um helgina að safna efni um Island og islenzka knattspyrnu — Þeir vilja ekki falla i jbó gildru á ný, að tapa fyrir tiltölu- lega veiku liði □ „Ég tel alveg öruggt, að Benfica sendi hing- að sitt sterkasta lið. Þeir fóru flatt á því fyrir um fjórum árum, að senda ekki sterkasta lið sitt ávallt til leiks, og voru þá óvænt slegnir út úr Evrópu- keppninni eftir að hafa unnið heimaleikinn. Tefldu á það tæpasta, sem þeir gera ekki aftur.“ Þetta voru orð blaðamannsins portúgalska, Mendónca Ferr- eira, sem hér var um helgina að safna efni um ís,- land, íslenzka knattspymu og Val, sérstaklega. Portúgals. Hinn leikmaðurinn er Praia, frá liðinu Leixoes, sem, var í miðri 1. deild í fyrra. — Þekkir þú Eusébio, per- sönui _a? Hvort ég geri. Hann býr rétt utan við Lisabon, nokkrar hús- lengdir frá mér. Hann er skemmtilegur persónuleiki, hæg- ur og virkar sem hlédrægur. Mér finnst hann bezti spilari Evrópu f dag. Hann er í sama flokki og þeir Kopka, Bobby Charlton, Pelé og fleiri garpar, en Eusébio er alltaf Eusébio, sérstakur. Ég gleymi því aldrei, er ég sá hann leika með Ben- fica í vor móti liðinu Juventus frá Ítalíu. Þá skoraði hann eina mark leiksins úr aukaspyrnu ef 40 m færi. Hann hefur svo sterka fætur, að hann getur skotið úr nærri því hvaða stöðu á vellinum sem er, ef hann er bara framan viðmiðju.Hann var með eymsli í vöðva í v.-fæti, en var skorinn í vor, og verður upp á sitt bezta í haust. Hann lék næstum því á öðrum fæti gegn Manchester United á Wembley í vor, en samt átti hann hörkuskot í slá í byrjun leiksins. — Er Eusébio þá lykillinn að velgengni Benfica liðsins? Nei, ekki alveg. Coluna er aðalskipuleggjari liðsins og um hann snýst spilið og uppbygg- ing sóknar og varnar. Torres og Simoes eru verðmætir í framlínunni fyrir Eusébio, Torres með skallann, og Simoes alltaf jafn hættulegur. — Hve margir áhorfendur heldur þú að komi að sjá Val leika gegn Benfica í Lissabon í haust? Aldrei færri en 40 þús. Stuðn- ingsmenn Benfica eru a.m.k. 50 þús. og stundum koma 70—75 þús. að sjá leiki liðsins. nokkur met og árangur var mjög góður f mörgum greinum. Skemmtilegust var keppnln í 10,000 m hlaupinu en þar setti Jiirgen Haase, A.-Þýzkalandi nýtt Evrópumet, annar f hlaup- inu var Keino, frá Kenya, á nýju Afríkumeti, og þriðji var Rússinn Sviridov á nýju rússn- esku meti. Tímar garpanna voru: Haase 28.04,4 mín., Keino hljóp á 28.06,4 mín., og Rússinn á 28.09,0 mín. Rússinn Kundinski hljóp í 3000 m hindrunarhlaupinu á skemmri tíma en gildandi heims met Roelants frá Belgíu er. Hljóp Rússinn á tímanum 8,26,0 mín., 4/10 úr sek. betri tíma en heimsmetið. Eins og menn muna hljóp Finninn Kuha á tímanum 8.24,4 mín. nýlega, en vafasamt er, að sá tími verði viðurkenndur sem heimsmet. Sigurvegarar í öðrum greinum í gær urðu: Spjótkast: Lusis, Sovétr. 88.22 m. Stangarstökk: Blitnessov, Sovétr., 5,00 m. Þrístökk: Sanajev, Sovétr. 16,84 m. Kúluvarp: Guskijin, Sovétr. 19,00 m. — Hvenær hefja Benfica menn æfingar, að loknu sumar- leyfi? Þeir byrja 1.—2. ágúst. Síðan fer liðið til S.-Ameríku í keppn- isferðalag, leikur síðan í Napoli 12. september og kemur beint úr þeim leik hingaö til Islands og Ieikur hér 18. september. — Og þú heldur, að þeir komi með sterkasta lið sitt hingað? Ekki nokkur vafi. Ég get sagt þér eitt dæmi, og það vilja Benfica-menn ekki láta endur- taka sig. Það var fyrir fjórum árum, að mig minnir. Benfica lenti móti Borussa Dortmund, sem þá var ekki talið sterkt lið. Fyrri leikinn á heimavelli unnu Benficamenn nokkuð létt, 2 — 0. Forráöamenn félagsins töldu ekki þörf á því að senda sterk- asta liðiö til að leika útileikinn. En hvað gerist? Þjóðverjarnir vinna hann 5—0, og Benfica þar með úr keppninni, sem er ekki aðeins spursmál um, hver er beztur, heldur og peninga- spursmál. — Hvernig heldur þú að liðið leiki hér? Þei. mæta með sterkustu menn hér, og leika 4—2—4. Venjulegasta uppstilling liðsins er þannig: Markvörður: José Henriques varamarkv. Portúgals i síðustu heimsmeistarakeppni). Varnarmenn: Adolfo (2), Raui (3), Jacinto (4), Cruz (5). Miðjuleikmenn: Graca (6), Coluna (fyrirl. — 10). Framlínumenn: Augusto (7), Eusébio (8), Torres (9), Simoes (11). Þá má geta þess, að Benfica var að kaupa mjög góða leik- menn, tvo, fyrir stuttu. Annar þeirra er Toni frá liðinu Aca- demica, sem talið er leika beztu knattspyrnuna í Portúgal, en varð nr. 5 í 1. deild. Toni var þá bezti maður liðsins og mér finnst hann einn bezti leikmaður Ferreira ræðir við Óla B. Jónsson, þjálfara Vals-liðsins, við íþróttahús Vals að Hlíðarenda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.