Vísir - 24.07.1968, Page 1

Vísir - 24.07.1968, Page 1
handtöku diplomata í framhaldi af frétt Visis í gær um handtöku fransks sendiráös- starfsmanns vegna gruns um ölvun viö akstur, sneri Vísir sér l morgun til utanrikisráðuneytisins og spurö- ist fyrir um rétt sendiráðsmanna er- lendra umfram rétt almennra borg- •'ra f slfkum tilfellum. Bjami Guðmundsson, blaðafull- trúi utanrikisráðuneytisins sagði, að þeir nytu svokallaðrar almennr- ar friðhelgi, sem væri frábrugðin friðhelgi venjulegra borgara að þvf leyti, að handtaka væri þvf aðeins heimil. að viðkomandi væri stað- inn að verki. Ef um grun væri að ræða, þyrfti leyfi yfirmanns við- komandi sendiráðs til handtökunn- ar. Hér væri um að ræða svipaða friðhelgi og alþingismenn nytu. Róttækar 9 breytingar á t Fiskmati ríkisins ; Um þessar mundir eru í undir búningi róttækar breytingar á Jfiskimati rfkisins og eru þær ► ráðstafanir geröar í beinu fram- -haldi af spamaðaráætlun rikis- * 5tiórnarinnar. Er meöal annars f athugun að sameina fiskmat- ið og freðfiskmatið. J Er hér um ýmsar hagræðing- arráðstafanir að ræða, sem spara munu mannafla og kostn- að við fiskmatið. Sauðféð, sem sett var í gæzluvarðhald í Árbæjarhverfi í fyrrakvöld var fluti niður í Blesugróf í ^gær, þar sem lesið var úr mörkum. Eigendur sauðfjárins verða látnir koma þvi fyrir. Sláturhúsin bíða haust borgarfjár- ms 1 Borgaryfirv'óld gera gangskör oð jbv/ að útrýma sauðfé úr borgarlandinu — Veita ibúum Arbæjarhverfis úrlausn Borgaryfirvöldin hyggjast nú gripa til fullnægjandi ráðstafana á komandi hausti til þess að út- rýma sauðfjárhaldi í Reykjavík, nema á þeim þrem bæjum í borgarlandinu, þar sem það hef- ur verið leyft. Þegar fénaður kemur af fjalli f haust bfða hans engin hús nema slátur- húsin og Fjárborg verður rifin. Var álitsgerð borgaryfirvald- anna Iögð fram á borgarráðs- fundi f gær, sem svar við end- urteknuhi Tcvörtunum fbúa Ár- bæjarhverfis um ágang sauðfjár f garðlönd þeirra, eins og fram hefur komið f fréttum yísis. Var sagt frá því, m.a., að kostn- aður við eftirlit sauðfjár og girðing ar til að varna því aðgangi að garð löndum hafi numið rúmri y2 millj- ðn króna árlega undanfarin ár, og er talið að kostnaðurinn muni verða enn meiri á þessu ári. I álitsgerðinni voru raktar þær ráðstafanir borgaryfirvalda tl að hamla ágangi sauðfjár á borgar- landinu. Þann 10. sept 1963 var samþykkt í borgarráði, að sauðfjár haldi í borginni skyldi hætt. Þessi ákvörðun var ítrekuð árið 1966 og miðast þá bannið við sauðfjárhald inu við 1. okt 1967. Þessar ákvarð- anir hafa sauðfjáreigendur að meira eða minna leyti virt að vettugi jafn framt því sem banninu hefur ekki veriö fylgt nægjanlega eftir, af við komandi yfirvöldum. í sumar var bannið enn ítrekað. Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg haft einn til þrjá menn á launum til að hafa eftirlit meö og koma i veg fvrir ágang sauðfjár í borgar- landinu. Var eftirlitið framkvæmt undir stjórn lögreglunnar. Sl. sum- »->■ 10. síða Kringlumýrarbrautin opnuð í haust — Önnur akbrautin fullgerð frá Borgartúni að Sléttuvegi Ákveðið hefur nú verið, að mal- úka aðra akbraut Kringlumýrar- 'rautar frá Sléttuvegi í Fossvogi >g norður að Borgartúni í haust, rð því er gatnamálastjóri, Ingi C. Wagnússon sagði Vísi í morgun. 5agði Ingi, að Kringlumýrarbrautin etti i framtiðinni að vera með tvi- skiptri akbraut, hvorri um sig 7 metra breiðrl. Upphaflega var ákveðið að mal- bika í haust aðeins þann hluta Kringlumýrarbrautar, sem liggur milli Hamrahlíðar og Sléttuvegar og þá fullgera báðar akbrautirnar á þeim kafla, en frá því var horfið, eins og fyrr greinir, og því ákveðið að fullgera aðra akbrautina í haust og fá því alla samgönguleiðina ak- færa í haust. Mikið verk og vandasamt er að flytja hitaveitustokkinn niður fyrir og undir götuna á kaflanum milli Hamrahlíðar og Sléttuvegar. Sagði Ingi, að það verk væri nú hafið og búið að sprengja fyrir hitaveitu- stokknum undir götuna, og hafið undirbúningsstarf að sjálfum flutn- ingnum. Kardimommubær og Stanleyville flytja að ári Hestaeigendur halda fund með borgar- verkfræðingi / kvöld Bækistöðvar hestamanna viö Elliðaárnar, Stanleyville og Kardi- mommubær, voru mjög í fréttum á flóöatímanum í vetur. Nú hefur hestaeigendum þar verið gert aö færa hesthús sín til upp á hæð eina skammt frá. Hesthúseigendur á þessum stöðum eru að vonum daufir í dálkinn yfir þessum úr- skurði, en þó finnst þeim bót i máli, að á nýja svæðinu fá þeir leyfi fyrir húsum sinum og þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af Takmörkuð heimild til i FJÖRUG VERZLUN MEÐ SALT OG ! TUNNUR Á MIÐUNUM I NÓTT — Veiðin með bezta méti ■ í nótt fengu nokkur skip góð síldarköst á miðun- um austur við Bjarnarey og var veiðin með allra bezta móti, eða allt upp í 400 tonn á skip. — Flest bíða skipin eftir flutningaskipinu Síld- inni, sem á skammt ófarið ð miðin. Leiguskip Síldarútvegs nefndar, Katharina kom á mið in f nótt og pöntuðu nokkur veiðiskipanna þegar tunnur og salt þar um borS. Skip þetta getur flutt 4500 tunnur af saltsíld til Iands f hverri ferð og mun Sfldarútvegs- nefnd leigja fleiri skip til þess arar þjónustu viö saltendur á miðunum, ef áhugi er fyrir hendi. Elisabeth Hentzer, leiguskip Valtýs Þorsteinssonar kemur ur til Raufarhafnar í fyrramálið með tæpar 4000 tunnur af salt- aðri sild og verður henni um- skipað á Raufarhöfn um borð f Dísarfellið, sem flytur síldina utan. — Verður því lítil vinna við þennan síldarfarm á Raufar- höfn, utan það sem kann aö verða yfirfarið á söltunarstöð- inni Norðursíld. Ekkert aðkomu- fólk er nú á Raufarhöfn, sem er mjög óvenjulegt um þennan tíma en margt fólk gengur at- vinnulaust á staðnum, einkum konurnar. Ákveðið hefur verið að greiða sérstakan styrk til þeirra veiði- skipa, eða móðurskipa, sem flytja saltaða síld af fjarlæg- s um miðum til lands og nemur sá styrkur 130 kr. á tunnu. Sér- stakri nefnd hefur auk þess ver- ið falið að hafa yfirumsjón með i síldarflutningunum. Búizt er við að söltun veröi 10. síða flóðahættu. , Þeir hafa fengið árs frest til að flytja húsin, svo að þeir geta haft hesta sína á sama stað og áður nú í vetur. I kvöld hafa þeir boð að fund, þar sem borgarverkfræð- ingur mun mæta til þess að útskýra þessi mál af hálfu borgarinnar. Vísir átti í morgun tal við einn þeirra manna, sem eiga hesta í Kardmommubæ. Hann sagðist líta svo á, aö þessi krafa um flutning húsanna Væri fyrst og fremst kom in til vegna þess að laxveiðimenn teldu að frá húsunum gæti stafað vatnsmengun, sem gæti orðið hættu leg fyrir veiðar í Elliðaánum. Þessi maður kvaðst ekki vita betur held ur en laxveiði hefði verið gó í ánum í sumar, svo að laxveiði- mennirnir þyrftu varla aö hafa horn í síöu hestamannanna. Aö Öðru leyti var hann mjög ánægður með framkomu borgaryfir valda í þessu máli, og einkum hrósaði hann áætlunum um hiö nýja svæði, sem hestaeigendur fá til umráða.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.