Vísir - 24.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 24.07.1968, Blaðsíða 2
2 V í S I R . Miðvikudagur 24. júlí 1968. VALBJORN HBFUR HLOTIÐ SJO MfíSTARA TITLA Þorsteinn 48.6 sek. i 400 m. — Jón H. Magnússon 52.80 m. i sleggjukasti — spennandi keppni i boðhlaupi kvenna og 100 m. hlaupi karla Valbjörn Þorláksson, KR, hefur nú hlotið 7 meist- arapeninga á meistaramótinu í frjálsíþróttum, sem haldið var áfram á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Eftir tvo daga hefur Valbjörn sigrað í sjö greinum, Ólafur, er og mjög efnilegur hlaup- ari, en hann er aðeins 15 ára gam- ail, og er þegar í fremstu röð. Annars urðu úrslit í einstökum greinum þessi í gær: 110 m grindahlaup: 1. Valbjörn Þorlákss., KR, 15,4 s. 2. Þorvaldur Benediktss., ÍBV, 15,8 sek, 3. Reynir Hjartarson, ÍBA, 16,2 s. Stangarstökk: 1. Valbjörn Þorláksson, KR 3,90 m 2. Páll Eiríksson, KR, 3,90 m 3. Heiðar Júlíusson, ÍR, 3,80 m. 400 m hlaup: 1. Þorsteinn Þorsteinss., KR, 48,6 sek 2. Trausti Sveinbjömss., UMSK 52,2 sek . Jóhann Friðgeirsson, UMSE 53,1 sek. 80 m grindahlaup kvenna: 1. Þuríður Jónsdóttir, HSK, 13,0 s. 2. Bergþóra Jónsd., ÍR, 13,6 sek 3. Unnur Stefánsd., HSK 13,6 s. Kringlukast: 1. Erlendur Valdimarss., ÍR, 49,76 m 2. Þorst. Alfreðss., UMSK, 45,98 m 3. Hallgr. Jónss., HSÞ, 45,58 m. 1500 m hlaup: 1. Halldór Guðbjörnsson. KR 4.11.1 mín, 2. Ólafur Þorsteinsson, KR, 4.16.2 mín (sveinamet), 3. Jón ívarsson, HSK, 4.20,2 mín. 4X100 m boðhlaup kvenna: 1. HSK 54,0 sek 2. UMSK 55,8 sek 3. IR 55,9 sek. 100 m hlaup karla: 1. Valbjörn Þorláksson, KR, 11,3 s. 2. Guðm. Jónsson, HSK, 11,5 sek 3. Þorv. Benediktss., ÍBV, 11,5 sek. 4X400 m boðhlaup karla: 1. KR 3.31,1 mín 2. ÍR 3.47,3 mín 3. Á 3.56,2 mín. verið nr. tvö í tveimur greinum, og hann er líklegur til sigurs í f immtarþrautinni, sem keppt verður í í kvöld, en þá lýkur mótinu. Annars var keppni í gærkvöldi í mörgum greinum mjög skemmtileg, og árangur ágætur í nokkrum greinum. Þorsteinn Þorsteinsson hljóp ágætt 400 m hlaup, miðað við aðstæður, fékk tímann 48,6 sek., og Jón H. Magnússon, ÍR, setti meistaramótsmet i sleggjukasti, kastaði 52,80 metra. 100 m hlaup karla var og mjög skemmtilegt og spennandi. Aðrar greinar ollu aftur á móti nokkrum vonbrigðum, og þá eink- um stangarstökkið, sem vannst á 3,90 m. Þá voru tímar í 1500 m hlaupinu ekki góðir. Utanbæjar- stúlkurnar settu mikinn og skemmtilegan svip á mótið og voru að vonum sigursælar. Skemmtileg- asta keppnin í kvennagreinunum í gærkvöldi var í 4x100 m boð- hlaupinu, þar sem HSK-sveitin vann, en hörkukeppni varð milli iR-sveitarinnar og sveitar UMSK, sem hin síðarnefnda vann. Erlendur Valdimarsson, ÍR, vann kringlukastið, Jón H. Magn- ússon, ÍR, sleggjukastið, Erlendur varð þar annar og gamla kempan Þórður B. Sigurðsson, KR, þriðji, og ógnaði hann öðru sæti Erlendar í síðasta kasti sínu, en þaö nægði ekki. Þorsteinn Þorsteinsson, KR, vann 400 m hlaupiö með miklum yfirburðum, og það sem hann vant- ar til að setja met í 400 og 800 m hlaupunum er keppni, en hana fær hann ekki hér. Bróðir Þorsteins, Viðbragðið í úrslitariðli 100 m hlaups kvenna. Kristín Jónsdóttir sigraði í hlaupinu og er hún á brautinni næst myndavélinni. Sleggjukast: 1. Jón H. Magnússon, ÍR, 52,80 m (meistaramótsmet), 2. Erlendur Valdimarss., IR, 49,92 m 3. Þórður B. Sigurðss., KR, 49,12 m Krínglukast kvenna: 1. Ragnheiður Pálsdóttir, HSK, 31,44 m 2. Ingibjörg Sigurðardóttir, HSK, 31,1 m 3. Dröfn Guðmundsdóttir, UMSK 29,81 m. Þristökk: 1. Karl Stefánss., UMSK, 14,61 m 2. Sig. Sigmundss., UMSE, 13,63 m 3. Guðm. Jónsson, HSK, 13,52 m. Lágkúruleg blaðamennska Stutt... 110 m grindahlaup. Valbjörn (nær) og Þorvaldur berjast á síðustu grindunum. Valbjörn sigraði. j Norðmenn hafa nokkuð óvænta i forustu eftir fyrri dag landskeppn- I innar í frjálsum íþróttum á móti j Kanada, sem hófst í Osló í gær- ; kvöldi. Er staðan 60—45 í karla- ; flokki, en kanadísku stúlkurnar hafa yfir á móti hinum norsku 32—22. Góður árangur náðist í mörgum j greinum: Arne Kvalheim sigraði í 1500 i m hlaupi á 3.39,9 mín. (81/10 úr j meti Arne Hammarsland), Kjell- fred Weum, Noregi, hljóp 110 m grindahlaup á 13,9 sek. í þriðja skipti á keppnistímabilinu, Puce, Kanada, vann kúluvarp með 18,73 m kasti, Harald Lorentzen, Noregi, varð annar, kastaði 17,57 m. Willy Rassmussen, Noregi, kast- aði spjóti 77,74 rr Arné Os. landi hans, kastaði 77,46 m. Berit Berthelsen setti norskt og Norður- urlandamet í langstökki, stökk 6,53 m. Kanadamenn unnu tvöfald- c, sigur í 400 m hlaupi, þar sigraði Domansky á 46,0 sek. í' frásögn Þjóðviljans í gær frá kúluvarpskeppni Meistara- móts tslands er veitzt svo ó- smekklega að Guðmundi Her- mannssyni, kúluvarpara, og hann níddur beirilínis vegna starfs síns hjá lögreglunni í Reykjavík, að menn hljóta aö heimta skýringar. Að blanda þannig saman landsmálapólitík og frásögn af íþróttamóti á ósmekklegan máta er lágkúruleg aöferð til að níða andstæðing sinn. Það vill svo til í þessu tilfelli, að rógburður Þjóðviljafrásagnarinnar hefur við engin rök að styðjast og fellur alfiörlega um sjálfan sig. Það vita þeir sem til þekkja. En frásögnin er ósmekkleg, og höfundi hennar væri sæmst að biðjast afsökunar, það væri það mlnnsta. af. Frægur judo- meisturi kemur Föstudaginn 26. þ. m. kemur hingað til Iands judomeistarinn Sid Hoare 4. dan til þess að kenna hjá Judofélagi Reykjavíkur, og mun hann dvelja hér allt að mán- aðartíma. I ráði er að halda innanfélagsmót á meðan hann dvelur hér og að hann verði þar aðaldómari. Æfingar hafa verið vel sóttar hjá Judofélagi Reykjavíkur í sum-1 ar og á félagið mörgum efnilegum judomönnum á að skiþa. Hafa nokkrir félagsmanna þegar hlotið reynslii í stórmótum erlendis, og er óhætt að segja aö judo sé kom- ið á það stig hér, að tímabært sé að fara að stofna til keppni við erlend judofélög. Er vonandi að að- stæður skapist til þess áður en langt um h'ður. Judofélag Reykjavíkur vill benda : judo-áhugamönnum á að láta skrá sig sem fyrst til æfinga hjá Sid Hoare, það er ekki á hverjum degi I að við eigum kost á aö æfa hjá U um af kunnustu judo-keppnis- ] mönnum í heimi, sem auk þess er reyndur þjálfari, en Sid Hoare hef- ur verið ráöinn aðalþjálfari hins kunna judoklúbbs Budokwai í London. Æfinfiar fara fram í húsi Júpiters og Marz á Kirkjusandi kl. 8 a kvöldin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.