Vísir - 24.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 24.07.1968, Blaðsíða 3
VISIR . Miðvikudagur 24. júlí 1968. Hörmungar Víetnambúans Daglega farast þúsundir sak- lausra borgara í Víetnam vegna striðsins, sem þar geisar. Á með an sitja tvær samninganefndir gegn hvorri annarri í París og hallmæla hvorum aðila um sig og hvíthreinsa sig af þeim voöa- verkum, sem framln eru f ðra- fjarlægö. Stríðið i Víetnam virð- ist næstum orðið vanabundiö. Oft má heyra i fréttum setning- ar eins og þessar: „Bandarískar B-52 sprengjufiugvélar fóru svo og svo margar árásarferðir yfir N-Víetnam í dag,“ eða „Skaéru- liðar Víetcong gerðu í dag árás á þorp skammt sunnan við 17. breiddarbaug. Svo og svo margir þorpsbúa fórust i árás þessari“. Þetta hljómar eins og „fastir liðir eins og venjulega“ eða hvað finnst mönnum? Mótmælagöngur eru famar í tugatali vítt um heiminn til aö mótmæla striöinu í Vietnam, margar eru farnar í áróðurs- skyni, og þær eru færri, sem famar eru vegna raunverulegra friðaróska þeirra, sem þátt taka í þeim. Undanfarið hefur borgara- styrjöldin í Biafra varpað skugga á hörmungarnar í Víet- nam. En þrátt fyrir það láta h.:ndruð saklausra lifið þar. Ekki vegna hungurs, heldur af völdum byssukúlna. Lengi vel leit svo út, sem eina lausn striðsins í Vietnam væri nýr maöur i forsetastól Hvíta húss- ins. En hæpiö er að einhliöa tilsiakanir annars aðllans komi aö nokkru gagni. Báðir hljóta aö verða að slaka á. Oft er talað um „pólitíska lausn“ málsins, en sjaldan eða aldrei um „mannúð- lega Iausn“ þess. Táknar þetta, hvert stefnir i heimsmálunum? Myndimar, sem hér birtast á síðunni eru frá Víetnam. Það þarf ekki að segja, i hvorum hlutanum þetta gerist, eða í hvaða þorpi. Myndimar eru tal- andi tákn um hörmungar lands- búa, og þarfnast ekki oröaskýr- inga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.