Vísir - 24.07.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 24.07.1968, Blaðsíða 16
 *»*» .■^Mtsasam ^llal.lit Brezkir fallhlífamenn sprengja upp Miðvikudagur 24. jú!í 1968. Fryst síld hækkar um 50 aura Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins hefur ákveðið verð á sild til frystingar, veiddri norðan- og austanlands í sumar. Er verðið nú kr. 2.20 á hvert kíló, en var 1.70 í fyrra. Hér er því um 50 aura hækk un að ræða. Verðákvörðunin var gerð með atkvæðum oddamanns, Bjarna Braga Jónssonar, og fulltrúa síldarseljenda í nefndinni, þeirra Ingimars Einarssonar og Jóns Sig- urðssonar, gegn atkvæðum fulltrúa síldarkaupenda þeirra Eyjólfs ís- felds Eyjólfssonar og Valgarðs J. Ólafssonar. brýr á Islandi — Aðeins þó á pappirnum i æfingaskyni 200 fallhlfahermenn við æfingar hér á landi □ Síðan árið 1943 hafa brezkir hermenn ekki komið til íslands í hernaðarlegum erindagerðum — fyrr en í gær. Að vísu komu þeir I svolítið öðrum tilgangi núna heldur en þá; til þess að fá tækifæri til æfinga og þjálfunar í „mána- landslaginu“ hér á landi. , □ Flokkurinn, sem hingað er kominn, er fyrsta sveit brezku fallhlífadeildanna. Þetta er harðsnúið lið, og flestir þeirra hafa lent í raunverulegum vopnaviðskiptum t. d. f Aden, Mið-Austurlöndum eða þá verið í gæzlusveitum Sameinuðu þjóðanna á Kýpur. Foringi hópsins, sem hingað er kominn, er Michael Welch, 39 ára gamall ofursti. Hann sagði biaðamanni Vísis frá því, að mik il ánægja ríkti vfir því að hafa fengið tækifæri til að koma hing að til æfinga, þar sem landslag- ið væri vel til þess fallið að reyna þolrifin í mönnunum. Æfingarnar fara þannig fram, að hundrað menn, sem þegar höfðu verið settir á staði sína eiga að sækja fram til þess að sprengja upp brýr á Hvítá og Þjórsá en aðrir hundraö menn, sem komu í gærkvöldi, fóru í nótt og mynda varðsveitir á leiöinni til að reyna að grípa skemmdarverkamennina. Til þess að fyrirbyggja misskilning ■. "s ■ f' ! :-'m>. ■ ■■ " ■ ■" ,. v ! ,Ak * ■■& ■■ 'i skal það tekiö fram aö brýmar verða ekki sprengdar upp i raun og veru, heldur er látið nægja aö ganga úr skugga um, að mögulegt hefði verið að gera það. Welch ofursti sagði, að þess ar æfingar mundu að iíkindum standa fram á föstudag. Fall- hlífar verða ekki notaðar við æf- ingarnar en fyrirhuguð er sam- keppni milli brezkra og is- lenzkra falihlífarstökksmanna á Sandskeiði næstkomandi sunnu- dag um hádegisbilið, og ennfrem ur munu Bretarnir keppa í knatt spyrnu á mánudag við eitthvert islenzkt knattspyrnulið. Þegar æfingum þessum lýkur >- 10. síða. ',.■.'■ . -- m Welch ofursti (t. h.) bendir á staðinn á herforingjaráðskortinu, þar sem æfingarnar fara fram. Til vinstri á myndinni er liðþjálfi, sem þegar hefur kynnzt íslenzkum aðstæðum, þegar fjallabill hans valt í jökulá fyrr í vikunni. IsL sveitin neðst ásamt Dönum og Júgóslövum — á skákmótinu i Ybs — 1-1 og 2 bið- skákir á móti Rúmeniu íslenzka stúdentaskáksveitin j Bjöms Theódórssonar á fjórða tefldi í gærkvöldi við Rúmena og ! borði fóru í bið. vann Guðmundur sína skák á! Sagði Bragi Kristjánsson, sem Hin góðu aflabrögð í vor og í sumar eru nýlunda hér á landi. Togveiði og nótaveiðibátar hafa mokað upp fiski við NorSur- land og sæmilegur afli hefur verið hér syðra. Mikili fjöldi báta stundar þessar veiðar og hefur aldrei verið eins mikill fjöldi báta á togveiðum og handfæraveiðum hér við land og nú.j fyrsta borði, en hann hefur staðið sig mjög vei á mótinu og ekki tapað skák. Jón Háifdánarson tapaði hins vegar fyrir Moze á 3ja borði og skákir Hauks á öðru borði og átti frí í þessari umferð, í viðtali við Vísi í morgun að skák Hauks væri jafntefiisleg, en Björn ætti verri stöðu og sennilega tapaða skák, Ástandið i hraðfrystiiðnaði að verða alvarlegra segir SH: Stóraukinn afli skapar m.a. vandann £ Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna efndi til auka- fundar í gær vegna aukinna erfiðleika í sölu- og fram- leiðslumálum hraðfrystihús- Björn Halldórsson fram t-.cæmdastjóri SH reifaði erf- iðleika þá, sem hraðfrystihús- in eiga nú við að etja. Taldi hann orsakirnar einkum vera eftirfarandi: • Mikil vandræði, sem skap azt hafa vegna söluerfiðleika á skreið og saltfiski. • Stóraukinn bolfiskafli í vor eftir að vertíö lauk, sem leitt hefur til aukinnar fram- leiðslu, einkum á fiskblokk- um. • Óvissa um viðbótarsölur á fiski til Sovétríkjanna. • Verðlækkun á freðfisk- mörkuðum. • Stórauknar fiskveiðar allra helztu fiskveiðiþjóða. • Auknir ríkisstyrkir tii fiskveiða og fiskverkunar hjá aðalkeppinautum tslendinga. Þessar breytingar til hins verra, að undanteknum vanda- málum skreiðarframleiðslunnar, hafa gerzt síðan fjallað var um starfsgrundvöll frystihúsanna snemma þessa árs. Hjá því verð- ur ekki komizt, að endurskoða starfsgrundvöllinn strax vegna hinna nýju og breyttu viðhorfa. Nú hefur verið framleitt upp í svo til alla samninga. Hefur því m.a. oröið að stööva fram- leiðslu heiifrysts smáfisks en markaðir eru takmarkaðir fyrir þessa afurðategund. Afli togaranna hefur verið góður og hafa frystihúsin orðið að taka á móti karfa til vinnslu, þrátt fyrir mikið tap á frystingu karfafiaka. Miklu meiri fiskafli hefur borizt á land frá vertíðar- lokum, en á sama tíma í fyrra. Stafar það m.a. af því, að fleiri fiskibátar stunda nú þorskveiðar í stað síldveiða. Samkvæmt nýj- ustu upplýsingum eru 60 skip við síldveiðar, samanboriö við hátt á annað hundrað á s.l. ári. Vegna erfiðleika í skreiðar- og saltfisksframleiðslunni hefur einnig stærri hluti aflans farið í frystingu, og hefur því fram leiðslan orðið mun meiri en bú- ast mátti við. Mikið framboð frysts fisks I m-y ío. siða Eru íslendingar nú neðstir í A- riðli ásamt Dönum og Júgóslövum méð 6 y2 vinning og 2 biðskákir. annars er staðan þessi á mótinu: 1. Rússland 15 vinninga. 2. A.-Þjóðverjar 13j4 og biðskák. 3. Tékkar 12^. 4. Búlgarar 10y2. 5. Bandaríkjamenn 8Y2. 6. V.-Þjóðverjar 8 og biðskák. 7. Rúmenar 7y2 og 2 biðskákir. 8. íslendingar 6y2 og 2 biðskákir. 9. —10. Danir og Júgóslavar með 6y2 og biðskák, íslendingar tefla næst við Búlg- aríumenn, síðan við Bandaríkin og loks við Dani i síðustu umferðinni. Teknir á 100 km. hraða á Hverfisgötu • Tveir ungir menn voru teknir á 100 km hraða á Hverfisgötu í gærkvöldi, en þeir voru þar að æfa sig í kappakstri. Bifreiðir þeirra voru umsvifalaust teknar ai þeim og þeir sviptir ökuleyfi til bráðabirgða, en mál beirra verðnr tekið fyrir í Sakadómi Radar lögreglunnar hefur verið í stöðugri notkun að undanförnu og hafa um 1300 verið teknir fyrir ot hraðan akstur síðan á H-dag, 26 maí, en frá áramótum hafa um 2000 verið teknir. Sektirnar eru frá 400—1600 kr., þannig að samanlögð sektarupphæð skiptir nú milljónum króna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.