Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 3
Ví SIR . Fimmtudagur 25. júlí 1968. 3 f- - .IflÉL.BsS í sagöi einn þeirra og axl' Liverpooi-búinn, írinn og féiagar þeirra búa sig til brottfarar. („Þaö er ekki vonlaust aö maður geti nælt sér í hvítabjarnarfeld. aði byssuna glottandi). ,Þaö er eins gott, að við tókum ekkí fallbyssurnar með; Innrásin frá Bretlandi Bakpokinn vegur 90 pund, byssan getur sigið í, og það er löng leið fyrir höndum. „Þetta getur oröið rækalli spennandi,“ sagði hann. „Þekkirðu ekki einhverja góða fjölskyldu, sem væri til með að bjóða mér í mat?“ a'v4 / »í .... Weleh ofursti yfirfer útbúnaðinn hjá einum manna sinna. Spjallað v/ð fallhlífahermenn / jbjónustu hennar hátignar Elizabetar II. „'C’g held, að óbreyttir her- menn fái yfirleitt um ellefu pund í kaup á viku. Þetta er sæmilegt líf. Útborgun á föstu- dögum, og stundum á maður ekki grænan eyri á laugardag.“ Það var brezkur fallhlífaher- maður, sem sagöi þetta, þegar Myndsjáin heimsótti liðsveit hans á Keflavíkurflugvöll, þaö- an sem hermennirnir lögðu upp' til æfinga inni á afréttarlönd- um. Fyrst áttum við tal við yfir- foringja hermannanna, Michael Welch ofursta. Hann var hinn hermannlegasti í fasi og ákaf- lega vingjarnlegur. Það kom líka upp úr kafinu, að hann er ekki með öllu ókunnugur hér á landi, því að bróðir hans, sem er frétta maður hjá fréttastofu Reuters, haföi verið hér á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins, og út- málað fyrir honum ágæti lands og þjóðar. Eftir að hafa spjallað um stund við yfirforingjann brá Myndsjáin sér út fyrir til að hitta hermennina, sem biðu þess að leggja af staö inn á íslenzkar óbyggðir. Þetta voru gamansam- ir náungar og spuröu blaðamann inn, hvort hann væri hættulegur njósnari. Hann gaf lítið út á það, og spuröi, hvort þeir hlökkuðu ekki ákaft til þess að spóka sig inn undir jöklum um nótt- ina. Fremur tóku þeir því fá- lega, en þó var ekki annað á þeim að sjá en allir væru í bezta skapi. Þeir virtust hafa áhuga á að fræðast um land og þjóð, og einn þeirra, sem var að spæna í sig kaldar pylsur upp úr niður- suðudós, spurði, hvort ekki væri von til þess, að hann hitti hér Sumum þeirra ofbauð gáleys- ið í tali félaga sinna, og flýttu sér að fullvissa Myndsjármenn um, að þeim þætti meira gam- an að koma til Islands heldur en þeir vildu vera láta. Og reyndar voru þetta gamansam- ir piltar, svipaðir íslenzkum jafn öldrum sínum á leið í útilegu. fyrir eitthvert gott fólk, sem byði upp á máltíð. Einkum var það snaggaraleg- ur piltur frá Liverpool, sem varð fyrir svörum, og lágvaxinn Iri (með eldrautt hár). Þeir sögð- ust hafa gert víðreist um dag- ana. „Viö höfum komið til allra landa,“ sagði Liverpool-búinn. „Þau skipta orðið þúsundum," bætti Irinn við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.