Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 4
Sir Laurence Olivier. SiV Laurence j bregður á leik\ Hinn heimsfrægi leikari, Sir» Laurence Olivier er nú 61 árs ogj hefur átt við heilsuleysi að stríða* hin síðari ár. í fyrra var gerður* á honum uppskurður vegnaj krabbameins í endaþarmi. 1 febrú- • ar sl. var hann svo skorinn hættu * legum botnlangaskurði, og sam-J tímis fékk hann lungnabólgu.* Þetta bugaði þó ekki lávarðinn.J Hann vinnur nú að gerð annarrar* kvikmyndar sinnar á þessu ári,, sem gerð er eftir skáldsögu Strind J bergs „Dauðadansinn". Allt gekk* að óskum unz komið var að áköfu J dansatriði. Sir Laurence brá á leik* og steig dans sem ungmenni, létt* ur í spori. Skyndilega í miðjumj kliðum, studdi hann sig við stól.» Hann kvað þetta einungis hafaj verið smávægilegan svima, og eft» ir fimmtán mínútur hóf hann, dansinn á ný „Mér hefur aldrei á » ævinni liðið betur,“ sagði hann á» eftir. IHeilsuspillandi lífsvenjur Þjóðfélagið eyðir mörgum millj tónum ár hvert til heilsugæzlu og heilbrigðismála, og ennfrem ur er eytt mörgum milljónum til alls konar öryggismála, eins og t.d. umferðarmála. Allt sem lýtur að auknu ör- yggi og allt sem lýtur að auknu heilbrigði fólks er talið sjálf- sagt, jafnvel hvað sem það kost- ar. En stundum gætir mótsagna. Nú er það t.d. staðreynd, að stöðug notkun tóbaks er stór- hættuleg og endar í mjög mörg um tilfellum með heilsutióni og dauða langt fyrir aldur fram. Meðal annars var gefin út i Bandarikjunum minnisstæð læknaskýrsla um þessi mál, eins og margir munu minnast. Furðu lítið gerðu íslenzkir læknar úr þessu máli, «3 -»eríð væri að gera úlf- 'j alda úr mýflugu. Þó viðurkenna \ flestir, að miklar reykingar, sér- I staklega hjá ungu fólki, séu stór- Hnefaleikakempan „Ingo“ dæmdur til að greiða rúmar 8.5 milljónir króna Hinn frægi hnefaleikakappi og fyrrverandi heimsmeistari * þunga vigt, Svíinn Ingemar Johansson var nýlega dæmdur af dómstól í New York til að greiöa upphæð er nemur 8.5 milljón krón- um. Greiðsla þessi nemur tíu af hundraði allra tekna Ingemars af heimsmeistarakeppninni, og á féð að renna til ekkiu blaðamanns ins Einar Thulin. Málið hafði stað ið í átta ár. „Ingó“ eyöir tíma sínum ýmist í Sviþjóö eða Genf, og tekur að- eins annaö veifið þátt í gesta- leikjum í Bandaríkjunum. Hann lét ekki sjá sig við réttarhöldin Dómarinn, Walther R. Mans- field, lýsti dómnum og greiddi kappanum rothögg meö eftirfar andi yfirlýsingu: „Herra Johans- son þóknast greinilega að liggja kyrr á gólfinu í hringnum og láta telja yfir sér. Ella heföi hann gert svo lítið að koma fyrir rétt inn og verja sig.“ Þetta vakti mikla kátínu viöstaddra. Dómarinn hafði greinilega í huga þá síðustu af þrem keppn- um þeirra Ingemars og Floyd Pattersons um heimsmeistaratitil- inn. Þá var Svíinn sleginn út, og gerðist sá atburður í New York sumarið 1961. Blaðamaöurinn Einar Thulin stefndi þeim Ingemar og fram- kvæmdastjóra hans Edwin Ahl- qvist I júní 1960. Málshöfðun gegn Edwin var hætt árið 1963, og nú liggja loks fyrir dómsniöur stööur í málninu gegn Ingo, sem a er gert að greiða rúmlega 157 J þúsund dali. Thulin var fæddur* Svíi, en hafði fengið bandarísk-J an ríkisborgararétt. Samkvæmt * frásögn hans hafði hann stofnað» til keppninnar milli Ingos ogj Pattersons og átti að hljóta nokkra » umbun fyrir ómakið. Hann andað- ° ist árið 1963. • Ekkja Thulins, Nellie, hélt á-i, fram baráttunni við hnefaleikar- J ann. Hún er sjúklingur, og sam-» kvæmt frásögn fjölskyldunnar hef J ur hún átt viö bágborin kjör aðe búa. Fé það, sem hún á nú aðj fá, mun því koma sér vel. Því^ má hins vegar ekki gleyma að# dómsniðurstöður er eitt, en ann-J að er, hvort Ingo þóknast að • greiða. Geri hann það ekki, munj hann eiga erfitt með að sækjaj Bandaríkin heim framvegis. Frú* Thulin býr í útjarðri New Ýork-J borgar. Hún er ekki bjartsýn um» greiðslu, en verst frétta. EiginJ maður hennar hafði staðið fyrirj keppni milli Eddie Machen og» Ingemar Johansson í Gautaborg.J Ingemar vann með rothöggi í 1. • lotu. Þaö bætti mjög hag hans ogj stuðlaði að nýrri keppni um heims J meistaratitilinn. Þá var Thulin# einnig náinn vinur Floyd Patter-J sons. Þáverandi þjálfari Patter-® sons, Cus d’Amato, var góövinurj hans, og með hans hjálp var komj ið á sambandi mijli þeirra kappa,# Ingos og Pattersons. Nú bíðaj menn'þess, hvort Svíinn sætti sig» við dóminn. J Ingemar Johansson. Fátæk banda Blaðamaðurinn Einar Thulin. risk ekkja krefur hann greiðslu. Morð eða sjálfsmorð? Italskur njósnaforingi finnst látinn ítalski ofurstinn Renzo Rocca var látinn. Lík hans lá í gangi hinnar sex herbergja skrifstofu hans. Það var gat á höfuðkúp- unni, og við hlið hans lá Beretta- skammbyssa. Kúla hafði orðiö að bana einum af helztu leiðtogum ítalska njósnakerfisins. Fáir giörbekktu Ítalíu eins og Renzo Rocca. Það, sem ítalir vissu um hann hafa þeir fengið fréttir af eftir dauða hans. Hann var yfirmaður í leynilögreglunni og haföi með að gera efnahags- lega og iðnaðarlega stjórnsýslu, það er að segja sambandið við auðfélög. Embættisstörf hans voru þó með óvenjulegum hætti, meðal annars gekk hann undir fölsku nafni og hafði falskt heimil isfang, þegar slíkt hentaði. Fyrir nokkrum mánuðum var nafni stofnunar þeirrar, er hann veitti forstöðu breytt f „ítalska sím- tengingafélagið“, sem var ef til vill ekki svo fjarri lagi, þar sem hún hafði mörg símanúmer, sem alltaf var veriö að breyta. Starfsemi þessi hafði stað- iö í um 20 ár. — í fyrra fór Rocca á eftirlaun, eftir því sem nú er sagt. Hann var þó þegar í stað ráðinn til starfa hjá bfla- verksmiðjunum FÍAT, að minnsta kosti greiddi það fyrirtæki húsa- leigu lúxusskrifstofunnar við Via Barberini. Meira vita hinir borgara klæddu leynilögreglumenn, sem hröðuðu sér á staðinn, löngu á undan almennu lögreglunni. Þeir fundu ýmislegt athyglisvert. Með al þess var hin laglegasta stúlka um tvítugt, sem ekki hafðist upp á, fyrr en að sólarhring liðnum frá andláti Rocca. Frá því hefur hennar verið vandlega gætt af lög reglu dag og nótt. Optnberar skýrslur herma, að ofurstinn hafi verið haldinn slík- um lífsleiða, er hann kom til síns heima eftir hádegisverð, að hann hraðaði sér á skrifstofuna og svipti sig lífi. Fáir ítalir munu þó leggja trúnað á þessa skýringu. Sjálfsmorðshugmyndir voru ekki í samræmi við skapgerð hans og eðli. Hann hefði ekki svipt sig lífi vegna smávægilegs höfuð- verkjar. Þess í stað hneigj^st marg ir að þeirri skoöun, að andlát Rocca sé afleiðing hneykslismáls- ins, sem upp kom í fyrra. Talið var, að komizt hefði upp um sam særi yfirmanns Rocca, de Lorenzo hershöfðingja, og nokkurra fé- laga hans, sem hugðust árið 1964 taka öll völd í landinu að grískri fyrirmynd. Rocca var talinn vænt- anlegur „fjármálaráðherra" sam- særismanna. De Lorenzo hefur aldrei tekizt að afsanna þennan áburð. Hann hefur hótað að koma upp um marga aðra í háum stöðum, ef reynt verður að draga hann fyrir dóm vegna þessa máls. Menn segja nú, að bak við hið sviplega lát Renzo Rocca sé hlutverk hans í samsærisáætlununum. kostlega heilsuspillandi. En eru þetta ekki rniklar and stæður að ausa miklum fjár- munum til heilbrigðismála og heilsugæzlu, þegar svo vísvit- andi er veriö að spilla heilsunni með reykingum, sem eru vægast sagt mjög almennar, og viröast meira að segja fara vax- andi hjá sífellt yngra fólki. Varðandi þessi mál virðist ríkja sinnuleysi, því að þessi mál ætti að taka föstum tökum til að reyna að sporna viö ó- heillavænlegri þróun. Þeir sem eiga að taka af skariö eru lækn ar og skólamcnn. Þessir aðilar eiga að ganga fram fyrir skjöldu og gera tilraun til að hamlað veröi á móti heilsuspillandi lífs- venjum. Slíkt verður vafalaust bezt gert með fræðslu og upplýs ingastarfsemi, og svo auðvitað meö góðu fordæmi. En það er á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum, að það ríkir of mikill sijóleiki og sinnu- leysi, svo að of margir hafa sig ekki fram um neitt fram- tak umfram það sem nauðsyn- legt er. Hver um sig telur sér niálið óviðkomandi, það sé ann arra að taka af skarið. Þetta eru glögg einkenni vel megunar og veisældar, því aö það hefur endurtekið sig í gegn um aldirnar að í kjölfar velsæld ar kemur sinnuleysi og væru- kærð. Það væri þarfara en flest ann- að, ef einhverjir dugmiklir for- ystumenn byndust samtökum og skæru upp herör gegn þeirri tízku ungs fólks að reykja, því að svo almennar eru reykingar t.d. í skólum, að margir byrja að reykia af hræðslu við að vera ööruvísi en hinir félagarnir. — Reykingarnar eru sem óðast að veröa föst lifnaðarvenia, alveg á sama hátt og að ganga i föt um með sérstöku sniði, sem hæf ir tíöarandanum. Það er illt til þess að vita, að gera óholla og skaðlega tízku að lífsveniu. Það er hugsunarhátturinn, sem hinir vísu menn þurfa aö reyna að breyta, með því að færa rök fyrir því, að þaö sé rangt að spilia heilsu sinni. íslendingar urðu fyrstir til að gera sund að skyldunámi í bama skólum, og íslendingar urðu einnig fyrstir til að banna hnefa leika með lögum vegna þess að sú íþrótt var talin heilsuspill- andi og jafnvel lífshættuleg. Það er ekki nokkur vafi, að þetta hvort tveggja var skynsamlegt. Nú ættu íslendingar að ganga enn fram fyrir skjöidu og gera tilraun til að sporna við þyi vandamáli, sem hrjáir ungt fólk margra menningarþióða, en það eru hinar sívaxandi reykingar. Þetta ætti að vera auðvelt þvi að bað er óskynsamlegt að reykja. Ef það væri hægt að breyta beim hugsunarhætti, sem ungt fólk hefur í dag gagnvart reykingum, þá ætti að vera hægt að búast við bættum lifs- venjum að bessu leyti. En kannski er ekki irAu skírskota til skynsemi, heldnr þarf það að verða „fínt“ að reykja ekki? Yrði það vænlegra til árangurs? Þrándur í Götu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.