Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 5
V í SIR . Fimmtudagur 25. júlí 1968. 5 Rafmagnsþeytarinn. skemmtileg nýjung í heimilistækjum J^afmagnsþeytarinn eða „mix- er“ eins og hann er kallaður á erlendum málum, er eitt skemmtilegasta og þarfasta heimilistækið, sem komið hefur á markaðinn nýlega. Rafmagns- þeytarinn er gerður af þeytar- anum og könnu, sem sett er yfir hann, og vinnur með miklum hraða. Rafmagnsþeytarar kosta hér um 3 þúsund, en fást einnig sem ein hlutasamstæðan í hræri- vélum. Ef rafmagnsþeytarinn er notaður rétt er hann mikil heim- ilishjálp. Til hvers er þá hægt að nota rafmagnsþeytarann? — Hann þeytir grænmeti saman í súpu á augnabliki. Hann fín- hakkar kjöt og fisk, hann þeytir sundur tómata og ávexti í kraft. efnistegundunum við 1 gegnum lokið. Ekki má setja of mikið í þeytarann. Þar sem kannan rúm ar aöeins % Íítra er ekki hægt að útbúa of stóra skammta í einu. Alltaf verður að þvo þeytar- ann strax eftir notkun. Bezt er aö fylla glasið að þrem fjórðu hlutum af heitu vatni og sulfo, þeyta' og rjúfa þá strauminn eft- ir eina mínútu. Þá er kannan skoluð meö hreinu vatni og sett til þerris. Vélin sjálf má ekki komast í snertingu við vatn en á að þurrkast meö þurrundnum klút. — Hér eru uppskriftir að réttum, sem sýna vel alla þá möguleika, sem þeytarinn gefur við matartilbúning. Þar fyrir utan er- hægt að nota hann til að búa til góða sósu, sem aldrei skilst frá. Þá er hægt að nota hann til að hræra köku- deig, hvort heldur er í smákökur eða aörar. Þaö verður aö fara vel með þetta heimilistæki og hér eru nokkur ráð til þess: Hafið öil efnin, sem nota á, tilbúin áður en þið byrjið. Þeyt- arinn vinnur svo hratt, að maö- ur getur ekki búizt viö að geta sótt hitt og þetta meðan þeytar- inp er í gangi. Það á ekki að nota vökva í mnihaldið, þegar notaðir eru í það safaríkir ávextir, tóm- atar og ánnað með safa. Ef not- uð eru þurr efni, munið þá alitaf að setja áður ofurlítinn vökva í þeytarakönnuna og bæta hinum • Blómkálssúpa Handa fjórum. 1% 1. kjötsoð — eða sjóðandi vatn með kjöt- krafti. Blómkálshöfuð, sem skipt er í kvíslar, og tveir laukar, sem saxaðir eru í minni stykki. Setj- ið 1. soösins í könnuna, bæt- ið viö blómkáli og lauk og setjið lokið ofan á. Setjiö þeytarann af staö og eftir eina mínútu er komið mauk. Látið innihaldiö í pott ásamt afganginum af kjöt- soðinu og látið sjóða viö lágan hita í 3—4 mínútur, þá er súp- an jöfiuö með smjörbollu, krydd uð eltir smekk með salti og pip- ar (nýmöluöum) og ofurlitlu af múskati. Berið fram með fínt- hakkaðri persilju. • Bernaise-sósa Bræðið 125 gr. smjör (eða smjörlíki) í 1 y2 desilítra af heitri súpu, það er líka hægt að nota sjóðandi vatn, sem súpu- teningur hefur verið leystur upp í. Setjið í þeytarakönnuna á- samt fjórum eggjarauðum, 2 msk. bernaisekrafti og 2—3 greinum persilju. Látið þeytar- ann vinna í eina mfnútu. Þá er sósunni hellt i pott og hituð upp og er þeytt á meöan. Sósan má ekki sjóða. • Marmelaði Á korteri getur þeytarinn bú- ið til marmelaði. Skammturinn fyllir tvö sultuglös af venjulegri stærð. Innihald er 125 gr. þurrk- aöar apríkósur, 1 greipaldin- ávöxtur, V2 sítróna, 2 appelsínur og 125 gr. sykur. Apríkösurnar eru settar í bleyti einn sólarhring í dálitlu vatni. Hýðið tekiö af greipald- ininu og sítrónunni, appelsín- urnar þvegnar og ávextirnir þar næst skornir í smástykki. Gerið þetta á diski svo að safinn fari ekki til spillis. Apríkósurnar eru þeyttar með ofurlitlu vatni og þá hinir ávextirnir. Öllu er hellt í skál og hrært með sykrinum þangað til hann er alveg bráðn- aður. Sett á niðursuðuglösin. • 1 lagkökuna Þessi fylling er sett á milli þriggja lagkökubotna og notað í hana m. a. er marmelaðiö, sem áður er gefið upp. 1 3 desi- lítra af rjóma eru settar nokkr- ar sneiðar af marmelaðinu og nokkrir dropar sítrónusafa. Efst á lagkökuna er settur appelsínu- glassúr, sem gerður er af: 125 gr. flórsykurs, sem 1 matskeiö af appelsinusafa er blandaö í og rifinn appelsínubörkur. Kakan er skreytt með söxuðu súkku- laði eða brenndum möndlum. Á nokkrum andartökum er hægt að búa til margar tegundir mjólkurdrykkja með þeytaran- um. Þaö er hægt aö breyta þeim alla vega, og þeir eru allir gerðir á sama hátt. — Mjólkurdrykkina berið þið fram meðan þeir eru enn kaldir, í háum glösum og með sogröri. • Jarðarberjadrykkur. 250 gr. jarðarber. y2 1 mjólk (minnka má mjólkurskammtinn eftir smekk og nota í hans stað safann af jarðarberjunum) y4 1 vanilluís og smávegis af rifnu appelsínuhýði. Jarðarberin og hitt innihaldið er allt sett í þeyt- arann, sem látinn er vinna í um það bil eina mínútu, eftir að lok- ið hefur verið sett á. Skipt í 5—6 glös strax eftir aö drykkur inn er þeyttur. • Kakóhristingur Á hvert glas er reiknað 2 tsk. sykur, lJ/2 tsk. kakó, 2 desi- lítrar mjólk, 2 msk. vanilluís. Setjiö í þeytarann í eina mín. • Bananahristingur Á glas er reiknað með 2 desi- lítrum af mjólk, 1 litlum full- þroskuðum banana, 1 tsk. sykri. 1 msk. vanilluís. Setjið í þeyt- arann í eina mínútu. • Ávaxtahristingur Á glas er innihaldiö: 2 desi- lítrar mjólk, y, desilítri ávaxta- safi, 2 msk. vanilluís. Sett í þeytarann á sama hátt og áður er lýst. FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐANDI IstslaBIalalalaiIalálalaláíáEsIalaSIálaíá ál 01 BI B1 B1 B1 B1 B1 ELDHUS Bllálálálálálálálálálálálálálá ífc KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI % STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRl OG ÖLL TÆKI FYLGJA % HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HR UMBOÐS- OG fiEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍMl 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOL! Hafnarfjörður Kaupendur VÍSIS í Hafnarfirði eru vinsam- lega beðnir um að hringja í síma 50354 vegna viðskipta við blaðið á tímabilinu 18. júlí til 7. ágúst n.k. ^ Virðingarfyllst, Guðrún Ásgeirsdóttir. YMISLEGT YMISLEGT TtKUR ALLS'KONAR KLÆÐNINGAR FLJÓT OG VÖNÐUÐ VINNA . ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM 4 IAUGAVEG 62 - SlM110825 HEIMASlMI 83634 sim n BOLSTRUN Innrðmmuii ÞORBJÖRNS BENEDIKTSSONAR íngólísstræti 7 rökum aö okkur hvers konar múrbroi og sprengivinnu 1 húsgrunnum og ræs- um. Leigjum út loftpressur og vfbra sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats ionai Álfabrekke viö 'Suðurlands braut, simi 10435. Vöruflutningar um allt land LfíNDFLUTMNGfm f Ármúla 5 . Sími 84-600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.