Vísir - 26.07.1968, Side 3

Vísir - 26.07.1968, Side 3
........ M 8 ■ VÍSIR . Föstudagur 26. júlf 1968. aukið eftirlit lögreglunnar, allt þetta hefur hjálpað til að fækka umferðaróhöppum, og jafnframt fækka hættustöðum í umferð- inni. Þrátt fyrir þann árangur, sem náöst hefur í umferðarmálum, má ekki slaka á. Ökumenn mega ekki álíta sig fullfæra í H-um- ferð. Þeir eru enn byrjendur, og verða svo um langan tíma. Lögreglan merkir inn á stór kort hvar í borginni umferð- aróhöpp eiga sér staö og hvers eðlis þau eru. Hér sjá- um viö Snorrabrautina út- prjónaða frá H-degi. Takið eftir öllum prjónunum á homi Njáisgötu og Snorrabrautar. Á gatnamótum Snorrabrautar og Njálsgötu. Bifreiðinni er ek ið niður Njálsgötu og yfir Snorrabrautina. Bifreiðarstjórinn stöðvar á miðeyju Snorrabrautar, lítur tii vinstri í stað hægri, og sér ekki umferðina, sem kemur niður Snorrabraut. Þeir sem ruglast á hægri og vinstri, ættu að líta í báðar áttir, og líklega er það happadrýgsta reglan, þegar ekið er yfir eða út á akbraut. Umferðarslysum hefur fækkað um helming frá 1966 - EF BORNIR ERU SAMAN FYRSTU SEX MÁNUÐIR ÁRANNA T dag eru tveir mánuöir liðnir frá gildistöku H-umferðar. Langflestir eru sammála um, að umferðarbreytingin sjálf hafi tekizt mjög vel og verið þeim tii mikils sóma, sem hana undir- bjuggu og skipulögðu. Hitt eru menn og að langmestu leyti sam mála um, að afleiðing umferö arbreytingarinnar hefur verið stórbætt umferðarmenning, sem gleggst kemur fram í því, að mun færri árekstrar og umferð arslys hafa orðið nú á þeim tíma, sem liðinn er frágildistöku H-umferðar, heldur en á sam- bærilegum tíma undanfarin ár, þrátt fyrir stórkostlega aukn- ingu f bifreiðaeign landsmanna. Við höfum fengið hjá lögregl- unni í Reykjavík tölur um um- Þessari bifreið ókum við samhliða á Melatorgi í gær. Henni var ekið á ytri hring allt torg- ið, síðan beygt austur Hringbraut.... .... og þá var ökumaður að sjálfsögðu á hægri akrein. Síðan beygir hann norður Tjarnar- götu, beint I veg fyrir bifreið okkar, sem var réttilega ekið á innri hring torgsins. Rétt akreinaval er einn mesti kostur góðs ökumanns. Hann verður að velja akrein á hring- torgi eða á beinni akbraut, með tilliti til fyrirhugaðrar akstursstefnu. ferðaróhópp fyrstu sex mánuöi áranna 1966, 1967 og 1968, á- samt nánari sundurgreiningu og flokkun. Til fróðleiks skulum við bera saman þessar tölur fyrir júnímán. fyrrgreindra ára, þ. e. eina heila mánuðinn, sem liðinn er frá gildistöku H-um- ferðar. 1 júnímánuöi árið 1966 varð 241 árekstur i lögsagnarum- dæmi Reykjavikur, sem lögregi unni í Reykjavík barst skýrsla um. Árið 1967 var tala fyrir sam bærilegt tímabil 209, og í júní mánuði 1968 fyrsta mánuði H- umferðar er talan 182. Þegar þessar tölur eru athugaðar, og einnig er höfð í huga sú stað- reynd, að veruleg aukning hef ur orðið á bílaeign borgar- búa á þessu tímabili, sést árang urinn af starfi umferðaryfir- valda borgarinnar. Veruleg fækkun hefur oröiö á þeim tilfellum, að fólk hefur orðið fyrir bifreið. Talan fyrir júnímánuð 1966 er 18, en fyrir árið 1968, júnímánuð, 6. Sér- staklega hefur fækkað þeim til fellum, þar sem börn uröu fyrir bifreiðum, var þaö í 12 tilfellum 1966, en aðeins í 3 tilfellum 1968. Mjög ánægjuleg þróun, sem vonandi helzt áfram. í júnímánuði árið 1966 slas aöist samtals 40 manns í umferö arslysum. Áriö 1967 er sam- svarandi tala 33 og 1968 er tal- an komin niður í 21. Ekkert banaslys varð i umferðinni i júnímánuöi sl. en 1 árið 1966 og 3 1967. Ef við berum saman tölur yfir slys í umferðinni fyrstu sex mán uði áranna kemur enn betur i ljós hve mikill árangur hefur orðið af starfi umferöaryfir- valda. Áriö 1966 slasaðist sam- tals 217 rpanns í umferðarslys um fyrstu 6 mánuði ársins. 1967 er talan komin niöur í 143 og 1968 í 103. Meira en helmings fækkun frá árinu 1966, þrátt fyrir verulega aukningu bif- reiða. Meö tilkomu H-umferöar hafa komið í ljós nýir hættustaðir í umferðinni í Reykjavík, en aðr ir hafa horfið. Snorrabraut virð ist nú sú gata, sem mest er um umferðaróhöpp en fjölfarn ar götur eins og Miklabraut virðist nú mun hættuminni frá umferðarlegu sjónarmiði. Nægir aðeins að minna á gatnamótin Langahlíð — Miklabraut, þar sem oftast hefur verið mikið um árekstra, en nú hafa nálega eng ir árekstrar orðið þar eftir til- komu H-umferðar. Nýju umferð arljósin, varkámi ökumanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.