Vísir - 26.07.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 26.07.1968, Blaðsíða 6
6 VI S IR . Föstudagur 26. júlí 1968. TÓNABÍÓ Islenzkur texti. Hættuleg sendiför („Ambush Bay“) Hörkuspennandi og mjög vel gerð ný, amerísk mynd 1 lit- um er fjallar um óvenju djarfa og hættulega sendiför banda rískra landgönguliða gegnum víglínu .apana f heimsstyrj- öldinni síðari. Sagan hefur ver ið framhaldssaga i Vísi. Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 16 ára. ÍSLENZKUR TEXTI. Hörkuspennandi, ný, amerlsk kappakstursmynd f litum og Panavision. Sýnd kl. 5,15 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. HAFNARBIO Leyniför til Hong-Kong Spennandi og viðburöarík, ný, Cinemascope litmynd meö: Stewart Granger Rossana Schiaffino íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, -7 og 9. BÆJARBÍÓ Beizkur ávöxtur (The Pumpkin Eater) Frábær amerísk verðlauna- mynd, byggð á metsölubók P. Mortimer, með Cannes-verð- launahafanum Anne Bancroft í aðalhlutverki, ásamt Peter Finch og Jatnes Mason. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. LAUGARÁSBÍÓ Ævintýramaðurinn Eddie Chapman (Triple Cross) íslenzkur tezti. Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 Ira. STJÖRNUBÍÓ Dæmdur saklaus íslenzkur texti. Ný, amerlsk stórmynd með Marlon Brando Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð bömum innan 14 ára. .___-^zxamaat... Listir-Bækur-Menningarmál | „Ekkert var tekið fram um, að j engin verðlaun yrðu veitt44 Þóroddur Guðmundsson frá Sandi, formaður Rithöfunda- félags íslands, og Sverrir Kristinsson, sem gefa mun út hin umtöluðu Ijóð, ef af því verður. að kom mönnum óþyrmilega á óvart, þegar dómnefndin í samkeppni Stúdentafélags Há- skóla íslands skilaði niðurstöðu Ísinni. „ ... treystum okkur þvf miður ekki til að mæla með til verölauna neinu þeirra 39 kvæða og fiokka, sem borizt hafa.“ Það hafa aö líkindum ekki ein ungis verið skáldin sjálf, sem urðu hlessa, þegar það kom Ísvona óvænt í ljós, að ljóða- smiðir ýmsir gátu ekki eða höfðu ekki áhuga á aö koma saman brúklegu tækifærisljóði fyrir fullveldishátíðina. Margir í hópi skáldanna hafa sennilega líka reiðzt þegar ekki var staöið viö að úthluta þeim verölaunum, i sem áður hafði veriö lofað, þeg- ar samkeppnin var auglýst. Nú er alít útlit fyrir, að þessu hitamáli verði skotiö til hins hæsta réttar — Ijóðin verði lögö undir dóm þjóöarinnar. Ungur maður, Sverrir Kristins son, hefur lýst sig fúsan til að gefa út ljóðin með fárra daga fyrirvara, ef þátttaka nægilega margra skálda fæst. Hann hefur einnig við orð aö veita því Ijóði, sem lesendur telja bezt, 10 þús- und króna verðlaun, eða sömu upphæð og Stúdentafélag Há- skóla Islands taldi hæfilegt að veita höfundi þess ljóðs, er fyndi náð fyrir augliti dóm- nefndar. Talsvert hefur verið um þaö rætt, hvort heppilegt sé að gefa þessi ljóð, eða reyna að gleyma samkeppninni eins fljótt 1 og hægt er. Fleiri munu þó hall ast að því, að sjálfsagt sé, að Ijóöin fái að koma fyrir almenn- ings sjónir, til þess að hver og einn geti dregið slnar eigin á- lyktanir af þeim og úrskurði títt nefndrar dómnefndar. Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi, formaöur Rithöfunda- félags íslands, fer ekki dult með að hann hafi átt ljóð í sam- keppninni, enda engin ástæða til að fara með slíka hluti eins og mannsmorð. ' • Undirritaður hitti hann að máli til að spyrja hann um þátt- töku hans í samkeppninni og ræða við hann í framhaldi af því. „Ég tók nú varla eftir því,“ sagði Þóroddur, „fyrst þegar keppnin var auglýst. Seinna heyrði ég í útvarpinu, að þátt- takan væri harla lítil, og skila- fresturinn framlengdur til 15. júní. Bréf fékk ég líka frá Stúd- entafélaginu, eins og til hvatn- ingar til að taka þátt í keppn- inni, en í því bréfi var ekkert tekið fram um það, að engin verölaun yrðu veitt. Og þótt skammur tími væri til stefnu settist ég niður og orti ljóö, sem ég sendi f samkeppnina.“ „Þegar svo úrslitin urðu kunn, átti ég tal við skáld frá Akur- eyri,“ heldur Þóroddur áfram. „Sá maður var undrandi yfir niöurstöðunni, og hann sagði mér frá því, að skáld um allt land hefðu verið hvött bréflega til þátttöku, en Stúdentafélagið mun hafa fengið lánaða félaga- skrá Rithöfundasambandsins til að geta haft samband viö sem allra flesta." Þegar Þóroddur er spurður um, hvernig honum lítist á þá hugmynd, að gefa „hin útskúf- uðu ljóö“ út í einni bók, svarar hann; „Ég minntist á þaö mál við samstarfsmenn mlna 1 stjórn Rit höfundafélags íslands, eftir aö ég hafð! ’esið frétt í Vísi um, að slíkt kæmi til greina, og þeir voru sammála um, að þ'að hlyti að vera einkamál hvers og eins hvort hann vildi birta ljóð sln á þeim vettvangi. En ég sjálfur get með góðri samvizku mælt með þátttöku í útkomu þessarar bókar. Ég hefði haldið, að þetta mál mundi vekja for- vitni fólksins, og fólkið sjálft er hæsti réttur — með allri virð- ingu fyrir hinni háu dómnefnd. Ég sé ekkert sem mælir gegn þvf, að skáld taki þátt í ljóða- samkeppni. Þegar ég var strák- ur keppti ég gjarna I alls kon- ar iþróttum, og hafði jafngaman af því, þótt sjaldan fengi ég fyrstu verðlaun." Þannig fórust Þóroddi Guö- mundssyni sem sagt orð um sam keppnina, og jafnframt gaf hann góðfúslega leyfi sitt til þess aö birta fyrsta erindið af Ijóði því, sem hann lagði fram I samkeppnina Qg birtist það á öðrum stað hér á síöunni. Það skal tekið fram, að þetta er aö- eins fyrsta erindiö af sjö. Ekki er gott að gizka á, hvdrsu mörg eintök muni seljast, ef bókin með þessum umræddu ljóðum kemur út. Einhverra hluta vegna mun það vera dýr- ara sport en laxveiöar að gefa út ljóðabækur á íslandi. Tvö til þrjú hundruð tölusett og árituð eintök er venjulegt upplag, og þykir gott ef það selst upp, jafn vel þótt skáldin gangi sjálf um og selji bókina á förnum vegi. Þetta er raunár ekkert sér- íslenzkt fyrirbrigði, sömu sögu er að segja 1 flestum löndum. Ljóð eru orðin léleg söluvara. Skáldiö og gagnrýnandinn Kenneth Rexroth kemst svo að orði um þessi mál: „Enginn gerir mikið að því að kaupa ljóð. Ég veit það. Ég er eitt þekktasta skáld landsins. Bapkur mínar seljast upp — I tvö þúsund eintaka upplagi. (Sam- svarandi upplag. á íslandi væri 8 bækur). Vandamál ljóðagerð- ar er vandinn, sem er fólginn í þvl að ná til fólksins. Öll list er táknræn gagnrýni á verðmæt- unum, og ljóð eru það einkum og næstum eingöngu. Málverk skreytir vegginn. Skáldsaga hef- ur söiguþráðinn. Tónlist höföar jafnvel til hins frumstæðasta fólks. En ljóðin verður að taka inn óblönduð. Þar aö auki er allt menntakerfið eitt allsherjar samsæri til aö gera ljóðin eins ólystug og mögulegt er... Frá því I kringum 1930 og síöan hef- ur verið um að ræða samsæri slæmrar ljóðageröar, sem er næstum því eins vandlega skipu- lögö og Kommúnistaflokkur- 1 inn.. “ t Ef til vill á mikið af því, sem / Rexroth segir einnig við um nú- i gildandi aöstæður á Islandi. ^ Hvað sem því líður, þá er fram- / tíð og núverandi ástand íslenzkr 1 ar ljóðagerðar verðugt umhugs- \ unarefni. í Þráinn. FULLVELDISLJÓÐ ' 1. desember 1918 eftir Þórodd Guðmundsson 1 frá Sandi í Landið mitt og allra okkar, eyjan mín og þín, 1 yndi þitt mig ætíð lokkar, i allt sem grær og skín, ilmur þinn af reyr og rósum, roðaglit frá noröurljósum: þér er öll vor ástúð bundin, elds- og jökulgrundin. HÁSKÓLABÍÓ AUSTURBÆJARBÍÓ NÝJA bíó GAMLA BÍÓ Fréttasnatinn (Press for time) Sprenghlægileg gamanmynd I litum fra Rank Vinsælasti gam anleikari Breta Norman Wis- dom leikur aðalhlutverkiö og hann samdi einnig kvikmynda- handritið ásamt Eddie oeslie. Islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Monsieur Verdoux Hin heimsfræga kvikmynd Chaplins. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 5 og 7. / Elsku Jón Islenzkur texti. Stórbrotin og djörf sænsk ást arlíf-mvnd. Jar) Kulle Ci-ristina Scollin. Bönnué yngri en 16 ára. Endursýnd kl 5 og 9. Síðustu sýningar. Mannrán á Nóbelshátið (The Price) með Pa Newman. Endursýnd kl. 9 íslenzkur tezti Hugsanalesarinn Sónd kl. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.