Vísir - 26.07.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 26.07.1968, Blaðsíða 7
Ví SIR . Föstudagur 26. júlf 1968. morgun útlö'nd í morgun útlö'nd í morgun ú*tlönd í morgun útlönd FLOKKSSTJÓRN TÉKKA KLOFIN — Dubcek beib ósigur v/ð atkvæðagreiðslu — Leiðfogafundurinn haldinn í næstu viku — sennilega á miðvikudag Fréttir írá Prag herma í morgun aö miðstjórn kommúnista hafi sam þykkt að Ieggja niður stjórnardeild ina, sem ber ábyrgð á flokksstefnu innan vébanda hersins og öryggis- liðs landsins. Yfirmaöur stjórnar- deildarinnar sem er hershöfðingi hefir fengið fyrirskipun nm, að hverfa aftur að fyrra starfi í hern um. I Lundúnaútvarpinu í morgun var sagt, aö þessi breyting hlyti aö vera afleiðing einhvers sérlega mikilvægs sem gerzt hafi, og ekki var vitað um fyrirfram. í NTB-fréttum segir, aö sá orð rómur hafi fariö sem eldur í sinu um Prag og valdið óróa og kvíöa að mikill og alvarlegur klofningur sé kominn upp í tékknesku flokks- stjórninni. Jafnvægishlutföllin eru sögö hafa raskazt, er Dubcek flokksleiðtoginn beið þar ósigur var andi afstöðu til Sovétríkjanna. Sex greiddu atkvæði móti frjálsræðis- stefnu Dubceks en fimm meö. Þótt þessar fréttir hafi ekki enn veriö staðfestar (þ.e. snemma f morgun) juku þær á óróa manna og kvíða og höfðu þau áhrif, að ýmis kommúnistasamtök i Prag komu saman til funda til þess að undirrita yfirlýsingar um stuðning við Dubcek og frjálslynda stuðn- ingsmenn hans. i Flokksstjórnin kom saman á fund í gær til þess aö hefja undirbún- ing að landsfundi flokksins, hin- um fjórtánda, sem haldinn veröur i byrjun septembermánaðar. Nærri 50 brezkir verkalýösþing- menn hafa skrifaö ambassador Sovétríkjanna i London og látið í ljós áhyggjur út af deilum leið toga Sovétríkjanna og Tékkóslóva- kíu og lýsa yfir stuðningi við hina nýju frjálslyndu stefnu Tékka. í framhaldsfrétt þar sem sagt var frá fyrri frétt um eftirlitsdeild mið stjórnarinnar með her og lögreglu yrði lögð niður var og sagt, aö yfir maður hennar Vaclav Prchlik hafi sætt mikilli gagnrýni sovétleiötoga, vegna þess að hann krafðist breýt- inga á yfirherstiórn Varsjárbanda- lagsins. Eitt af aöalatriöum stefnuskrár Dubceks er aö aðskilja framkvæmd ir flokksstjórnarinnar bg ríkisstjórn arinnar en þó sé litið á það, sem hér hefir gerzt sem greinilega und anlátssemi gagnvart Moskvu. Kommúnistaleiðtogar telja sov- ézkt hernám ekki útilokað, ef sam komulagsumleitanir í næstu viku leiöa ekki til árangurs. Talað er um fund næstkomandi miðvikudag, og að endurtekið verði svokallað til- boð um að senda 3 — 5 herfylki til landsins því til varnar gegn V- Þýzkalandi. IBK- Illff II D Guyana, eina brezka samveld- islandið i Suður-Ameríku, hefur beö ið Bretland um hernaðarlega aðstoö, ef til innrásar kæmi frá Venezúela, sem gerir tilkall til sneiöar af Guy- ana. D Viðræðunum milli Bretlands og Gíbraltars er lokið. Bretar hafa skuldbundið sig til þess að láta aldrei nýlenduna af hendi gegn vilja þjóðarinnar. D Moshe Dayan landvarnaráö- herra ísraels sagði í gær, að með yfirlýsingu sinni í fyrradag hefði Nasser Egyptalandsforseti malaö undir hæl sér sérhverja von um, að ísrael geti fengið friö með þvi að kveðja lið sitt til fyrri landa- mæra sinna. Um frið eða stríð væri að velja — ekkert annaö, og horf- urnar bentu meira en fyrr í áttina til þess, aö eitthvaö geröist sem réði úrslitum. HERÆFINGARNAR HAFA EKKI SKELFT ÞÁ HIÐ MINNSTA - Ungverjar hvetja Tékka til oð forðast harmleikinn frá 1956 Málgagn kommúnista- flokksins í Ungverjalandi hvatti í gær tékkneska leið toga til að f orðast, að harm leikur bitni á hundruðum þúsunda, eins og átti sér ->tað í Ungverjalandi 1956. Málgagn pólska komm- únistaflokksins gagnrýndi einnig í gær tékkneska leiðtoga og því var haldið fram, að þá skorti vilja til að héfja baráttuna gegn beim öflum, sem ógna land inu. : Sovétstjórnin gagnrýndi í gær harðlega tékkneska leiðtoga um leið og enn var frestað fundi flokks stjórna beggja landanna.' Þá var 'Ukynnt, að stofnaö yrði til loft- varnaæfinga við vesturlandamæri "ovétrikjanna um leið og heræfinga scm búiö var að boða. Kosygin forsætisráðherra og Podgornij forseti voru enn í Moskvu í gær, en á það er litið I sem öruggt merki þess, að sam-J komulagsumleitanirnar séu ekki i komnar 1 gang. | I Pravda var haldið uppi gagn- rýni á tékkneska leiðtoga og hina nýju leiðtoga, en tekið fram, að sovétleiðtogar vilji fara til fundar við þá með góðum samstarfshuga, en slíkum samstarfshug virðist ekki vera að mæta hjá þeim. Pravda birtir gagnrýni annarra kommúnista landa á þróunina í Tékkóslóvakíu þ. e. þeirra, sem fylgja Sovétríkjun- um'að málum. ¦ Það fer vart fram hjá þeitn, sem af athygli lesa eða hlusta & fréttirnar um ágreininginn milli tékkneskra og sovézkra leiðtoga um nýju stefnuna í Tékkóslóvakíu, að engar beinar opinberar tilkynn- ir ,ar hafa verið birtar, sem taka af skarið um neitt. . Það er stundum vitnað í ummæli forustumanna og vestrænir frétta- ritarar í Prag tina til allt, sem gæti varpað einhverju ljósi á málin í ummælum opinberra talsmanna, ýmislegt sem fram kemur i blöö- um, ekki aðeins í tékkneskum blöð- um, heldur og sovézkum, pólskum, austur-þýzkum o. s. frv. Og vitan- lega geta þeií einnig lýst „stemmn- ingunni" í Prag hverju sinni, og Iýsi þeir „andrumsloftinu" þar og viðhorfum samvizkusamlega, er það afar mikilvægt til glöggvunar á ástandi og horfum. Það var ekki, sízt áberandi í frétt- unum í gær, hve allt er í óvissu og hve margt var til tínt, sem ekki tekur af skariö um neitt, en eftir að gefið hafði verið í skyn eöa talið vist að fundurinn væri hafinh1 eða í þann veginn að hefjast, kom ann- að i ljós síðar — Kosice, austast í Slóvakíu, var nefndur sem sam- komustaður, sagt að flokksstjórnin í Prag væri farin þangaö, en áður hafði borizt frétt um að sovézk sendinefnd væri farin frá Moskvu. En i gærmorgun komu svo frétt- irnar um, að „í alla nótt", þ. e. að- faranótt fimmtudags, hefði verið haldið áfram að vinna með leynd að undirbúníngi fundarins, og þar meö sannað — að þvi er viröist, að enn hafði orðið dráttur á. Menn gætu látið sér detta í hug, að enn hefði komiö snurða á þráðirin — eða bara, að ekkert gengi að ná samkomulagi um viss atriði, varð- andi dagskrá fyrirhugaðs fundar. Sovézka sendinéfndin hefði átt — miðað við fyrri fregnir um hana — að hafa getað komið til Tékkó- slóvakíu í gær, en svo barst fregn um, að hún væri komin til Austur- Þýzkalands til; viðræðna við Ul- bricht og aðra ráðamenn þar, en ekki hafði áður veriö minnzt á, aö hún færi þangað. , En þrátt fyrir allt leiða fréttirn- ar eitt í ljós svo að ekki verður um vill/i: Tékkneskir leiðtogar hafa ekki hvikað — og hafi heræfingarn- ar við austurlandamæri Tékkósló- | vakíu, átt að skelfa þá, hefur það i mistekizt. . Þótt fréttirnar séu byggðar á get- j gátum um margt gefa þær þó hug- i mynd um horfurnar hverju sinni. I Og ýmsilegt kemur fram, sem talar i sínu máli, eins og þegar landvarna- I rððhería Tékkóslóvakíu, Martin i Dzor, lýsir yfir, I að Tékkar séu vel | færir um að verja landamæri sin j á eigin spýtur — verður aö telia I slik ummæli sem óbeint svar við | tilmælum Sovétríkjanna um aö fá að hafa varnarhersveitir í Tékkósló- vakiu. Hverjar kröfurnar um sovézkt liö eru í einstökum atriðum vita menn ekki, en Sovétríkin vilja fá að hafa herlið á vesturlandamærum Tékkó- slóvakíu, eftir einni fregn aö dæm^, ,,og fámennt lið staðsett í landinu", svo að vitnað sé í aðra fregn. Mjög líklegt verður að telja, aö sovétleiðtogar vilji — eftir aö hafa slakað til og fallizt á fund í Tékkð- slóvakíu — nú búa svo um hnútana áður en fundurinn verður haldinn, að til þess komi ekki að sendinefndin yerði að hverfa heim án árangurs. Það getur enn dregizt, að hann hefjist — og raunar gefið í skyn í Prag, að óvíst sé að hann verði fyrr en eftir 2—3 daga. — a. Brezhnev — sovézki flokksleiðtog- inn — aðalsamningamaður — ef setzt yerður að samningaborði. Martin Dzor — landvarnaráðher-a Tékka — segir þá geta varið landa- mæri sin hjálparlaust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.