Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 3
VI SIR . Laugardagur 27. júlí 1988. 3 ' Píla er ein þeirra, sem varöveita mun íslenzka hundastofnmn. Tátu. hundurinn eigi áfram bústað sinn á íslandi. JafnVel gæti farið svo, að það að eiga alíslenzkan liund yrði til álitsauka og er jafnvel nú. Margir hafa komið við sögu íslenzka hundsins og frásagnir af honum hafa birzt furöulega víða á prehti. Við minnumst að- eins á einn mann í því sam- bandi, Watson, Englendinginn, sem var á ferð hérlendis 1955 og 1956 og safnaði saman 8 hund- um, sem hann ræktaði síðan á hundabúi í Bandaríkjunum, Watson lét þó ekki við það sitja heldur samdi hann bók um íslenzka hundinn, og munu senni lega hvergi jafnmiklar upplýs- ingar um þetta gæflynda dýr liggja frammi. Ennfremur sendi hann íslenzka hundinn Vask frá Þorvaldsstöðum á eina helztu hundasýningú heims — Cruft’s- sýninguna í London. Vaskur hlaut þar hinn mesta frama, sem íslenzkum hundi hefur hlotnazt — var valinn meðal beztu hund- anna, en það er sérstakur heið- ur. Ef til xjll verða stofnhundarn- ir á ÓlafsvöIIum, sem ræktað- ir. eru til að viðhalda íslenzka hundastofninum, til þess að ís- lenzka hundakynið hefjist aftur til vegs og virðingar eftir að hirðulaus landslýöur haföi nær af ógætni séð á bak hinum síð- asta íslenzka fjárhundi. Greindur og glaðlyndur og með afbrigðum fjörugur langt fram eftir aldri, er einkenni ís- lenzka hundsins. íslenzkir hund- ar — hreinræktaðir eru orðnir sjaldgæf sjón nú og segir það sína sögu. Allt útlit er fyrir, að íslenzka hundastofnsins hefðu beðið þau örlög að deyja út — ef ekki hefði verið gripiö í taumana á síðustu stundu. Það eru hjónin Sigríður Pétursdótt- ir og Kjartan Georgsson á Ólafs- völlum á Skeiðum, sem vinna nú að þessu hagsmunamáli sínu og landsins alls. Húsfreyjan hef- ur einkum látið til skarar skríða og sér um hundaræktunina á- samt tveim svissneskum bónda- dætrum, sem vistuðust að Ólafs- völlum nýlega. Þama hefur ræktunirí • farið fram frá því í vetur og ef vel fer mun þess gætt í framtíðinni, að íslenzki Margrét, 7 ára, heimasætan á Ólafsvöllum, að gefa þeim Kol og Snotru. Pétur Kjartansson, 8 ára, sonurinn á Ólafsvöilum meö Lýsu í fanginu og Kol við hliðina. ísl. hundakynið á Olafsvöllum i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.