Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 3
V1SIR . Laugardagur 27. júlí 1968. Margrét, 7 ára, heimasætan á Ólafsvöllum, að gefa þeim Kol og Snotru. Pétuir Kjartansson, 8~ára, sonurinn á Ólafsvöllum með Lýsu í fanginu og Kol við hliðina. ísl. hundakynið á Olafsvöllum Greindur og glaölyndur og meö afbrigöum fjörugur langt fram eftir aldri, er einkenni ís- lenzka hundsins. íslenzkir hund- ar — hreinræktaðir eru orönir sjaldgæf sjón nú og segir þaö sina sögu. Allt útlit er fyrir, að íslenzka hundastofnsins hefðu beðið þau örlög að deyja út — ef ekki hefði verið gripiö i taumana á síðustu stundu. Það eru hjónin Sigríður Pétursdótt- ir og Kjartan Georgsson á Ólafs- völlum á Skeiðum, sem vinna nú að þessu hagsmunamáli sínu og landsins alls. Húsfreyjan hef- ur einkum látið til skarar skrfða og sér um hundaræktunina á- samt tveim svissneskum bónda- dætrum, sem vistuðust að Ólafs- völlum nýlega. Þarna hefur ræktunirt • farið fram frá því i vetur og ef vel fer mun þess gætt f framtíöinni, að íslenzki hundurinn eigi áfram bústað sinn á Islandi. JafnVel gæti f arið svo, að það að eiga alíslenzkan hund yrði til álitsauka og er jafnvel nú. Margir hafa komiö við sögu íslenzka hundsins og frásagnir af honum hafa birzt furöulega víða á preriti. Við minnumst áð-! eins á einn mann í því sam- bandi, Watson, Englendinginn, sem var á ferð hérlendis 1955 og 1956 og safnaði saman 8 hund- um, sem hann ræktaði síðan á hundabúi í Bandarfkjunum, Watson lét þó ekki við það sitja heldur samdi hann bók um fslenzka hundinn, og munu senni lega hvergi jafnmiklar upplýs- ingar um þetta gæflynda dýr Iiggja frammi. Ennfremur sendi hann fslenzka hundinn Vask frá Þorvaldsstöðum á eina helztu hundasýningU heims — Cruft's- sýninguna f London. Vaskur hlaut þar hinn mesta frama, sem íslenzkum hundi hefur hlotnazt — var valinn meðal beztu hund- anna, en þaö er sérstakur heið- úr. Ef til \UI verða stofnhundarn- ir á Ólafsvöllum, setri ræktað- ir. eru til að viöhalda fslenzka hundastofninum, til þess að ís- lenzka hundakynið hefjist aftur til vegs og virðingar eftir að hirðulaus landsiýður hafði nær af ógætni séð á bak hinum sfð- asta fslenzká fjárhundl. Erika, svissneska bóndadóttirin að gefa hvolpunum og tíkinni Tátu. Píla er ein þeirra, sem varðveita mun fslenzka hundastofninn. Lýsa á afmæli á morgun - verður þriggja mánaða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.