Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 7
V1SI R . Laugardagur 27. júlí 1968. 7 KIRKJAN 0 6 Komið, - göngum í Ijósi Drottins iitr 44 // /~krðin, sem eru yfirskrift þessa máls eru tekin úr riti Jesaja spámanns. Þegar hann bar þau fram, bjó þjóð hans við meiri efnislega velsæld en jafn- vel nokkru sinni, — fyrr eða síðar. Þetta var u.þ.b. 750 árum fyrir Krists burð á síöustu stjórnar- ánim Asarja eða Ussía konungs. — Þegar hann settist á kon- ungsstól hafði aðkoman að vísu verið óglæsileg, en méð óvenju- legum forystuhæfileikum sínum hafði honum tekizt að rétta viö hag ríkisins, svo að brátt stóö allt með miklum blóma. Filist- amir hinir gömlu erfðaféndur höfðu verið gersigraðir og yfir- ráö Gyðinga færð út, svo að jafnvel minnti á veldi Davíðs. — Konungurinn var virtur og af honum stóð ótti meðal ná- grannanna. Hann hafði öflugum her á að skipa. Jerúsalem var traustlega víggirt og vei búnar vamarstöðvar voru víðsvegar á landamærunum, til þess að verj- ast hugsanlegum innrásum. Og Ussía var ekki aðeins mikill herkonungur, — hann var mikilhæfur stjómandi, einnig inn á við, framtakssamur fjár- málamaður og snjall skipuleggj- andi. Frá Rauöahafshöfninni Etat sigldu skip hans tH fjar- lægra landa, — aHt suöur með Afrfku og til Spánar, — sóttu þaogað verðmætan vaming og verzkmm blómgaðist. í öBu því, er hið efnislega varðaði, virtist þjóðin vel sett. Menn höföu áður þekkt erfiöa daga, en það heyrði liönum tíma t&L og margir þóttust þess full- vássir, að þeir dagar mundu aádrei aftor koma, — já, flestir virtost áiíta, að velgengnin Myti að veröa varanleg, því fengi hélzt ekkert breytt. Hinir eldri mundu að visu þá tíma, er þjóðin hafði orðið aö búa að sínu, en nú streymdu er- lendar vörur inn í landiö, þeir kynntust háttum og siðum ann- arra þjóða, er sumar höfðu á- stæðu til aö óttast þá og öfunda og ófáir meöal Gyöinga fóru aö finna þó nokkuð til sín. Þeir nutu velsældar heima fyrir, — ótta og virðingar út á við, og eðlilega urðu menn sjálfumglað- ir. Þeir höfðu aldrei haft það svo gott. Undir forystu konungs síns höfðu þeir horfið frá ör- birgð til allsnægta, og ekkert virtist mundu geta stöðvað framsókn þeirra. En hvers vegna, hugsar nú e.t.v. einhver, er veriö að rekja hér 2700 ára gamla sögu? Jú, þetta sem hér hefir verið rakiö er ekki aðeins gömul saga, svo sem nánar veröur vikið að síðar í þessu máli og þaö skal áréttað strax, að hún er sífellt að gerast. Sérhverri þjóð, er skjótlega kemst frá allsleysi til auðs, hættir til að líta á sig öðrum þjóðum ágætari og láta sér fJtt um finnast arfinn frá liðnum dögum. Stjórnmálamenn og aðrir ráðamenn ala og gjarn- an á þessari afstöðu, — hugsa um það eitt að hefja hiö efna- hagslega ástand, en gefa einatt lítinn gaum að siðferöislegum og félagslegum veilum er oft sækja einmitt í sig veðrið á efnahagslegum velsældartímum. Almenningur lætur sér og vel líka, meðan nóg er að hafa af brauði og leikum, gleðst yfir auðveldum aðgangi að alls ky’ns efnislegum gæðum og gætir þess ekki, að allt er þetta á harla ótraustum grunni reist, þar sem hinn siðgæöislega grund völl skortir, — neitar að taka tillit til þeirrar staðreyndar, að þar sem innri máttarviðirnir eru fúnir, þar veröur ytri velsæld ávallt hætt. En víkjum aðeins aftur að aö- stæðunum í umhverfi Jesaja: Menn horfðu á hin stoltlegu hat- skip, — á vöruskemmurnar pakkaðar varningi, — á blóm- lega akra sína, og víngarða og hugsuöu sem svo: Allt þetta ber velgengninni órækt vitni. Vér þurfum ekkert að óttast. Vér höfum búið vel .í haginn fyrir oss og afkomendur vora. Fram- undan hlýtur að bíða sívaxandi velsæld og blómlegir tímar. Þaö var til slíkra manna. er höfðu allt til alls og uppteknir voru af ytri velgengni sinni, sem Jesaja dirfðist að hrópa: Kom- ið, göngum í ljósi Drottins .... Mér virðist ýmislégt með ís- lenzkri þjóð í samtíð vorri hýsna áþekkt því, er var um það sam- félag er Jesaja taldi svo mikla þörf á auknu ljósi Drottips. Einnig vér höfum á liönum KÓRINN I HÓLSKIRKJU. - Hólskirkja í Bolungarvík er reisulegt hús og vel við haldið. Hún tekur um 200 manns í sæti. Innrétting hennar er sérkennileg að því leyti, að prédik- unarstóllinn er yfir sjálfu altarinu. Mun slíkt ekki vera í öðr- um kirkjum hér á lahdi nú orðið. Hólskirkja er vel búin að skrúða og gripúm, m. a. á hún pípuorgei. I turni hennar eru stórar klukkur, svo hljómsterkar, að í þeim heyrist út á Skála- víkurheiði. Kom það sér vel meðan Skálavík var í byggö og stökka þurfti á brott ýmsu óhreinu, sem gerði ferðamönnum marga glettu á viðsjáium fjallvegi. tíma átt erfiða daga og þurfum raunar ekki að horfa langt um öxl til þeirra. Vér munum mörg kreppuárin, er fóru á undan heimsstyrjöld- inni síöari, þegar atvinnuleysi var landlægt og fjöldi fólks hafði naumast til hnífs og skeiö- ar. Hin síðari árin hafa svo verið með allt öðrum svip. Vér höfum notið efnalegrar velsældar meiri en nokkrir þeir, er lifað hafa í þessu landi, vér höfum haft meiri tekjur en feður vorir og afar heföu látiö sig dreyma um. Og fjármunir hafa fyrir mörg- um orðið tákn velgengni og vel- farnaðar, og margir virðast'hafa lifað I þeirri trú, að vér hlytum að búa áfram við sívaxandi vel- sæld. Það kæmi af sjálfu sér og þá væri Iíka öllu vel borgið. En á þessari mynd eru því miður ýmsir dökkir skuggar, og þá hefi ég ekki þaö í huga fyrst og fremst, að á síðustu misser- um höfum vér orðið þess mjög áþreifanlega vör, að efnisleg velsæld vor stendur ekki svo föstum fótum sem vér höfum gjarnan vilja teija oss trú um. Nei. látum þaö liggja á milli hluta hér, en að hinu vildi ég aðeins víkja sem ekki er síöur ískyggilegt, að á undangengnum velsældarárum hafa ýmsar siö- gæðislegar veilur orðið æ meir áberandi. Áreiðanleiki og orðheldni virðast t.d. taldar úreltar dyggð-' ir. Verður þess víða vart. hvort heldur átt er Við opinberar skrif- stofur, verzlunarfyrirtæki eða einstaklinga. Til viðbótar má svo nefna stórfelld skattsvik, smygl, svika- og fjárdráttarmál, er hafa rekið hvert annað, þótt auðvitað hafi þar ekki allt verið fram dregið. — taumleysi í skemmtana og nautnalífi, þar af leiðandi virðingarleysi fyrir algildum lögmálúm, — vax- ándi uppivöðslu og skepimdar- fýsn barna og unglinga, — að ekki sé minnzt á vafasama ieið- sögn stjórnmálamannanna á umliðnum árum. Og af hverju stafar allt þetta og svo ótal margt annað ó- nefnt? Ástæðúrnar eru efalaust ýms- ar og standa sjálfsagt margar og margvíslega í sambandi við þá snöggu menningarröskun eða þjóðiífsbreytingu, sem hér hefir orðið. En ég er í engum vafa um, að höfuðástæðan og grundvall- armeinið er það, að við Ijóma hinnar ytri velsældar og fyrir áhrif ýmissa villuljósa hefir Ijós Drottins daprazt fyrir augum vorum, Fyrir vanrækslu vora og vanrækt andlegra verðmæta, já, fyrir tómlæti vort um iðkun trúarinnar og rækt, höfum vér smám saman verið að glata þeim siögæöislega styrk sem lifandi trú veitir. Menn tala nú oft af takmark- aðri virðingu um vanakristin- dóm feðranna, og sjálfsagt risti hann ekki alltaf djúpt, — en það er öruggt mál, að regluleg snerting við kristinn boðskap og náðarmeðul veitir að jafnaði siögæðislegt aðhald og styrk, sem ekki verður annars staðar fenginn. Heimilisg: Irækni má nú heita úr sögunni, að öðru leyti en því, að sums staðar eru litlum börn- um enn kenndar bænir og kirkju göngur flestra eru æði glopp- óttar orönar. Margir segjast að vísu hlusta á útvarpsguösþjón- ustur, og ég veit, að svo er um ýmsa, ekki sízt þá, sem bundnir eru viö sjúkrabeð. En það mun mála sannast, að útvarpsmessur verða þeim einum aö verulegu liði, er áður hafa reglulega sótt kirkju og lifað sig inn í kristna messugjörö eða gera það jafn- framt. Allur fjöldinn heyrir út- varpsmessuna aðeins með öðru eyranu, meðan sýslað er viö matseld, mókt uppi í legubekk eða lesiö I blaði. Auk þessa er þess svo aö gæta, jafnvel þótt útvarpsmessan verði helgistund á heimilinu, að kristindómurinn er ekki aðeins einstaklingsbundinn, — hann er jafnframt samfélagslegs eðlis, þannig að veruleg kristin áhrif á samfélagið nást ekki með einkaguðsþjónustum í hqimahús um einum saman, heldur einung- is þar sem jafnframt er um að ræða lifandi safnaðarlíf, þar sem söfnuðurinn sameiginlega heyrir Guðs orð, syngur honum lof og gengur að hans borði. Guöspjöllin greina frá þvi, að Frelsari vor og Drottinn Jes- ús Kristur fór oft afsíöis til þess að vera einn með sínum himneska föður. en þau greina einnig frá hinu, aö honum var vel ljóst mikilvægi hinna sam- eiginlegu tilbeiðslu- og helgi- stunda. Hann bað ekki aðeins einn sáman á öbýggðum eða afskekkt um stöðum, heldur sótti sam- kunduhúsið reglulega, ,eflaust oftast fátæklega litla þorps- syngogu, þar sem ýmislegt var ugglaust ófullkomið. Hann, sem himninum hefir staðið næst af öllum þeim, er um jöröina iiafa gengið. taldi sig sem sagt hafa þörf á og gat sér til blessunar átt sameigin- legar helgistundir viö ófullkomn ar aðstæður með ófullkomnum mönnum. Gætum vér þá látið oss til hug ar koma, að vér séum svo miklu æðri og auðugri andlega, aö vér höfum ekkert að sækja til sameiginlegra helgistunda safn- aðarins? Jú, Islendingar vorra daga eru engir aukvisar og hér getur ým- islegt undarlegt gerzt. Ótrúlega víða er iátið að því liggja, að regluleg þátttaka í messugjörð kirkjunnar sé kristnu trúarlífi ekki ýkja nauðsynleg. Menn finni Guð enda annars staðar miklu betur, — i einrúmi, — í fjölskylduhringnum eða úti i náttúrunni t. d. Þannig tala margir og þyiijast snjallir. En þetta er býsna yfir- borðslegt tal og af mikilli skammsýni mælt, því að það er öruggt mál, að hina almennu vitund um Guð og kristnar hugsjónir, eigum vér fyrst og fremst aö þakka reglulegri boö- un. Guðs orðs og sameiginleg- um tilbeiðslustundum safnað- anna í aidanna rás. — Og ef söfnuðirnir sniðganga svo til lengdar þessar helgistundir, að hæfir menn fáist ekki til að veita þeim forstöðu og þær logn ast út af, þá mun það sannast, að þeim fækkar sem muna eftir Guöi, ieita hans og finna á næð- isstundum eða úti í náttúrunni, — og þá hljóta þær einnig að daprast og dofna hinar kristnu hugsjónirnar og áhrif þeirra í lífi hversdagsins. Þess vegna er það nú höfuð- Ég ræði hér ekk' um þau heiönu öfl, er vilja kristindóm og kirkju feiga, en ófáir vel- viljaöir meölimir kirxjunnar af- saka með ýmsunj hætti stopular kirki' .öngur sínar. Þeir hafa sem stendur takmarkaöan áhuga á viðhorfum og viðbrögðum prestanna, segja sumir, — þeir séu enda andlausir pokar, er snúi glöðu sólskini fagnaðarer- indisins í gráa þoku, — búnað- ur kirknanna sé ófullkominn og ýmisiegt í formi messunnar ó- aðgengilegt. Þaö skal fúslega játaö, aö mikiö kann að vera til í öllum þessum aðfinnslum, og ég hefi enga tilhneigingu til að draga hér úr ábyrgö prestanna, eins og starfsbræður mínir vita. En mundi það með öllu óhugsandi, að þessir ágallar kunni að ein- 9-> 13. sfða. „Þar sem siðgæðisvitund og þroski hefur þorrið, er efna- legu öryggi og sjálfstæði á- vallt hætt ‘, segir sr. Þorberg- ur Kristjánsson í sinni njöllu og tímabæru hugvekju í Kirkjusíðu Vísis f dag. Hana skyldu menn lesa með gaum- gæfni. — Séra Þorbergur er Boivíkingur að ætt og upp- runa f. 1925, stúdent á Ak. 1946 og kand. í guðfræði 1951 með mjög hárri I. eink. Síðar stundaði hann framhaldsnám í Englandi. Sr. Þorbergur var vígður til Skútustaða 28. okt. 1951, en næsta haust varð hann sóknarprestur í heima- byggð sinni, þar sem hann hefur þjónað síðan. — Kona sr. Þorbergs er Eiín Þorgils- dóttir úr Boiungarvík. nauðsyn, aö allir þeir sem telja það einhverju varða, að vitund- in um Guö megi vaka i hugum manna, — að kristnar hugsjónir megi móta mannlegt samlíf, — þess vegna er það nú höfuð- nauðsyn, aö ailir þeir sem þetta vilja, sameinist um að hefja guðsþjónustu til aukins vegs og áhrifa með því að sækja hana reglulega og taka þátt í henni. Haldist áfram þaö tómlæti al- mennings um kirkjunnar mál, að stjórnmálamennirnir telji sér óhætt aó bjóða henni hvaö sem er, þá fer þjóökirkjunni að veröa hætt. En þaö sem við tæki af henni, eins og hér er mál- um háttaö, yröi aö öllum líkindum þaö, að veruleg- ur hluti þjóðarinnar yröi algjör- lega án ailra tengsia viö kristna kirkju, — aðrir og miklu fleiri en nú yrðu í smásöfnuöum og sértrúarflokkum, þar sem for- ystumennirnir oft eru lítt mennt aöir öfgamenn. Vér veröum aö gera oss grein fyrir því, aö ef söfnuöirnir afrækja til lengdar kirkju sína, þá er full hætta á, að eitthvaö þessu líkir hlutir gjörist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.