Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 27. júlí 1968. „Litlu hrepparnir efnum nútímans" Rætt v/ð Unnar Stefánsson, framkvæmdastjóra Sameiningarnefndar sveitarfélaga valda ekki verk- ■ Unnar Stefánsson, við- skiptafræðingur, fram- kvæmdastjóri Sameiningar- nefndar sveitarfélaga og starfsmaður Sambands is- lenzkra sveitarfélaga. Sem slíkur hefur hann sótt heim alla helztu landshluta, haldið marga fundi með sveitar- stjórnum og kynnt hugmynd- ina um nýja skiptingu 'ands- ins I sveitarfélög, þannig að tveir eða fleiri hreppar sam- einist í einn. Ennfremur hef- ur hann fylgzt náið með und- irbúningi að gerð landshluta- áætlana, sem hér hafa hafizt, og meðal annars farið Nor- egs og Vestur-Þýzkalands að kynna sér slík mál. — Við heimsóttum Unnar Stefáns- son á skrifstofu hans við Hlemmtorg og inntum hann frétta af, hverjar horfur væru um árangur af starfi hans. Unnar Stefánsson. SAMEINING HREPPA. Hver er reynsla þín af starf- inu.í þágu sameiningar sveitar félaga? Fyrsta reynsla mín gefur til kynna, að þaö hljóti aö vera eitt brýnasta mál okkar tíma að efla og styrkja héraösstjómina og iaga hana að nýjum aðstæðum. Grunneiningin, hrepparnir, er elzta félagsmálastofnun í land- inu, sem starfað hefur samfellt frá upphafi byggðar. Þeir hafa ávallt átt mikilsverðu hlutverki að gegna í okkar þjóðfélagi. Nú mun mönnum hins vegar orðið ljóst, að þessi litlu umdæmi sníða sveitarstjóminni allt of þröngan stakk. Verkefnin, sem við er að glíma, hafa vaxið upp úr þessari þröngu félagsheild. Gjörbreyttar samgöngur, sími og annað hafa gert kleif sam- skipti fólks á miklu breiðara svæði en áður var. Hvaða verkefni er hér helzt um að ræða? Sveitárfélögin voru frá fornu fari framfærslustofnanir. Hrepp- arnir hafa nú reynzt of litlir til aö geta sinnt fræðslumálum. í rúm 30 ár hefur verið unnið að sam einingu hreppa um skóla, en því hefur miöað mjög skammt. Af því leiðir, að sveitaæskan býr víða við miklu erfiðari aöstæð- ur til menntunar en æska ann- ars staðar á landinu. I heilbrigð ismálum ná læknishéruðin yfir stærri heildir, og þau mál hafa verið leyst meö lögboðinni sam- stöðu hreppa. Ýmsum málum, sem hrepparnir eiga að annast, svo sem heimilishjálp, hafa litlu hrepparnir ekki getað sinnt. Sjúkrasamlög í fámennum hrepp um þola ekki nein skakkaföll. Brunavarnir eru víða óleyst verkefni. Síðast en ekki sízt, er sjálf sveitarstjórnin of veik. Fólk í sveitum fer á mis við nauösynlega þjónustu. í dreif- býli hafa bændur varla tök á, samfara búskap, að sinna stjórn sveitarmála eins og vera þyrfti. í lögum eru ákvæði, að fleiri hreppum en einum sé heimilt að ráöa sameiginlegan sveitar- stjóra, en reynslan sýnir, að slík samvinna hefur hvergi kom izt á. Síðari ár hafa þó 25 ungir menn tekiö að sér störf sveitarstjóra í stærri hreppum, það er að segja kauptúnum, og hefur það reynzt mjög hag- kvæmt, að einn maður helgi sig algjörlega framfaramálum við- komandi byggðarlags. Við stefn um að því, að hinir nýju hreppar verði það stórir, að þeir hafi fjárhagslegt bolmagn til að ráða sérstakan sveitarstjóra. 1 slikum heildum, sem þyrftu að hafa yfir 1000 íbúa, mundu skapast að- stæður til að leysa ýmis verk- efni, sem hinar smærri ráða ekki við. Sem dæmi mætti taka fræðslumál, rekstur bókasafna, landgræðslu náttúruvernd, skipulagsmál, æskulýösmál, barnavernd og atvinnumál. Að því yrði stefnt, að hvert byggð- arlag, sem er landfræðileg, sam gönguleg, félagsleg og menn- ingarleg heild, yrði einnig stjórn arfarsleg heild. FÁ KAUPSTAÐIRNIR AÐILD AÐ SÝ SLUFÉLÖGUN- UM? Sýslufélögin gætu væntanlega ekki myndað slíka heild? Á nokkrum stöðum á landinu mætti hugsa sér, aö nýtt sveit- crfélag næði yfir núverandi um- dæmi sýslu. Annars staðár yrðu fleiri hreppar í sýslu. Annars er víða þörf að endurskoða sýslu- mörk, sem víða eru úrelt orð- in. Þannig eru til dæmis tveir hreppar við Eyjafjörð, sem til- hevra Þingeyjarsýslu, sem ættu landfræðilega, að heyra Eyja- fjarðarsýslu til. Á Fljótsdalshér aði hefur veriö að rísa upp byggðarkjami á Egilsstöðum, og að ýmsum framkvæmdum þar standa tíu hreppar á Héraði, svo sem byggingu og rekstri félags- heimilis. Óeðlilegt verður að telj ast, að þessir hreppir séu sinn í hvorri sýslunni. Þannig eru Eg- ilsstaðir og þrír aðrir hreppar á Héraði i Suður-Múlasýslu, en hinir hrepparnir í Norður-Múla- sýslu. Fljótsdalshérað yröi mynd arlega sveitarfélag með yfir 2000 íbúum. Þá virðist einnig óeðlilegt, aö til frambúðar þurfi fólk í Njarð víkum og Miðneshreppi, kem býr í næsta nágrenni við bæjar fógetann í Keflavík að eiga öll viðskipti við sýslumanninn í Hafnarfirði, til dæmis hlýtur aö vera öfugsnúið fyrir þetta fólk að þurfa til Hafnarfjarðar með afgreiðslu smávægilegra erinda, svo sem um veðbókarvottorð, nafnskirteini, ökuskírteini og sllkt. Hver yrði staða kaupstaðanna í framtíðinni? frá grunni samkvæmt fyrirframgerðun ákvörðunum stjórn- valda. Rætt er um, að þorpið sé vel i sveit sett til að verða byggðakjarni fyrir Austfirði. Eins og kortið ber með sér, er það á krossgötum um samgþngur á landi og í jofti. Kort- ið fylgir aðalskipulági, sem gert hefur verið fyrir Egilsstaða- kauptún og á að gilda 1968 — 1988. Þar, sem kaupstaöur er mið- stöð samgangna og verzlunar i héraði, væri eðlilegra, að hann ætti aöild að sameiginlegri yfir stjórn þess. Nú eiga þeir ekki einu sinni aðild að sýslunefnd- um, sem þó eiga hægast með að reka stofnanir sínar í kaup- staönum. Þannig eru Akureyri og Sauöárkrókur til dæmis aö sjálfsögðu eölileg miðstöö fyrir þróttmikla héraðsstjórn, sem næöi yfir allt byggðarlagið. Styrkari héraösstjórn væri þá hentugt umdæmi til að annast ýmsa þjónustu, svo sem rekstur sjúkrahúsa og læknamiðstöðva, löggæzlu, framhaldsmenntun og • VIÐTAL DAGSINS sérskóla, byggða- og listasöfn, sundlaugar, félagsheimili, tann- læknaþjónustu, skipulagsmál og fleira. Einnig á ísafjörður að eiga aðild að sameiginlegri yfir- stjórn framfaramála á norðan verðum Vestfjörðum. BYGGÐAÁÆTLANIR. Eru horfur á, að kjördæmin geti oröið eðlilegur grundvöll- ur héraðsstjórnar? Hin seinustu ár hefur verið stofnað til samtaka sveitarfé- íaga í Reykjanes- og Aust- fjarðakjördæmi, Fjórðungsþing Norðlendinga endurskipulagt og unnið að stofnun sveitarfélaga- sambands á Vestfjöröum. Þessi samtök fjalla um ýmis sameig- inleg mál kjördæmisins, og þá fyrst og fremst í sambandi við svonefndar byggðaáætianir, Fyrsta landshlutaáætlunin hér á landi, Vestfjarðaáætlunin, fjall aði eingöngu um framkvæmdir hins opinbera. Það var mikill galli á því starfi, að kjörnir M ■' fulltrúar heimamanna skyldu ekki hafa átt beina aðild að því. Það væri styrkur, er unnið verð- ur að áframhaldi skipulagðrar uppbyggingar, ef þeir hefðu slíka aðild. Til þess að svo megi verða, þurfa sveitarstjórnir að hafa umboö fyrir meiri fjölda íbúa en nú er. Það er líka for- senda fyrir starfhæfum sam- tökum. Við undirbúning Norðurlands- áætlunar, sem nú er unniö aö, verður haft samstarf við sveitar félög á Norðurlandi. Þa8 verður fyrsta verkefni nýráðins starfs- manns Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi að annast beinlinis gerð Austurlandsáætl- unar í samráöi við Efnahags- stofnunina. Þaö hefur ekkert heyrzt um þessa Ausftjarðaáætlun fyrr. Getur þú skýrt nánar frá henni? Nýlega hefur Bergur Sigur- björnsson, viöskiptafræðingur, hafið starf, sem framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga i Austfjaröakjördæmi. í viðtali í timaritinu Sveitarstjórnarmál skýrði hann frá þessu og jafn framt, að fyrstu þættir þessar- ar áætlunar yrðu raforkumál og samgönguáætlanir. í raforkumál um eiga Austfirðingar mikið í húfi, hvort Lagarfoss verður virkjaður. Mikill áhugi virðist vera á Austurlandi á aukinni áherzlu á skipulagðri uppbygg- ingu atvinnumála, opinberrar þjónustu og menntamála, og eru þar mikil verkefni ólevst. Ef til vill hafa forustumenn þar og á Norðurlandi fundiö betur en fólk í öörum Iandshlutum, hver nauðsyn er á því aö efla svo heimastjórn héraðanna, að þau verði þess megnug að veita þá þjónustu, sem nútíminn krefst. Hrepparnir eru í dag alls ekki í samræmi við þessi verkefni. Þegar menn gera sér þetta ljóst, 10 síða IISIHBDR | BHNW ÞAÐ ERU LESENDUR, sem hafa orðið i þessum þætti okk ar, sem birtist eins oft og efni gefst til. Margir skrifa okkur stutt og góð bréf, en listin að segja frá er að vera rtuttorður og gagnorðiu eins og forfeður vorir, bega’ beir rituðu fslendingasögurn- ar. Bréf til okkar eíga að senif ast til eftirfarandi heimilis- fangs: Dagblaðið Vísir, „Les- endur hafa orðið“, Laugavegi 178, Reykjavík. MINNISMERKI UM SUNDLAUGARNAR • Við hér ibúar við gömlu sundlaugarnar viljum skjóta þv að borgaryfirvöldunum, hvort ekki væri unnt að byggja nokk urs konar minnismerki um sund laugarnar gömlu á þeim staö. sem þær voru. Þar mætti t. d hafa Iitla en snotra tjörn og reyna með einhverju móti aö minna á þaö, sem sundlaugarnar hafa verið okkur íbúum Reykja- víkur, og reyndar mörgum öör- um. Heyrit hefur, að i ráði væri að byggja raðhús á þeim staö, sem sundlaugarnar voru á, en nú viljum viö sem sé koma á framfæri þessari uppástungu. ÍLái f Laugarnesinu. ISl STRÆTISVAGNARNIR FANGELSI? • Það er fáheyrð ósvífni og tillitsleysi, að láta farþega biöa mínútum saman við lokaðar dyr strætisvagna, eða þar til vagn- stjórinn kemur, kannski á sein- ustu sekúndu til þess að leggja af stað. Ég hefi séð allt aö 10 manns bíöa við lokaðar dyr — í rigningardembu. Getur stjörn SVR ekki gert sér grein fyrir, að margt af því fólki, sem hér um ræðir, er fólk af æskuskeiöi, kannski þreytt í fótum eftir að hafa rekið erindi sín? Og hvaöa heimild er til aö loka menn inni í vögnunum eins og gert er? Ég hefi heyrt, að strætisvagna- skýli eigi að koma á torgið. Það leysir ekki vandann að fullu. Eða eiga menn að iðka sprett- hlaup meö vagnstjórunum suöur eftir Lækjargötu til dæmis eöa upp á Hverfisgötu? Aö síðustu: það er ekki viö vagnstjórana að sakast helflur SVR. — 1. ÍSI SÓLBAÐSKÝLI • Sundlaugin nýja er glæsi- legt mannvirki og gaman er að koma þangað og synda í tæru vathinu og móka í heitum ker- unum. Sumt hefði að vísu mátt betur fara í skipulagi staðarins. en það má vafalaust segja um öll okkar mannanna verk. Mig langar þó til að koma einu á framfæri sem brýna nauösyn ber til að athuga nú um hásumariö. Það vantar aðgreind sólskýli fyr ir karla og konur. Mér dettur í hug aö handa okkur stripl- ingunum mætti nota suðurhorn svæðisins og yrðu þá kallarnir í öðru horninu og kellingarnar í hinu. Mundi þá nægja að setja upp veggi úr þunnum dúk, þvi að með haustinu yrðu þeir tekn- ir niöur. Þannig mætti útbúa dýrindispláss handa okkur sól- dýrkendum, þar sem viö gæt- um legiö í grasinu og látið far,- vel um okkur — án þess að hneyksla náungann. Díana. Með kveðju til þáttarins „Les- endur hafa oröið“. V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.