Vísir - 29.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 29.07.1968, Blaðsíða 2
V í S I R . Mánudagur 29. júlí 1968. VAFASAMAR VÍTASPYRNUR FÆRÐU VAL ANNAÐ STICIÐ — Ósanngjörn úrslit i leiknum á Akureyri — Akureyringar mun befri abilinn, þrátt fyrir fjarveru Jóns Stefánssonar, Guána og Skúla — Her- mann lék aðeins nokkrar minútur Tvær vafasamar vítaspymur færðu Valsmönnum annað stigið í leiknum móti Akureyri í gær. Akureyr- ingar vora mun betri aðilinn, þrátt fyrir að í liðið vantaði þrjá af beztu mönnum þess. Vítaspyrnur þær, sem dómarinn dæmdi Valsmönnum vora vægast sagt mjög vafasamar, og verður því að segjast að Valsmenn hafi verið mjög heppnir með úrslitin. Eftir þennan leik era Akureyringar enn efstir í mótinu, en sigri KR- ingar Vestmannaeyinga verða KR-ingar jafnir að stig. lim. Þeim leik var frestað, þar sem ekki var flugveður frá Vestmannaey'am í gær. Sem fyrr segir voru Akureyring- ar mun betri aöilinn í leiknum. í fyrri hálfleik sóttu þeir nálega lát- .1 laust, og oft og tíðum skapaöist I mikil hætta við markiö. Akureyr- ir.„ar skoruöu fyrra mark sitt á I 15. mínútu. Þá fékk Kári Árnason ianga sendingu fram völlinn, og er hann er utan vítateigs er Sig- uröur Dagsson kominn úr Vals- markinu móti honum. Tókst Kára að skjóta fram hjá Sigurði og í tómt markið. Tveim mínútum síðar er knött- urinn sendur fram. Kári leikur með hann að hliðarlínu vítateigs, sendir hann vel fyrir markiö. Val- steinn Jónsson, útherji er þar til Kári, markahæstur með 8 mörk eftir 6 leiki. Jón Stefánsson, fyrirliði og Iykilmaður iBA-liðsins, hefur ekki getað leikið síðustu leiki vegna meiðsla. staðar og sendir knöttinn viðstöðu- laust í netið af stuttu færi. Á 26. mínútu hefst harmsaga dómarans, Baldurs Þórðarsonar, sem fram að þessu hafði dæmt mjög vel. Ævar Jónsson, bakvörð- ur IBA, var einn með knöttinn í vítateigshorni, langt frá öllum öör- um léikmönnum. Hrökk knötturinn þá í handlegg hans, og dæmdi dómarinn þá umsvifalaust víta- spyrnu, sem Reynir Jónsson skor- aði örugglega úr. Það ;em eftir var hálfleiksins sóttu Akureyringar nær látlaust, sem og fyrir vítaspyrnuna. Lék lið- ið oft og tíðum mjög vel og komst oft í hættuleg færi. Valsmenn léku undan vindinum I í síðari hálfleik og náðu þá oft hættulegum tækifærum, einkum var það Ingvar Elísson, sem nú lék i Valsliöinu eftir nokkurt hlé, sem var hættulegur og ógnaði oft meö hraða sínum. Samt voru Akureyr- ingar betri aðilinn í þessum hálf- leik, sem hinum fyrri. Valsmenn jafna síðan leikinn á 22. mínútu. Þvaga c framan við mark Akur- eyringa. Baldur Þóröarson, dómari, dæmir þá hendi á Gunnar Aust- fjörö, sem lék í stöðu miðvarðar í fjarveru Jóns Stefánssonar, sem er enn meiddur frá leiknum við Val í Reykjavík. Mótmælti Gunnar dómnum strax, og sagði að knött- urinn hefði ekki einu sinni snert sig, en dómarinn dæmdi umsvifa- laust vitaspyrnu. Reynir Jónsson skoraði enn ör.igglega úr vítaspyrn- Þaö sem eftir var leiksins sóttu unni. Akureyringar nær viðstöðulaust og myndaðist oft stórkostleg hætta við mark Valsmanna, en ekki tókst að skora. Kom bæði til óheppni Akureyringa, svo og frábær mark- Staðan í 1. deild í knattspyrnu , eftir leikinn í gær: IÍBA iXR . FRAM 1VALUR IÍBV I !BK 7 3 4 0 12-5 10, 6 6 ,7 6 f 3 2 2 3 2 3 2 0 0 2 1 16—8 8' 1 11-9 71 2 13-11 7 | 4 8—15 4 4 2—14 2 I í // Engan sjens" sagÖi dómarinn um siðari vitaspyrnudóm sinn Baldur Þórðarson, dómari i leiknum á Akureyri í gær, var að því spurður eftir leikinn, hvers vegna hann hefði dæmt síðari vitaspymuna, sem enginn hefði séð, að réttmætt hefði verið að dæma. Baldur svaraði ósköp blátt áfram: „Ég vildi ekki gefa heimaliðinu neinn „sjens“.“ Akureyringar eru mjög sárir yfir framkomu dóm- arans f leiknum á Akureyri i gær. Segja þeir, að dómarar úr Reykjavik séu alltaf látnir Jæma leikina á Akureyri, en dómarar af landsbyggðinni, svo sem Rafn Hir'talin eða Guðjón Finnbogason séu látnir sitja hjá. Dómararnir eru orðnir mikið vandamál i islenzkri knattspyrnu, og eru mjög nær- tæk dæmi um það. Greinilegi er, að eitthvað róttækt verður að gera til aö reyna að bæta þar úr. Markahæstu menn: Kári Árnason 8 Hermann Gunnarsson 6 1 Reynir Jónsson 5 | Helgi Númason 5 i ^lafur Lárusson 4 Eyleifur Hafsteinsson 4 1 Gunnar Felixson 3 | Sigmar Pálsson 2 | Ásgelr Elíasson 2 Hallgrímur Júlíusson 2 ' Valsteinn Jónsson 2 I Auk þess hafa 11 leikmenn skorað eitt mark hver. í kvöld er næsti leikur á ís- ) landsmótinu, 1. deild. Leika þá i á Laugardalsvelli FRAM og | ÍBK. Leikurinn hefst kl. 20.30. I Sjá annars staðar á síðunni. Undanrásir í biknrkeppni FRI Undanrásir í Bikarkeppni Frjáls- þróttasambands íslands í Reykja- vík fara fram 31. júlí og 1. ágúst n. k. Reykjavíkurfélögin þrjú, Ár- mann, IR og KR taka þátt í keppn- inni og fara tveir beztu flokkarnir í úrslitakeppnina ásamt fleiri félög- um utan af landi. Þátttökutilkynningar í Reykja- víkurriðli þurfa að berast til Karls TT'Mm. í síma 38100, fyrir 29. júli Ingvar Elísson lék á ný með Valsliðinu eftir töluvert langa fjar- veru. Ekki tókst honum þó að skora mark, eins og á myndinni hér, sem er úr Ieik við ÍBK. varzla Sigurðar Dagssonar, sem oft og tíðum varði glæsilega, þrátt fyrir opin færi norðanmanna. Lauk leiknum því með jafntefli, sem vægast sagt eru mjög óréttlát úr- slit leiksins. I liði Akureyrar vantaði þá Jón Stefánsson, Guðna Jónsson og Skúla Ágústsson, en allir voru þeir fjarri vegna meiðsla eða veikinda. Veikti þaö að vonum liðið mjög, en samt lék það mjög vel, var létt og vel spilandi. Inn, í liðið í staö þessara manna komu þeir Aðal- steinn Sigurgeirsson, Númi Frið- riksson og Eyjólfur Ágústsson (bróðir Skúla). Beztu leikmenn Akureyrarliðsins voru þeir Kári, Magnús Jónatansson, Gunnar Austfjörö og Pétur Sigurðsson. Samúel var og ágætur í markinu, enda fékk hann ekki á sig önnur mörk, en úr vítaspyrnum Reynis. Þá var Þormóður góður, átti sinn bezta leik á sumirnu. í liði Vals var Reynir Jónsson beztur og átti ágætan leik. Hall- dór Einarsson, miðvörður var og mjög góður, og Siguröur Dagsson í markinu, sem oft bjargaöi meist- aralega. Landsliðsmaðurinn Þor- st^inn Fiiðþjófsson var einnig góö- ur, traustur og fastur leikmaður. Hermann Gunnarsson varö að yfirgefa völlinn eftir stutta stund. Kom hann inn á með vafiö hné, og gat ekki leikið nema nokrra stuni Dómarinn Baldur Þóröarson dæmdi í heild vel, en vítaspyrnu- dómar hans voru vægast sagt mjög vafasamir. Helzti galli £ dómum hans var að hann hafði allt of litla yfirferö, sem skapaði það, að hann sá ekki brot, sem framin voru er menn sneru frá hon- um. Hann var of fjarlægur þeim stöðum, sem boltinn var á. herb. Goíf á Akureyri Keppn. Golfklúbbs Akureyrar um Valbjarkarbikarinn svokallaða fór fram á golfvellinum á Akureyri á laugard/.g. Leiknar voru 18 holur, og forgjöf að tveimur þriðju. Úrslit urðu: 1. Hafliði Guðmundsson, 72% högg. 2. Gunnar Sólnes, 73 högg. 3. Þórarinn Jónsson, 73% högg. Fram-ÍBK í kvöld Anton liklega ekki með Fram leikrn við ÍBK í 1. deild á Laugardalsvellinum kl. 20.30 í kvöld. Keflvíkingar mega nú fara að sækja sig, ætli þeir að eiga möguleika á því að vera áfram í 1. deild, án þess að þurfa að leika um það sérstakan leik. Keflvíkingar hafa aðeins slcoraö 2 mörk í 1. deildarkeppn- inni til þcssa, í 6 leikjum. Þeir hafa fengið á sig 14 mörk. Framliöið verður að sigra í leiknum í kvöld til þess að eiga einhverja möguleika á sigri í 1. deildarkeppninni. Framliðið átti mjög lélegan leik móti KR fyrir nokkru og lék þá langt frá sínu bezta. Slíkur leikur mun ekki veita félaginu meistara- tignina í knattspyrnu. Ekki er vitað hvort eitthvað verður um forföll vegna meiðsla i leiknum, en þó mun Anton Bjarnason, hinn ágæti miðvörð- ur Fram, að öllum likindum ekki leika með. Hann er meidd- ur, og hefur ekki getað leikið síðustu leiki. r 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.