Vísir - 29.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 29.07.1968, Blaðsíða 8
V í S IR . Mánudagur 29. júlí 1968. 8 _____________ _________________ Útgefandi. Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axal Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: 4.ðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Ný /ðnjbf'dun Eitt af mikilvægustu úrlausnarefnum þjóðarinnar á komandi árum er að halda áfram að virkja fallvötn landsins og aðrar náttúruauðlindir, svo sem jarðhit- ann. í því felst forsenda og grundvöllur vaxandi iðn- væðingar landsmanna. Rafvæðingu landsins hefur verið haldið kappsam- lega áfram á undanförnum árum. Yfir 97% lands- manna hafa nú fengið raforku, um 95% frá almenn- ingsrafstöðvum og um 2% frá einkarafstöðvum. Allir kaupstaðir og kauptún landsins eru rafvædd, en þar búa um 85% þjóðarinnar. Um 86% sveitabýla í land- inu hafa fengið rafmagn. Að því er stefnt, að öll býli hafi fengið rafmagn á árinu 1970. í árslok 1966 nam samanlagt afl almenningsrafstöðva í landinu tæpum 170 þúsund kílóvöttum, en Búrfellsvirkjun ein, sem lokið verður á næstu árum í tveim áföngum, mun verða 210 þúsund kílóvatta orkuver. Framhaldsvirkj- anir í landinu verða hér eftir afar mikilvægar fyrir iðnþróunina á öllum sviðum. íslenzkur iðnaður er nú á mikilvægum tímamótum. Erfitt árferði til lands og sjávar hefur opnað augu manna til fulls fyrir því, hve mikilvægt er að gera íslenzkt atvinnulíf fjölþættara. Beinist þá athyglin fyrst að iðnaðinum. Áætlað er, að fjölgun vinnufærra manna á næstu 20 árum muni nema um 35 þúsund- um. Hvar eiga þessar komandi kynslóðir að leita at- vinnuöryggis? Ekki er talið líklegt, að frumatvinnu- greinarnar, landbúnaður og fiskveiðar, muni geta tek- ið við fjölgun starfsfólks svo nokkru nemi. Byggist sú skoðun á reynslu okkar og annarra á því, að enda þótt framleiðsla og afköst aukist í þessum greinum, muni aukin tækni og vélvæðing jafnframt draga úr aukinni vinnuaflsþörf. Fyrirsvarsmenn iðnaðarins í landinu virðast gera sér Ijósa grein fyrir hinu mikla og jafnframt erfiða hlutverki, sem iðnaðarins bíður. Efnt hefur verið til iðnkynningar á þessu ári. Höfuðtilgangur hennar er að auglýsa íslenzkan iðnvarning og vekja athygli al- mennings á, hve mikilvægt sé að nota eftir megni íslenzkan iðnvarning, að búa sem bezt og mest að sínu. Iðnaðarmálaráðuneytið hefur, í samráði við Iðn- þróunarráð, styrkt samtök iðnrekenda og iðnaðar- manna við þessa kynningu. Óhætt er að fullyrða, að almenningur hefur tekið henni vel og veitir henni athygli. Félag íslenzkra iðnrekenda hefur nú auglýst starf útflutningsráðunautar. Hefur ríkisstjórnin heitið styrk til þess að hefja undirbúning og rannsóknir á því, hvaða möguleikar kunnf að vera fyrir hendi á út- flutningi iðnaðarvara, og hvemig mætti stuðla að slíkum útflutningi í framkvæmd. Með vaxandi skilningi á mikilvægi iðnaðarins ber að veita honum þá örvun og aðstoð, sem í upphafi þarf til þess að grundvalla nýja iðnþróun á íslandi. II )) ( Myndin var tekin við afhendingu vinninganna: frá vinstri Brrgi Eyjóifsson, er tók við fyrir hönd Katrínar Bragadóttur, Sigurður Magnússon, Ásta Erlingsdóttir, Indriði P. Ólafsson, Þorgeir Lúðvíksson og Valgarð Briem. Hlutu Loftleiðaferð fyrir umferðarvörzlu í gær, þegar tveir mánuðir voru liðnir frá gildistöku hægri umferðar, fengu fimm umferð- arveröir afhenta vinninga, sem þeir höfðu hlotiö í happdrætti, sem efnt var til fyrir sjálfboða- liða, er störfuðu að umferðar- vörzlu á H-dag og þar á eftir. Þessir fimm sjálfboöaliðar hlutu Loftleiðaferð til New York og vikudvöl þar. Loftleiðir gáfu flugfarið og afhentu þeir Sigurð ur Magnússon, blaðafulltrúi Loft leiða og Valgarð Briem, for- maður Framkvæmdanefndar hægri umferðar vinningana. Áð- ur búið að afhenda fimm vinn- inga, sem var vikudvöl í Skíða- skólanum í Kerlingarfjöllum. Framkvæmdanefnd hægri um ferðar efndi til þessa happdrætt is fyrir umferöarveröi, en alls tóku þátt í umferðarvörzlu, sem sjálfboðaliðar, á -annað þúsund manns, vfða um landið. Fékk hver umferðarvörður einn happ- drættismiða fyrir staðna vakt, og síðan var dregiö úr afhent- um miöum. Þeir, sem hlutu Loft leiðaferð til New York og viku dvöl þar voru: Ásta Erlingsdóttir, Ólafur Ing ólfsson, Indriði P. Ólafsson, Þor geir Lúðvíksson, Katrín Braga- dóttir. Mikil bókaútgáfa í haust Útgefendur skýra frá fyrirætlunum sinum Jj^nnþá er hásumar, en þó eru margir farnir að hugsa til haustsins, einkum þó bókaútgef endur, sem verða að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Baldvin Tryggvason, forstjóri Almenna bókafélagsins tjáði blaðinu, að bókaútgáfa þess ) haust yröi meö svipuðu sniði og liöin ár. Ef til vill kæmu út nokkru fleiri bækur en í fyrra, en viöaminni. Ekki sagði Bald- vin, að endanlega hefði verið á kveðið, hvaöa bækur veröa send ar á markaöinn, en hann skýrði frá fyrirhugaðri útgáfustarfsemi í stórum dráttum. Útgáfu alfræðisafnsins verður haldiö áfram, og koma þrjú síðustu bindin í því út í haust. Þessi útgáfa hefur reynzt mjög vinsæl, og er upplag hinna fyrri bóka senn á þrotum. Þá kemur einnig út í haust bók með sv'puðu sniði og Fugla bók A.B. — fiskabók, sem Jón Jónsson fiskifræöingur hefur. þýtt og staðfært. 1 tilefni af fullveldishátíð- inni kemur út bók sem nefnist „1918“ eftir Gísla Jónson menntaskólakennara á Akur- eyri. Ein eða tvær islenzkar skáld sögur koma út hjá A-menna bókafélaginu í haust en ekki vildi Baldvin segja neitt nánar frá þeirri útgáfu. Fjórar ljóða- bækur munu einig koma út og þar að auki ný útgáfa á „Fögru veröld" eftir Tómas Guðmunds son. Almenna bókafélagið mun einnig senda frá sér skáldsögu sem Ólafur Jónsson hefur þýtt. þar er um að ræöa bók rithöf- undarins Olaf Sundmann, sem hlaut bókmenntaverðlaun Norö urlandaráðs. Þessu til viðbötar kemur út. ný bók í flokknum „íslenzk þjóðfræöi. Þar er um að ræða bókina „íslenzk orðtök“ eftir Halldór Halldórsson prófessor. Jón Þórarinsson tónskáld hef ur lokið við að skrifa ævisögu Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar, og mun Almenna bókafélagið gefa hana út í haust. Þegar blaðið ræddi við Bald- vin Tryggvason, var hann bjart sýnn á bókaútgáfuna í haust og fók það sérstaklega fram aö sér virtist vera vaknandi og vaxandi áhugi á Ijóðabókum, einkum meðal yngri kynslóðar- innar. Einnig hafði blaöið samband við Bókaútgáfuna Rökkur og fékk þær upplýsingar aö útgáfu bækurnar eru tvær. Önnur er „Ævintýri íslendings og' aðrar sögur“ eftir Axel Thorsteins- son og er þetta þriöja og síðasta bindið af hinum gömlu sögum höfundarins. Hinar eru stríös- tímasögurnar (frá tíma fyrri heimsstyrjaldarinnar) — en sú bók kom í hitteð fyrra, 4. út- gáfa („Horft inn í hreint hjarta og aðrar sögur frá tíma fyrri heimsstyrjaldarinnar"), og, „Börn dalanna og aðrar sveita- sögur“, 2. útgáfa í fyrra. Hin útgáfubókin í ár er safn ævin- týra „Smalastúlkan sem fór út í víða veröld og önnur ævintýri“ með myndum. Ævintýri þessi eru endursamin úr ensku og einkum ætluð fyrir „yngstu les endurna". Bækurnar koma á markaðinn hér á hausti kom- anda. Á næstu dögum mun Vís- ir skýra nánar frá útgáfubókum annarra forlaga. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.