Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 2
LAUSAR STÖÐUR Stöður skólalækna við nokkra barna- og gagn- fræðaskóla borgarinnar eru lausar til um- sóknar. Umsóknir sendist Heilsuverndarstöð Reykja- víkur fyrir 31. ágúst n.k. Reykjavík, 6. ágúst 1968. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Ársæll Kjartansson hefur hér náð að „hreinsa“. T. v. er hinn snjalli miðherji Vm, Sævar Tryggvas. VlSIR . Miðvikudawr 7 áí-úst 19RS. Tveim var vísað af velli i „hnefa■ leik"KR og Vestmaanaeyja KR vann 4:3 í harkalegasfa leiknum i 7. deild i langan tima og hafa nú sezt á toppinn með Akureyri ■ Það var nog að gera hjá knattspymuáhugamönn- um í gær. Fyrst voru það hin harðsóttu tvö stig (og dýrmætu), sem KR-ingar fengu að lokinni einhverri hörðustu og ljótustu viðureign, sem lengi hefur sézt til tveggja knattspyrnuliða hér, — og eftir þeysireið heim af vellinum: Benfica og Manch. United í sjónvarp- inu. Hvílíkt kvöld. En snúum okkur að leiknum í gær- kvöldi á Laugardalsvellinum. Þama urðu tveir leik- menn, sinn úr hvoru liðinu, að yfirgefa völlinn. „Afskipti Ellerts af dómum mín- um urðu ekki þoluð“, sagði Valur Benediktsson, dómarinn í leiknum þar sem viö hittum hann að máli að leikslokum. Ellert fékk reisupass ann um miðjan seinni hálfleik, er KR haföi yfir 3:1. Um brottvikn- ingu Sigmars Pálmasonar sagöi Val ur að ekki hefði annað komið til greina, Sigmar hefði elt Þórólf uppi til aö sparka í hann. Þaö eina sem hægt hefði verið að gera var að vísa manninum af velli, en þá voru eftir 5 mín. af leik og staðan 4:3 fyrir KR. Rétt á eftir mótmælti Höröur Markan dómum Vals kröft- uglega og geröi sig líklegan til aö beita hann valdi. Félagar hans gengu á milli, en Höröur fékk á- fram aö leika þrátt fyrir þetta. ,,Ég gat ekki vitað hvaða kippir þetta voru í manninum. Mér fannst ekki frekar ástæða til að hann færi af velli þeirra vegna“, sagði Valur. Þær mfnútur, sem eftir voru mót- mæltu leikmenn í sífellu og ljótur leikur varð jafnvel enn ljótari, en dómarinn dæmdi þvf miður, allt of lítið, og hafði nákvæmlega enga stjórn á leiknum. Þessi leikur KR og Vestmanna- eyja í Laugardal verður eflaust lengi í minnum hafður. Við erum ekki vanir hörku atvinnumannanna en hana var sannarlega að finna þarna í „meginlandsloftslaginu" í gærkvöldi. Veður og öll skilyrði voru fyrir hendi til að leika knatt- spyrnu, allt nema skap leikmann anna, sem virtist fljótlega hafa spillzt, og átti dómarinn að því er virtist nokkra sök á, — leit út fyrir að dómar hans fan- meira en lft- iö í taugar leikmanna. Vestmannaeyingar voru í byrjun öllu hættulegri aöilinn, enda skor- uðu þeir fyrsta markiö. Sævar Tryggvason, hinn skemmtiegi mið- herji Vestmannaeyja, skoraði með skalla af markteig, 1:0. Þrem mín. síöar átti vinstri útherjinn gott færi, en skaut f hliðarnetið. Gunnar Felixson komst einn inn fyrir eftir klaufalega vörn. Hann skoraði þá 1:1. Hörður Markan átti góöa sendingu á Gunnar, sem hann notfærði sér vel. Á 41. mín náði KR forystunni, 2:1. Það var Ellert, sem skoraði örugglega úr víta- spyrnu. Raunar þurfti tvö brot tii aö sannfæra dómarann um að víta spyrna væri óumflýjanleg, fyrst hendi, þá gróft brot í kjölfarið, sem réttilega var dæmt á. Ellert skoraði ekki úr vítaspym- unni, en náði „frákastinu" frá markverði, leikmenn Vestmanna- eyja biðu rólegir á vítalínu, en fvigdu ekki eftir, Ellert var því einn til að taka við boltanum og skora. Snemma í seini hálfleik virtist Þórólfur Beck hafa gert út um þennan leik með fallegu marki sínu 3:1. Hann komst upp undir mark- teiginn, skaut á ská í hornið fjær, mjög laglega gert. Síðar í leiknum sannaði Þórólfur svo að ekki veröur um villzt aö hann getur skotið, — og að hann á aö skora meira af mörkum sjálfur. 1111111 llilillllf enda var það svo í reynd að menn fengu sína dóma yfirleitt að vetri til, þegar knattspyrna er ekki iök- uð. Upp úr þessu sóttu Eyjamenn Staðan i j 1. deild í knattspyrnu \ eftir lelkinn i gær: • © ÍBA 7 3 4 0 12-5 10 • KR 7 " 2 120—1110« FRAM 7 3 3 1 13—10 9; VALUR 7 2 3 2 13-11 7« ÍBV 7 2 0 5 11—19 4« ÍBK 7 0 2 5 3—16 2 2 • Markahæstu menn: • Kári Árnason Helgi Númason 7: Hermann Gunnarsson 6 • Reynir Jónsson e; Ólafur Lárusson 5« Gunnar Felixson 4: Þóróifur Beck 32 Sævar Tryggvason 3* • Síðasta sending 2 Einar Ámason 32 Skúli Ágústsson 3 o Sigmar Pálmason 32 Þórólfur Beck 2» Karl Hermannsson 2l Hörður Markan 2 2 Guðni Jónsson 2« Reynir Jónson 2! Ólafur Lárusson 2» • • Ellert að yfirgefa völlinn, þjálfari KR, Walter Pfeiffer, kemur á móti Ellert inn á völlinn. Ekki var laust viö að vítaspyrnu bragð væri af broti á Gunnar Felix- son á 7. mín., en Valur dómari taldi ekkert athugavert. Á 15. mín. var skoti Óskars Lárussonar bjargað í horn af línunni, en rétt á eftir eða á 20. mín. fær Ellert Schram að yfir gefa völlinn. Þess skal getið hér að ekki verða leikmenn þessir „straffaðir“ þunglega. Það vill svo til að EÍlert bar sjálfur upp til- lögu á þingi KSÍ I vetur um aö breytta meðferð mála sem þessara, mun meir, miklu skoti var bjargað á marklínu KR af markverði og bakverði, en á 21. mín var ekki hægt að bjarga skoti Vgls Ander sen af löngu færi, boltinn fór í stöng, í markvörðinn, Guðmund Pétursson og inn. AÖeins mínútu 'síðar launaði dugnaður framlimi Eyjamanna sig með marki 3:3. Það var Sævar sem skoraði örugglega, komst innfyrir. Eftir þetta var engu ] líkara en að þjóðhátíð væri á vellin j um, slík var stemningin og fjörið, keyrði jafnvel stundum úr hófi j fram. Ólafur Lárusson gerði þó út um þennan ieik, lék sig laglega að ! endamörkum, markvörðurinn gerði líklega ekki ráð fyrir skoti þaðan ætlaöi að taka „fyrirgjöf" frá Ólafi, en þar reiknaði.hann skakkt. Bolt- inn þaut í beina linu þessa ótrúlegu ieið inn að marklínu og í markið, j 4:3. — Þannig sigraði KR Vest-; mannaeyjar og settist f forystusætið ■ í 1. deild ásamt Akureyringum með ‘ 10 stig. Meistaramót Reykjavíkur i frjálsum á morgun Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum fer fram á íþróttaleikvangi Reykjavíkur borgar í Laugardal dagana 8. og „ ágúst 1968. Keppt verður í þessum grein um: Fyrri dagur: Karlar: 200 m hla'up, 800 m hlaup, 5000 m hlaup, 400 m grindahlaup, há- stökk, langstökk. kúluvarp, spjótkast, 4x100 m boðhlaup. Konur: 100 m hlaup, hástökk. kúluvarp, kringlukast, 80 m grindahlaup. Seinni dagur. Karlar: 100 m hlaup, 400 m hlaup, 1500 m hlaup, 110 m grindahlaup, stang arstökk, þrístökk, kringlukast, sleggjukast, 4x400 m boðhlaup. Konur: 200 m hlaup, langstökk spjótkast, 4x100 m boðhlaup. Mótið er stigakeppni milii Reykjavíkurféiaganna og eru reiknuð stig af 6 fyrstu mönnum - og sveitum í hverri grein. — Hverjum báttakanda er aðeins heirnii þátttaka í 3 greinum hvom keppnisdag auk boð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.