Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 4
Svo sem fram hefur komiö, er hin nýkjörna „ungfrú alheimur" frá Brasilíu. Eins og myndin sýn- ir tvímælalaust, er þetta kosta kona. Blöðum á Norðurlöndum hefur borizt fjöldi bréfa, einkum frá piparsveinum, sem eru dóm- endum þakklátir fyrir valið. Einn f þeira segir til dæmis eitthvað á þessa Jeið: „Hún er svo sannar- lega fögur og þokkafull — hún hefur allt það, sem konur eiga að hafa, hið rétta sköpulag, yndis- þokka konunnar og heillandi fram komu. HUn er hin rétta stUlka, sem er sköpuð til að verða móðir, sem gefur mikið, enda hefur nóg að bjóða og gefa. Hvernig er það með stUlkurnar okkar. Þær minna á þvottabretti." Svo mörg voru þau orð. „Allir vilja táldraga Gandy44 Ný kvikmynd með stórstjörnum byggð á klámsögu í desember verður hafin í Bandaríkjunum sýning á kvik- myndinni Candy sem byggð er á keimsfrægri klámsögu. Þar koma íram margir heimsfrægir leikar- ar, svo sem Richard Burton, sem leikur prófessor. Ennfremur Marlon Brando í hlutverki dul- spekings og bftlastjarnan Ringo Starr, sem er kvensamur Mexi- George Hamilton endur- heimtir kvenhylli sína Gerge Hamilton er hetja. Hver segir það? Hann sjálfur. Samt hef ur gengið á ýmsu um vinsældir hans að undanförnu. Hinn 29 ára leikari var lengi í öngum sínum, eftir að Linda Bird Johnson gift- ist öðrum. Þá virtust kvikmynda félögin ekki hafa sérstakan á- huga á honum. Hann hlaut einn- ig ámæli fyrir skipti sín við her- inn, og kom sér undan herþjón- ustu. Illar tungur segja, að það hafi hann átt að þakka tengslum sínum við Hvíta hUsið. Hamilton lifði þessi ósköp af. Honum finnst, að hetjueiginleik- arnir hafi átt drjúgan þátt í því. Þessi fágaða manngerð hefur ekki verið í tízku f kvikmyndum síðan 1937. í kvikmyndinni „Valdiö“, sem sýningar eru hafnar á erlend is leikur hann prófessor, þótt ekki geti hann talizt lærdómslegur út- lits. Hann flækist í tiiraunir með lifandi fólk. Leikkonan Suzanna Pleshette hefur margt til að bera, sem forsetadótturina skorti, þaö er ýmsa ytri kosti. Nú vona menn, að Hamilton sé búinn að jafna sig. Hann er ókvæntur og býr með móöur sinni í 34 her- bergja íbúð í Beverly Hills. George Hamilton og Suzanna Pleshette stinga saman nefjum. Candy litla hefur hryggbrotið Richard Burton og Ringo Starr, en fellur loks fyrir Marlon Brando. kani. Þeir, sem lesiö hafa bökina, undrast mjög, hvernig unnt er aö gera sijilega kvikmynd úr því verki, sem er frá byrjun til enda klámfengnar, opinskáar lýsingar á ástarlífi karls og konu. Ef til vill mótast kvikmyndin fremur af kímni skáldsögunnar en klám- inu. ímynd Candy er hin átján ára Eva Aulin frá Stokkhólmi, sem fyrir nokkrum árum hlaut titilinn „ungfrú alþjóðlegur táningur" f keppni, þar sem fulltrúar frá fjöl mörgum þjóðum börðust um þann mikla heiöur. Hún varö hlut- skörpust úr hópi fallegra stúlkna sem vildu fá hlutverkið í Candy. Hún segir: „Þetta er alls ekki eðlileg kvikmvnd. Allir reyna að draga mig á tálar. í bifreiö, hús- bíl, á heimili, læknastofu, flugvél, jafnvel á billiardborði. Þeir reyna það allir saman, jafnvel frændi minn og faöir." Buck Henry var undrabarniö, sem tók viö Candy og breytti verkinu úr klámfenginni ritsmíð í kvikmynd, sem var nægilega virðuleg til þess, að fjöldi merkra leikara tók að sér hlutverk. Að- spurður um hlutverkin, segir Henry: „Viö náðum í alla. Dean Rusk ieikur ef til vill þar, en McNamara er erfiðari! Spurningin er: Candy eða Alþjóðabankinn? Ég held, að bankinn hafi áhugá á auglýsingu, og hann mun velja Candy. Við viljum fá Ho Chi Minh til aö leika tvo þriðju af síömsk um tvíburum." Framleiðandinn Robert Haggiag er jafn ringlaður vegna velgengni sinnar. Hann hefur lýst því yfir, aö svo kunni aö fara, að frumsýn ingin verði í Sistine kapellunni. „Þaö er þó enn leyndarmál“, seg ir hann, þvi að páfinn hefur ekki leyft það.“ Á meðan Vatikanið í- hugar kosti og lesti kvikmyndar- innar, eru áróðursmenn önnum kafnir út um állar trissur til að sýna myridir og tölur um hana, likt því sem eitt sinn gerðist um trúboða, er þeir kynntu Biblíuna. Hvaö sem allri þessari vitleysu líöur, má búast við, að kvikmynd- in Candy nái vinsældum, vegna leikenda og kímninnar, og ekki er ólíklegt, aö eitthvað eimi eftir af beroröum lýsingum, er jafnan örva aðsókn. Enn um hreint land og fagurt Mér varð hugsað til þess, þeg ar ég hlustaði á þáttinn, Daglegt líf, sl. laugardag, en í þættinum voru viðræður um hina miklu herferð fyrir bættri umgengni, I að ekki væri alltaf víst, að rétt / ir aðilar væru hafðir fyrir sök. 'j En í þessum þætti nefndi einn viðmælenda sem dæmi um slæma umgengni á víðavangi, ; að hann hefði verið á ferðalagi Sprengisandsleið fyrir tveimur eða þremur árum og hefði leiðin verið „vörðuð“ af tómum bjór- i flöskum og gefið í skyn, að um f erlendar bjórflöskur hefði verið ') að ræða, þó ekki væri það sagt !) bcrum orðum. Þarna var því ' um töfaldan „glæp“ að ræða. I Ekki var talið vafamál, að um 1 íslenzka sóða værl að ræða, þess vegna vil ég bæta því við, ein í mitt vegna þess, að ég er mjög /, fylgjandi þessari herferö fyrir í bættri umgengnl úti í f náttúrunni, að mestu sóðar, J sem ég hef staöiö að verkl, ef sVo má að oröi komast, voru út- | lendir. í það skipti stóð ég unga j Þjóöverja að því að ryðja grjóti , í Bláa hverinn á Hveravöllum, J og fannst þelm ekki nóg að gert ) að henda því grjóti sem var | á næstu grösum, heldur voru i þeir að kjagast með stórgrýti framan á bringunni úr hrauninu og ætluöu að ryðja í hverinn, þegar við komum að nokkrir ferðafélagar. Það kostaði illindi og snörp orðaskipti, að þeir skyldu ekki koma ætlan sinni í framkvæmd. Einnig hefur mað ur séö útlenda feröamenn höggva hér skóg í eldivið af meira tilfinningaleysi, en ég hefi séð til innlendra ferðamanna, þó slikt hafi verið gert af sumu innlendu ferðafólki óvægilega. Auðvitað kemur þetta að nokkru leyti af því, að hinir útlendu ferðamenn gera sér ekki grein fyrir, hve mikla vinnu og fyrirhöfn þaö kostar að viöhafa hér _ róðurvernd og skógrækt. Ég vil þvi viö bæta, bað sem sagt hefur verið um innlenda ferðamenr., að nauðsynlegt er að gera beim útiendu ferðamönn- um sem hingað koma lióst um leið og beir eru boðnir velkomn ir, að því aðeins teljist þeir góð- ir gestir, að þeir virði land okk ar og óspillta náttúru með góðri og smekklegri umgengni. Slíkar ábendingar mætti láta útbúa á smekklegan hátt og afhenda ferðamönnum um leið og þeir koma inn f landið. Starfsmenn Útlendingaeftirlitsins mundu geta afhent slikar ábendingar um leið og þeir skoða vegabréf feröafólks. Kostnaöur af þessu þyrfti ekki að vera óviðráðan- legur. Annars held ég, að umgengn- in sé verst hjá bilaferðafólkinu, sem setur : ig niður á hinum svo kölluðu vinsælu feröamanna- stöðum, eins og t.d. Þórsmörk, Þingvöllum og Laugarvatni, svo einhver nöfn séu nefnd. Einnig er það mjög algengur Iöstur, að fólk hendi rusli út um bíiglugga en þaö eru einmitt slíkir ósiðir sem þarf að venja fólk af. Það er t.d. góð regla í bílum, hvort sem er í einkabílum eða farþegabílum ,að hafa plastpoka til að láta i alls konar rusl, f.d. appelsínubörk og umbúölr utan af ^sælgæti. Pokanum má svo henda í ruslatunnur á áninga- stöðum og við bensínafgreiðslur, en ruslatunna ætti að vera sjálf sögð við hverja einustu bensín- afgreiðslu, svo fólk geti hent frá sér rusli. Svo er það eitt atriði sem for- ustumenn umgengnisherferðar- innar verða aö leggja áherzlu á, og það er, að á þeim stöðum sem verið er ,að myndast við að hafa rusiatunnur, að þá séu þær tæmdar áður en þær offyllast, því það er ekkl nóg að gera það bara einu sinni á haustin. Eitt atriði enn vil ég minnast á, en það kom miög ríkt fram hjá tveimur hinna ágætu manna, sem komu fram í fyrr- nefndum útvarpsþætti, að það vantaði viðurlög, svo að hægt væri að sekta þá sem brotlegir gerðust. Væri ekki æskilegra, að leggja höfuðáherzluna á áróð ur fyrir fegurð landsins og auk- inni virðingu fyrir hinu fagra landi ókkar. Það er betra að ala ungt fólk udd í því, aö það gangi vel urp af virðingu fyrir fögru landi og óspilltri náttúru, heldur en af þrælsótta vlð verði laganna. Við höfum svo mikið af lögum og reglugeröum, sem haldið er að fólki með hótunum, enda er árangurinn mislafn. Má í þessu sambandi minnast á hvemig framfylgt er bindindi á verzlunarmannahelginni, en ég hefi ekki trú á að boða bindindi með því að leita í farangri ungs fólks, en slíkt hefur verið gert í mörgum tiifellum af slíkri heift, að það hlýtur að skilja eftir sár- indi og efasemdir hjá þeim, sem hafa verið hafðir fyrir rangri sök. Ég líki þessu saman, því ég held að meiri árangurs megi vænta með öðrum baráttuaðferð um. ( s s s s s s s < Þá vil ég skora á hina skel- eggu baráítumenn fyrir bættri umgengni úti í náttúrunnl, að halda áfram á sömu braut, en ekki með hótunum, heldur með því að opna augu fóiks fyrir því, að fsland er of fagurt land til að því verði snillt í hugsunar- leysi af sóðaskan, Þrándur f.Götu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.