Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Miðvikudagur 7. ágúst 1968. 5 ■Htmusii Gúrkan annað en álegg og í salat "yiö nMBMim ailar vera sammála um iþaö, að nú sé tíminn til að safna vítamínum fyrir vetur- inn. /jö gerum það meö þvi aö vera úti £ sól, þegar hún skin og emtág meö hoilu og tilbreyt- kigarriku fæði. Gúrbur eru þaö grænmeti, sem váð höfum einna lengst færi á að ná í og nota sem vitamín- gjafa. En það er leiöigjarnt aö nota þær allt sumariö út á hinn hefðbundna hátt sem álegg á brauð eða í salat. Því birtum viö hér nokkrar uppskriftir af gúrku réttum, sem geta verið aðal- uppistaða máltíðar ef súpa er höfð á undan. • Fylltar, heitar gúrkur: Skerið gúrkuna niður í 4—5 cm langa búta, sjóðið þá í 8— 10 mínútur og látið vatnið renna vel af. Holið þá með teskéið svo þeir verði eins og þykkir hringir. Þeytið vel saman 1 egg og 2 — 3 msk. mjólk og setjið einn iítinn bolla af skorpulausum fransk- brauösmolum í biönduna. Meðan er lítil dós af niðursneiddum sveppum og tvær matsk. hakk- aður laukur látinn krauma i smjöri á pönnunni. Bætið við ofurlitlu af skinku eða karbón- aðideigi. Takið pönnuna af hit- anum og bætið við innihaldið 1 msk. hökkuðu sellerí, nokkr- um estragonkornum, ofurlitlu salti og að lokum 8—10 hökkuð- um hnetum. Blandiö þessu í brauödeigið og fyllið gúrkumar. Sett í smurt eldfast fat og bakað við 200 gráður, þar til það er gegnum- bakaö. — Þessi deiguppskrift á að vera nægileg í 6-8 gúrkubita. • Kaldar, fylltar gúrkur: Hlutið gúrkuna niður í 4—5 cm búta, holiö meö teskeið. 2 msk. rækjuostur er hrærður sam an við 3—4 msk. rjóma. Takið 2 —3 rækjur af 150 grömmum rækju fyrir hvern gúrkubút til skrauts. Afganginn af rækjun- um skerið þið niður og blandiö við ostasósuna með ofurlitlu af hakkaðri steinselju. Látið hvern gúrkubútinn á tómatsneið og fyllið bútana með deiginu, skreytið með- rækjum, sítrónu- sneið og steinselju í toppinn. 1 stað rækju og rjóma má nota dós af kröbbum og majon- es. Með þessum rétti er gott aö bera fram snittubrauð og smjör. • Steiktur fiskur og gúrkun Kreistið ofurlítinn sítrónu- safa yfir fiskstykkin áður en þið veltið þeim upp úr eggi og brauðmylsnu. Steikið . á pönn- unni, takið af henni. Gúrkuten- ingar eru settir á pönnuna og látnir krauma í feitinni, stráð yfir ofurlitlu salti og pipar og bætið við nokkrum skeiðum af rjóma. Hellið yfir fiskinn og berið fram strax. • Gúrkusósa: V SííQ>eytið 1 y2 dl. rjóma og £ setjið £ hann ofurlítiö salt og / paprflcu. Flysjið litla gúrku, skiptið henni i tvennt og takiö kjarnann úr. SneiðiiJ í smáten- inga, blandið í rjómann ásamt einni msk. púrru og kannski of- urlítilli steinselju. Hér er önnur uppskrift af sósu, sem er góð með steiktum fiski. Setjið einn hakkaðan lauk, 3—4 tómata og 1 mulinn hvít- laukshring í olíu, sjóöið saman. Stráið yfir ofurlitlu salti og pip- ar og bætið við flysjaðri gúrku í bitum, sem kjarninn hefur ver- ið tekinn úr. • Gúrkusúpa: Vi kg gúrka í bitum, flysjuð og án kjama er sett í kæli í nokkra tíma ásamt 1 tsk. salt, Vi tsk. pipar, 2 msk. hakkaðri steinselju og gjarnan 10—12 hökkuöum valhnetukjömum. Þegar súpan er borin fram hell- ið þið Vi 1- súrmjólk yfir gúrku- teningana, setjið áður tvo ísmola á hvern súpudisk og ausiö blöndunni yfir. Ef súpan virðist of þykk getið þið þynnt hana á þann hátt að bæta i hana ofur- litlu af þunnu kjötsoði (af ten- ing). IVúna er melónan komin I verzl anir. Ef þið skylduð eiga eft ir afgang eöa viljið nýta hana sem bezt notiö þið kartöflu- flysjara til að n'á sem mestu af kjötinu. Skerið í teninga, sem eru svipaðir að stærð og hafið í forrétti ýmiss konar. Melónan er enginn dónamat- ur á morgunverðarborðið, þegar hún er sett í teningum I ábæt- isglas, ofurlitlum pipar stráö yf- ir og „limejuice" hellt yfir. Þetta er bandarísk uppskrift. Blandið hindberjum saman viö melónuteninga, setjiö ofurlít- inn sykur yfir og dreypið sherry á. Geymið blönduna á köldum stað í nokkra tíma. Hellið vermouth yfir melónu- teningana, sem hafa verið settir i ábætisglös. Báðir þessir réttir eru bornir fram mjög kaldir og Gúrkur og melónur eru vítamínsgjafar, sem hægt er að nota bæði á venjulegan og óvenjulegan hátt. Melónan á óvenjulegan hátt passa vel sem ábætisréttir. Melóna og ofurlítiö af skinku- sneiðum er ágætis forréttur. — Passið að skinkan sé í hæfilega þunnum sneiðum þar sem reykta bragðið má ekki vera ráðandi yfir melónubragðinu. Að lokum er hér lúxus-for- réttur með melónu. Setjiö mel- ónuteningana saman viö rækjur í ábætisglös og hellið yfir sósu úr eggjarauðum, sem hafa verið þeyttar í froöu með sykri (ekki of miklum) og bragðbætt með ofurlitlu sinnepi, sherry Og mel- ónusafa og Iétt með ofurlitlum þeyttum rjóma. Skreytt er með rækjum og bera á þennan rétt fram fskaldan. Hægt er aö búa þennan rétt til nokkru áður en bera á hann frám, en hellið sós- unni yfir rétt áöur en bera skal réttinn fram. AUKIN ÞÆGINDI AUKIN HIBÝLAPRÝDI V/ð eruin sammála nwood UPPÞVOTTAVÉLIN ER FULLKOMLEGA SJÁLFVIRK. HRÆRIVÉLIN ER ALLT ANNAÐ OG MIKLU MEIRA EN VENJULEG IIRÆRIVÉL. KENWOOD hrærivélin býð- upp á fleiri lijálpartæki en nokkur önnur hrærivél, til þess að létta störf húsmóð- urinnar. KENWOOD hræri- vélin er auðveld og þægileg í notkun. Kynnið yður Kenw.ood og þér kaupið Kenwood hrærivélina. KENWOOD uppþvotta- vélin er með 200Ó w. suðuel.ementi. Tekur í einu fullkominn borð- búnað* fyrir 6 og hana er hægt að staðsetja hvar sem er í eldhúsinu. Inn- byggð. Frístandandi eða fest upp á vegg. Verð kr. 6,890.- — V/ðgerðo og varahlutafajónusta Sími 11687 21240 Laugavegi 170-172 TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR FL4ÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM LAUOAVEC 62 - SfMI 10625 HEIMASlM! 6363« æáriiK H BOLSTRUN 'V 1 SvefnbekKir i úr ali á •■-erkstæðisverði. rökum að okkui hVers konar múrbroi og sprengivinnu i húsgrunnum og ræs um Leigjum út loftpressur og vibn sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats ionai AlfabrekkL við Suöurlands braut, simi 10435 Vöruflutningar um allt land LfíNDFLVTMNG/m # Ármúla 5 Sími 84-6 Auglýsið í VÍSI a im

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.