Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 8
s VI S IR . Miðvikudagur 7. ágúst 1968, VISIR Útgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór tJlfarsson Auglýsingar: VSalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: t augavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. V/ð búum oð viðreisninni þeim fatast ekki samspilið, stjórnarandstöðublöðun- um, er þau tala út í hött dag eftir dag um eðli erf- iðleikanna, sem við er að stríða í þjóðarbúskapnum. Að vísu er viðurkennt einstöku ’sinnum, að verðfall útflutningsafurða geti skapað viss vandræði og ekki sé heldur auðvelt að eltast við stopula síldveiði 700— 800 mílur norðaustur í hafsauga. Og Tíminn segir með stærsta letri, að um 90% af túnum bænda séu kalin og ónýt í heilum héruðum. En lítið er talað um, að slíkt skapi þjóðfélagsleg vandamál, svo teljandi sé. Nei, — það sé viðreisnin, sem sé verri en hafís og markaðshrun. Þar sé orsakanna að leita. Tíminn segir, að bráðum eigi viðreisnin tíu ára af- mæli og verði þá fróðlegt um að litast og sjá árangj- urinn. Því er gleymt, að viðreisninni úr gjaldþroti vinstristjórnarinnar lauk fyrir um það bil tveimur ár- um. Dómsmálaráðherra sagði um þetta í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins strax árið 1965: „Viðreisninni er lokið. Það verkefni, sem nú er framundan, er að marka þáttaskil í íslenzkum stjórn- málum. Verður þar fyrst byggt á grundvelli viðreisn- arstefnunnar, frjálsu þjóðfélagi, sem brotizt hefur úr viðjum hafta með þar af leiðandi ruglaðri efnahags- skipun og jafnvægisleysi.“ Þetta var áréttað á landsfundinum 1967 og fyrir alþingiskosningarnar það ár. Það er mikið lán, að viðreisninni lauk í tæka tíð, áður en verðfall og aðrir erfiðleikar dundu yfir. Hin erfiða þjóðlífsbarátta undanfarin tvö ár hefur hvílt á grundvelli viðreisnarinnar. Það hefur verið bjargazt á þeirri verðmætasköpun og almennu velmegun, sem þá náðist. Vegna þess að við áttum mikinn gjaldeyris- varasjóð, vegna þess að við höfðum keypt til lands- ins vélar og tæki til framleiðsluaukningar, og vegna þess að við höfðum hafið fyrstu stórvirkjun vatnsafls og stóriðjuframkvæmdir í tengslum við hana, — vegna alls þessa og margs annars, hefur nú verið hægt að mæta alveg einstæðum áföllum, án þess að almenn- ingur hafi verulega fundið fyrir þeim fram til þessa. Hvernig væri ástandið í dag, ef þjóðarbúskapurinn stæði jafn báglega nú og hann stóð árið 1958, þegar Framsókn og kommúnistar gáfust upp í ríkisstjóm eftir tveggja og hálfs árs stjóm, sem einkenndist af úrræðaleysi og sviknum fyrirheitum? Lánstraustið er- lendis var þrotið og enginn gjaldeyrisvarasjóður til. Menn urðu að slást um takmörkuð gjaldeyrisleyfi, fyrstá Innflutningsskrifstofunni og síðan í bönkunum, þar sem leyfin hrúguðust upp, því að gjaldeyrir var ekki til fyrir veittum leyfum. Or þessu öngþveiti tókst að rétta við, þannig að við höfum nú haft sterka aðstöðu til að mæta hinum miklu áföllum, sem dunið hafa yfir. Við minnismerki fallinna sovézkra hermanna í Bratislava. — I fremstu röð frá vinstri: Kosy- gin forsætisráðherra, Leonid Brezhnjev og Walter UlbrichL Eftir fundsnn í Brutisluvu Tilslakanir — hve miklar? □ Það er engum blöðum um þaö að fletta, að mikils kvíða gætti meðal ails almennings í Tékkóslóvakíu eftir Bratislava- fundinn, vegna þess, að menn töldu víst. að um einhverjar til- slakanir nefði verið að ræða af hálfii leiðtoga Tékkóslóvakíu, og þvi biðu menn óþolinmóðir frek- arl skýringa. Og eins og kunnugt er af fyrri fréttum hafa leiðtogarnir gengið fram fyrir skjöldu hver af öðr- um til að reyna að sannfæra þjóðina um, að hún þurfi engu að kvíöa, — allt hafi farið eins vel og frekast var unnt aö gera sér vonir um, sjálfsforræði lands ins væri tryggt, stefnan varðandi umbætur og frelsi yröi óbreytt o. s. frv. En þrátt fyrir allar skýr ingarnar bíða menn enn — eftir að í ljós komi, hvort slakað hafi verið til varöandi skoöanafrelsiö — eftirlitið með blöðum og út- varpi og þá hve mikið, og vafa- laust er þaö eitt viökvæmasta deilumáliö, og það, sem þjóðirn- ar í Tékkóslóvakíu telja ef til vill dýrmætast af öillu er að fá að njóta skoðanafrelsis. Ef til vill er það rétt, sem haft var eftir vestrænum fréttaritara, aö þaö mundi fljótt koma f ljós, hver þróunin veröur í þessu efni. Og þegar í gær fór að byrja að koma í ljós það, sem mönn- um var áður hulið — einmitt varðandi þetta atriöi, skoðana- 'frelsið, því að þá var I fréttum getiö um þær bendingar, sem rit- stjórar og fréttamenn hefðu feng ið um „að gæta jafnan hags- muna lands og þjóðar í skrifum og frásögnum um mál kommún- istaflokkanna". Ef til vill má BSiWSSsSSSSai Dubcek og Ulbricht. — Flestir telja Dubcek sigurvegara — þótt hann hafi orðið að síaka eitthvað til. Með honum á mynd- inni er Walter Ulbricht, harðasti gagnrýnandi stefnu núver- andi valdhafa Tékkóslóvakíu. líta á þetta sem milda bendingu um að fara sér hægt og gætilega, og að sjálfsögðu er þetta í sam- ræmi við það, að efla samstarf- ið milli kommúnistaflokkanna, en meira kann að liggja á bak við, að sumra ætlan, og vestræn- ir fréttaritarar f Moskvu segja, að þar verði fylgzt vel með þró- uninni í Tékkóslóvakíu í þessu efni. Annars segja vestrænir frétta- ritarar, að allt sé kyrrt í Prag, og menn séu fegnir því að hlé verður, og vafalaust leiðtogamir fegnastir allra, þar sem þeir eiga fyrir höndum margvíslegan und- irbúning aö landsfundi flokksins f september. Og framundan eru fundir um efnahagssamstarfið innan vébanda Comecon o.s.frv. Það var Oldirch Cemik for- sætisráðherra, sem í ávarpi til 6000 manna á fulltrúafundi flokksins f Prag, bað fréttamenn að sýna þá tillitssemi sem áður var greint frá. 1 NTB-frétt segir, að í ræð- unni hafi hann lagt áherzlu á, að landið væri efnahagslega háð samstarfinu við hin kommún- istarfkin, og þar með virðist burt máð sérhver von um, að Tékkó- slóvakia geti skipulagt efnahags- líf sitt eftir vestrænum fyrir- myndum. Nýlega hefur það verið tekió f lög í Tékkóslóvakíu, að borg- ararnir skuli njóta skoöanafrels- is, en í NTB-fréttinni segir, að það geti orðið fremur þreytandi aö verða stöðugt aö hafa tillits- semi í huga og að haga sér að fyrirmælum frá því opinbera. Á hinn bóginn var tekið stórt stökk t:I skoðanafrelsis — og er einsdæmi — eftir að Dubcek afnam eftirlitið sem sett var i forsetatið Novotnys. Cernik kvað samstarfið innan vébanda Varsjárbandalagsins nauðsynlegt sem grundvöll við- skipta, kaup á hráefnum og mat- vælum og sölu á framleiöslu landsins. Vestrænir athugendur í Moskvu telja tékknesk-slóvaska leiðtoga hafa gert tilslakanir, til þess að fá viöurkenningu á um- bótastefnunni. Pravda lýsir árangrinum af Bratislavafundinum sem mikll- vægum í baráttunni gegn ofbeldi og heimsvaldasinnum. / a. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.