Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Miðvikudagur 7. ágúst 1968. 9 Forsetakosningarnar í Bandaríkjimum Flókið kerfi notað við forsetaval ^óur en langt um líður munu á að gizka 70 miiljónir Banda- ríkjamanna ganga aö kjörborðinu til að velja sér forseta, sem verður 37. forseti Bandaríkja Norður-Ameríku. Sannarlega virðast margir fúsir til að taka við þessú veigamikla embætti, og samkvæmt Iögum kemur, hver og einn innfæddur Banda- ríkjamaður, sem náð hefur 35 ára aldri, og verið búsettur í landinu 14 ár eða lengur, til greina, þegar kjörinn er forseti. Konur eru einnig taldar með, og að nvnnsta kosti ein — Marg- aret Chase öldungadeildarþingmaður Repúblíkana — gerði al- varlega tilraun til þess, árið 1964. Hér á eftir er frá því skýrt, hvernig frambjóðendur eru út- nefndir og forseti kjörinn: Ronald Reagan, sem til greina kemur sem frambjóðandi Repú- blíkana til forsetakjörs, var kvikmyndaleikari fyrr á árum. Hér sést hann fara þjálfuðum höndum um marghleypumar. Q Útnefningin: Á fyrstu árum lýöveldisins var frambjóðandi hvers flokks valinn af flokksleiötogunum, sem komu saman til skrafs og ráðageröa fyrir luktum dyrum. Mótmæli gegn þessu fyrirkomu lagi leiddu til þess að um miöja 19du öld tóku allsherjarflokks- þing að ákveöa útnefninguna. Sá háttur hefur síöan veriö á hafður um útnefningu forseta- efna. Tveir aðalflokkarnir, Demó- kratar og Repúblíkanar (eða Lýöræðissinnar og Lýðveldis- sinnar) eru alls ráöandi í kosn ingunum, þrátt fyrir að minni flokkarnir tefli einnig fram sín um frambjóðendum. Hvor hinna stóru flokka um sig notar sér- staka aöferö til að ákveða fjölda fulltrúanna, sem koma á flokks þingin, þegar frambjóöendurnir eru valdir sumarið eöa haustið það ár, sem kosningarnar fara fram. Þessar aðfefðir flokkanna eru þó svipaðar. Sendifulltrúarnir á flokksþing in eru valdir samkvæmt fylkis- lögum og í engum tveimur fylkjum gilda um það nákvæm- lega sörr.u lög. í mörgum fylkj- um, eru sendifulltrúarnir valdir beint af kjósendum sjálfum í sérstökum forkosningum. Forkosningarnar fara venju- lega fram á tímabilinu marz til júní á kosningaárinu, áður en flokksþingin eru haldin, og full trúar þau, sem þannig eru valdir, eru í flestum ríkjum skyldugir til að styðja ákveöinn frambjóðanda. Allmörg önnur ríki hafa svo nefnd „úrtakskjör", sem heita svo, vegna þess aö í þeim gefa kjósendur ti) kynna, hvern fram bjóðanda flokks slns þeir vilja helzt styðja og fulltrúar þess ríkis á flokksþinginu eru oft skyldugir til þess að kjósa snemma og þá þann frambjóð- andann, sem vinsælastur var meöal kjósenda. Flokkarnir sjá oftast um for- kosningarnar og hefur hver flokkur um sig ákveðinn kjörseð il. Kjörseðlar allra flokka, sem taka þátt í forkosningum eru fáanlegir á kjörstöðum. Hver kjósandi biöur síðan um kjör- seðil síns flokks. En milljónir kjósenda styðja engan ákveðinn flokk,’ eða vilja skipta um flokk í kosningunum. Til þess að veita þessum óháðu kjósendum áhrif í forsetavalinu hafa nokkur ríki „opnar forkosn ingar“. þar sem kjósendur geta látið í Ijósi vilja sinn án nokkurs- tillits til flokkanna. í mörgum ríkjum eru full- trúar á flokksþingin valdir með atkvæðagreiðslu á flokksþingi viðkomandi flokks í ríki eða héraði. í fáeinum fylkjum eru fulllrúamir valdir af sérstöku flokksráði. JJvernig svo sem fulltrúarnir eru valdir gefa þeir yfirleitt allgóða heildarmynd af vilja al- mennings. Áriö 1964 komu yfir 7800 sendimenn, aöalfulltrúar og varafuíltrúar á flokksþing hinna tveggja stóru flokka. Auk þess að útnefna frambjóðendur í embætti forseta og varaforseta þjóna flokksþingin öðru mark- miði, þau efla einingu flokksins og samstöðu hans um þann sem endanlega veröur fyrir valinu sem frambjóðandi, og þar er samin aögeröaáætlun, sem skýr ir grundvallarafstöðu flokksins til ýmissa mála, sem uppi eru á teningnum. Áætlun þessi get- ur yfirleitt til kynna, hvaö stefnu kosningaherferð flokks- ins mun taka. í augum erlendra gesta virð ist yfirleitt mikil ringulreið ríkja á flokksþingunum. Þau eru sér- amerískt fyrirbæri, og einstök í sinni röö. Iðandi hópar fulltrúa með spjöld, blöðrur og veifur, sem bera nöfn og myndir vin- sælustu frambjóöendanna, setja á sviö ákafar og háværar aðgerð ir. Venjan er sú að margir eru bornir upp til útnefningar þó full trúunum sé vel kunnugt um aöal keppendurna. Margir þeirra eru svonefndir „eftirlætissynir", það er að segja vinsælustu menn ein hvers fylkis, sem fulltrúar það- an eru skuldbundnir til að styðja í upphafi, en beina síðan fylgi sínu til annars frambjóö- anda, sem er sigurstranglegri. Eftir að tilnefningum lýkur, eru sendinefndir ríkjanna kall- aðar upp — í stafrófsröö, ’og byrjaö á Alabama — og starf flokksþingsins hefst fyrir al- vöru. Sá sem fær meirihluta at kvæða fulltrúanna er forsetaefni flokksins. I fyrstu getur þó fariö svo að enginn fái meirihluta. Engu að síður hlýtur það að koma upp úr kafinu viö aðra eða þriöju atkvæðagreiöslu — eða síðar — hver flokksleiðtoganna fer með sigur af hólmi. (Abra- ham Lincoln, einn mikilhæfasti forseti Bandaríkjanna, hlaut út- nefningu ekki fyrr en eftir þriöju atkvæðagreiðsluna, þar sem flokksfulltrúum haföi ekki tekizt að komast að samkomu- lagi um þá, sem fyrst voru nefndir). f?) worsetakjörið: kjördag — sem alltaf er fyrsti þriðjudagur eftir fyrsta mánudag í nóvember, fjórða hvert ár — kjósa íbúar allra ríkja um framBjóðendur hinna ýmsu flokka. í rauninni kjósa þeir um frambjóöendur Repúblíkana og Demókrata, þó aðrir minni flokkar megi, og geri, setja nöfn frambjóöenda sinna á kjörseðilinn. Jafnvel þegar kosiö er um frambjóðendurna sjálfa er fólkið í rauninni að kjósa um „kjör- menn“ sem síöan eiga að velja forseta og varaforseta, eftir að talið hefur verið í kosningunum. Hvert ríki hefur mismunándi fjölda kjörmanna sem eru jafn margir og öldungadeildarþing- menn ríkisins og fulltrúar þess á þinginu samtals. Samkvæmt gamalli hefð (þó eru til ákaflega sjaldgæfar undanteknjngar) falla atkvæði kjörmanna hvers fylkis í skaut þeim frambjóð- anda, sem hlotið hefur meiri- hluta atkvæða í hinum almennu kosningum innan fylkisins. Meirihluta atkvæöa kjörmanna þarf til að hljóta forsetaembætt ið. Það hefur tvívegis gerzt — á 19du öld —að frambjóðendur sem höföu að baki sér meiri- hluta almennra kjósenda, hlutu ekki forsetaembættið, vegna þess aö þeir fengu ekki nægi- lega mörg atkvæöi kjörmanna. Kjörmannakerfið hefur verið gagnrýnt af þeim ,sem halda því fram að það hafi haft nyt- saman tilgang á fyrstu dögum ' Bandaríkjanna þegar lítt mennt- aðir íbúar voru líklegir til að kjósa af lítilli skynsemi, en með bættri menntun er sú hætta ekki lengur fyrir hendi. Þeir sem mæla kerfinu bót, segja að það feli í sér grundvallaratriði regl urnar um vald meirihlutans. |7rarnbjó0andi hvors stjórn- málaflokks í varaforseta- embættiö <_ valinn á flokksþing unum en forsetaframbjóöandinn ræður valinu næstum óhjá- kvæmilega. Hin almenna atkvæöagreiðsla um forsetaembættiö er í raun og veru einnig kosning um vara- forsetann, sem býður sig fram með honum. Kjörmenn rfkisins kjósa aöeins eitt embættanna í einu, þeir gætu hugsanlega stað fest forsetaútnefningu almenn- ings og vísaö varaforsetanum á bug, þrátt íyrir að almenningur hafi greitt honum atkvæði — en þetta er í meira lagi ólíklegt. Embættistími forsetans, sem ávallt hefst 20. janúar eftir kosn ingar er fjögur ár. Tuttug- asta og önnur grein stjórnar- skrárinnar — sem bætt var viö áriö 1951 — útilokar að hann gegni embætti nema tvö kjör- tímabil. Hann getur engu að síð ’ur verið forseti lengur en átta ár hafi hann upphaflega ekki veriö kjörinn forseti heldur tekið við embættinu vegna þess aö fyrir rennari hans hefur látizt, sagt af sér eða af öðrum sökum ekki getaö haldið áfram störfum, hat andi gegnt embætti í meira en hálft kjörtímabil sitt. Þannig getur Bandarlkjaforseti setið að embætti í tæp tíu ár. t f * s s \ \ \ \ \ I t 1 s s I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.