Vísir


Vísir - 07.08.1968, Qupperneq 13

Vísir - 07.08.1968, Qupperneq 13
V1 SIR . Miðvikudagur 7. ágúst 1968. n JÓN LEIFS, minning 71/Teð tónskáldinu Jóni Leifs er til moldar genginn um aldur fram maður stór í broti, með ein dæmum athafnasamur maður sem að sópaði og um munaði hvar sem hann fór og við hvað sem hann fékkst .Um aldur fram að vísu: fáir munu svo glöggir að þeir hefðu ekki af útliti að dæma áætlað aldur hans nær sex tugum en sjö. Sjálfur mun liann hafa gengið þess dulinn að dagar hans væru taldir, annars hefði hann naumast látið teikna handa sér hús eigi alls fyrir löngu, enda þótt frekari fram- kvæmdum væri á frest skotið er hann kenndi sér meins, sem hann þó ekki tók mjög alvarlega, að minnsta kosti ekki í fyrstu, en sem illu heilli reið þessum fram- úrskarandi félaga vorum að fullu. Bandalag íslenzkra listamanna stendur uppi með óbætta þakkar- skuld við börur Jóns Leifs fallins, en einnig utan þess, og jafnvel land steina, mun óinnheimtanleg inneign 'hans ósmá. Að Bandalaginu átti Jón Leifs upptökin, og svo sem hans var von og vísa fylgdi hann þeirri hugarsýn sinni úr garði með oddi og egg. Það gæti verið upp á dag 40 ár síðan fundum okkar bar saman fyrsta sinni: Sumarið 1928 geröi hann sér ferð frá Berlín til Norður-Sjálands gagngert þeirra erinda, að fela mér formennskuna í hinu hugmyndaða bandalagi sínu. Færðist ég undan á þeim forsend- um, að, heimilisfang slikra sam- taka og þá um leið formanns þeirra yrði að vera á Islandi heima. Fn Jón Leifs var löngum maður fylg- inn sér: hann mundi ekki gangast fyrir stofnun bandalagsins öðrum kosti lét ha nnmig vita. Þegar hann kvaddi hafði honum tekizt að telja manni sér tfu árum eldri hughvarf: heimilisfang bandalags- fhs skyldi verða Reykjavík, enda þótt af þriggja manna stjórn for- maðurinn sæti í Danmörku, rit- arinn I Þýzkalandi, — eini heima- maður stjómarinnar var fjallagarp urinn Guðmundur frá Miödal, en hann fór sem kunnugt er fyrstur okkar. Þegar til kom hamlaði fjarbýlið raunar ekki framkvæmdum; hvor- ugúr okkar Jóns var pennalatur. Áður varði var Bandalag íslenzkra iistamanna viðurkennt sem jafngild ur aðili norrænu rithöfundasamtak- anna og deild f Alþjóða PEN. Þess varð ekki langt að bfða, að við befðum menn að heiman sem boðs- gesti á meiriháttar samnorrænum hátíðamótum, fyrsta þá Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson. Á fomu plaggi erú stofnendur og meðstofnendur taldir með nöfnum 46, en þar mun málum blandað; ástæðan fyrir því lfklega ósk- hyggja. Rétta talan mun vera öðru hvoru megin við fjörutíu, og fullur fjórðungur þeirra ennþá ofan fold- ar, auk fyrsta lögmanns félagsins, Stefáns Jóh. Stefánssonar. Bandalag íslenzkra listamanna er að þvf er ég bezt veit einstakt í sinni röð. Að stjórna því er eng- inn hægðarleikur. Ég hafði sagt Jóni, að ég við fyrsta tækifæri mundi sjá um, að formaður þess sæti heima, og það stóð ég við. Hve oft hann hefur endurreist bandalagið eða þá vakið af dróma hef ég ekki á takteinum. En hann var óþreytandi á því sem öðru. Makráðum formanni hentaði vel að hafa slíkan ritara — nema þá ör- sjaldan að í odda skarst. Sáttfús- ari mann og sáttheilli hef ég raun-' ar ekki fvrir hitt, enda öðlingur að uppruna og eðlisfari. Vinarþel Jóns til mín og framkoma gervöll var allajafna sem ætti hann í mér Höfum flutt lækningastofu okkar í Fischersund (Ingólfs-Apótek) sími 12218. Viðtalstími alla daga kl. 15—15,30, nema þriðjudaga og laugardaga. Þriðjudaga kl. 17—17,30. Símaviðtalstími í símum 10487 og 81665 kl. 8,30—9 fyrir hádegi, mánudaga til föstudaga. J | í if.a.is'T röm 3O - Æaaitn | is 1-j GUÐMUÍVÐUR B. GUÐMUNDSSON, læknir ÍSAK G. HALLGRÍMSSON, læknir Hef opnað lækningastofu í Fischersundi (Ingólfs-Apótek). Viðtalstími alla daga kl. 10—11,30 nema þriðjudaga og laugardaga kl. 16—18. Símaviðtalstími alla daga kl. 9—10 nema þriðjudaga kl. 15—16 sími 12636 MAGNÚS SIGURÐSSON, læknir. ..... .....vVJ.* hvert bein, og var ég þar aðeins einn af mörgum. Af innstu þörf var honum eiginlegt að bera menn fyrir brjósti, og er einstaklingum sleppti, þá landið og þjóðina f heild. — Síðasta samvinna okkar einkenndi hann öðru fremur. Um þátt hans í stofnun og rekstri STEFs munu að sjálf- sögðu aðrÞ fjalla; um þá hluti flesta er mér ókunnugt nema lítil- lega af orðspora. En fyrir tveimur árum þótti honum nokkru skipta að ég yrði sér samferða spöl- korn. —Réttlætiskennd Jóns Leifs var þann veg farið, að hann þoldi illa að vera afskiptur, eða sæi hann aðra sæta sömu meðferð, að sitja aðgerðalaus. Nú er það svo um lögrétt listamanna til verka sínna og afurða, er þau kunna a5 kasta af sér, að hann enn sem komið er, jafnvel meðal gamalgróinna menningarþjóða er svo takmarkað- ur, að í raun og veru er um al- gert réttleysi að ræða: eftir að höfundur hefur fúnað í moldu fá- eina áratugi er hafður á ræningja- háttur: eignin gerð upptæk til alis- herjarnýtingar athafnamanna skaða bótalaust. Innan STEFs hafði og hefur flokkur áhugamanna með Frakka í fararbroddi á prjónunum stofnun alþjóðadeildar rétthafa, ó- háða útgefendum, sem annars ráða þar mestu. Boðað var til stofn fundar, en er á hólminn kom reynd ist örðugt um vik. Af formönnum þjóðlegra félagsdeilda virtist Jón Leifs hafa verið einn af fáum, ef ekki hinn eini, sem ekki brást. Að minnsta kosti stóð hinn fallni fé lagi vor þar eins framarlega í fylk ingu og frekast varð komizt víg- reifur, seinþreyttur, sigurviss jafn vel í algerri tvísýnu að gefa frá sér kom aldrei til mála undir nein- um kringumstæðum. Varla mundi hann sammála mér um það að gott sé slíkum að ganga til hvflu — en eftirsjáin því meiri. Bandalag íslenzkra listamanna átti í Jóni Leifs sannan heiðurs forseta í fortfð og framtíð, og biöi- um vér hann öll með tölu að vel unnu verki vel fara, en ástvinum hans harmi slegnum halds og trausts f minningunni um mætan dreng. Gunnar Gunnarsson heiðursforseti B.f.L. Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verður haldinn í Sigtúni fimmtudaginn 8. ágúst 1968 kl. 10 f. h. Dagskráin: 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfa- nefndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1967. 4. Reikningur Sölusambandsins fyrir árið 1967. 5. Önnur mál. 6. Kosning stjórnar 8 endurskoðenda. Leipziger Messe Deutsdie Demokratische Repubtik Það er ávallt ávinningur að heimsækja Kaupstefnuna í Leipzig. — Á fáeinum dög- um getið þér öðlazt yfirsýn yfir framþróun vörumarkaðarins, sem annars tæki lang- an tíma. — í Leipzig, miðstöð viðskipta austurs og vesturs, gefst yður tækifæri til að sjá stöðu tækniþróunar í dag og fram í tímann. 65 lönd munu sýna framleiðslu sína í Leipzig. — Hittið gamla viðskiptavini, eignizt ný sambönd og búið yður þannig undir viðskipti yðar á komandi ári. Leipzig, hin heimskunna kaupstefnuborg i Þýzka Alþýðulýðveldinu, er rétti staðurinn til þess. - Það er auðvelt og fljótlegt að komast til Leipzig. - Daglegar beinar flug- ferðir með Interflug frá Kaupmannahöfn. / Allar upplýsingar og kaupstefnuskfrteini fáið þér hjá umboðsmönnum: Kaupstefnan - Reykjavík, Pósthússtræti 13, símar 10509 og 24397. Haustsýningin: 1.—8. sept. 1968. —Neyzluvörur. Vorsýningin: 2.—11. marz 1969. —Neyzlu- og iðnaöarvörur. TIL SÖLU húseign meo 2 fbúðum í austan- verðum T.augarásnum. Litið hús við Bakkagerði. Verð 600 þús. 2ja herb. fbúð við Framnesveg. Utb. 260 þús sem má skipta. HÖFUM KAUPANDA að einbýlishúsi með stórri lóð. Má vera f útjaðri borgarinnar. Lóðin þarf ekki að vera frá- gengin. Fasteignasalan Bankastrætí 6. j Sími 16637 og 18828.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.