Vísir - 09.08.1968, Qupperneq 4
YUL BRYNNER NEYÐIST TIL
AÐ FELA
SKALLANN
KOM, SÁ
OG SIGRAÐI
Aö sögn blaðafulltrúa frá kvik-
myndafélaginu hennar stóð til,
„að fallega fólkið hitti fallegu
leikkonuna". Niðurstaöan varð sú,
að 300 „fínir" menn og konur
hópuðust í hanastélsveizluna, er
haldin var til heiðurs hinni ljós-
haerðu frönsku gyðju, Catherine
Deneuve, 24ra ára. Hún var stödd
þar í borg til að leika í kvik-
myndinni „The April Fools", sem
getur minnt á það, er hér kallast
að hlaupa apríl. Um þessar mund
ir er Catherine talin meðal feg-
urstu kvenna í heimi, en hún
stefnir að þvi óvenjulega marki
að verða „önnur bezta leikkona
heims“, svo að hún hafi alltaf
eitthvað að keppa að. Hafi hún
viljað keppa að sigurvinningum
í Manhattan, New York, hefur
hún náð markinu.
Catherine leggur New York að
fótum sér.
Það er alkunna, að leikarinn
Yul Brynner hefur verið stoltur af
skallanum sinum. Það var því
mikið í húfi, þegar hann neydd-
ist til að fá sér svarta hárkollu.
Hann leikur nú i kvikmynd um
mexikanska hetju, Pancho Villa.
„Hlutverk Villa er eitt hið æsi-
legasta, sem nokkur leikari getur
óskað sér.“Þannig farast Brynner
sjálfum orð. Kvikmyndir um hetj-
una hafa verið margar og marg-
víslegar. Sú bezta mun hafa ver-
ið á fjórða tug aldarinnar, er
Wallace Beery lék aðalhlutverk-
ið. í síðustu myndinni er fjallað
um þann þátt í ævi Villa, er hann
barðist við uppreisnargjarna her-
foringja, sem reyndu að reka Mad-
ero forseta úr valdastóli. Rob-
ert Michum leikur flugmann frá
Bandaríkjunum, sem þvælist inn
í byltinguna.
Frægur herforingi.
Pancho Villa var talsverður
hersnillingur og á undan sínum
tíma um margt. Hann notaði flug
vélar í hernaði þegar árið 1911.
Auk þess lét hann aka flugvél-
unum á jámbrautarvögnum, þar
sem þær gátu aðeins flogið
skammt. yilia varð að iokum for-j
ingi 40 þúsund manna hers. Yul
Brynner segir um hann: „Véra
má, að hann hafi í æsku verið
hreinn ræningi, en hann var ekki
sá einfaldi ruddalegi bófi og
hjartalausi böðull, sem sumir hafa
viljað gera hann“.
Hvar er höfuö Villa?
Ekkja Villa er enn á lífi og
býr í sama húsi í Mexikó og
hann keypti handa henni árið
1906. Þar voru aðalstöðvar hans,
og erm í dag er þar ógrynni
minja. Það er fyrst í seinni tíö,
að ríkisstjóm Mexíkó viðurkennir
hann sem þjóðhetju, reisir honum
minnismerki og skfrir götur eftir
honum. Villa var myrtur af ó-
þekktum árásarmanni. Ári síðar
var höfði líksins stolið. Ekkjan
segir: „Ég veit að einhver geym-
ir höfuðið, og ég vona, að ég fái
þaö aftur f hendur, svo að setja
megi það í grafhvelfingu, sem
hann sjálfur reisti á sínum tíma.“
Nú eru liðin 45 ár frá andláti
Pancho Villa, sem var sambland
tillitslauss i :ríðsmanns og göfugs
Hróa hattar. Raunar voru marg-
ar mexikanskar hetjur þannig
gerðar. Enginn vafi er á því, að
hinn mikli hetjuleikari Yul Brynn
er reynist hlutverkinu vaxinn,
sköllóttur eöa síðhærður.
Yul Brynner í hlutverki útlagans og þjóöhetjunnar Villa. Við
hlið hans er Robert Mitchum, er leikur bandarískan flugmann.
Llkist hún Jane Mansfieid?
Ungur rithöfundur í Hollywood
Gregg Tyler að nafni, hefur rit-
að leikrit um kynbombuna Jane
Mansfield, sem fórst á voveifleg-
an hátt í júnf f fyrra nálægt
New Orleans. Örlög þokkagyðj-
unnar eru mönnum í fersku minni
og þótti mörgum fulllangt geng-
ið, þegar ljósmyndir sýndu höfuð
hennar skilið frá bolnum. Hvað
um það, einn kemur, þá annar
fer. Rithöfundurinn nefnir leik-
ritið „Catch a Falling Star“, sem
menn kannast við sem titil frægs
dægurlags með meiru. Getur
þetta túlkazt sem „draumur ræt-
ist,“ en einnig minnir titillinn á
halastjörnu. Þá vill Tyler, aö vin-
kona hans, Carolin DeVore, 19
ára, leiki aðalhlutverkið. Það er
talsverður svipur með þeim.
Þetta hefur angrað síðasta eig-
inmann Jane Mansfield, Matt
Cimbers. í fyrsta lagi er hann
óánægður með heiti leiksins, og
aö ai -d telur hann, að Jane eigi
að fá að hvíla í friði. Helzt eigi
hvorki að rita um hana bækur
né leikrit, einkum skuli fólk, sem
lítil kynni hafði af leikkon-
unni láta slíkt ógert.
Carolyn De Vore.
Gregg Tyler.
Velt vöngum
Kalið er talið alls ráðandi í
landinu, i túnum mánna sem f
stjórnmálunum, þó ekki séu allir
ásáttir með, að það sé eins mik-
ið í hugum manna og í túnun-
um. En eitt er víst, að bjart-
sýnin hefur beðiö mikinn
hnekki, þó allir voni, að breyt-
ast muni til hins betra. Vanda-
mál bænda eru alimjög rædd í
blöðum og "tvarpi öllu meira en
t. d. vandamál sjávarútvegsins,
en þegar verðfell á erlendum
mörkuðum er rætt, þá er eins
og um óleysanleg og óumbreyt-
anleg mál sé að ræða, sem ekki
þýði einu sinni að ræða. Um-
ræður um vandamál bænda fara
ao mlnnsta kosti fram fyrir
opnum tjöldum, en ef hliðstæðar
athuganir á vandamálum sjávar
útvegsins fara fram, þá er það
að tjaldabaki, svo að almenning
ur fær ekki að fylgjast með,
svo neinu nemur. Aöeins fær
að heyra öðru hvoru, að útlitið
sé svart.
Hvers vegna fara ekki fram
umræður í útvarpi og sjónvarpi
um vandamál sjávarútvegsins á
hliðstæöan hátt og vandamál
bændur hafa sína búnaðarþætti
í dagskrá Ríkisútvarpsins um
ýmis hagsmunamál. Sjávarút-
vegurinn hefur enga hliðstæða
þætti af hvaða orsökum sem
slíkt er.
ekki að reyna aö leysa markaðs
vandann með því að kryfia mál-
in meira til mergjar og láta fara
fram markaösrannsóknlr á víð-
tækum grundvélii?
Þegar svo alvarleg markaös-
J&fad&iGöúi
bænda eru rædd fyrir opnum
tjöldum á þessum vettvangi?
Eru bændur þetta skeleggari en
útvegsmenn eða sölumenn á is-
lenzkum afurðum? Þó vanda-
málin séu erfið, má ræöa þau
almennar en gert hefur verið
og á hreinskilnari hátt.
Sem dæmi um meiri sam-
heldni bænda má nefna, að
Það gæti verið fróölegt að
boða til blaðamannafundar i
sjónvarpi um markaðsvandamál
sjávarútvegsins á sama hátt og
kalið hefur verið rætt. Ennfrem
ur þurfa að fara fram markaös-
athuganir á sama hátt og það
er talið siálfsagt að fram fari
athuganir á orsökum kals og
hvað verði gert til úrbóta. Þvi
vandamál steöia að, eins og nú
er staðreynd, því er ekki sett á
laggimar nefnd á hliðstæðan
hátt og vegna kalsins og gerö
athugun á því, hvað helzt kann
að verða til vamaöar. Samfara
verðfalli á fiskafurðum hefur
framboð » helztu mörkuðum,
aukizt og viöskiptahættir hafa
Jane Mansfield.
breytzt. Það er því stórt atriði
til umhugsunar, hvort ekki sé
nauðsyn að breyta að einhverju
leyti um vinnubrögð í sölumál-
um. Þetta yrði umhugsunarmál
nefndar, sem sett yrði á lagg-
irnar til að kanna markaðsvanda
málin og hvað væri helzt til úr-
bóta.
Vandamál verða aldrei leyst,
ef setið er auðum höndum og
beöið hinnar stóru lausnar, en
ef t. d. slík könnunar- eða úr-
lausnarnefnd kannaði allar að-
stæður og birti siðan niður-
stöður sinar, þá mundi almenn-
ingur kynnast betur eðli vanda-
málanna og sannfærast um að
allt sé gert sem mögulegt er
til úrlausnar vandanum, hvort
sem niðurstaðan yrði sú, að ó-
breytt sölufyrirkomulag á is-
Ienzkum afurðum væri æskilegt
eða umbóta þörf.
Þrándur í Götu.
♦"f.* ;v'%%