Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 8
8 V í S IR . LaugaH w »r 10. agust 1968. % VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.í. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: ^ðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aöalstræti 8. Slmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Er þetta allt hárrétt? Alþýðublaðið birti nýlega forustugrein um iðnaðar- mál, sem bar því miður áberandi vott um mjög tak- markaða þekkingu höfundarins á veigamiklum at- riðum. Var því um verulegar missagnir að ræða í greininni — Það var eins og við manninn mælt: Tím- inn greip missagnirnar fagnandi á lofti og endurprent- aði með eftirfarandi vitnisburði, „Allt er þetta hár- rétt hjá Alþýðublaðinu". Rætt var um mikinn samdrátt í járniðnaðinum og því um kennt, að greiðslufrestur byðist við innflutn- ing á ýmsu, sem unnt væri að framleiða í vélsmiðj- unum hér innanlands, en þær gætu ekki boðið greiðslu frest vegna fjárskorts. Nú er um þetta að segja, að fyrir tilstwðlan ríkisstjórnarinnar hóf Framkvæmda- bankinn sérstakar lánveitingar til járniðnaðarins, sem við það miðuðust, að innlendu fyrirtækin stæðu að þessu leyti jafnfætis í samkeppni við erlend. Eftir að bankinn var lagður niður hefur Seðlabankinn veitt margháttaða fyrirgreiðslu til iðnaðarins af sama toga spunna. Einnig hefur Seðlabankinn að verulegu marki endurkeypt viss lán viðskiptabankanna til iðnaðarins, til þess að létta aðstöðu hans. Er nú unnið að nýjum og rýmri reglum svokallaðra „samkeppnislánaV til iðnaðarins. Hitt liggur í hlutarins eðli, að eftirspurn eftir járniðnaðarframleiðslu er ólík því sem var, þegar verið var að byggja síldarverksmiðjurnar fyrir austan á uppgangstíma síldveiðanna þar. Það mun naumast vera hægt að segja að nokkurt erlent lán af því tagi, sem hér hefur verið rætt um, hafi verið heimilað á þessu ári. Hitt er svo staðreynd, að járniðnaði hafa boðizt mörg og mikilvæg verkefni við byggingu álbræðslu pg hafnar í Straumsvík. Hinu er heldur ekki rétt að gleyma í þessu sambandi, að á síðustu árum hefur risið upp stálskipasmíði í landinu m. a. fyrir marg- háttaða fyrirgreiðslu stjórnvalda. Er talið að um 400 manns vinni nú við nýsmíði skipa. Og í sambandi við útboðin á strandferðaskipunum tveim var Slippstöðin á Akureyri látin njóta alveg sérstaks forgángs og fyr: irgreiðslu um lánsfjáröflun. í skrifum Alþýðublaðsins og Tímans var rætt um ,.samdráttinn“ í iðnaðinum, þótt fyrir liggi í hag- skýrslum og greinargerðum Efnahagsstofnunarinnar, að á árunum 1960—1966 hafi verið um 31% fram- leiðsluaukning í iðnaði. Á síðustu tveim árum var fjármunamyndun í iðnaði um 500 millj. króna hvort árið, og er það með sambærilegu verðlagi helmingi meira en t. d. í tíð vinstri stjómarinnar. En þessi mikla fjárfesting skýrir m. a. fjárskort iðnaðarins á sama tíma. \ Það er jafnan svo, að þegar Tíminn telur eitthvað „alveg hárrétt“ hjá einhverju stjórnarblaðanna, að þá er eitthvað bogið við hlutina. I „Ekki bundnir fyrirmælum leyndarráðsitis — segir hæstiréttur Rhodesiu i úrskurði sin- um og segir stjórn lans Smith löglega □ í gær var felldur í Salisbury úrskurður, sem markar hið mikilvægasta skref í Rhodesíumál- inu, en hér var um úrskurð hæstaréttardómarans Harolds Bavies að ræða, þess efnis, að stjórn Ians Smiths hafi unnið sér réttindi sem hin raunveru- lega (defacto) stjórn Rhodesíu, því lögleg stjórn og hennar lagasetning. Þar með er því hafnað, að leyndarráðið í London — Privy Council — hafi æðsta dómsvald í málum Rhodesíu sem annarra samveldislanda. Stjórn Smiths getur því, sam- kvæmt úrskurði dómarans, gef- ið út lög og er ekki bundin við fyrirmæli leyndarráösins. Áður hafði verið frestað mál- um 32 blökkumanna, sem ákærð ir voru fyrir hryðjuverkastarf- semi, en ef þeir verða sekir fundnir eiga þeir þaö yfir höfði sér að verða dæmdir til lífláts. □ Eftir tveggja daga hlé hói'- ust viðræður aö i.ýju i gær á frlðarráðstefnunni í Addis Ab- eba, en hléið notuðu fulltrúar Biafra til athugunar á 9-liða til- lögum sambandsstjórnar í Lag- os, fram bomar fyrr í vikunni á ráðstefnunni af Enahoro, að- alfulltrúa hennar. Aðalfulltrúi Biafra er Eni Nbjku prófessor. Samkvæmt nýrri fréttum voru ekki taldar miklar líkur fyrir, að sendinefnd Biafra féllist á tillögurnar, því að þótt nokkurrar tilslökunar verði vart, er það enn sett sem skilyrði, að Biafra falli frá sjálf- stæöisyfirlýsingunni, en á það Leyndarráðið fyrirskipaði fyr- ir nokkru, að blökkumanninum Madzimbo Muto skyldi sleppt úr haldi, en hann hefur verið kyrr- settur í 3 ár, án þess að mál hans væri tekið fyrir. Vitað var, að dómsmálaráðherra Rhodesíu mundi hafa þau fyrirmæli að engu, en ef úrskurður hæstarétt- ardómarans hefði orðið leyndar- er lögö áherzla i Lagos, aö varð- veita heild sambandsrikisins. Síðari fregnir herma að Biafra hafl hafnað tillögunum. I frétt frá Biafra segir, að skortur á skotfærum hindri. að hersveitir Biafra geti haldið uppi sókn. Ojukwu sagöi i gær, að Biafra myndi ekki kaupa' her- þotur þótt í boði væru, — pen- ingunum væri betur variö til þess aö kaupa riffla og skotfæri. „Vér þurfum hjálp“, sagði Oj- ukwu í gær í viðtali, „og aðeins aðrar þjóðir geta veitt oss hana. Ýmis stórveldi leggja Lagos- stjórninni til vopn, og þaö er eins og leiötogar þessara landá ráðinu I vil mundi það hafa haft af sér þær afleiðingar, aö likind- um, aö dómurunum hefði verið vikið frá. Sá möguleiki er enn fyrir hendi, að dómarar, sem eru ósamþykkir úrskurði hans. biðjist lausnar. Davis kvað hæstarétt ekki starfa á grundvelli stjómarskrár innar frá 1961, og gilda ekki um hann sömu löig og hefðbundn ar venjur og lög leyndarráðsins og hæstiréttur því óbundinn af fyrirmælum ráðsins. Ojukwu, leiðtogi Biafra. skilji ekki, að vér berjumst fyrir tilveru þjóöar vorrar, — allir ( Biafra eru fúsir til að berjast, en þaö er sorglegur sannleikur, aö vér getum ekki varið land vort vegna skotfæraskorts". Viðræður hafnar á ný í Addis Abeba Óliklegt, að Biafra fallist á 9-liða tillögurnar Svetlana ætlar sér að j- Jwív:: lcLHur ■' \ • verða banda- rískur borgari Hefir brennt hið sovézka vegabréf sitt mmmtm ' ,-‘á& ^ ''ÆÆmiSífmœ □ Heimsblaðiö New York Tim- inu, sem er 15.000 orö, að það es blrtir í gær bréf frá Svet- sé sér tillilökkunarefni, aö verða lönu, dóttir Stalins, þess efnis, bandarískur borgari, en það ætli að hún hverfi aldrei aftur til hún sér, þegar tilskilinn tími Sovétríkjanna. Segir hún í bréf- sé liðinn. Bréfiö er skrifað í Princeton Hún segist hafa í huga að ferð ' ast kringum hnöttinn og heim sækja löndin í austri og vestri ^ Svetlana eins fljótt og hún geti því við Stalinsdóttir. komið. Hún kveðst hafa brennt hið sovézka vegabréf sitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.