Alþýðublaðið - 23.05.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.05.1921, Blaðsíða 2
2 inn ekki hafa í utnferð cneira en $ miljónir króna í seðlum. 2. gr. Leyfistími bankans er á enda 31. des. 1933. Á tímabilinu frá 31. okt. 1922 til enda leyfistfm- ans skal bankinn draga inn seðla sína alla með 1 miljón króna ár- Iega, þar til eftir eru 2V2 miljón króna, en þaðan af svo, að sem nsest jafn há upphæð sé tekin úr viðskiftaveltu árlega til loka leyf- istimans 31. des. 1933. Stjórnarráðið setur nánari regl- ux um innköliun seðlanna fyrir hvert ár. Seðlaútgáfa sú, sem á þennan hátt iosnar, hverfur á þessu tíma- bili til ríkissjóðs, og skai fyrir 1. júní 1922 ákveðið með iögum, feversu seðlaútgáfu þessari skuli komið fyrir framvegis. ’ 3 gr- Islandsbanka er skylt að selja ríkissjóði með nafnverði það af gullforða sínum, er hann þarf eigi tii tryggingar sínum eigin seðlum, og má hann því eigi láta neitt af forða þessum af hendi, nema hann hafi áður boðið hann til kaups með áðurnefndu verði og rikissjóður neitað að kaupa. Eigi má íslandsbanki heldur á neinn annan hátt binda þennan forða þannig, að ríkissjóður geti eígi íengið hann, er hann iosnar úr seðlatryggingunni. Allur gullforði bankans skal geymdur í Reykjavik og vera háður eftirliti ríkisstjórnarinnar, samkvsemt þeim reglum, sem um það hafa giit. 4. gr. Bankinn skal greiða gjald I rikissjóð eins og hér segir: a. Ef seðlaútgáfan fer eigi fram úr 6 miljónum króna, greiðist það gjald, sem ákveðið er í lögum nr. 66, 10. nóv. 1905, en eigi annað gjald. b. Ef seðlaútgáfan er yfir 6 og alt að 7 miljónum kr., greiðist 2*/o aulcagjald af þeim hluta 7. miijónarinnar, sem er ómálm- tsygður eftir 1. gr., eða af 62,5% aí þeim seðlum. e. Ef útgáfan er yfir 7 miljónir fcróna, greiðast fullir forvextir fcaakans af þvf, seira fram yfir er, í»ð svo raiklu leyti sem það er ALÞYÐUBL A ÐIÐ eigi málmtrygt samkvæmt 1. gr., eða af 62,5% af þeim seðlum. Gjald það, er ræðir um í b. og c.-Iið, teist eftir seðlum, sem í umferð eru í lok hvers mánað ar, og greiðist gjaldið í ríkissjóð í hvers mánaðar !ok. 5 gr. Hlutafé íslandsbanka skál auka um 100%, á þann hátt, að ríkis- stjórnin leggur hlutafjáraukann fram úr ríkissjóði, þegar er hún hefir látið fara fram nákvætna at hugun á hag bankans, enda séu hiutafjárframlögin þá, að hennar dómi, tiltækileg. Verð hlutabréfa þeirra, sem rlkissjóður tekur, skal ákveðið af 5 mönnum, tveim kosn- um af sameinuðu Alþingi með óhlutbundnum kosningum, tveim útnefndum af hluthöfum Islands- banka, og oddamanni, sem hæzti- réttur tilnefnir. Takmarkanir á atkvæðum eftir hlutafjármagni skulu engar vera, að því er hlutaeign ríkissjóðs snertir. 6. gr. A tneðan íslandsbanki hefir á hendi seðlaútgáfu, eða ríkissjóður ber ábyrgð á skuldbindingum fyr- ir hann, skal rfkisstjórnin skipa tvo af þremur bankastjórum bank- ans. 7- Sr- íslandsbanka er heimilt að inn- kalla hina eldri og yngri seðla sína, með þeim fresti og á þann hátt, er stjórnarráðið samþykkir.. Helmingur andvirðis þeirra hinna yngri seðla, sem eigi koma fram að lokum til innlausnar, rennur í ríkissjóð. Nú ber svo við, að seðlar bank- ans týnast á þann hátt, að sana- að er, hversu miklu nemur, og ríkissjóður á að bera skaðann, og er það þá samningamál milli barak- ans og stjórnarráðsins, hversu fer um andvirði þeirra. seðla. 8. gr. Leyfisbréf bankans frá 5. nóv. 1902 heidur gildi sfnu, 'að þvf Ieyti sem lög þessi breyta því eigi. 9- gr- Með lögurn þessum er úr gildi numiffl 2. gr. laga nr. 16, iS. maf 1920, svo og önnur laga- ákvæði, er fara í bágá_við þau» 10 gr. Lög þessi öðlast þegar gildi, en falla úr giidi 30. sept. 1921, nema því að eins, að hluthafa- fundir tslandsbanka verði þá bún- ir að gera þær ráðstafanir, sem lög þessi áskilja. Pinglausnir. Á laugardaginn voru fundir haldnir í síðasta sinn í báðum deiidum og loks í sameinuðu þingi. Voru yfirlit gefin yfir störf deildanna og forsetar ávörpuðu þingmenn nokkrum orðum. í sameinuðu þingi var til um* ræðu þingsályktunartillaga um undirbúning uilariðnaðar og var hún samþykt. Því næst voru kosnir tveir menn til þess að meta verð þeirra hlutabréfa, er ríkissióður tekur í íslandsbanka. Og voru kosnir Björn Kristjáns- son með 17 atkv. og Þorsteinn Þorsteinsson með 15 atkv. Magn- ús prófessor Jónsson fékk 2 atkv. og tveir aðrir sitt atkv. hvor. 22 greiddu ekki atkvæði. Hér fer á eftir yfirlit yfir störf þingsins: Alls hafa verið haldnir 160 fundir, lögð fyrir þingið 49 stjórn- arfrumvörp og 64 þingmanna- frumvörp. Af þessum 113 frum- vörpum urðu 71 að lögum, nfi. 35 stjórnarfrumvörp og 36 þing- mannafrumvörp, vísað frá með rökstuddri dagskrá 1 stjórnar- frumvarpi og 2 þingmannafrv. en eitt tekið aftur. Óútrædd urðu 11. stjórnarfrumvörp og 18 þing- raannafrumvörp. Alls voru bornar fram 31 þings- ályktunartillögur. Voru 16 þeirra afgreiddar til stjórnarinnar, 4 frá alþingi, 10 frá neðrideild og 2 frá efrideild. Ályktanir um skipua nefnda voru alls 5. Sex tillögur voru feldar eða vísað frá, eln tekin aftur og 3 óútræddar. Alls hafa verið til meðferðar í þing inu 146 mál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.